Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 25 vegna þess hversu mjög hefur dregið úr afla, sem berst á land í Hull. Er jafnvel talin hætta á að loka þurfi hinni nýju og fullkomnu fiskihöfn þar. — Vegna minnkandi útgerðar frá Hull hefur hafnarkostnaður og einnig launakostnaður orðið mun hærri en t.d. í Grimsby. Við lögðum áherzlu á að ef þeir í Hull vildu fá fisk frá íslandi mætti kostnaðurinn ekki vera hærri þar en annars staðar. Að öðru leyti er reynsla okkar mjög góð af Hull og þar er t.d. öruggari afskipunar- möguleikar en í Grimsby, þannig að við viljum ekki missa Hull út úr myndinni. BRETAR ÞEKKJA EKKI SÍN EIGIN FISKIMIÐ — Það vakti sérstaka athygli okkar í þessari ferð hversu viðhorf og allt viðmót hefur gjörbreytzt á skömmum tíma. Allir þeir, sem við ræddum við, sama hvort um var að ræða útgerðarmenn eða verka- menn, sögðu að þeir hefðu haft rangt fyrir sér í landhelgisdeilun- um við Islendinga. Varðandi út- færslu okkar í 200 mílur sögðu þeir að Bretar hefðu betur farið að dæmi íslendinga áður en það var um seinan fyrir Breta vegna aðild- arinnar að Efnahagsbandalaginu. — Bretar hafa reynt að breyta útgerð sinni eftir að Islandsmiðum var lokað fyrir þá. Þeir nýta sína nýrri togara til makrílveiða og hafa breytt þeim í þessu augna- miði. Það er athyglisvert að þeir selja aflann beint í rússnesk verk- smiðjuskip eða þá að þeir selja makrílinn frystan til Nígeríu, en aflinn er að mjög litlu leyti unninn í landi. Þá hefur smábátaútgerð aukist mikið frá Aberdeen, Lowe- stoft og Grimsby. — Það hefur komið í ljós á síðustu misserum að Bretar þekkja ekki sínar fiskislóðir. Franskir togarar hafa t.d. fengið allt að helmingi meiri afla á miðum út af vesturströnd Skot- lands heldur en togarar frá Bret- landi. Meðan Bretarnir veiddu við ísland stunduðu Frakkar þessi mið og þekkja þau því betur en Bret- arnir. — Við metum stöðuna þannig að þegar við höfum náð að byggja upp þorskstofninn við Island og getum náð þeim afla, sem íslenzk og erlend fiskiskip veiddu á ís- landsmiðum fyrir nokkrum árum, þá þurfum við á þessum markaði að halda. Það má t.d. nefna það, að við vitum alls ekki hvað gerist þegar Bandaríkjamenn og Kan- adamenn hafa fært út sína fisk- veiðilögsögu. Það gæti gjörbreytt markaðsmálum okkar í Bandaríkj- unum. Bretar hafa alltaf verið miklir neytendur ferskfisks og það er okkar sjónarmið, að þeim mun fleiri markaðir, þeim mun minni sveiflur og þeim mun meira öryggi fyrir okkur, sögðu þeir Kristján Ragnarsson og Ágúst Einarsson að lokum. ivirkjun kinga stefna mun m.a. hafa í för með sér: , — Að raforkuverð í Reykjavík | mun hækka. — Að Kröfluvirkjun verði í framtíðinni hluti af hinu nýja fyrirtæki, en það mun hækka enn rafmagnsverð í Reykjavík. — Að áhrif Reykjavíkur á j stjórn fyrirtækisins mun stórlega minnka og áhrif til ákvörðunar um áframhaldandi virkjanir og verð- lagningu minnka að sama skapi. — Að erfitt verður að standa I gegn ýmsum óhagstæðum virkjun- arkostum, t.d. Bessastaðaár- virkjun, sem mikill pólitískur þrýstingur er á að leggja út í, en það kann að hækka enn rafmagns- verð. Vinnuveitendasamband íslands: Ríkisstjórnin formlega f allin frá ad stemma stigu vid víxlhækk- unum kaupgjalds og verðlags Vinnuveitendasamband íslands hefur samþykkt ályktun um frumvarp til laga um stjórn efnahagsmála, þar sem m.a. er sagt að þær takmarkanir á verð- bótum á laun, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, séu svo smávægi- legar, að í því felist í raun og veru lögfesting verðbólgunnar og mót- mælir VSÍ eindregið þeim vinnu- brögðum, sem höfð hafi verið við gerð frumvarpsins, og síðustu breytingum á því. Alyktun VSI er svohljóðandi: „Vinnuveitendasamband íslands vísar á ný til almennra athuga- semda, sem fram komu í álitsgerð VSÍ frá 22. febrúar s.l. og yfirlýs- ingu frá 6. marz um frumvarp til laga um stjórn efnahagsmála o.fl. Vegna breytinga, sem orðið hafa á frumvarpinu frá þeim tíma þykir rétt að taka eftirfarandi fram: 1. Vinnuveitendasamband íslands mótmælir ákveðið þeim vinnu- brögðum, sem höfð hafa verið við gerð þessa frumvarps og síðustu breytinga á því. Allar yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar um samráð við báða aðila vinnumarkaðarins hafa í reynd verið marklaus orð þar sem einvörðungu hefur verið tekið tillit til og haft samráð við Alþýðusambandið. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessum efn- um stríða gegn viðurkenndum lýðræðislegum leikreglum og brjóta gegn meginreglunni um frjálsa kjarasamninga. 2. Ákvæði frumvarpsins um sam- ráð við aðila vinnumarkaðarins eru algjörlega óviðunandi, sett í því skyni einvörðungu að úti- loka raunverulega aðild Vinnu- veitendasambandsins að þeirri umfjöllun um kaup- og kjara- mál, sem fram á að fara á þeim vettvangi. Vinnuveitendasam- bandið hafnar öllu samráði við ríkisstjórnina við slíkar aðstæð- ur en lýsir sig reiðubúið til samvinnu á þeim grundvelli sem gert var ráð fyrir í frum- varpinu upphaflega. 3. Vinnuveitendasamband íslands lítur svo á, að með frumvarpi þessu hafi ríkisstjórnin horfið frá þeirri yfirlýstu stefnu sinni að stemma stigu við víxlhækk- unum kaupgjalds og verðlags. Þær takmarkanir á verðbótum á laun, sem frumvarpið gerir ráð fyrir eru svo smávægileg- ar, að í því felst í raun og veru lögfesting verðbólgunnar. Vinnuveitendasambandið er reiðubúið að fallast á eðlilegar verðbætur á laun vegna verð- hækkana á vörum og þjónustu að því tilskildu að til frádráttar komi allar hækkanir sem stafa beinlínis af launahækkunum. Með öðru móti verður ekki tekist á við það vandamál, sem víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags eru í okkar efnahags- lífi. Ennfremur er fráleitt að hækk- anir á sköttum, sem á eru lagðir í því skyni að bæta eða auka opinbera þjónustu við borgar- ana, skuli leiða til kauphækk- ana. Jafnframt er útilokað að hækka laun þegar þjóðarbúið verður fyrir áföllum vegna rýrnandi kaupmáttar útflutningstekna. Alveg er ljóst að atvinnufyrir- tækin geta ekki staðið við verð- bótaákvæði þessa frumvarps án verulegra hækkana á innlendri framleiðslu og þjónustu og gengisfalls að því er útflutn- ingsframleiðsluna varðar. 4. Vinnuveitendasamband Islands telur varhugavert að verð- tryggja inn- og útlán, án sam- hliða aðgerða til þess að bæta rekstrarskilyrði atvinnuveg- anna og stöðva víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Verð- trygging, sem að öllu jöfnu er æskileg, getur í óðaverðbólgu leitt til enn alvarlegra jafnvæg- isleysis í peningamálum en nú er ríkjandi. 5. Vinnuveitendasamband íslands gagnrýnir harðlega þá stefnu- breytingu ríkisstjórnarinnar að hverfa frá yfirlýstum áformum um frjálsa verðmyndun skv. lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti. Óðaverðbólga síðustu ára sýnir að verðlagshöft eru einsk- is nýt í baráttu gegn verðbólgu. Verðtrygging inn- og útlána er einnig óhugsandi án frjálsrar verðmyndunar. 6. Vinnuveitendasambandið hafn- ar ríkisforsjárstefnu þessa frumvarps. Ákvæði frumvarps- ins um atvinnuvegaáætlanir og útlánaáætlanir til langs tíma eru í heild sinni hrein fjar- stæða. Þess háttar ríkisstýrður áætlanabúskapur hefur hvergi heppnast og leysir ekki þau vandamál, sem við er að etja. Að því er varðar ríkisframlög til hagræðingar í atvinnurekstri lýsir Vinnuveitendasambandið þeirri skoðun sinni, að réttara og raunsærra sé að búa þannig að atvinnurekstrinum að í fyrir- tækjunum sjálfum myndist fjármagn til hagræðingar og uppbyggingar. 7. Vinnuveitendasamband íslands ítrekar andmæli sín við stofnun vinnumálaskrifstofu í félags- málaráðuneytinu. Tveggja mán- aða tilkynningarskylda um ráð- gerðan samdrátt í atvinnu- rekstri er óframkvæmanleg og myndi takmarka möguleika fyr- irtækja til nauðsynlegra við- bragða við breyttum aðstæðum. 8. Vinnuveitendasamband íslands ítrekar fyrra álit sitt að því er varðar jöfnunarsjóði sjávarút- vegsins. Það er á valdi stjórn- valda að beita þeim í ríkari mæli en verið hefur til sveiflu- jöfnunar. Til þess þarf ekki lagabreytingu." Launamálaráó BHM: Barátta einstakra forystumanna launþega fyrir að samningar séu brotnir er vægast sagt furðuleg STJÓRN launamálaráðs Banda- lags háskólamanna ályktaði á fundi í fyrradag samhljóða „aö beita sér fyrir vinnustöðvun, ef setja á lög um nýtt „þak“ á vísitölubætur“. Með þessari álykt- un fylgdi allítarleg greinargerð um vísitöluþakið og er hún svo- hljóðandi: „Úrskurður Kjaradóms frá 4. mars s.i. um afnám vísitöluþaksins — Að hætta er á að vegna yfirgnæfandi áhrifa ríkisins í þessu nýja fyrirtæki verði ákvarð- anir teknar út frá ýmsum öðrum sjónarmiðum en arðsemissjónar- miðum, eins og reynslan hefur sýnt hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Borgarstjórn bendir á frum- kvæði og framtak Reykjavíkur í rafmagnsmálum undanfarna ára- tugi, en raforkuöflunarkerfi Suð-Vesturlands hvílir á þessu framtaki, sem sjálfsagt er, að Reykjavík fái að njóta og þá um leið þeir nágrannar borgarinnar, sem við Landsvirkjun skipta. Af framangreindum ástæðum telur borgarstjórn tillögur „um stofnun landsfyrirtækis til að annast meginraforkuvinnslu og raforkuflutning" með öllu óað- gengilegar fyrir Reykjavíkurborg og hafnar tilmælum ráðherra um nefndarskipun, sbr. bréf iðnaðar- ráðuneytis frá 2. marz s.L, þar sem óskað er, að borgarstjórn fyrir sitt leyti „gangi til samninga um stofnun þessa landsfyrirtækis um meginraforkuvinnslu og raforku- flutning á grundvelli tillagna nefndarinnar". hefur hleypt af stað talsverðum umræðum um verðlagsbætur. Hafa ýmsir forystumenn laun- þegasamtaka tekið þátt í þeim umræðum og gætir, vægast sagt, mikils misskilnings hjá sumum þeirra um eðli og tilgang verðbóta. Hefur því jafnvel verið haldið fram að fullar verðlagsbætur auki kaupmátt hærri launa, að ekki sé talað um þá fullyrðingu, að verð- bætur auki launamismun. Launamálaráð BHM lagði ýmis gögn, máli sínu til stuðnings, fyrir Kjaradóm. Þar var m.a. sýnt fram á áhrif vísitöluþaksins á laun ýmissa hópa launþega, sem áttu áð falla undir það. Meðal þessara launþegahópa voru: 1. Starfsmenn Reykjavíkurborgar, en meirihluti borgarstjórnar sam- þykkti að fella vísitöluþakið ein- hliða úr gildi. 2. Starfsmenn hjá ÍSAL. ÍSAL og viðsemjendur þeirra, þ.e. laun- þegafélög innan ASÍ, hafa nýlega samið um afnám vísitöluþaksins hjá starfsmönnum hjá ÍSAL. 3. Launþegar innan Farmanna- og fiskimannasambands íslands, og Vélstjórafélags. íslands. Athugun á launaþróun hjá þessum aðilum sýnir, að vísitöluþakið hefur ekki haft áhrif á laun þeirra. Þegar Kjaradómi hafði verið sýnt fram á, að vísitöluþakið hafði nær eingöngu áhrif á laun ríkis- starfsmanna, og það þjónaði því ekki sínum upphaflega tilgangi, hefði það verið í hæsta máta óeðlilegt ef Kjaradómur hefði ekki tekið mark á staðreyndum máls- ins. Fullyrðingar ýmissa forystu- manna launþega um, að hlutfalls- legar verðbætur auki launamun eru vægast sagt furðulegar. Stað- reyndin er sú, að þær viðhalda þeim launamun og þeim kaup- mætti, sem um hefur verið samið. Með einföldu dæmi er hægt að sýna fram á þetta. A hefur kr. 100.000 í mánaðarlaun og B hefur kr. 200.000. Hækki verðlag um 10% á tilteknu tímabili hefur kaupmáttur launa þeirra rýrnað að sama skapi. Laun A hafa því raunverulega lækkað úr kr. 100.000 í kr. 90.000 (þ.e. um 10.000 kr.) og hjá B hefur kaupmáttur launa lækkað úr kr. 200.000 í kr. 180.000 (þ.e. um 20.000 kr.) Til að viðhalda kaupmætti þyrftu laun beggja aðilanna að hækka um 10%. Laun A þyrftu að hækka úr kr. 100.000 í kr. 110.000 og laun B úr kr. 200.000 í kr. 220.000. Laun B eru eftir sem áður tvöfalt hærri en laun A. Það sem ýmsir forystumenn launþega eiga hins vegar við, er þeir halda því fram, að fullar verðlagsbætur auki launamun, er, að í þessu tilfelli séu laun B orðin 110.000 kr. hærri en laun A eftir að fullar verðbætur hafi verið reikn- aðar á laun beggja aðilanna, en munuririn hafi áður verið kr. 100.000. En þó launabilið hafi í krónutölu vaxið um 10.000 kr., þá er þess að gæta, að við framan- greinda verðlagshækkun hefur krónan rýrnað um ca. 10%. Það þarf því 10% fleiri krónur til að viðhalda umsömdum kaupmætti. Sú fullyrðing, að fullar verðlags- bætur auki kaupmátt launa, er vart svaraverð. Ef verðlagshækk- un hefur rýrt kaupmátt launa um 10%, þarf þá ekki að hækka launin sambærilega til að þau haldi kaup- mætti sínum? Því hefur verið haldið fram, að þak á verðlagsbætur sé mikilvæg- ur liður í baráttunni við verðbólg- una. Þeim, sem halda þessu fram, skal hins vegar bent á, að flestar aðrar leiðir eru árangursríkari. Ef vísitöluþakið hefði verið í gildi 1. mars s.l. hefði meðallaunahækkun verið 6,8% í stað 6,9%, þ.e. munur- inn hefði verið 0,1% og áhrifin á verðbólguna hefðu verið ennþá minni. Barátta einstakra forystumanna launþega fyrir því, að samningar séu brotnir, sem frekast er unnt, á ríkisstarfsmönnum í BHM, er vægast sagt furðuleg, því skerðing á launum ákveðins hóps launþega leiðir til launahækkunar hjá öðr- um. Þótt fjölmargir hópar laun- þega, þ.á m. innan ASÍ, hafi marg- falt hærri laun en ríkisstarfsmenn innan BHM (en meðallaun þeirra eru nú kr. 338.000), fer lítið fyrir kröfum þessara forystumanna um skerðingu verðbóta hjá þeim. Tal þessara manna um launajöfnun er því ekkert annað en loddaraskap- ur. Slík afskipti forystumanna launþegasamtaka af samningum annarra launþegasamtaka eru vart til þess fallin að efla sam- stöðu launþega og hljóta ríkis- starfsmenn í BHM að endurskoða afstöðu sína í ljósi fenginnar reynslu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.