Morgunblaðið - 29.03.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 29.03.1979, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Hringvegur og vegur til þétibýlisstaða: Fimmtán ára landsáætlun um slitlag á vegakerfið Tillaga sjálfstæðisþingmanna úr öllum kjördæmum Svcrrir Ilermannsson (S) mælti í fyrradag í sameinuðu þingi fyrir tillögu um að fella að nýrri vegaáætlun sérstaka 15 ára áætlun um lagningu hringvegar og vcga til allra þéttbýlisstaða í landinu með hundnu slitlagi. Hér á eftir er fyrst rakið, hvern veg framkvæmdum skal hagað skv. tillögunni. sem byggð er á stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins í vegamálum. síðan kemur framsaga Sverris Hermannssonar orðrétt. Flutningsmenn tillögunnar sem eru úr öllum kjördamum landsins, eru auk Sverris Hermannssonar (Austfirðir), Ólafur G. Einarsson (Reykjanes), Matthías Bjarnason (Vestfirðir). Lárus Jónsson (Norðurland eystra). Eyjólfur K. Jónsson (Norðurland vestra) og Geir Ilallgrímsson (Reykjavík). Framkvæmdum skal hagað þannig: • 1. 1979-1984: a) Þjórsá — Vík í Mýrdal. b) Kjalarnes — Akureyri — Húsavík c) Egilsstaðir — Eskifjörður — Fáskrúðsfjörður. d) Höfn í Hornafirði — Flugvöllur e) ísafjörður — Bolungarvík og ísafjörður — Súðavík. f) Tenging við Akranes, Hvammstanga, Sauðárkrók, Dalvík, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri. g) Ólafsvík — Hellissandur. • 2. 1984-1989. a) Borgarnes — Stykkishólmur — Búðardalur að Þorskafjarðarheiði. b) Patreksfjörður — Tálknafjörður — Bíldudalur. c) ísafjörður — Flateyri — Þingeyri d) Blönduós — Skagaströnd. e) Sauðárkrókur — Siglufjörður. f) Aðaldalur — Reynihlíð. g) Egilsstaðir — Jökulsá á Dal. h) Fáskrúðsfjörður — Höfn í Hornafirði. i) Biskupsstungnavegur að Laugarvatni. j) Skeiðavegur að Þjórsárdalsvegi. • 3. 1989-1994. Lokið hringvegi og allir þéttbýlisstaðir tengdir og auk þess byggðir upp fjölförnustu dreifbýlisvegir eftir því sem fjármagn hrekkur til. Framkvæmdir verði fjármagnaðarþannig: • 1. Með happdrættisláni 2.000 millj. kr. á ári. • 2. Með framlagi Byggðasjóðs 1.000 millj. kr. á ári. • 3. Með umframtekjum af sérsköttum umferðarinnar frá og með næstu áramótum þó eigi lægri fjárhæð en 2.000 millj. kr. á ári. Allar framangreindar fjárhæðir halda raungildi sínu ár frá ári. Sérstaklega verði athugað að stytta framkvæmdatímabil úr 15 árum í 10 ef þess er kostur. Tekin verði erlend lán til framkvæmdanna þegar og ef þess er þörf í • samræmi við lánsfjáráætlun hverju sinni, og einnig til eftirtalinna verkefna: • 1. Garður og brú yfir Botnsvog. • 2. Lúkning Borgarfjarðarbrúar. • 3. Göng í gegnum Breiðadalsheiði. Hringvegur með bundnu slitlagi Á þingskjali 156 flytja átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr öllum kjördæmum tillögu til þíngsályktunar um varanlega vegagerð, þar sem lagt er til að Alþingi álykti að fella að nýrri vegaáætlun sérstaka 15 ára áætl- un um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýlisstaða í landinu með bundnu slitlagi. Þá er í tillögunni tilgreint all- námkvæmlega hvernig haga skuli framkvæmdum á árunum 15 frá árinu í ár til ársins 1994. Þessi tillaga var fram lögð á liðnu hausti og því er sýnt, að eitt ár framan af er glatað til framkvæmdanna nema Alþingi bregðist þeim mum fljótar við vegna þeirrar vegaáætl- unar, sem nú er í aðsrögum fyrir árið í ár. I ályktuninni eru tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, svo og að athugað verði sérstaklega hvort stytta megi framkvæmda- tímabilið úr 15 í 10 ár og í því sambandi má minna á, að hæst- virtur fjármálaráðherra lét í ljós þá skoðun sína á síðasta aðalfundi Félags ísl. bifreiðaeigenda, að binda ætti slitlag á hringveginn og leiðina til Vestfjarða á 10 árum eða eins og hann sagði á árunum 1980-1990. r I ályktuninni er einnig að finna tillögur um framkvæmd sjö tiltek- inna brýnna verkéfna, en þó ber vitanlega að taka fram, að könnun á arðsemi þeirra er misjafnlega á vegi stödd, en hlýtur að ráða um röðun framkvæmdanna. I tillögunni segir síðan: Með fjármagni á vegáætlun hverju sinni skal leggja sérstaka áherzlu á byggingu vega upp úr snjó, og ennfremur hið fyrsta byggingu átta tilgreindra snjóþungra og lélegra vegakefla, þótt síðar yrðu lagðir bundnu slitlagi. Þjóðhagslega hagkvæm og arðbær framkvæmd Á undanförnum árum hefur mikil umræða farið fram um nauðsyn stórátaks í vegamálum, utan Alþingis sem innan. Þeir sem bezt hafa kynnt sér þessi mál eru þeirrar skoðunar, að vart geti þjóðhagslega hagkvæmari fram- kvæmdir. Standi þar aðeins einn málaflokkur jafnfætis þ.e.a.s. orkumálin. Það virðist liggja fyrir óyggjandi, að á hinu háa Alþingi er mikill meirihluti hv. þingmanna eindregið fylgjandi því að stórt verði lagt undir í vegamálum. Ég minni á þál. framsóknarmanna frá því í haust, þar sem þeir skora á hæstvirta ríkisstjórn að láta gera áætlun um varanlega vegagerð, raunar þess konar áætlun sjálf- sagt, sem við sjálfstæðismenn leggjum nú fram og mætti það þá verða til að hraða undirbúningi. Ég hef lesið ræðu hæstvirts sam- gönguráðherra sem hann flutti á 11. landsþingi F.Í.B. s.l. haust. Þar dregur hann ekki af ser í yfirlýs- ingum sínum til stuðnings varan- legri vegagerð. Án þess að ég leggi héðan af nein ósköp upp úr samstarfsyfir- lýsingu núverandi stjórnarflokka þá er þar þó komizt þannig að orði, að sérstakt átak verði gert til að leggja bundið slit lag á aðalvegi. Allt bendir þess vegna til þess, að nú séu þingmenn tilbúnir að taka höndunrsaman og hrinda í framkvæmd þessu brýna verkefni. Því miður er það svo, þrátt fyrir áhuga stjórnvalda í orði, að fram- kvæmdir í vegamálum hafa oft setið á hakanum á undanförnum árum. Ef litið er á aukningu í fjárveit- ingum til vegagerðar milli ára, þá varð hún mest, hina tvo síðustu áratugina, á árunum 1964—1965 og 1966—1967 eða um 26%, en langmest varð aukningin 1970—1971 eða 54%. Síðan seig á ógæfuhliðina og varð minnkun milli áranna 1973—1974 um 8% og 23% minnkun 1974—1975 og frem- ur hafa málin gengið hrumult síðan. T.d. ef borið er saman s.l. ár og þetta sem er að líða, þá virðist minnkun milli ára skv. fjárlögum vera um 11% og hér gerður sam- anburður á föstu verðlagi, enda viðmiðun í krónutölu harla lítils virði. Samanburður við hin Norðurlöndin Ég hefi aflað mér nokkurs sam- anburðar við hin Norðurlöndin og er hann fróðlegur á marga vísu: 1) Hundraðshluti vegakerfis með bundnu slitlagi árið 1976. Danmörk 96% Finnland 43% ísland 1% Noregur 47% Svíþjóð 53% Sverrir Hermannsson Framsaga Sverris Hermanns- sonar, 1. flm. tillögunnar 2) Bifreiðaeign árið 1976. Bifreiðar alls Fólksbifreiðar Á 1.000 íbúa Á km. vegar Á 1.000 íbúa 314 24 264 250 16 218 329 6 295 290 15 254 372 25 350 3. Skattlagning bifreiða og bifreiðaumferðar sem hundrað- hluti af rikistekjum árið 1976. Danmörk 11% Finnland 21% Island 16% Noregur 11% (Arið 1975) Svíþjóð 7% 4. Útgjöld til vegamála sem hundraðshluti af skattlagningu bifreiða og bifreiðaumferðar. Danmörk árið 1975 59% Finnland árið 1976 45% Island árið 1976 50% Noregur árið 1975 107% Svíþjóð árið 1976 56% Ég vil geta þess, að ég átti þess kost að ferðast um Færeyjar sum- arið 1977. Hinir góðu vegir þeirra vöktu sérstaka athygli mína. Heita mátti að þar lægi blúndulagður vegur fram á hvert fuglabjarg. Heyrt hefi ég menn fara með það flím, að Danir borguðu vegina fyrir Færeyingana. Ég var við setningu lögþingsins þetta sumar, og fékk í hendur „Fryggjarlögin" þeirra og mátti í þeim fjárlögum lesa, að fjárveitingar til vegamála var langstærsti liðurinn, eða þre- falt hærri en sá næsti, sem var til menntamála. Avinningur í minna vegaviðhaldi Sérfræðingar hafa af alúð og vandvirkni reiknað út á ýmsa vegu hinn mikla hag, sem þjóðir hafa af varanlegum vegum miðað við hina. Ég útlista ekkert þau æðri vísindi í matematík en vil ....“ til frekari upplýsinga geta þess að kostnaður við olíumöl og útlagninu hennar á 8,5 m breiðan veg með 6,5 m breiðu slitlagi er 7 milljónir kr. á km á verðlagi 1. júní 1978. Ef breyta á góðum malarvegi í olíumalarveg þá kemur til viðbótar jöfnun, jöfnunarlag og slitlag á axlir og er verðið þá um 11—12 millj. króna á km. Meðal annarra upplýsinga, sem fást út úr útreikningunum er, að olíumalarvegur með 1.000 bíla ÁDU er á 9—10 árum 11 — 12 milljónum króna ódýrari í við- haldi, en malarvegur með sömu umferð eða sömu upphæð og það kostar að setja olíumöl á malar- veginn. Ef nýr malarvegur er byggður fyrir 1.000 bíla ÁDU, þá er hann á 5—6 árum um 7 milljónum króna dýrari í viðhaldi, en olíumalarveg- ur með sömu umferð eða þá upp- hæð, sem olíumalarvegur hefði verið dýrari í byggingu. I þessum tveim dæmum er ein- göngú tekið fyrir sparnaður Vega- gerðarinnar á viðhaldi vega, en ekki sparnaður vegfarendanna, en hann er um 4 sinnum hærri. Verndun og könnun á lífríki Breiðafjarðar: Þingsályktunartil- laga Friðjóns var samþykkt samhljóða Þingsályktunartillaga Friðjóns Þórðarsonar (S) um lífríki Breiðafjarðar var samþykkt samhljóða frá sameinuðu Alþingi í síðustu viku. Þingsályktunartiliagan, sem nú hefur verið send ríkis- stjórninni sem ályktun Alþingis, er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að stuðla hið fyrsta að því, að hið fjölþætta lífríki Breiðafjarðar verði kannað og verndað, eftir því sem þurfa þykir, í samráði við heimamenn og náttúru- verndarsamtök." Sem fyrr segir var tillagan samþykkt samhljóða á Alþingi, og lýstu þingmenn allra flokka ánægju með tillögu Friðjóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.