Morgunblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.01.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979 27 Sími 50249 Engin sýning í kvöld Almennur frœðslu- og leiöbelnlnga- fundur S.Á.Á. kl. 20.30. Sími 50184 jaws2 Sýnd kl. 9. Bönnuö börnum Hækkaö verö. InnlAnnviðskipti ieið til lánNviðskipta BUNAÐARBANKI " ISLANDS Hólir vegir hcetta áferð Ríkisendurskoðunin heimsótt: Sér um aðhaldið í ríkisrekstrinum „Aðalgagnið sem þessi stofn- un gerir, að okkar mati, er aðhaldið í ríkisrekstrinum. Ef þessi stofnun væri ekki til myndu menn fara mun frjáls- legar með fjármuni ríkisins,“ sagði Halldór V. Sigurðsson forstöðumaður stjórnardeiidar ríkisendurskoðunarinnar er blaðamenn heimsóttu þá stofn- un nú í vikunni. Arið 1931 voru lögin um end- urskoðun ríkisins samþykkt en hún er sjálfstæð stjórnardeild sem lýtur yfirráðum fjármála- ráðherra. Hlutverk þessarar stofnunar er fjórþætt að því er segir í reglugerð frá 1969. í fyrsta lagi sér ríkisendurskoð- unin um endurskoðun reiknings- skila embætta ríkisstofnana og sjóða í vörslu ríkisins, í öðru lagi hefur hún umsjón og eftirlit með endurskoðun á reiknings- skilum ríkisstofnana þegar end- urskoðendur þeirra eru skipaðir eða kosnir, í þriðja lagi hefur endurskoðunin eftirlit með opin- berum sjóðum og í fjórða lagi hefur endurskoðunin eftirlit með rekstri ríkisstofnana en hún hefur afskipti af reiknings- skilum yfir 400 fyrirtækja. Fjórir menn hafa frá upphafi veitt endurskoðun ríkisins for- stöðu. Frá 1931 var Jón Guð- mundsson yfirmaður hennar, Björn E. Árnason frá 1943 tií 1949, Einar Bjarnason frá 1949 til 1969 og Halldór V. Sigurðs- son frá 1969. Verkefnum ríkis- endurskoðunarinnar er skipt í fjóra meginþætti, en þeir eru hin almenna endurskoðun, em- bættaeftirlit, tollendurskoðun og skipulagning. Þrjár deildir annast hina svo- kölluðu almennu endurskoðun. Þær hafa á verkefnaskrá sinni flestar ríkisstofnanir hérlendis og í deildunum þremur starfa 14—16 menn að jafnaði að með- töldum stjórnendum þeirra: Guðmundi Magnússyni skrif- stofustjóra, Sigurði Hermund- arsyni deildarstjóra og Sveini Arasyni deildarstjóra. Ríkis- reikninga og reikninga alþingis endurskoðar stofnunin ekki en til þess eru þingkjörnir yfir- skoðunarmenn ríkisreikninga en Hér fer fram endurskoðun allra tollskýrslna hér á landi. í hillunum eru farmskrár allra vöruflutningaskipa. Ljósm Emilía Ilalldór V. Sigurftsson forstöðumaður rfkisendurskoðunarinnar ásamt öðrum yfirmönnum hennar. þeir hafa samband við ríkisend- urskoðunina við verk sitt. Að sögn Halldórs Sigurðsson- ar eru flest fyrirtækin endur- skoðuð einu sinni á ári og þá mismunandi vel hvert árið. Nokkur fyrirtækjanna sem eru á verkefnaskrá ríkisendurskoð- unarinnar hafa sérstaka endur- skoðunardeild og eru þau fyrir- tæki endurskoðuð samtímis og viðskiptin fara fram undir eftir- liti ríkisendurskoðunarinnar. „Við stefnum að því að hafa sem flest fyrirtæki endurskoðuð samtímis," sagði Halldór. Sigurjón Ágústsson hefur um- sjón með tollendurskoðuninni. Þar fara í gegn allár tollinn- heimtur frá öllum tollstjórum og pósthúsum landsins. Sigur- jón sagði að árið 1976 hefðu milli 180.000 og 190.000 toll- skýrslur farið í gegnum hendur þeirra og sagði hann óhætt að fullyrða að á síðastliðnu ári hafi yfir 200.000 skýrslur borist til þeirra. Reykjavík er þar mjög stór hluti og giskaði Sigurjón á að um 60% skýrslnanna kæmu frá tollstjóranum í Reykjavík. Hjá tollendurskoðuninni er farið yfir hvert tollskjal og þau borin saman við farmskrá skipa. Þannig er fylgst með því að allt það sem flutt er til landsins fari í gegnum tollinn. Hjá endur- skoðuninni starfa 10—12 manns. Embættaeftirlitið er undir stjórn Jóns Ólafssonar og sagði hann að á vegum þess færi fram allítarleg endurskoðun. Deildin hefur eftirlit með innheimtu opinberra gjalda og annarra tekna ríkisjns og að þær skili sér í ríkissjóðinn. Þessi deild fer og með eftirlit opinberra sjóða. „Það er gengið mjög eftir því að embættismenn geri skil mán- aðarlega og einnig um áramót," sagði Jón. Halldór sagði að mjög erfið- lega gengi að fá forráðamenn opinberra sjóða til að gera reikningsskil á tilsettum tíma. Hann sagði að aðeins fjórðung- ur þeirra kæmi ótilkvaddur og gerði skil en endurskoðunin hefur afskipti af um 2000 sjóð- um þar af eru um 1200 staðfest- ir. 5—6 manns starfa í em- bættaeftirlitinu. Sigurður Þórðarson stjórnar- skipulagsdeildinni sem hefur það hlutverk að vera ríkisstofn- unum innan handar í ýmsum skipulagsmálum. Halldór sagði það vera mikinn hluta starfs ríkisendurskoðunarinnar að upplýsa þar sem mannaskipti yrðu oft í ríkisstofnunum og þyrfti þá að hjálpa hinum nýju við að kynnast starfseminni. Nú liggur fyrir Alþingi í annað skipti frumvarp um breytta tilhögun á starfsháttum ríkisendurskoðunarinnar og var Halldór spurður álits á því frumvarpi. „Það er að mörgu leyti rökrétt að ríkisendurskoðunin heyri undir Alþingi. Alþingismenn gera lítið af því að fara ofan í ýmis mál er varða endurskoðun- ina og þau 10 ár sem ég hef starfað hér hefur það aldrei komið fyrir að alþingismenn eða nefndir á vegum Alþingis hafi beðið okkur um upplýsingar. Ríkisendurskoðunin gæti þá unnið, samkvæmt hinu nýja kerfi, sem sérstök stofnun innan Alþingis og alþingismenn þá notfært sér að fara ofan í ýmis mál er heyra undir endurskoð- unina. Persónulega held ég að þetta nýja fyrirkomulag yrði spor í rétta átt. Þetta er það kerfi, sem Norðmenn hafa en vilja ekki missa," sagði Halldór. Stórkostleg rýmingarsala á íslenzkum HLJÓMPLÖTUM 65 prósent afsláttur á ýmsum stórum plötum, sem ekki veröa lengur til sölu í verzlunum. 70 prósent afsláttur á öllum litlum plötum, sem eru aö seljast upp og koma aldrei aftur. 50 prósent afsláttur á öllum öörum hljóm- plötum og kassettum sumt nýútkomiö. Rýmingarsalan stendur aðeins yfir í örfáa daga og er í Vörumarkaðnum, Ármúla. sG-hijómpiötur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.