Morgunblaðið - 29.03.1979, Side 16

Morgunblaðið - 29.03.1979, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Hulda Jensdóttir forstöðukona: Meðgöngntíminn Meögöngutíminn Foreldrafræðsla Brýnt umhugsunarefni hlýtur það að vera á barnaári hversu foreldrafræðsla er skammt komin á íslandi miðað við það sem lög gera ráð fyrir. Velmegunarþjóð- félagið hefur hér eins og víða annars staðar lagt megin áherslu á að mennta þegna sína fyrir vinnumarkaðinn — á kostnað heimilanna. Til að stofna heimili þarf engin próf, hvorki í einu né neinu. Þegar á heildina er litið verða foreldrarnir yngrf en áður var og eftir því sem breytingar verða meiri á lífsvenjum fólks verður þörfin fyrir menntun til handa þeim sem stofna heimili brýnni af mörgum og eðlilegum ástæðum. Til þess að geta orðið góðir uppalendur þurfa börn, unglingar og verðandi foreldrar að fá fræðslu. Þau verða að vita hvað fjölskyldulíf er, hvað smábarn er, hvers smábarnið þarfnast, hvernig það þroskast og einnig hvaða kröfu sá verður að gera til sjálfs sín sem eignast. barn. Að stofna til fjölskyldulífs og barneigna áður en maður er tilbúinn til þess er ill meðferð á sjálfum sér en hitt er þó öllu verra að fleiri líða fyrir það. Þátttaka beggja foreldra Þegar stofnað hefur verið til hjónabands og von er á barni er mikilvægt að hjónin standi saman um það. Þegar konan fer til eftir- iits ætti maðurinn að fara með henni þangað í það minnsta einu sinni eða tvisvar og fá tækifæri til að fylgjast með hvað er að gerast. Fá að hlusta á hjartslátt barnsins síns og spyrja allra þeirra spurninga sem vefjast fyrir hon- um. Undirbúnings-námskeið ættu allar konur að sækja um meðgöngutímann og þar á faðirinn að sjáifsögðu einnig sitt sæti. Þegar að fæðingunni er komið er það ekki konan ein sem er að eignast barn heldur foreldrarnir báðir. Þess vegna á faðirinn einnig að vera þar ef það er ósk foreldr- anna beggja. Fjölskyldumyndin verður ekki fullkomin án föðurins þótt hlutur móðurinnar sé og verði ávailt frá náttúrunnar hendi og af eðlilegum ástæðum nokkuð frábrugðinn. Eðlilegt hlýtur að teljast að fólk sem saman hefur stuðlað að til- komu barns, sem saman ætlar að annast uppeldi þess í skini og skúrum, standi einnig saman á þeirri stóru stund sem barns- fæðing er. Athuganir gerðar í Svíþjóð, — m.a. af prófessor John Lind yfir- lækni við barnadeild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, — hafa leitt í ljós að nærvera föður- ins hefur mjög góð áhrif á móður- ina í fæðingunni. Hún skapar einnig samband milli barns og föður mun fyrr en ella hefði orðið og hefur í framhaldi af því orðið til þess að faðirinn hefur tekið mun meiri þátt í umönnun barns- ins og þannig létt til muna ábyrgðarþunganum af móðurinni, þrenningunni allri til mikils góðs. í þessu sambandi má ekki gleyma að fólk er mismunandi gert. Til eru foreldrar, annað eða bæði, sem ekki óska eftir að vera saman við fæðingu barnsins og það er að sjálfsögðu fullkomlega eðlilegt. En þá ætti að uppörva föðurinn til að koma hið allra fyrst eftir fæðinguna til konu sinnar og deila með henni þeirri sérstöku lífsreynslu sem fæðingin er henni og tii þess að kynnast barni sínu sem fyrst. Ef börn eru fyrir ættu þau einnig að vera þátttakendur og fjölskyldan að vera saman um litla barnið eins og kostur er. Að sjálfsögðu hefur móðirin fengið barnið í fangið strax eftir fæðingu ef allt er með eðlilegum hætti. Gjarnan gefið því brjóst og fundið líkama þess við sinn um stund. Ekkert er eðlilegra en hið næsta sé að faðirinn fái barnið í fangið svo einnig hann megi finna að hann hefur eignast barn. Ekki má yfirgefa þennan þátt án þess að nefna að oft er enginn faðir með í myndinni af einhverjum ástæðum. Þær maður eru sannarlega ekki síður í þörf fyrir uppörvun, hjálp og aðstoð sem þeir einir geta veitt sem eru þeim tilfinningalega tengdir. Slík vináttutengsl eru ómetanleg á þeirri alvöru- og reynslustund sem fæðingin er flestum konum. IIoll næring Heilbrigðar, vel þroskaðar mæður koma úr hópi heilbrigðra vel þroskaðra barna. En það eru börn sem félagslegt og líkamlegt umhverfi hefur leyft að ná fullum líkamlegum og líffræðilegum þroska. Móðirin er hlekkurinn á milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og fósturs og ung- barns hins vegar. Það er af þessari ástæðu að fræðsla um næringar- efni, sem móðirin fær, spannar langt um, lengri tíma en þann sem meðganga og brjóstgjöf stendur yfir. Af þessum sökum gefur augaleið að æskilegt væri að næringarefna- sérfræðingur starfaði í mæðra- og ungbarnaeftirliti sem ráðgefandi, þar sem vanhöld í þessu máli geta skipt sköpum. Rétt fæði inni- heldur þrjá meginþætt: Orkugefandi fæði; þar fremst kolvetnafæðu svo sem korn- Hulda Jensdóttir það tímabil er langvarandi getur það haft óheppileg áhrif á tímabil þungunar. Flestir eru sammála um að konu, sem ber barn undir belti sér og reykir, beri skylda til að minnka reykingar sínar sem mest, helst hætta þeim með öllu ef hægt er. Það er vegna þeirra slæmu áhrifa sem reykingar hafa á getu fylgjunnar til næringarfulltingis, á hjartslátt barnsins í móðurlífi, á C-vítamínin í líkamanum og fleira. Seinni ár hefur einnig verið bent á neikvæð áhrif áfengisnotkunar, þótt í hófi sé, og að happadrýgst væri að láta allt slíkt lönd og leið þegar von er á barni. Einnig er bent á að forðast sem mest krydd, salt, steiktan og mat sinn og að þeir þurfi að minnka sykurnotkun sína um 30%. Trúlegt má telja að það sem hér er sagt eigi einnig við á Islandi. Á barnaári hljótum við að leggja áherslu á að börnin okkar fái sem hollasta og besta fæðu, þar með talið kornbrauð, korngrauta, grænmeti og ávexti. Að þau borði reglulega séu ekki sinartandi al- mennri heilsu þeirra og tannheilsu til ógagns. Rannsóknir gerðar m.a. í Bandaríkjunum N.A. og Þýska- landi hafa leitt í ljós að lélegt fæði barna og unglinga ásamt miklu sælgætisáti skapar vítahring sem kemur m.a. fram í taugaveiklun og jafnvel sálrænum truflunum. Mikilvægi brjóstgjafar Brjóstgjöf Álitð er að fyrir og um síðustu aldamót hafi flestar konur hér á landi, eins og í nágrannalöndum okkar, haft börn sín á brjósti mánuðum og jafnvel árum saman. Enginn er í vafa um þau góðu áhrif sem þetta hafði heilsufars- lega séð í allsleysi þess tíma. Móðurmjólkin er sögð besta og eðlilegasta næringin fyrir barnið, auk þess sem hún verndar gegn sjúkdómum og ofnæmi, og melting hennar er auðveld og hæfilega hröð. E.t.v. er ekki síður mikilvægt að brjóstgjöfin eykur traust, skapar samfélag milli móður og barns, og öryggiskennd hjá korna- barninu, sem margur vill meina að hafi varanleg áhrif til góðs um öll ókomin æviár þess. Getuleysi til brjóstgjafar er sameiginlegt vandamál hinna tegundir með sterkju sinni sem breytist í glucosu við meltingu eða glýcogen sameindir sem orkuforði í lifur. Uppbyggjandi fæði; þar fremst hvítu. Ur hvítu er allur líkami okkar gerður, auk þess sem hún er nauðsynleg til viðhalds og endur- nýjunar. Ileilsuverndandi fæði; þar fremst fjörefni og steinefni sem tryggja hagnýtingu eggjahvítu- efna og kolvetna tikvaxtar, efna- skipta og viðhalds góðs heilbrigðis. Það er mjög mikilvægt að kona sem á von á barni líði ekki skort á nauðsynlegum efnum. Fjölbreytt fæði, sem mest blandað af hollum og góðum efnum, er meginmálið en svo virðist í reynd að ekki veiti af bætiefnum aukalega, einkum A, C og D-bætiefnum ásamt járni. Fleira kemur einnig til greina í sumum tilvikum. Líkamleg streita getur aukið á ónóga næringu. Ef brasaðan mat, kökur, sykur og sælgæti en auka til muna notkun grænmetis og ávaxta og nota gróf brauð í stað fransbrauðs. Barnshafandi konu ber að hafa í huga að af líkama hennar er að vaxa ný manneskja. Þyngdaraukning konu um meðgöngutímann ætti ekki að fara yfir 10-12 kg. I fræsðluritum um mataræði og matarvenjur sem gefin eru út af heilbrigðismálastofnun sænska ríkisins, segir: „Þrátt fyrir góðan aðgang að bestu fáanlegum næringarefnum og öllum hugsanlegum lífsþægind- um er áberandi næringarskortur meðal almennings í Svíþjóð sem stafar af ranglega samansettum mat og slæmum matarvenjum." í ritum þessum er lögð áhersla á að rétt mataræði sé undirstaða góðr- ar heilsu. Þar segir einnig að Svíar noti 25—30% of mikið af dýrafitu í svoköllaðu háþróuðu velferðar- ríkja. Til gamans má geta þess að í Pakistan fá 92% þeirra barna sem fæðast og lifa brjóstið að meira eða minna leyti í tvö ár og heilbrigðasta fólk veraldar, Húnsaþjóðflokkurinn í Himalaja- fjöllum, gefur börnum sínum brjóstið í 3—5 ár og svipaða sögu er að segja um fjölda annarra þjóðflokka, svo sem í Rússlandi, Kakasus og víðar. Til samanburðar má svo geta þess að í Bandaríkjum Norður-Ameríku var ástandið þannig árið 1948 að aðeins 38% mæðra gáfu brjóst meðan þær dvöldu á fæðingarstofnuninni. 10 árum síðar, þ.e.. 1958, var talan komin niður í 20% og ástandið hefur enn versnað síðan þar til nú hin síðustu ár að öflug hreyfing áhugafólks hefur unnið aðdáunar- vert starf i þágu þessa málefnis. I Bretlandi hefur ástandið einnig verið mjög slæmt, þannig ISBUL*¥ 1979 Hvers má o égvænta • / greinallokki þeim er hér hefur göngu sfna verdur iýst þroskaferli harna til unglings- ára og möguleikum þeirra til þátttöku í jákvæðu félagsstarfi. Lýsing þroskaferilsins verð- ur að sjálfsögðu ekki tæmandi. En markmiðið er að greinarnar veiti svo skýrt yfirlit að þær geti auðveldað foreldrum að skilja viðbrögð og þarfir barna sinna. Umsjúnarmenn hafa fengið tólk með sérþekkingu til að rita um mismunandi þroskaskeið og forsvarsmenn félaga til að lýsa störíum þeirra og stefnumið- um. Samheiti greinaflokksins er ætlað að tákna spurn barnsins: Hvers má það vænta af foreldr- um og umhverfi á göngu sinni? að á 20—30 kvenna gangi er algengt að aðeins tvær eða þrjár konur reyni að gefa brjóst. En þar er nú unnið ötullega að því að fá konur til að hafa börn sín á brjósti. I Svíþjóð standa málin þannig að árið 1944 fengu 56% barna brjóst i 6 mánuði og lengur en 1972 er talan komin í 6% sem fengu brjóstið í 1—3 mánuði en aðeins 1% fengu brjóstið við 6 mánaða aldur. Ef allt er með felldu á móðirin að geta nært barn sitt á móður- mjólkinni einni saman — en allt tekur sinn tíma og í eðlilegt horf er brjóstgjöfin oft ekki komin fyrr en eftir 4—6 vikur og margir hlutir geta komið hér inn og valdið truflunum. Um meðgöngutímann er nauð- synlegt að herða brjóstvörtuna og búa hana undir sog barnsins. Þegar barnið fer að sjúga er einnig nauðsynlegt að það sjúgi örstutt til að byrja með og smá lengja síðan tímann, ella geta myndast sár á vörtuna. Ef sár myndast, þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir, er best að hætta brjóstgjöf í 1—2 daga, hvíla vörtuna með viðeigandi ráðstöfunum. Til þess að mjólkur- framleiðslan stöðvist ekki verður að mjólka brjóstin eftir sem áður meðan á hvíldinni stendur. Álag á móður — umhyggja heimafólks Sú erting sem verður við sog barnsins berst til hupothalamus og þaðan til afturhluta heila- dingulsins sem gefur frá sér efni út í blóðið sem kallast oxitoxin og veldur samdrætti í sléttu vöðvunum sem eru í kring um kirtlana er senda mjólkina út í mjólkurgangana og út í brjóst- vörtuna. Oxitoxinið veldur einnig samdrætti í legi sem er skýringin á því hvers vegna konur fá samdrátt í leg við brjóstgjöf, trúlegt samspil frá náttúrunnar hendi allt til að stuðla að velferð móður og barns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.