Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 31 Fréttabréf frá Hvammstanga Vedursæld og vertíð góð Hvammstanga, 12. mars. UM þessar mundir stendur yfir mikil endurbót á sóknarkirkjunni hér. Veðursæld hér í sýslu hefir verið sérstök í vetur, ef undan eru skilin smáhret um mánaðamótin nóvember—desember, snjór um áramót og kuldarnir í seinni hluta janúar og fram í febrúar, auk hrets á fimmtudaginn var. Þá hefir sjávarafli einnig verið mjög góður og mikil atvinna við hann, og saumastofan Drífa gengið blómlega, auk þess sem byggingar- vinna hefir aldrei verið meiri. Utgerð og fiskvinnsla Rækjuveiðinni hér á Hvamms- tanga er að ljúka þessa dagana, en nú mega þeir fjórir bátar, sem héðan eru gerðir út ekki veiða nema 318 tonn, í stað 442 tonna í fyrra. Þykir mönnum fljótt að muna um 124 tonn fyrir þessa báta, sem því verða að leita verk- efna annars staðar. Það eru bát- arnir Glaður, Aðalbjörg, Heppinn og Gerpir, sem hafa veitt rækjuna í vetur. Hafa þeir lagt afla sinn upp hjá Meleyri h/f. í næst síðustu viku var farið í róðra fyrir ýmis góðgerðarfélög, svo og sóknar- kirkjuna, sem nú fer fram mikil viðgerð á. Þegar rækjuvertíðinni lýkur, fara Aðalbjörg og Gerpir á veiðar fyrir Suðurlandi, en Glaður heldur til skelfiskveiða hér í Húnaflóa. Mun skelin verða unnin hér hjá Meleyri h/f. Þá hefir vélbáturinn Sif verið gerður út á línuveiðar hér í flóanum í vetur og er vægast sagt orðið langt síðan báti hefir verið haldið til línuveiða heila vertíð hér í Húnaflóa, en fiskgengd er að verða þó nokkur í flóanum, sem marka má af því að meðalafli í róðri fyrir áramót var um 6 tonn, en hefir að vísu aðeins minnkað eftir áramótin. Öll þessi fiskvinnsla er hjá Meleyri h/f, en bolfiskurinn er aðallega saltaður og lítið eitt hert. Um 40 manns vinna þannig hér við útgerð og fiskvinnslu eða um 9% hreppsbúa á þessum vetri. Leggst nú mikið af þessari vinnu af, þó nokkrir haldi áfram vinnu Félagsheimilið á Hvammstanga. bænadögum. við skelfiskinn og saltfiskinn, þá er einum bát, Heppni, lagt núna en tveir fara annað til veiða, eins og áður segir. 100 millj. söluverðmæti Annar stór atvinnurekandi á staðnum er saumastofan Drífa, en þar vinna 20 konur í 15 heilsdags- störfum, auk framkvæmdastjóra. Vinna þar því rúm 3% staðarbúa. Þessi ríflega 3% færa hins vegar ekki svo litlar tekjur í þjóðarbúið, en söluverðmæti ársframleiðslu saumastofunnar er yfir 100.000.000,- króna. Er þá miðað við söluverð til dreifingaraðilans á markaðina í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu, sem er Hilda h/f. Miklar pantanir liggja fyrir en þar fer Vorvaka fram á og eru forystumenn bjartsýnir á framtíð fyrirtækisins. Heilsugæzla Sjúkrahúsið er þó víst ennþá stærsti atvinnuveitandinn hér, en af störfum þar hafa um 40 manns sína atvinnu, eða jafnmargir og af fiskvinnslu og útgerð. Heilsu- gæslulæknar eru 2, Haraldur Tómasson og nýlega er kominn hingað Magnús Ólafsson. í haust var hafist handa um byggingu íbúða fyrir aldraða. Kom sér þá vel, að ýmis félagasamtök lögðu fram um eina milljón króna hvert, eins og ýmis kvenfélög og Lions- klúbbur sýslunnar. Þá er einnig að hefjast bygging Heilsugæslustöðv- ar á þessu ári. Húsbyggingar um vetur Húsbyggingar hafa staðið hér með miklum blóma. Hefir ekki áður verið hafin bygging íbúðar- húsa undir veturinn, en 5 húsa raðbygging var hafin í haust og Kirkjan á Hvammstanga. hefir víst ekki fyrr verið haldið svo veglegt reisugildi hér á miðjum vetri, eins og eftir að þau höfðu verið reist. Það að vetrarveðrin hafa ekki verið svo slæm, á vitan- lega sinn þátt í því, að hægt hefir verið að vinna sleitulaust að bygg- ingunni. Þessi hús eiga að afhend- ast fullbúin næsta haust. Hér eru í byggingu norðan ár 25 hús, en bygging 13 annarra er að hefjast nú og með vorinu. Er því ekkert lát á byggingarstarfsemi hér í pláss- inu. Auk heilsugæslustöðvarinnar og íbúðanna fyrir aldraða, eril svo aðrar 3 stórbyggingar í gangi, en það eru sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, Mjólkursam- lagsviðbyggingin og bygging á húsi fyrir búningsaðstöðu við sundlaug og íþróttahús, sem byggja á á næstu árum. Hrepps- reikningar Hreppsreikningar liggja ekki fyrir ennþá að fullu, en samkvæmt upplýsingum Þórðar Skúlasonar sveitarstjóra eru niðurstöðutölur þeirra um lt)2 milljónir á rekstrar- reikningi, en um 165 milljónir hins vegar á efnahagsreikningi. Eru þetta allhressilegar tölur fyrir pláss með 500 íbúa við síðasta manntal, hinn 1. desember í vetur. Blómlegt félagslíf Ekki eru menningarviðburðir heldur neitt fátíðari hér en ann- arsstaðar, því að í haust var haldið hér leiklistarnámskeið á vegum leikflokksins og grunnskólans. Annaðist Inga Bjarnason þetta námskeið, sem lauk með flutningi úr verkum og kynningu á Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Var þetta um mánaðamótin nóvem- ber—desember. Þá var dansnám- skeið á vegum grunnskólans í febrúar. Leikflokkurinn á Hvammstanga frumsýndi svo 10. verk sitt í föstudaginn 2. þ.m. en það ei „Höfuðbólið og hjáleigan" eftii Sigurð Róbertsson. Eru 11 leikend ur í verkinu. Brynja Bjarnadóttii og Marteinn Reimarsson leikí foreldra mannkyns og hlaut leikui Brynju einróma lof leikhúsgesta Frú Jónína Kristjánsdóttir leik stýrir verkinu. Svo hafa verið haldin hér hii hefðbundnu þorrablót, jafnve góugleðir og nú stendur yfi spurningakeppni á vegum kven félaganna. Þá fór fram sýslumót skák á vegum grunnskóla beggj: sýslna á laugardaginn var. Va. mótið haldið í skólanum að Lauga bakka. Sýslumeistari í skák nem enda í 7.-9. bekk varð Birgir L Ingþórsson í Húnavallaskóla, er sýslumeistari í yngri hópnum 1:—6. bekk, varð hins vegar Arna Árnason úr grunnskóla Blönduóss Alþýðuleikhúsið, sunnandeild hefir boðað komu sína um næsti mánaðamót, með leikritið „Vatns berarnir“, sem sýnt verður víða sýslunni. Þá er einnig unnið af fullun krafti að undirbúningi „Vorvöki Vestur-Húnvetninga", sem ai vanda verður haldin hér ; Hvammstanga um bænadagana Þar munu sýna 5 myndlistarmenn þau Gunnar Hjaltason frá Hafn arfirði, Benedikt Gunnarsson ú: Kópavogi, Ingibergur Magnússoi grafíklistamaður, Marinó Björns son úr Miðfirði og Torfhildui Steingrímsdóttir, skólastjórafrú : Hvammstanga. Verður þetta þv hin myndarlegasta samsýning Félagsheimili plássins. Auk þess; verða svo þrjár vökur með upp lestri ljóða, lauss máls og flutning söngs og leikþátta. Verða vökurn ar við opnunina á miðvikudags kvöld fyrir skírdag, á skírdags kvöld og síðdegis á laugardagim helga. Er þetta í þriðja sinn, sen þessi vorvaka er haldin hér í sýsli og er hún því að verða fastui menningarviðburður. S.H.Þ. Adam og Eva frammi fyrir Drottni ailsherjar. Sbr. leikritið Höfuðbólið og hjáleigan. Frá Stórmóti BR í fyrra. Gísli Torfason og Karl Hermannsson frá Bridgefélagi Suðurnesja spila gegn erlendu gestunum, Hans Göthe og Anders Morath í fyrstu umferðinni. Brldge Stórmót Bridgefélags Reykjavíkur Listi yfir þátttakendur á Stórmóti Bridgefélags Reykja- víkur sem verður haldið um næstu helgi á Hótel Loftleiðum, er nú tilbúinn. Flestir reyndari spilarar landsins taka þátt eins og sjá má á þessari upptalningu: Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson Einar Jónsson — Gísli Torfason Páll Valdimarsson — Steinberg Ríkharðsson Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson Sigfús Árnason — Sverrir Kristipsson Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson Einar Þorfinnsson — Páll Bergsson Skúli Einarsson — Þorlákur Jónsson Bjarni Sveinsson — Jón Gunnar Pálsson Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson Ólafur Valgeirsson — Þorsteinn Þorsteinsson Hörður Arnþórsson — Stefán Guðjohnsen Jakob R. Möller — Jón Hjaltason Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson Skafti Jónsson — Viðar Jónsson Gísli Hafliðason — Sigurður B. Þorsteinsson Steingrímur Þórisson — Þórir Leifsson Gestur Jónsson — Guðmundur P. Arnarson Guðbrandur Sigurbergsson — Isak Ólafsson Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson Sigurjón Tryggvason — Sigtryggur Sigurðsson Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson Per Breck — Reidar Lien. Gestir mótsins, Norðmennirn- ir Per Breck og Reidar Lien, hafa hæsta sætistölu og er það gert til að þeir sitji kyrrir svo áhorfendur geti fylgst sem best með spilamennsku þeirra úr sérstökum upphækkuðum sætum. Keppendum er bent á að mæta kl. 12.30 á laugardag til að kynna sér vel reglugerð mótsins og að ganga frá kerfiskortum en allt slíkt verður að vera í lagi þegar há peningaverðlaun eru í húfi. En efsta par í mótslok mun hljóta kr. 150.000 að launum. Keppnisstjóri verður Vilhjálm- ur Sigurðsson. Mótið verður síðan sett kl. 13.00 af borgarstjóranum í Reykjavík, hr. Agli Skúla Ingi- bergssyni. í tengslum við Stórmótið verður efnt til sérstakrar keppni úrvalssveita, sem hefst kl. 16.30 í Leifsbúð Hótels Loftleiða á föstudag. Þremur sveitum var sérstaklega boðið til keppni þessarar en þær eru: Sveit Hjalta Elíassonar, Islandsmelstara 1978, Sveit Þórarins Sigþórssonar, Bikarmeistarar 1978, og sveit Sævars Þorbjörnssonar, sem líkt skipuð varð í 2. sæti á eftir áðurnefndum sveitum í þessum tveimur aðalmótum síðasta árs og nú nýverið vann undankeppni Reykjavíkursvæðisins til Islandsmóts. En í sveit með Norðmönnunum, Per Breck og Reidar Lien, munu spila Þórir Sigurðsson og Páll Bergsson. Spilaðir verða þrír 16 spila leikir og munu áhorfendur mega fara á milli borðanna fjögurra en auðvitað bundnir þagnar- skyldu. Strax að loknum hverjum 8 spilum munu liggja frammi úrslit og afrit af spilun- um fyrir þá, sem áhuga hafa. Ekki verða veitt sérstök verðlaun fyrir keppni þessa og því aðeins heiðurinn í húfi en keppnisstjóri verður Skafti Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.