Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 12
12
T
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Hvaða
meginland.?
Þóra Jónsdóttir: Horft í birtuna.
Ljóð. — Bókaútgáfan Fjölvi,
Reykjavík 1978.
Mér er það víst eðlislægt að
vera bjartsýnn. Það sagði við mig
hinn ágæti vinur minn og fræðari
Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari seinast þegar við
hittumst. Það er þá líklega hin
meðfædda bjartsýni mín og
kánnski að nokkru leyti elliglöp
áttræðs manns, sem valda því, að
mér hefur virzt furðu margt, sem
fram hefur komið í bókmenntum
okkar á síðustu áratugum vitna
um allt að því sjúklega svartsýni.
Tvennt er það enn í nýbók-
menntum okkar, sem mér finnst
Bðkmanntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
mjög óæskilegt. Annað er
sóðaskapur í umfjöllun
viðkvæmra mála, og þó var ég,
þegar ég var upp á mitt bezta,
sakaður um að vera um of djarf-
mæltur um slík efni. Hitt er hin að
því er virðist ástríðukennda til-
hneiging nokkurra höfunda til að
vekja á sér athygli með ýmiss
konar afbrigðilegum tilraunum í
formun máls, stíls og heildar-
gerðar efnisins, — tilraunum sem
minna óhjákvæmilega á skælingar
og skrípalæti „poppara" enda oft
til orðnar fyrir áhrif frá erlendum
sprellikörlum tízkubókmennta,
sem endist líftóra í mesta lagi einn
áratug, nema hvað í einstökum
tilvikum er um að ræða snillinga,
er hafa fundið sjálfa sig í notkun
afbrigðilegs og sérstæðs forms,
sem öðrum er beinlínis háskaleg
— til eftirbreytni.
í tilefni mikilla anna baðst ég
þess við ráðamenn um bókadóma í
Morgunblaðinu, á síðastliðnu
hausti, að mér yrðu ekki ætlaðar
margar bækur til umsagnar, enda
minnir mig, að þær væru aðeins
14, sem komu í minn hlut. Meðal
þeirra var ekki Horft í birtuna —
eftir Þóru Jónsdóttur, en um þá
bók ritaði Jóhann Hjálmarsson
vinsamlega. Svo er það, að mér
berst bókin frá höfundinum. Mér
höfðu fallið vel í geð áður útkomin
ljóð skáldkonunnar, og ég sneri
mér brátt að því að lesa bókina.
Síðan lét ég hana ofan á hlaða af
nýjum bókum, sem ég hafði ekki
enn fundið rúm fyrir í skápum, og
hugðist láta þar við sitja. En svo
tók ég eftir því árla morguns fám
dögum síðar, að ég var að tauta
þessar ljóðlínur:
Líkt og tcrunnvatn í jörðu
geymir hjartað
gleði og harm.
Hvaðan hafði ég nú þetta? Ég
athugaði að vanda hitamælinn og
áttavitann, — 18 stiga frost,
mælirinn uppi á björtu.... En það
var eins og mér hlýnaði fyrir
brjósti, þegar ég tautaði framhald
lítils ljóðs:
Hvaða atrönd
með flóði og fjöru
hvaða meginland
með regni og söl
er sálin
Ég þreif bók Þóru og las hana
alla tvisvar. Síðan sumt enn á ný.
Og vissulega naut ég nú þessara
rímlausu smáljóða, sem eins og
komu til mín hjúfurgjörn og þó
hyggjurík í öllu sínu fágæta lát-
leysi. í þessum ljóðum er bæði
grátur og gleði, en tamast er
skáldkonunni að „horfa í birtuna"
— sóiina, sem vekur hin blund-
andi, gróðraöfl jafnt í mannshug
sem moldu, — já, skáldkonan
getur jafnvel hrifizt svo undir
beru lofti af fjallabláma og söng
vatna, að hún finni til frændsemi
við grjótið. Og hún sýnir okkur í
einu af sínum fáorðu smáljóðum
eftirminnilega samleik þess hæsta
og hins lægsta:
Þóra Jónsdóttir
Skært ljóma augu stjarnanna
í skýrum nsturhlmni.
Er mennirnir lfta til lofts
speglast festingin f augum þeirra
Ifkt og grunnt vatn götunnar
sýnir hœð himingeimsins
Mœtti Ijós hinnar skærustu stjörnu
festast og vaka f tilliti þeirra.
(Þá var einmitt þegar ég hafði
lært þetta ljóð að ég ákvað að
skrifa nokkur fátækleg lofsyrði
um bókina.
Ég hef þegar drepið á það, að í
ljóðunum gæti bæði gráts og gleði,
en skáldkonan horfir í birtuna og
bendir lesanda sínum á nærtækt
ráð til harmbóta, ráð, sem hann
hefur oft og mörgum sinnum heyrt
boðað, en minnist þess þó ef til vill
ekki á raunastund af því að boðun
þess hefur ekki verið í nógu bein-
um tengslum við þá, sem honum
standa næst. En slík tengsl skortir
ekki í þessu ljóði skáldkonunnar:
Þegar blæðir inn í hugann
angur grætir gleðina
f brjósti þér
still grát hennar
með vöggusöng.
Kveð henni Ijóðið
um kærleikann
um óglögg skil
milli þfn
og þeírra sem þú elskar.
Svona látlaust yrkir Þóra Jóns-
dóttir um það, sem vera skyldi
mest í heimi, en samt dettur það í
hana að spyrja í ljóði þessarar
nokkuð óvenjulegu og eftirminni-
legu spurningar:
Hvaða meginland með regni og
sól er sálin?
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Hvað verður um
boðskapinn?
í Milano á Ítalíu býr skáldið
Eugenio Montale. Hann er nú
áttatíu og þriggja ára. Montale
fékk Nóbelsverðlaunin 1975. í
sænska tímaritinu Lyrikvénnen
(5/78) er viðtal við hann eftir
Matts Rying sem að eigin sögn
mun hafa fengið áheyrn hjá
Montale vegna Nóbelsverðlaun-
anna, en sjaldgæft er orðið að
skáldið tali við blaðamenn.
Montale kveðst hafa byrjað að
yrkja fjögurra ára, stutt gaman-
kvæði, og síðan haldið áfram að
fást við skáldskapinn. Hann segist
ekki vera hættur að yrkja. Sér til
lífsviðurværis fór hann að skrifa í
blöð, var tónlistargagnrýnandi í
tíu ár og hefur jöfnum höndum
skrifað um tónlist og bókmenntir í
blaðið Corriere della Sera.
Montale fæddist í Genua og bjó
þar til þrítugsaldurs. í Flórens átti
hann heima í tuttugu ár. Corriere
della Sera er gefið út í Milano og
þess vegna fluttist Montale þang-
að.
I lok þriðja áratugar var
Montale ráðinn bókavörður í
Flórens. Starfinu hélt hann ekki
lengi. Hann var rekinn fyrir þær
sakir að neita að taka pólitíska
afstöðu; hann fékkst ekki til að
ganga í fasistaflokkinn. Mussolini
sjálfur, segir Montale, hafði lítinn
áhuga á bókmenntum og ég og
fleiri rithöfundar gátum yfirleitt
skrifað það sem okkur datt í hug
og fengið það prentað. En þeir
sem snerust öndverðir gegn
fasismanum og líktu Mussolini við
fábjána voru að sjálfsögðu bann-
færðir og kallaðir fyrir rétt. En
sannleikurinn er sá, segir Montale,
að flestir rithöfundar hrifust af
fasismanum í upphafi, en það má
maður ekki tala eða skrifa um.
Montale hefur verið kallaður
mesti bölsýnismaðurinn í ítöskum
bókmenntum eftir Leopardi
(1798—1837). Matts Rying spyr
hann hvort bölsýnin sé honum
eiginleg eða hvort hún sé sprottin
úr reynslu hans; hefur það sem
gerst hefur í heiminum orðið til
þess að gera hann svartsýnan;
stríð, ógnir, grimmd; ef til vill það
sem fasisminn hafði í för með sér.
Montale svarar:
Ég tel ekki að viðhorf mín séu
bölsýnismannsins. Ég lít að vísu
ekki svo á að það að hafa fæðst sé
betra en að hafa látið það ógert.
En ég er í eðli mínu þunglyndur,
um það er ekki hægt að kenna
fasismanum. En það eru til ljósar
hliðar á skáldskap mínum. Eg er
ekki einn þeirra sem tel lífið
tilgangslaust. Sá Sem er í raun
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
bölsýnismaður heldur því fram að
lífið sé án takmarks., vitleysa,
mistök.
Montale hefur ort um illskuna.
Sumir segja að hið illa sé maður-
inn sjáifur, segir hann, maður sem
ekki getur verið án stríðs og
eyðileggingar, sú illska sem sé
manninum eðlislæg og birtist í
morðingjum, stjórnmálamönnum,
í okkur öllum. Svo er einnig til
heimspekileg bölsýni eins og hjá
Leopardi og Schopenhauer sem
sýna okkur nakin og varnarlaus.
Og maður segir að lokum: Lífið
yrði fagurt og gott ef ekki væri
fátækt og sjúkdómar, elli og dauði
— allt það sem nagar sundur lífið
og gerir það þungbært og veldur
því að margir hafna því af
frjálsum vilja. Maðurinn hefur
Montale
talar
um rit-
höfunda
og
stjómmál
hæfileika til efnislegra land-
vinninga sem engan gat órað fyrir
fyrr á öldum. Uppfinningar hans
eru snilldarlegar og ótrúlegar. En
þrátt fyrir sigra mannsins í
veraldlegum efnum verður
siðferðiskennd hans æ lakari.
Montale hefur lýst því yfir að
stjórnmál séu honum ógeðfelld. I
augum hans eru stefnur eins og
fasismi og kommúnismi yfirborðs-
legar. Hann óttast ekki að
nýfasistar komist til valda á
Ítalíu. Til þess eru þeir of
fámennir. Fjölmennastir eru
Kristilegir jafnaðarmenn og
kommúnistar. Hann er spurður að
því hvort hann haldi ekki að
efnahagslegur og félagslegur
vandi Italíu muni leysast komist
kommúnistar til valda. Hann svar-
ar:
Nei, það held ég ekki. Ég held
ekki að við fengjum þá að halda
því frelsi sem við búum við þrátt
fyrir allt. Jafnvel á fasistatíman-
um bjuggu rithöfundar og jista-
menn við mikið frjálsræði. Ég er
ekki viss um að sú yrði raunin
undir kommúnískri stjórn.
Um hlutverk rithöfundarins í
samfélaginu hefur Montale fátt að
segja. Hann bendir á að engin
stefna eða ismi sé ríkjandi eins og
oft áður. Allt líður fljótt, gleymist
fljótt. Meðalævi bókar er stutt.
Þegar enginn man þær lengur en í
nokkra mánuði hvað verður þá um
boðskapinn sem höfundarnir vilja
koma á framfæri. Rithöfundar
geta haft áhrif. En það sem dregur
úr áhrifum þeirra eru fjölmiðlarn-
ir: sjónvarp, útvarp, blöð. Fjöl-
miðlarnir hafa stuðlað að auknum
glæpum, segir Montale, auknum
þörfum og aukið óánægju fólksins,
gert það rótslitið, vansælt og
yfirborðslegt.
Þannig talar eitt af höfuðskáld-
um samtímans um efni sem varðar
alla. Hann skrifaði einu sinni:
Menn verða ekki skáld af því að
halda að þeir standi á tindi Mount
Everest. Ef þú heldur að þú sért
Guð, geturðu ekki verið skáld.
Þetta eru orð hins gagnrýna
efasemdamanns.
Hann orti einu sinni hákvæði
um framtíðarboðskap bjartsýnis-
manna sem hefst svo:
Heldurðu að bölsýnin
hafi nokkurn tíma verið til? horfi
ég
í kringum mig
sé ég ekkert sem bendir til þess.
Montale hefur öðrum fremur
komið auga á hið illa sem nagar
sundur heiminn: il male che tarla
il mondo.