Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 3 „Samráð 1 orði, en ekki á bor ði’ * Sjómannasambandið óánægt með að vera ekki haft meira með í ráðum við undirbúning reglugerðar um takmörkun þorskveiða FUNDUR var haldinn í fram- kvæmdastjórn Sjómannasam- bands íslands í >?ær og komu þar fram margvíslegar skoðan- ir á þeim aðgerðum. sem sjáv- arútvegsráðuneytið hefur boð- að með setningu reglugerðar til takmörkunar á þorskveiðum í ár. Telja sjómenn. að þeir hafi ekki setið við sama borð og aðrir við undirbúning þessarar reglugerðar og samráð hafi ekki verið sem skyldi. 1 fram- kvæmdastjórninni. sem fjallaði um málið í gær. sitja 5 manns, en í sambandsstjórn SSÍ eiga 13 manns sæti og hefur hún verið boðuð til fundar fi. apríl. þar sem frekar verður rætt um þessi mál. — Til marks um vinnubrögð- in má nefna að Sjómannasam- bandinu barst reglugerð Sjávar- útvegsráðuneytisins 5 mínútum áður en fundur okkar hófst í dag, sagði Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambandsins í gær. — Að vísu hafði verið greint frá innihaldi hennar í útvarpi og blöðum, en það eru varla heppileg vinnubrögð af hálfu ráðuneytisins til kynning- ar á svo viðamiklu máli. Vegna þess hve við höfðum knappan tíma til að kynna okkur reglu- gerðina'taldi fundurinn sig ekki getað tekið endanlega afstöðu um hana. Því hefur verið boðað til sambandsstjórnarfundar 6. apríl. — í þessu máli hefur verið rætt um að hafa samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi, en gagnvart okkur hefur það verið í orði, en ekki á borði. Við getum barið bumbur og básúnað óánægju okkar eins og gjarnan er gert, en þessari reglugerð verður varia hnikað næstu vik- urnar. En síðar á árinu kallar hún á aðrar ráðstafanir og aðgerðir, ef þetta verður þá ekki ailt komið í einn hnút. Eins og staðan er í dag er langt í frá að endanleg lausn sé fundin á þessum málum og vandamálin ekki færri en áður þó að þau séu e.t.v. önnur. — Það er rétt að undanfarna daga hef ég heyrt mörg og misjöfn sjónarmið frá sjómönn- um og fara skoðanirnar t.d. efti.r landshlutum og veiðigreinum. I þessu má segja að enginn sé annars bróðir þegar kemur að umræðu og aðgerðum varðandi það að hafa í sig og á, sagði Oskar Vigfússon að lokum. Efni til drykkjar- vöruframleiðslu: Meint röng skráning tollskrár- númera í rannsókn RANNSÓKNARLÖGREGLA rík- isins og Tollgæzian vinna nú sameiginlega að rannsókn að meintri rangri skráningu toll- skrárnúmera yfir innflutning á efni til drykkjuvöruframleiðslu. Ríkisendurskoðun vakti athygli Tollgæzlunnar á því að hugsalega væri tollskrárnúmer ranglega skráð í þessu tilfelli þannig að innflytjandinn greiddi engan toll af vörunni en ætti að greiða 90% toll. Ef þetta reyndist rétt er um að ræða verulegar fjárupphæðir. Innflytjandinn hefur verið yfir- heyrður en enginn er í haldi vegna rannsóknar málsins. Kókaínmálið: Gæzluvarð- f hald Islend- inganna rennur út á morgun Á morgun rennur út gæzlu- varðhaldsvist íslendinganna fjögurra, sem setið hafa í Vester-fangelsinu í Kaupmanna- höfn síðan í byrjun marz vegna rannsóknar kókaínmálsins svo- nefnda. Munu Islendingarnir koma fyrir dómara fyrir hádegi. Þá mun skýrast hvort Is- lendingarnir verða áfram hafðir í haldi eða vist þeirra í fangelsinu framlengd. „Bráðum er ekkert orð- ið rautt... ” Á ÞINGFLOKKSFUNDI Al- þýðubandalagsins síðastliðinn þriðjudag, þegar verið var að ræða efnahagsvandamálin og stjórnarkreppuna, sat Jónas Árnason þögull langa stund og horfði í gaupnir sér. Er hann hafði hlustað á umræður um hríð mælti hann af munni fram þessa vísu: ídeologiskt er það dautt: Aldrei að hífa — bara slaka. Bráðum er ekkert orðið rautt, annað en nefið á Gvendi jaka. (rlandsdagar íÞórscafé fimmtudagur opið til 01 skem Viö hefjum írlandshátiöina meö hörkudansleik i Þórscafé á fimmtudags- kvöld. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi og hin frábæra irska þjoölaga- hljómsveit. DE DANANN kemur i heimsókn og leikur nokkur lög. Fyrstu hundraö matargestunum sem mæta er boöiö upp a osvikiö IRISH COFFEE fyrir. meö eöa eftir mat. - þeim aö kostnaöarlausu. Öllum gestum i Þórscafé er boöiö án endurgjalds aö bragöa á irsku brauöi frá Nyja Kökuhúsinu, sérbökuö samkvæmt ströngustu kröfum irskra bakara. og allir fá bolla af irsku ERIN súpunum til hressingar er liöa tekur á kvöldiö. Aóalréttur: LambasteikSt. Kevin m/írsku ERIN grænmeti Eftirréttur: Irish Mocca fromage Veró aóeins kr 4.500 Dagskrá kvöldsins: ÍRLANDSKYNNING: Hlaupiö i gegnum helstu möguleika feröamanna a Irlandi og nyi sumarferöabæklingur Sam- vinnuferöa kynntur ÍRSK TÓNLIST: Þjoðlagahljómsveitm De Danann bregður fyrir sig betri fætmum og leikur hressilega ómengaða irska þjoðlagatóniist Kynnir: Magnús Axelsson BINGÓ: Nokkrar Bingóumferöir teknar um kvoldiö og spiiað upp á írlands- feröir i ollum umferöunum. Ómiss- andi hráefm i IRISH COFFEE i aukavinntnga TÍSKUSÝNING: Karon synir nyjustu tiskulinuna fyrir domur og herra ÁSADANS: Og viö bregöum okkur i asadans. Hann veröur horkuspennandi og fjorugur þvi pariö sem siöast stendur a dansgolfmu hefur dansaö sig bemt inn i paskaferö til írlands fyrir tvo Boróapantanir í síma 23333 Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - sími 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.