Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAR2 1979 11 Svíþjóð: Litlar líkur á þjóð- aratkvæðagreiðslu um kjarnorku Stokkhólmi, Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. EFTIR ræðu, sem Gösta Bohman, formaður íhaldsflokksins, hélt fyrir skömmu virðist ljóst, að sænska þingið mun ekki sam- þykkja tillögu Miðflokksins og Vinstri flokksins, kommúnist- anna. um þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarnorkumál á þessu ári. Bohman sagði, að það væri nauð- synlegt að marka stefnuna í orkumálum fyrir næsta áratug sem fyrst. Nú væri ekki tímabært að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarnorkumál, en í framtíð- inni kæmi þjóðaratkvæðagreiðsla til greina og þá um framtíðar- áætlun í orkumálum frekar en bara kjarnorku. Frjálslyndi flokkurinn og Jafn- aðarmannaflokkurinn hafa gefið svipaðar yfirlýsingar áður, og því er meirihluti á þingi fyrir afgreiðslu orkumálafrumvarps minnihlutastjórnar frjálslyndra á þessu vori. I frumvarpinu er lagt til, að alls 12 kjarnorkuver verði byggð, en þar staðar numið. Byggingu átta kjarnorkuvera og áætlun tveggja til viðbótar er þegar lokið, en aðeins sex ver eru starfrækt. Akvörðun um hvort setja ætti tvö hin fullbúnu í gang án þess að vita hvað hægt væri að gera við geislavirkan úrgang, sem verður við framleiðslu kjarnorku, sprengdi samsteypustjórn borgaraflokkanna í haust. Nefnd jarðfræðinga var falið að kanna, hvort mætti koma því fyrir í bergi neðanjarðar. Neikvæð niðurstaða þeirra var birt á dögunum, og nú er beðið ákvörðunar minnihluta- stjórnar Ola Ullsten um, hvort setja eigi fullbúin kjarnorkuverin í gang, án þess að úrgangsvandinn sé leystur. Lætur Genscher af embætti utan- ríkisráðherra? HANS Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, hefur átt við heilsuleysi að stríða að undanförnu, og hefur á síðast- Hans Dietrich Genscher liðnum sex vikum tvívegis verið lagður í sjúkrahús. Ráðherrann er sagður veill fyrir hjarta, en ekki er talið að hann sé í lífs- hættu. Samt sem áður munu veikindi hans þess eðlis að hann á bágt með að sinna sem skyldi báðum þeim störfum, sem hann hefur á hendi, en hvort um sig þætti ærinn starfi fyrir full- , hraust fólk. Kunnugir menn í Bonn eru þeirrar skoðunar, að Genscher sé meira í mun að halda í stöðu sína sem formaður Frjálsra demókrata, en Otto von Lambsdorff, flokks- bróðir hans og efnahagsmálaráð- herra í samsteypustjórn jafnaðar- manna og frjálsra demókrata, sé líklegur eftirmaður hans á utan- ríkisráðherrastóli. Getum er að því leitt, að taki Lambsdorff að sér utanríkisráðherraembættið, verði Liselotte Funcke, formaður efna- hagsmálanefndar sambandsþings- ins í Bonn, efnahagsmálaráðherra. Hvor ræður lendingu - farþegi eða flugmaður? Ósló, Frá fréttaritara Mbl. HVOR tekur ákvörðun um það, hvort flugvél eigi að lenda, farþegi eða flugstjóri? Þetta mál hefur verið fyrir dómstólum í Noregi og flugstjórinn tapaði málinu. í undirrétti í Kristian- sand var flugstjóri hjá Braathen- flugfélaginu dæmdur til að greiða í bætur fimm þúsund krónur norskar (nálægt 300 þús ísl.) og annað eins í málskostnað, vegna þess að rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerzt sekur um brot á gildandi öryggisreglum. Þessi atburður rekst til ársins 1976, í nóvember. Einn farþeganna um borð sem er orrustuflugmaður í norska flug- hernum, kærði flugstjórann hjá Braathen eftir lendingu vegna þess að hann var af þeirri skoðun að skyggni hefði verið slæmt þegar lent var. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að lendingin hefði gengið hættulaust fyrir sig, en þar sem flugstjóranum hefði láðst að fá leyfi til sjónlendingar hefði hann gerzt sekur um að halda ekki öryggisreglur. Mikil reiði hefur gripið um sig vegna þessa i röðum þeirra sem annast áætlunarflug í Noregi. Telja menn vissulega nauðsynlegt að halda allar reglur, en bent er á að ef hver einstakur farþegi geti kært flugstjóra muni vinnu- aðstæður flugstjóra verða óþolandi. „A kannski að láta fara fram atkvæðagreiðslu í flugvélinni fyrir hvert flugtak og lendingu,“ segja flugmálamenn í Noregi eftir að þessi dómur hefur verið upp kveðinn. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU 1 8 % I I l Í $ 0. m n :í m p Ferðaskrifstofan ÚTSYN ★ Kl. 19.00. Húsiö opnaö. Svaladrykkir og lystauk- ar á barnum. Létt tónlist. Afhending ókeypis happdrættismiöa og upplýsingar um hinar hagkvæmu Útsýnarferöir 1979. ★ Kl. 19.30. Veizlan hefst, stundvíslega. Ljúffeng grísasteik og kjúklingar eins og hvern lystir. Matarverö aðeins kr. 3.500.-. Forsöngvari okkar vinsæli Sigurdór fararstjóri. Tískusýning nýtt sýningarfólk frá Módel- samtökunum sýnir tízkufatnað undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur. ★ Skemmtiatriði: Frábær gítarleikari Arason, leikur spænska tónlist. Örn Myndasýning: Ingólfur Guöbrandsson, forstjóri Útsýnar sýnir litmyndir frá Spánarströndum og kynnir ódýrustu feröamöguleika ársins — glæsilegt úrval sólar- landaferöa meö stórþotu DC-8. Feguröarsamkeppni: Fegurðardísir úr hópi gesta valdar til þátttöku í Ijósmyndafyrirsætustörf hjá Útsýn. Verölaun 10 utanlandsferðir. Lokaforkepþni. Bingó Spilaö um 3 glæsilegar sólarlandaferöir meö Útsýn. Danssýning: Dans til kl. 01.00 Ck n p.í-: V$. Nýkjörnir íslandsmeistarar í paradanskeppni í diskódönsum, Sigríöur Guöjónsdóttir og Haukur Clausen og dansflokkur frá Jazzballetskóla Báru sýna diskódansa. Ókeypis happdrætti: Allir gestir frá ókeypis happdrættismiöa. Dregiö veröur tvisvar. Kl. 20 og kl. 23.30. Vinningar: Sólarlandaferöir meö Útsýn. Matargestir fá ókeypis sýnishorn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og „Gains Borough". Hin hressilega og bráöskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur leika fjölbreytta tónlist viö allra hæfi. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og mögu- leikum á ókeypis útsýnarferð Allir velkomnir, enginn aögangseyrir, aðeins rúllugjald en tryggið borð tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 á fimmtudag. StO/ m .. í® I m & I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.