Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Suður-Afríkumenn
loks til viðræðu
rnn málefni Namibiu
Jóhannesarborg, 14. marz. AP.
ROELOF F. Botha utanríkisráð-
herra Suður-Aíríku saxði í dag að
hann væri reiðubúinn að íara
fyrir hönd lands síns til að taka
þátt í væntanlegum umræðum hjá
Veður
víða um heim
Amsterdam 6 skýjaó
Apena 20 hetóaklrt
Berlín 3 skýjaó
BrUssel 10 rigning
Chicago 11 hetóakírt
Frankfurt 7 rigning
Genf 15 skýjaö
Helsinki -1 skýjað
Kaupm.höfn 2 skýjað
Lissabon 17 hetóskírt
London 6 rigning
Los Angeles 16 hetóekfrt
Madríd 22 skýjað
Miami 24 hetóskírt
Moskva 3 skýjað
New York 9 skýjaó
Óstó 1 hetóskfrt
Períe 13 skýjaó
Riode J. 30 rigriing
Rómaborg 16 hetóskfrt
Stokkh. 2 skýjaó
Tókýó 11 skýjaó
Vancouver 13 hetóskírt
Vfn 13 skýjaö
Sameinuðu þjóðunum um framtíð
Suðvestur-Afríku (Namibfu) sem
fram fara í næstu viku, ef það
gæti orðið til einhvers gagns.
Botha sem hélt blaðamannafund
á flugvellinum í Jóhannesarborg
við komu sína frá Evrópu, sagði
hins vegar að hann sæi í fljótu
bragði engan tilgang með væntan-
legum fundi um málefni
Suðvestur-Afríku.
Þessi yfirlýsing Botha hefur
vakið nokkra athygli þar sem
Suður-Afríkumenn hafa til þessa
hundsað allar umræður og sam-
þykktir Sameinuðu þjóðanna um
málefni Suðvestur-Afríku.
Myndin var tekin af Sophiu Loren fyrir skömmu þegar hún heimsótti
hið heimsfræga diskótek, Studio 54, í New York.
r
Einn Israelsmaður
fyrir 76 skæruliða
Gcnf, 14. marz. AP.
FANGASKIPTI URÐU í fyrsta skipti í sögunni milli ísraelsmanna og Palestínuskæru-
liða í gær þegar fangaskipti voru höfð á ísraelskum hermanni fyrir 76
Palestínuskæruliða.
Fangaskiptin fóru fram á
flugvellinum í Genf undir eftir-
liti Rauða krossins. Þar voru
mættir 66 skæruliðar og þrjátíu
og þriggja ára gamall ísraelskur
hermaður sem verið hefur í
haldi í rúmt ár. Hinum tíu sem á
vantaði var sleppt á herteknu
svæðunum að því er talsmaður
Rauða krossins sagði.
Það var búlgörsk Tubelov 154
þota sem flutti Israelsmanninn
frá Damaskus í Sýrlandi til Genf
og fimm mínútum síðar lenti
Boeing 707 þota ísraelska flug-
félagsins ELAL sem kom frá Tel
Aviv.
Öllum fréttamönnum sem
komu með vélunum var strang-
lega bannað að stíga á land og
engir fréttamenn fengu að fara
inn á völlinn. Að sögn talsmanns
Rauða krossins voru þessi fanga-
skipti ákveðin fyrir nokkrum
mánuðum síðan fyrir milligöngu
Rauða krossins.
Átök á landamærum
ísraels og Libanons
Sídeon, Líbanon, 14. marz. AP.
TVEIR menn féllu og tíu slösuðust
þegar til harðra átaka kom milli
palestínskra skæruliða og
ísraelskra landamæravarða á
landamærum ísraels og Líbanons 1
nótt að því er tilkynnt var í Sídeon í
dag.
Talsmaður yfirvalda í Líbanon
sagði í dag að öll fórnarlömbin hefðu
Breytingar
Búkarest, 14. marz. AP.
MIKLAR breytingar hafa verið
boðaðar á efnahagskerfi Rúmeníu
þar sem ekki tókst að ná nokkrum
helztu markmiðum f efnahags-
málum landsins á síðasta ári.
Ákveðið hefur verið að auka
miðstýringu í landbúnaði samkvæmt
búlgarski fyrirmynd og auka sjálf-
stjórn í iðnaði að júgóslavneskri
fyrirmynd.
verið líbanskir borgarar sem ekki
hefðu tekið þátt í átökunum, en þeir
voru allir frá borginni Namatiyeh
sem eingöngu er byggð múhameðs-
trúarmönnum.
Þau sem létust voru fimm ára
gamall drengur og fjórtán ára gömul
stúlka sem voru bæði á leið heim til
sín þegar þau urðu fyrir skotum.
í Rúmeníu
í fyrra átti að auka iðnaðarfram-
Ieiðslu um 10.6% en aukningin varð
9%. Framleiðsla í þungaiðnaði jókst
um 14.2% í stað 15, í efnaiðnaði um
10% í stað 15.2 og í matvælafram-
leiðslu um 0.7% í stað 9.1%.
Halli á viðskiptajöfnuði var 650
milljónir dollara í fyrra. Innflutn-
ingur á varahlutum og öðru efni var
20% meiri en ráð var fyrir gert.
Rúmenar stefna að því að verða
„hálfþróað" ríki fyrir 1985.
KÓPAR ÚÐAÐIR í VERNDARSKYNI. - Umhverfisverndarmaður á
snærum Dýrasjóðsins f New York úðar rauðu iitarefni á hvftan kóp á
fsnum, sjötíu og fimm kflómetra norður af Magðalenueyjum við strönd
Vestur-Kanada á fimmtudag. Litarefnið, sem óútmáanlegt, gerir
verðmæti hins eftirsótta selaskinns að cngu.
1969 — Blóðugir bardagar Kín-
verja og Rússa á landamærum
brjótast út.
1963 — Tillaga Bandaríkja-
stjórnar um Jieita Iínu“ milli
Washington og Moskvu.
1960 — Afvopnunarráðstefna
10 ríkja hefst í Genf.
1944 — Bandamenn hefja harð-
ar árásir á Þjóðverja á Monte
Cassino.
1943 — Japanir gera loftárásir
á Danvin í Ástralíu.
1939 — Þjóðverjar ráðast inn í
Bæheim og Mæri.
1917 — Rússakeisari leggur
niður völd.
1916 — Pershing hershöfðingi
sendur með 12.000 maftna liði til
Mexíkó.
1874 ?$Annam f Indókína
verður franskt verndarríki.
1848 — Ungverska byltingin
hefst i Búdapest.
1607 — Karl IV formlega
krýndur konungur Svía.
1603 — Franski sæfarinn
Samuel de Champlain siglir til
Nýja heimsins.
1495 — Kólumbus fer til Maj-
orca eftir fund Ameríku.
493 — Odoacer veginn af Theo-
doric , konungi Aust-Gota.
44 f. Kr. — Júlíus Cæsar ráðinn
af dögum.
Afmæli: Andrew Jackson,
bandariskur forseti (1767 —
1845) — Melhourne lávarður,
enskur stjórnmálaleiðtogi
(1779-1848) - Charles de
Montalembert, franskur rit-
höfundur (1810—1870).
Andlát: Luigi Cherubini, tón-
skáld, 1842.
Innlent: Tímamótatilskipun í
vegamálum 1861 — d. Jón Ein-
arsson lögmaður 1303 — Þorlák-
ur Narfason lögmaður 1303 —
Þorlákur Narfason lögmaður
1303 — Kambránsfé finnst (að
hluta) 1890 — Hótel Gullfoss á
Akureyri brennur 1945 — Þjóð-
varnaflokkur stofnaður 1953 —
Áskorup 60-menninga til Al-
þingis um lokun Keflavíkursjón-
varps 1964 — Vínlandskortið
sýnt í Reykjavík 1967 — d.
Sigfús Sigurhjartarson 1952 —
d. Teresía Guðmundsson 1901 —
f. Þorsteinn frá Hamri 1938 —
33 st. frost í Möðrudal 1962.
Orð dagsins — Sparaðu ekki við
þig munað — Agnes Thirkell,
enskur rithöfundur
(1890-1961).
Jarðskjálftar
í Mexíkóborg
Mexíkó, 14. marz. AP.
ALLSNARPIR jarðskjálftar urðu í
Mexíkóborg rétt fyrir dögun í
morgun og ollu töluverðum
skemmdum á byggingum að því er
fréttir þaðan herma. Nokkur minni-
háttar slys urðu á fólki en engar
fréttir bárust um dauðsföll.
Jarðskjálftastofnunin í Mexíkó
sagði að skjálftinn hefði mælzt um 7
stig á Richterkvarða og hefði átt
upptök sín um 300 kílómetra fyrir
utan borgina.
í tilkynningu frá bandarísku jarð-
skjálftastofnuninni í Colorado segir
hins vegar að skjálftinn hafi verið
um 7,9 stig á Richterkvarða og hafi
átt upptök sín um 150 kílómetra
utan við borgina Acapulco. Jafn-
framt sagði í tilkynningunni að þetta
væri sterkasti skjálfti sem mælzt
hefði á þessu ári í heiminum.
I stuttu máli
Kína
heiðrar
Einstein
KÍNVERJAR gáfu í dag út
frímerki í tilefni af því að
hundrað ár eru liðin frá
fæðingu Alberts Einsteins,
hins heimskunna þýzka
eðlisfræðings. Fréttastofan
Nýja-Kína skýrði frá
útgáíunni.
Rákust
á olíubíl
Saloniki, Grikklandi, 14. marz. AP.
TUTTUGU og þrír grískir
ferðamenn og tveir júgóslav-
neskir ökumenn létu lífið á
miðvikudag, er hópferðabif-
reið rakst á júgóslavneska
olíubifreið með þeim afleið-
ingum að hún sprakk í loft
upp. Lögregla í Saloniki í
Norður-Grikklandi tilkynnti
um atburðinn. Tuttugu og
níu grfskir ferðamenn særð-
ust alvarlega.
Loka fimm
kjarnorku-
verum
Washington, 13. marz. Reuter.
YFIRVÖLD í Bandaríkjun-
um ákváðu í dag að loka
fimm stórum kjarnorkuver-
um vegna ótta um að þau
kynnu ekki að standast jafð-
skjálfta. í tilkynningu frá
bandaríska kjarnorkueftir-
litinu (NRC) sagði að kjarn-
orkuverunum yrði lokað í
mánuð fyrst um sinn. Kæmi í
ljós að frekari viðgerða væri
þörf að þeim tíma loknum
yrði lokunartími framlengd-
ur.
Móðirin
lézt í
djúpsvefni
JerneyborK, New Jersey, 14. marz. AP.
MÓÐIRIN, sem meðvitundar-
laus fæddi barn í síðustu
viku. er látin án þess að
vakna til meðvitundar eftir
burðinn. Talsmaður lækna-
miðstöðvarinnar í New Jer-
sey greindi frá því í dag, að
heilsufari konunnar hefði
stöðugt hrakað eftir fæðing-
una, en barnið dafnaði hins
vegar vel. Læknar höfðu áð-
ur talið líkurnar á að fæðing-
in gæti heppnast einn á móti
fimm þúsund.
sprenging i
fjölbýlis-
húsi
Marseilles. Frakklandi,
14. marz. Reuter.
SKEMMDARVARGAR ollu í
gærkveldi gassprengingu í
fjölbýlishúsi í Marseilles, er
skók um tíu íbúðir og særði
fimmtán manns, þar af tvo
alvarlega. Lögregla segist
hafa fundið tveggja scnti-
metra langa rifu á gasleiðslu
i húsinu og hafi hún augsýni-
lega verið af manna völdum.