Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 Sárafáir búa nú við skerta vísitölu Bankarnir tilkynntu SÍB í gær að þaki á launum bankamanna yrði lyft MJÖG fáir starfshópar í þjóðfél- aginu búa nú við skerta vísitölu eftir að Kjaradómur dæmdi í máli BHM og fjármálaráðuneytisins og það lýsti sfðan yfir að eitt skyldi yfir félaga BHM og BSRB ganga. Samkvæmt upplýsingum Vinnuveitendasambands íslands eru það aðeins skipstjórar, sem búa við skerta vísitölu vegna þaksins, og nokkrir vélstjórar, en sökum þess hve fáir þeir voru, var þaklyfting gerð hjá þeim. Þá tilkynntu bankarnir í gær Sam- bandi fslenskra bankamanna, að þaki á launum þeirra yrði lyft í samræmi við úrskurð kjaradóms. Samkvæmt upplýsingum launa- deildar fjármálaráðuneytisins hef- ur Kjaradómur enn ekki formlega lyft þaki af launum forseta Islands, ráðherra, ráðuneytis- stjóra, ríkissaksóknara og hæsta- réttardómara, en til þess þarf dómurinn að koma saman og lyfta þakinu formlega. Var búizt við því að það yrði gert áður en langt um liði. Þá munu og vera nokkrir starfsmenn ríkisins, sem ekki eru á launum BSRB eða BHM, sem enn búa a.m.k. formlega við skerta vísitölu og eru þar t.d. skipstjórar á rannsóknaskipum ríkisins. Jónas Sveinsson, hagfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi íslands, kvað nánast enga falla undir bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar, sem kváðu á um þakið, nema áðurnefnda skip- stjóra. Hann kvað hins vegar VSÍ vera bundið þessum lögum, þar ti! um annað yrði samið. Allt Verka- mannasambandið sleppur undir þakið, nema hæsti flokkur verk- stjóra. Hins vegar hafa laun þeirra verið látin óskert á sama hátt og hæsti flokkur vélstjóra. Þá er enn einn starfshópur, sem býr við skerta vísitölu, og eru það blaðamenn sem hafa starfsaldur 3 ár eða lengri. Vísir vill „Stefaníu” „ÞAÐ er því skoðun Vísis, að það beri að kanna möguleikana á samstjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuílokksins og Framsóknar- flokksins til þess að koma lagi á efnahagsmál þjóðarinnar. Til þess þarf nýja ríkisstjórn, og þessi möguleiki virðist nú vera raunhæfasta leiðin,“ segir meðal annars í forystugrein dagblaðs- ins Vísis í gær. Forystugreinin bar yfirskriftina „Það þarf nýja stjórn.“ í greininni segir einnig, að hin harða andstaða miðstjórnar A.S.I. gegn tillögunum sem vera áttu endanlegar tillögur ríkisstjórnar- innar, opinberi enn einu sinni valdafrekju þeirrar litlu komma- klíku sem undanfarin ár hafi litið á sig sem yfirstjórn íslands — og komist upp með það. Vísir segir enn fremur að núver- andi ríkisstjórn sé „búin að vera“., Jafnvel þó efnahagsmálafrumvarp forsætisráðherra verði lögfest í sinni núverandi mynd muni verð- bólgan æða áfram og ekki verða undir 40% á þessu ári. Svo mörg stór göt séu í frumvarpinu að tilefnin til deilumála milli stjórn- arflokkanna verði áfram óteljandi og samkvæmt reynslu muni þau verða notuð. Astæða þess hvernig nú sé komið sé fyrst og fremst sú að kommúnistar séu ósamstarfs- hæfir, þeir geti ekki tekið þátt í að leysa þau vandamál sem þeir hafi sjálfir átt stærstan hlut í að skapa. Vísir segir ennfremur, að sé annars nokkur kostur, þá sé það ábyrgðarleysi af stjórnarandstöð- unni að knýja fram kosningar núna, þó það kunni að vera hag- kvæmt með tilliti til væntanlegs fylgis. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur eigi að geta komið sér saman þau málefni sem mestu skipta: Aðhald í peningamálum, samdrátt í ríkis- búskapnum, verðtryggingu skulda, frjálsa verðmyndun, breytingu á vísitölukerfinu, og frjálsa kjara- samninga. Segir Vísir að nú dugi ekkert minna en samstjórn þessara þriggja flokka, enda yrði minni- hlutastjórn nú einskis megnug. í lok forystugreinar Vísis í gær segir svo: „Kosningar nú eða fljótlega eru út af fyrir sig ekki nein lausn heldur. Nokkurra þingsæta til- færsla milli flokkanna breytir litlu í því, sem máli skiptir. Völd kommúnista í íslensku þjóðlífi byggjast ekki fyrst og fremst á því, að þeir fengu í síðustu kosn- ingum 23% atkvæða, en ekki t.d. 16% eða 19%. Völd þeirra byggj- ast á þrælatökum þeirra á verka- lýðshreyfingunni og því, að sífellt hefur verið látið undan þeim síðustu árin. Því aðeins, að menn séu reiðubúnir til að leggja í baráttuna gegn veldi kommúnista, er von til þess að ná tökum á stjórn landsins." Safnar pen- ingum íÞýska- landi til Kópa- vogshœlis PLÖTUSNÚÐURINN breski, John Lewis sem hóf heimsmets- tilraun í plötúsnúningi á dögunum á Wester-Wald hótelinu nálægt Frankfurt í Þýskalandi hefur nú hafið söfnun fyrir leiktækjasafni handa Kópa- vogshæli, að sögn Skúla Einars- sonar sem flaug til Þýskalands til þess að vera John til aðstoðar. Síðastliðið ár safnaði John fé til byggingar sundlaugar við Kópa- vogshælið en hann hefur tvisvar starfað hér á landi sem plötu- snúður. Skúli sagði einnig að það eina sem að væri hjá þeim John, væri að líklega tækist John ekki að slá heimsmetið þar sem hann færi ekki rétt að. Mickie Gee sá sem sló heims- metið í plötusnúningi s.l. mánu- dag sagðist í gær hafa heyrt' ávæning af því að í Banda- ríkjunum hefði einn plötusnúður einnig hafið heimsmetstilraun. Mickie heldur enn áfram að spila plötur en samningur hans við Óðal rann út 11. mars s.l. og nýr plötusnúður hefur tekið til starfa. Mickie hefur hugsað sér að halda áfram í tvær vikur til viðbótar og ná 1500 klukkustundum. Kirkjuvikan á Akureyri Dagskráin í kvöld: Aðalræðumaður kvöldsins er Kristinn Jóhannsson skólastjóri, Ólafsfirði, en Björk Bjarkadóttir nemi flytur ávarp, og séra Bolli Gústavsson ræðir spurningu kvölds- ins. Kirkjukór Lögmannshlíðar syngur undir stjórn Askels Jónssonar og Gyða Halldórsdóttir leikur á orgel kirkjunnar. Auk þess verður samlestur prests og safnaðar og almennur söngur. — SvP. | « R Unnið að innréttingu nýja matsölustaðarins Nessý. Nýr matsölustaður í Austurstrœti NÝR matsölustaður verður opnaður í Austurstræti í Reykjavík n.k. laugardag. Staðurinn sem mun bera nafnið Nessý er bakvið verslanahús Karnabæjar og verður inn- gangurinn í portinu sem liggur að Nýja bíói. Eigendur hins nýja matsölustaðar^ eru Jón Hjaltason og Bjarni Árnason. Öll áhöld, svo sem hnífapör og skálar, eru aðeins ætluð til notkunar einu sinni. Einnig mun maturinn verða borinn fram í körfum og sögðu eigend- ur þá myndu leggja mesta áherslu á sem skjótasta af- greiðslu. Nessý verður innréttuð í gömlum skoskum stíl og þar mun verða boðið upp á ýmsa nýja rétti t.d. kjúkling mat- reiddan á nýjan máta sem þeir hafa kallað „western". Veggir portsins sem verður inngangurinn í matsölustaðinn, verða þaktir auglýsingum úr skemmtanalífi og listalífi höfuð- borgarinnar. Einnig hefur til- laga Jóns og Bjarna um að hafa útimatsölu í portinu verið sam- þykkt en þeir hafa ekki enn fengið leyfi til þess að byggja yfir hluta portsins. Sögðust þeir ekki geta sagt til um það hvort af útimatsölu yrði fyrr en sýnt yrði hvort leyfi til yfirbygging- arinnar fengist. Portið mun bera nafnið Inn-stræti. Sinfóníuhljómsveit- in á ferð og flugi Beethoventónleikarnir í kvöld MIKIÐ annríki er hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands þessa dagana því að hljómsveitin heldur alls sjö tónleika í þessari viku. Hljómsveitin var með tónleika í Hamrahiíðarskólanum fyrir nem- endur þar og síðar um daginn með tónleika í Háskólabíói fyrir Menntaskólann við Sund og Menntaskólann í Kópavogi, og í gær var hljómsveitin á Akranesi og hélt þar tvenna tónleika. í kvöld eru svo hefðbundnir áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíó og eru þar á ferð Beethoventónleikar þeir sem fresta varð hinn 8. marz sl. vegna óveðurs. Hljómsveitarstjóri verður Jean-Pierre Jacquillat og ein- Ríkisstjórnin getur ekki setið til neinnar frambúðar — segir Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins „ÉG TEL sennilegt að stjórnarflokkarnir bræði sig saman og nái samkomulagi um efnahagsfrumvarpið meðan það liggur fyrir Alþingi og þá mun stjórnin tóra áfram um sinn,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi er hann var inntur álits á síðustu atburðum innan ríkisstjórnarinnar. „En allir þessir endur- teknu árekstrar stjórnar- flokkanna, allar þessar ásakanir þeirra í garð hver annars," sagði Gunn- ar ennfremur, „grafa und- an stjórnarsamstarfinu, menga andrúmsloftið, magna tortryggni í sam- skiptum og lama störf stjórnarinnar. Allt þetta dregur úr trausti fólksins á ríkisstjórninni, hún get- ur því ekki orðið til neinn- ar frambúðar." Gunnar sagði að efna- hagsfrumvarp Ólafs Jó- hannessonar hefði verið rætt rækilega á fundi þingflokksins í gær, er hann var spurður hvert væri viðhorf þingflokks Sjálfstæðisflokksins til efnahagsfrumvarpsins. „Það var sett í gang gagn- ger könnun á frumvarp- inu fram til næsta fundar þingflokksins,“ sagði Gunnar Thoroddsen enn- fremur. „Við munum taka efnislega og ábyrga af- stöðu til frumvarpsins, en ef sú spá reynist rétt að frumvarpið þýði um 33% verðbólgu í ár, þá er það sýnt að það nær æði skammt í viðnámi gegn verðbólgunni.“ leikari Halldór Haraldsson, eins og auglýst hafði verið þá. Hljómsveitin heimsækir svo Hafnarfjörð á morgun, föstudag, og heldur þar tvenna tónleika, hina fyrri fyrir barnaskólana en þá síðari fyrir nemendur Flens- borgarskóla og fleiri. Hljómsveitarstjórar á þessum 6 skólatónleikum eru þeir Jean-Pierre Jacquillaat og Páll P. Pálsson. Einleikarar eru þeir Halldór Haraldsson píanóleikari og Bjarni Guðmundsson, sem leik- ur á túbu. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur á öllum skóla- tónleikunum og Guðrún Þ. Stephensen leikkona segir yngri nemendum á Akranesi og í Hafnarfirði söguna um hann Tobba Túbu. ö INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.