Morgunblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979
17
i á Brjánslæk á Bardaströnd
sína að klóm arnarins róaðist
hann snarlega. Heimilisfólkið á
Brjánslæk hefur hat gaman af að
fylgjast með samskiptum arnar-
ins og bóndans og sérstaklega
hefur Rósa ívarsdóttir kona
Ragnars haft gaman af þeirri
tilfinningu bónda síns að hér sé
um kvenfugl að ræða. Talið er að
um 90 ernir séu á íslandi nú, en
þar af eru 35 ungar sem komust
upp s.l. sumar. Hér fer á eftir
frásögn Ragnars bónda á Brjáns-
læk.
„Það var á sunnudagsmorgun að
tveir menn sem voru á ferð hér um
sáu örn sem virtist vera særður um
það bil 1 km frá bænum,“ sagði
Ragnar Guðmundsson bóndi á
Brjánslæk í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins á Brjánslæk á
Barðaströnd í gær. „Þegar við gætt-
um að var örninn á svæði milli túna,
en áður en við gerðum nokkuð
reyndum við að ná sambandi við dr.
Pinn Guðmundsson fuglafræðing en
það tókst ekki vegna þess að síminn
va'r bilaður. Þá ákváðum við að
reyna að ná fuglinum og í leiðang-
urinn útbjuggum við okkur með
lundaháf. Við fórum þrír. Ekki
fundum við hann strax, en þegar við
sáum tvo erni sveima yfir ákveðn-
um stað tókum við stefnuna þangað
og þar var fuglinn. Hann var þá á
svolítilli hæð og gat náð fluginu, en
átti bágt með það og komst ekki
hærra en 1—2 metra. Þannig flaug
hann 500—600 metra, staldraði við
og náði síðan fluginu á ný, en það
var mun styttra og þá sáum við að
hyggilegast var að þreyta hann til
þess að ná honum. Loks flaug hann
fram á tangann við bryggjuna í
Þrælavogi og við komumst þar fram
fyrir hann sjávarmegin. Ekki virt-
ist hann hafa neinn hug á að
drekkja sér eða halda til hafs, því
hann hörfaði nú upp til landsins, en
þar sem hann flögraði yfir Þræla-
voginn missti hann flugið og féll í
Haförninn var ábúöarmikiil eins og vera bar, en honum virtist líka vel nœrvera bóndans.
álsinn á mér“
voginn. Ekki leizt okkur þá á
blikuna, því hann gat rétt baslað
með vængjunum í sjónum og héld-
um að við þyrftum að skjóta hann
þarna áður en hann drukknaði því
kuldinn var mikill, um 11 stiga
frost. Hann gat þó bagsað nær landi
og ég óð upp í klof á móti honum eða
þangað til ég gat háfað hann í
lundaháfinn. I háfnum bar ég hann
nokkra leið, en tók hann síðan í
fangið og í poka fluttum við hann
heim í bæ.
Það er merkilegt að hann virtist
strax sætta sig við mig. Ég tók utan
um hann og lét vel að honum því
hann var með svöðusár, en hann
hefur ekki gert neina tilraun til
þess að rífa mig eða klóra á neinn
hátt.
Síðan við komum með hann hing-
að heim hefur hann verið til húsa í
forstofunni. Þar sem hann var
sjóblautur og kaldur í fyrstu settum
við hita á fyrst. Sárið á síðunni var
lófastórt, líklega hefur hann flogið
á gaddavír. Gunnar Már Gunnars-
son dýralæknir kom hingað um
ber er hver aö baki nema bróöur
eigi.
kvöldið og hann var liðlega tvo
klukkutíma að sauma sárið og gera
það í stand. Bæði vöðvar og hamur
var sært og rifið. Ég hélt á össu
allan tímann meðan aðgerðin fór
fram og fuglinn hreyfði sig ekki, en
þegar Gunnar Már var að sauma
vöðvana kreppti fuglinn klærnar
þannig að maður fann að hann fann
til.
Þegar saumaskapurinn var búinn
var spennandi að vita hvort hann
fengist til þess að éta, ella væri
taflið tapað. En þetta gekk. Hann
var leiðinlegur við mig fyrst að éta,
ég varð að mata hann, en hann var
óttalega stríðinn og vildi ekki renna
niður fyrr en ég leit undan. Ég gat
þó komið ofan í hann hjarta úr kind
og hálsæð. Ég hef hlúð að honum
eins og ég get, því hann er mjög
rólegur hjá mér þótt hann sýni svip
þegar aðrir nálgast. Hann hefur
sýnt sig að því að fara í fýlu við mig,
en ef ég tala við hann og segi honum
að vera ekki í þessari fýlu, þá fer
hann upp á steininn aftur, en ég
kom skjótt fyrir steini í forstofunni
Uppstoppaöur kjói til saman
buröar viö stærð hafarnarins.
til þess að hann gæti staðið á
honum. Hann er afskaplega stoltur
og sýnir ekki hræðslu eða svipbrigði
þótt við opnum skyndilega hurðina
inn til hans, en ef hann verður
órólegur þá er auðsýnt að hann
skilur nöldrið í mér sem einhverja
tryggð og mér sýnist horfa vel með
það að unnt verði að láta hann lifa,
borða sjálfan. Síðan þegar hann fer
að braggast meir og sár verða gróin
þá mun ég setja hann út í stóra
nýbyggða hlöðu þar sem hann á að
geta jafnað sig betur og flögrað um.
Til marks um skynsemina í þess-
um fugli þá hefur hann ekki borið
við að reyna að hreyfa við sáraum-
búðunum og ég tel augljóst af fasi
hans að hann skilur að það er verið
að hjálpa honum. Hann er spikfeit-
ur þannig að hann á að vera betur
búinn þannig undir slys sem þetta,
en ég tel þetta vera fullvaxinn
kvenfugl þótt ég hafi nú ekki annað
fyrir mér í þeim efnum en það
hvernig hann tók anzi hlýlega utan
um hálsinn á mér í dag þegar ég var
að lyfta honum upp. Hann klifraði
þá snarlega upp handlegginn á mér
og upp á höfuðið, en það var svona í
það dýpsta sem hann læsti klónum í
hálsinn á mér. Hann er rólegastur
þegar við erum tveir og er fljótur að
skynja ef maður talar við hann og
snússar. Einhver hér á heimilinu
sagði að hann skildi náttúrulega
aðeins íslenzku, en þótt hann treysti
manni takmarkað þá hefur hann
sýnt að hann treystir mér og mér
þykir ákaflega skemmtilegt að fá
tækifæri til þess að kynnast þessum
fugli þannig þótt þetta sé að sjálf-
sögðu fangelsi um sinn fyrir þennan
konung fuglanna.
Örninn er óvenjulegur gestur á
þessu heimili þótt nær daglega
sjáum við þessa tígulegu fugla svífa
hátt yfir. En maður getur ekki sagt
annað en að hann sé með óvenju-
legri fuglum hér þótt ýmsa furðu-
fugla beri að garði hér á gestkvæmu
heimili."
„Sofðu blíðusf barnkind min,
gæti Ragnar bóndi verið að
raula yfir haferninum.
en nú þarf að fá hann til þess að
„Svona vinurinn, petta er allt í lagi.“