Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF All flestum mun víst kunnugt um það að í Reykjavík hefur stjórnunarskólinn starfrækt Dale Carnegie námskeið en það mun hins vegar vera á vitorði færri manna að hann geri það einnig í Kaupmannahöfn. Til að kynnast þeirri hlið málsins nánar ræddi Viðskiptasíðan við Vilhjálm Vil- hjálmsson fulltrúa Stjórnunar- skólans í Kaupmannahöfn. Hann sagði að þeir hefðu hafist handa 1977 og byrjuðu með námskeið á síðasta ári en þar sem öll undir- búningsvinna er afar tímafrek hefur þetta farið hægt af stað. Nú þegar hefur verið haldið sérstakt námskeið fyrir umboðsmenn skól- ans í Danmörku og nú hefur einnig tekist að finna skólanum hentugt húsnæði en það er á Gamle Konge- vej 23 í Kaupmannahöfn, sem ekki er langt frá Sheraton-hótelinu. A þessu ári er ráðgert að halda um 6 námskeið fyrir fólk í öllum stétt- um eins og kunnugt er héðan að heiman. Vilhjálmur sagði að það væri afar ánægjulegt að starfa að útflutningsmálum sem þessum VHhjálmur Vilhjálmsson Tryggja mætti hærra verð með samræmdum aðgerðum þrátt fyrir mikla undirbúnings- vinnu enda eru Danir mjög já- kvæðir gagnvart „vörum" eins og þeim sem við bjóðum upp á. Islenskar ullarvörur á utsölu i Danmörku. * Utflutningur til Danmerkur: ÓLAFUR Haraldsson er starfs- maður Sambands ísl. samvinnu- félaga I Kaupmannahöfn og hef- ur hann skrifstofu í Bella Center. Viðskiptasíðan ræddi fyrir nokkru við Ólaf um starf hans i Danmörku. Mitt aðalviðfangsefni hér, sagði Ólafur, — er að vinna að sölumálum hér í Danmörku fyrir iðnaðardeild Sambandsins og nær sú starfsemi jafnt til danskra kaupenda sem stærri erlendra fyrirtækja sem kaupa vörur á sýningum hér eða kaupa inn hér í tengslum við önnur innkaup sín hér í Kaupmannahöfn. Þessu starfi fylgir mikil upp- lýsingamiðlun og m.a. fer nokkur tími ávallt í það að koma upplýsing- um á framfæri til umboðsmanna okkar út um heim um stöðuna hverju sinni og jafnframt þarf að benda viðskiptavinunum á það hverjir séu okkar umboðsmenn á viðkomandi svæði. Auk þessa starfs hef ég annast víðtæka upplýsinga- söfnun fyrir deildir Sambandsins hvar sé hagkvæmast að gera inn- kaup á ákveðnum vöruflokkum á Hverjar eru helztu útflutnings- vörur íslendinga til Danmerkur og þá er átt við iðnaðarvörur? Það er ullarfatnaður, tízkuvara í háum gæðaflokki, og því nokkuð dýr miðað við margar aðrar tízkuvörur. I dag eru ekki færri en sjö íslenzk fyrirtæki sem selja ullarfatnað hingað og hef ég m.a. rekið mig á það að sum þessara fyrirtækja virðast láta danska kaupmenn selja fyrir sig í n.k. umboðssölu, þ.e.a.s. að þegar varan liggur frammi í verzlunum þeirra, er hún eign íslenska framleiðandans og öll áhættan því hans. En er þá ekkert samstarf milli íslensku útflutningsfyrirtækj- anna? Varla er hægt að segja að það sé nema ef vera kynni í sambandi við þær tvær sýningar sem árlega eru haldhar hér. Ég hef t.d. tekið eftir því að útsöluverð hér í Danmörku hefur komist niður fyrir heildsölu- verð það sem opinberlega er skráð. Ef um ógallaðar vörur er að ræða tel ég að meira megi fá fyrir þær en raun hefur orðið á. Hvað er það sem danskir kaup- menn setja mest út á í útflutnings- málum okkar í dag? Oft hefur þessi mál borið á góma 1 viðræðum mínum við danska kaup- menn og telja þeir að margt megi betur fara hjá okkur í þessum efnum. Einkum nefna þeir þó tvö atriði. Hið fyrra er það að íslensk fyrirtæki virðast ekki hafa þá reglu að staðfesta mótteknar pantanir og því líður oft langur tími þar til væntanlegur kaupandi heyrir nokk- uð og lifir því í óvissu. Hið seinna er fólgið í óöruggum afgreiðslutíma og segja kaupmenn mér að þrátt fyrir að fyrirtæki hafi staðfest pantanir þá virðist sem þeim reynist oft erfitt að standa við upphaflegan afgreiðslutíma. Hvernig gengur samvinnan við Dani að öðru leyti? Hún gengur bara nokkuð vel enda er hér gott að vera og fniklir möguleikar. Danir eru seinir greið- endur en þeir eru tryggir greiðend- ur og það er fyrir mestu, sagði Ólafur um leið og við kvöddum og þökkuðum honum fyrir spjallið. Ólafur Haraldsson hverjum tíma. Einn þáttur þessa starfs er að skipuleggja dvöl full- trúa Sambandsins hér þannig að þeir nái sem mestu út úr sínum takmarkaða tíma. Stjórnunarskólinn býður Dönum upp á Dale Carnegie Leiguflugið hefur haft skaðleg áhrif EIN AF þeim skrifstofum sem íslensk fyrirtæki starfrækja er- lendis og eru oft á tíðum nokkurs konar sendiráð er skrifstofa Flugleiða í Kaupmannahöfn. Til að kynnast nánar því starfi sem þar fer fram hélt Viðskiptasíðan á fund Vilhjálms Guðmundssonar framkvæmdastjóra Fiugleiða í Kaupmannahöfn og ræddi við hann um ýmislegt er lýtur að ferðamálum. Vilhjálmur sagði að þróunin á síðustu árum hefði einkennst af því að um tiltölulega litla aukningu hefði verið að ræða í fjölda þeirra íslendinga sem komið hafa til Hafnar síðan 1974 og réði því mestu að íslendingar hefðu fundið aðrar leiðir til að komast til meginlandsins en í gegn um Höfn og einnig hefðu þeir fundið aðrar leiðir til að fara í þegar þeir tækju sér sumarfrí. Hins vegar hefur tala þeirra Dana sem til Islands fara vaxið og er það ánægjulegt þrátt fyrir að æskilegt væri að sú aukning hefði verið meiri. Hins vegar verður að taka tillit til þess t.d. að 1973 var ekkert atvinnuleysi í Danmörku en í dag eru atvinnuleysingjar þar álíka margir og öll íslenzka þjóðin. Þeir ferðast því ekki og aðrir eru varkárari. Ráðstöfunartekjur Dana hafa vaxið afar hægt á undanförnum árum en auk þess- ara þátta ræður veðurfar bæði hér og heima á íslandi miklu um söluna á hverjum tíma. Ef greina á viðskiptavinina í hópa má segja að um tvo megin hópa sé að ræða, og á ég þar við erlenda ferðamenn eingöngu, þ.e.a.s. fólk sem hefur góð fjárráð og er e.t.v. orðið þreytt á eilífum Spánarferðum og svo menn sem fara til íslands í við- skiptaerindum. Inn í myndina hefur síðan alltaf komið leiguflug- ið og mín skoðun er sú að þar hafi verið um skaðlega samkeppni að ræða. Ég segi skaðlega vegna þess að óraunverulega lág verð í leigu- flugi hafa komið þeirri mynd á áætlunarflugið að það er óeðlilega hátt. Ég vil leyfa mér að benda á að í öll þau ár sem ég hef verið hér þ.e. 14—15 ár höfum við aldrei tapað leiguflugi til skandinavískra flugfélaga sem þó eru þekkt fyrir að vera ódýr. Hverjir eru möguleikarnir á að selja hér íarseðla með Flugleiðum til Bandaríkjanna, Vilhjálmur? Aðstaða okkar til að selja ferðir milli Norðurlandanna og Banda- ríkjanna hefur stórlega versnað á síðustu árum m.a. vegna stórfellds verndaðs átaks SAS. Nú hefur bandarísku flugfélagi Northwest Airlines verið heimilað að hefja Vilhjálmur Guðmundsson. flug milli Kaupmannahafnar og Bandaríkjanna og hafa þeir ákveð- ið að láta tvær breiðþotur fljúga héðan á dag. Þar sem framboðið af sætum til Bandaríkjanna er þegar of mikið álít ég að samkeppnisað- staða okkar eigi eftir að versna nokkuð þar sem bandaríska flug- félagið flýgur á mjög lágum far- gjöldum, en jafnframt mun þetta þýða stóraukna samkeppni fyrir SAS. Hvað með fraktflutningana? Þróunin i fraktflutningunum var nokkuð samhliða þróuninni í farþegaflutningunum fram til 1974 en þá kom afturkippur í þessa flutninga. Síðan jukust þeir veru- lega fram að síðustu gengisfell- ingu heima og í vetur hafa þeir orðið minni en við áttum von á. Þessar vörur koma bæði frá Dan- mörku og Svíþjóð en einnig frá Norður-Þýskalandi. Útflutningur frá íslandi hefur vaxið en það vantar mikið á að jafnvægi verði í magni á báðum leiðum, sem að sjálfsögðu myndi leiða til miklu arðbærari flutninga ef nýta mætti flutningamöguleikana betur í báð- ar áttir. Er við spurðum Vilhjálm um framtíðarhorfurnar í þessari at- vinnugrein sagði hann að því miður væri ekki hægt að vera allt of bjartsýnn í þeim efnum. Því miður erum við farnir að fá á okkur stimpil sem óábyggilegt flugfélag — flugfélag sem flýgur stundum þegar ekki eru verkföll og er það afar slæmt fyrir okkar viðskipti hér. Hækkun olíuverðs- ins mun ekki minnka þann vanda sem við eigum við að glíma, sagði Vilhjálmur Guðmundsson að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.