Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 47 r Fylkir á enn von eftir öruggan sigur gegn Fram — ÉG ÁTTI ekki von á öðru en sigri í þessum leik. sagði Pétur Bjarnason þjálfari Fylkis eftir að lið hans hafði borið sigurorð af Fram 19—15 í 1. deildinni í handknattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Með þessum sigri sínum eiga Fylkismenn góða möguleika á að halda stöðu sinni í deildinni. Næsti leikur þeirra er á laugardaginn við HK. og sker sá leikur endanlega út um hvort liðið fellur niður í 2. deild. Sigur Fylkis gegn Fram var sanngjarn þeir börðust af miklum dugnaði allan tímann. Sérstaklega Liðið gerði sér fyllilega grein fyrir gaf þau ekki eftir. Framan af fyrri hálfleiknum var jafnræði með liðunum. Um miðjan hálfleikinn var staðan jöfn 4—4, varnarleikurinn var góður og svo markvarslan hjá báðum liðum. í lok hálfleiksins náðu svo Fylkis- menn dýrmætu forskoti og leiddu í hálfleik 9—7. I byrjun síðari hálfleiksins var mikill fídonskraftur í leik Fylkis og sóknarleikur þeirra var beittur enda tókst þeim að skora hvert markið af öðru. Eftir 14 mínútna leik í síðari hálfleiknum höfðu þeir náð sex marka forystu 16—10, og var það þessi góði kafli liðsins sem gerði öðru fremur út um leikinn. Frammarar áttu aldrei svar við snörpum leik Fylkis, þó svo að þeir gerðu sitt besta og gáfust ekki upp. Sérstaklega gekk Frömurum illa að finna ieið gegnum þéttan varnarvegg Fylkis. Það var helst að reyna línusendingar, en þá var jafnan tekið svo harkalega á línu- mönnunum að vítakast var dæmt. Síðustu 10 mínútur leiksins var varnarleikur þeirra sterkur. því hversu dýrmæt stigin voru og sóttu Framarar í sig veðrið og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk. Var Gústaf Björnson þar að verki með fjögur mörk í röð. En það dugði ekki, Fylkir átti lokaorðið og sigraði örugglega 19-15. Lið Fylkis lék þennan leik allvel. Fyrst og fremst var það mikill baráttuvilji sem færði þeim sigurinn. Varnarleikurinn var sterkur. Allir unnu vel saman, og Jón markvörður Gunnarsson varði eins og berserkur. I sóknarleiknum var Magnús Sigurðsson mjög virkur og hrelldi markverði Fram hvað eftir annað með sann- kölluðum þrumuskotum. Þá var Stefán Hjálmarsson sprækur. En sigurinn var sigur liðsheildar. Hjá Fram var meðalmennskan allsráðandi. E.t.v. ekki nema von þar sem leikurinn hafði ekki mikla hernarðarlega þýðingu fyrir liðið. Of mikið var um einstaklingsfram- tak hjá leikmönnum. Gústaf Björnsson stendur ávallt fyrir sínu Framstúlkurnar eru bestar FRAMSTÚLKURNAR voru ekki í vandræðum með" að bæta tveimur stigum í stigasafnið í gærkvöldi er þær mættu KR í 1. deild kvenna í handboltanum. Höfðu þær forystuna allan leikinn og léku af festu og öryggi allan tímann og voru mun betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að margar af bestu leikmönnum liðsins sætu á bekknum langtímum saman og skiptu við þær sem hafa verið í því hlutverki að verma bekkinn í vetur. Eftir 15 mínútna leik í fyrri hálfleiknum var staðan orðin 6—2 fyrir Fram og eftir það var sigri þeirra aldrei ógnað. Staðan í hálfleik var 8-5. Leikurinn endaði með fimm marka sigri, 13—8. Var það átakalítill sigur fyrir Fram. Liðið lék allvel og er áberandi besta kvennalið okkar í dag sem og undanfarin fjögur ár. Mörk Fram: Guðríður 6 (4v), Jóhanna 2, Oddný 1, Jenný 1, Þórlaug 1. Mörk KR: Hansína 5 (2v), Karolína Léttur sigur Hollendinga IIOLLENDINGAR styrktu stöðu sína verulega á toppi 4-riðils EJvrópukeppni landsliða. með því að vinna öruggan stórsigur á Svisslendingum í Eindhoven í gærkvöldi. Eftir markalausan fyrri hálfleik, brustu allar stíflur hjá Svisslendingum og þrisvar varð Burgenar markvörður að sa>kja knöttinn í netið. Hollendingarnir gerðu í síðari^ hálfleik það sem ekki tókst í þeim fyrri, þ.e.a.s. þeir nýttu færin. en hollensku framherjarnir fengu urmul tækifæra sem ekki nýttust áður en Keest Kist skoraði fyrsta markið með skalla eftir góða fyrirgjöf Wim Jansen. Kom markið á 55 mínútu. Á 84 mínútu bætti Johnny Metgod öðru marki við og á síðustu mínútunni bætti þriðji Alkmaar-leikmaðurinn, Jan Peters, þriðja markinu við eftir frábæran einleik. 1, Arna 1, Anna 1. - þr- Vináttu- leikir TVEIR vináttulandsleikir fóru fram í knattspyrnu í gærkvöldi. Ungverjar unnú stórsigur á Austur-Þjóðverjum, 3 — 0. Toroczic skoraði í fyrri hálfleik og í þeim síðari bættu Tieber og Tatar sitt hvoru markinu við. Sovétmenn unnu Búlgari örugg- lega 3—1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2—1. Blochin og Shengelia skoruðu fyrir Rússa í fyrri hálfleik gegn marki Pavel Panov. Gavrilov innsiglaði sigur- inn með þriðja marki Rússa rétt fyrir leikslok. Birgir Jóhannesson línumaðurinn snjalli úr Fram, hefur sloppið framhjá Magnúsi Sigurðssyni, Fylki og eins og sjá má á myndinni leggur hann sig allan fram Ljósmynd: Emilía Stjarnan féll á skapbræði Harðar og var einna bestur Framara. Sigurður Þórarinsson átti góðan leik í markinu, en var oft ekki öfundsverður vegna þess að vörn Framara var oft illa á verði. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Laugardalshöllinn 28. marz Fram—Fylkir 15—19 (7—9). Mörk Fylkis: Magnús Sigurðsson 6 (2v), Gunnar Baldursson 5 (3v), Stefán Hjálmarsson 2, Sigurður Símonarson 2, Einar Einarsson 2, Einar Ágústsson 1, Halldór Sigurðsson 1. Mörk fram: Gústaf Björnsson 6 (4v), Atli Hilmarsson 3 (lv), Theodór Guðfinnsson 1, Viðar Birgisson 1, Hjörtur Þorgilsson 1, Birgir Jóhannsson 1, Sigurbergur Sigsteinsson 2. Brottvísun af leikvelli: Viðar Birgisson Fram í 2 mín. og Einar Einarsson Fylki í 2 mín. Misheppnuð vítaköst voru engin. ______________________- þr. Forest skoraði 6 MARTIN 0‘Niel, írski lands- liðsmaðurinn f liði Nottingham Forest var í spariskotskónum í gærkvöldi, þegar Nottingham Forest lék botnlið Chelsea sundur og saman. Forest vann 6—0 og O'Niel skoraði þrennu. Tony Woodcock skoraði tvö mörk og er ófyrirsjáanlegt að hann gefi Trevor Francis möguleika á sæti sínu í liðinu á næstunni. Wood- cock hefur skorað 5 mörk í síðustu 5 leikjum sinum. Garry Bistles skoraði sjötta mark Forest, en Chelsea átti varla markskot í leiknum. Leikir í ensku knattspyrnunni ba>ði í gær- kvöldi og fyrr í vikunni voru sem hér segir: Mánudagur og þriðjudagur 1. deild: WBA - Derby 2-1 Middlesbrough — Man. Utd. 2—2 Birmingham — Norwich 1—0 Wolves — Man. City 1—1 í gærkvöldi, 1. deild: Aston Villa — Coventry 1—1 Nott. Forest — Chelsea 6—0 Tottenham — Southampton 0—0 2. deild: Blackburn — Cambridge 1—0 Leicester — Luton 3—0 3. deild: Chester — Chesterfield 3—0 Oxford — Blackpool 1—0 4. deild: Bradford — Portsmouth 2—0 Crewe — Huddersfield 3—3 Reading — Grimsby 4—0 Torquay — Doncaster 2—1 Wigan — Hereford 0—0 Skotland, úrvalsdeild: Celtic — Morton 3—0 Hearts — Hibernian 1—2 Partick Thistle — Dundee Utd. 1-2 SKAPBRÆÐI og barnaskapur Harðar Ililmarssonar reyndist liði hans Stjörnunni í Garðabæ dýrkeypt. er 2. deildarliðið mætti bikarmeisturum Víkings í 8-liða úrslitum bikarkeppni IISÍ í gær- kvöldi. Staðan var nefnilega jöfn, 20 — 20 þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Stjarnan hafði náð frába'rum leikkafla og unnið upp 3 marka forystu Víkinga og meira að segja komist 2 mörkum yfir, 19 — 17. Vfkingar jöfnuðu hins vegar og þá gerðist það að Hörður taldi sig þurfa að mótmæla dómi gegn sér. Var honum vísað fyrir það af leikvelli í 2 mínútur. En Hörður hafði ekki sagt sitt síðasta orð og áttu góðir dómarar leiksins ekki annarra kosta völ en að útiloka Hörð. En þegar á bekkinn var komið, hélt pexið í Herði áfram og fyrir vikið fékk hann algera útiiokun. sem þýddi það að Stjarnan varð að leika einum leikmanni færra síðustu 18 mínúturnar. Staðan breyttist því úr 2—20 í 32—26, en í hálfleik stóð 17 — 14 fyrir Víking. Fyrri hálfleikur þessa leiks var leikinn af miklum hraða. Ekki virtist hinn þröngi salur há Víkingsliðinu að ráði og leikmenn liðsins löbbuðu inn og út um götótta vörn Stjörnunnar og skoruðu næstum í hverri sókn, enda markvarslan hjá heimaliðinu neðar en í núllpunkti. En í vörn buðu Víkingar upp á það sama og því skildu sjaldnast nema 1—2 mörk, 3 í hálfleik, 17—14. •Stjarnan mætti til síðari hálfleiks í vígamóð og skoraði 5 fyrstu mörkin og komst í 19—17. Var nú vörn og markvarsla í lagi og yfirvegun í sókninni. Víkingar náðu að jafna 20—20, en Stjarnan virtist þrátt fyrir það síður en svo vera að guggna. En þá tók Hörður til sinna ráða eins og fyrr er greint frá. Þar með var bikardraumur Stjörnunnar úr sögunni. Stjarnan á mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna, liðið hélt fyllilega í við hina frægu gesti sína allan fyrri hálfleik, lék betur framan af þeim síðari og meira að segja eftir að leikmenn liðsins voru orðnir einum færri, var fjarri því að um burst væri að ræða miðað við aðstæður. Birkir Sveins- son stóð í markinu í síðari hálfleik og kom Víkingum úr jafnvægi framan af með góðri markvörslu, Omar varði varla skot í fyrri hálfleik. Eyjólfur Bragason átti stórleik með liði sínu og Magnúsarnir þrír börðust allir af krafti, svo og Gunnlaugur Jónsson, svo að einhverjir séu nefndir. Víkingarnir geta leikið betur en þeir gerðu í gærkvöldi, liðið hefur vafalaust vanmetið Stjörnuna, enda næstneðsta lið 2. deildar. Ólafur Jónsson og Viggó í sprettum sýndu helst sínar kunnari hliðar, Páll var þokkaleg- ur, svo og Erlendur. Markvarslan var varla til. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur Bragason 10 (5 víti), Hörður Hilmarsson og Magnús Teitsson 4 hvor, Gunnlaugur Jónsson, Magnús Andrésspn, Magnús Arnarsson 2 hver, Árni Árnason, Hilmar Ragnarsson, Eggert ísdal 1 mark hver. Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson 8 (1 víti), Ólafur Jónsson 7, Sigurð- ur Gunnarsson 6 (3 víti), Páll Björgvinsson 4, Erlendur Hermannsson og Árni Indriðason 3 hvor. Leikinn dæmdu Gunnlaugur Hjálmarsson og Karl Jóhannsson og gerðu það mjög vel. — KK Krankl jafnaði BELGÍA og Austurríki skiidu jöfn í 2-riðli Evrópukeppni landsliða knattspyrnu í Brussel í gærkveldi. leiknum lauk 1 — 1. eftir að heimaliðið hafði náð forystu í fyrri hálfleik. 10.000 manns urðu vitni að mjög jöfnum en ekki sérlega vel leiknum leik. Anderlecht-leikmaðurinn Vandereycken náði forystunni snemma leiks og þegar Belgíumenn freistuðust til að halda unnum feng. kom reiðarslagið, Hansi Krankl jafnaði og þar við sat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.