Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. A'PRÍL 1979 Mun aldrei bjóða Sovétmönnum að tefla á Lone Pine - segir kostnaðarmaður skákmótsins Lone Pine, 30. marz. AP. BANDARÍKJAMAÐURINN Stathan, sem fjármagnar Lone Pine skákmótið, sagði á fimmtu- dag, að hann vildi ekki sjá so- vézka skákmenn meðal keppenda á mótinu framvegis. Stathan sagði að búizt hefði verið við sovézku stórmeistur- unum Czeshkovsky og Romanishin á mótið núna, en þeir hefðu hvor- ugur mætt til leiks. Sovézka skák- sambandið hefði hins vegar sent fyrirspurn um það, hvort Korchnoi yrði meðal keppenda, og þegar það lá fyrir hefðu Sovétmennirnir hætt fyrirvara- og skýringarlaust við þátttöku. „Eg er eiginlega frekar vondur en að ég hafi orðið fyrir vonbrigð- um,“ sagði Stathan. „Við höfum komið heiðarlega fram við sovézka skákmenn öll þessi ár og mér líkar ekki framkoma þeirra gagnvart mér nú. Ég mun aldrei framar bjóða þeim til keppni í Lone Pine.“ Yrðum engu betri ef við tækjum boð- ið til Karpovs aftur — segir Einar S. Einarsson forseti S.í. „ÞAÐ ER nú ekki nýtt að ein- stakir skákmenn séu lagðir f einelti. En auðvitað er full ástæða til að ræða þetta mál og það er fundur f stjórn Skáksambands íslands á mánudagskvöldið, þar sem ég tel að tfmanum yrði vel varið í slfkar umræður,“ sagði Einar S. Einarsson forseti S.Í., er Mbl. leitaði í gær álits hans á þeim málum, sem nú eru upp komin vegna þess að skáksam- band Sovétrfkjanna er að útiloka Korchnoi frá þátttöku f skákmótum. Rækj ubátur í erfiðleikum Skagaströnd, 31. marz. RÆKJUTOGARINN Húni HU, 18 tonn að stærð, var á rækjuveiðum á Ingólfsfirði snemma f morgun þegar allt fyllti þar af fs, þannig að báturinn varð að flýja úr firðinum. Er báturinn var skammt kominn heimleiðis sigldi hann á fsjaka og brotnaði þá mastrið og sprakk niður í sjó, þannig að talsverður leki kom að bátnum, en dælur höfðu þó und- an. Rækjubáturinn Helga Björg, einnig frá Skagaströnd, var skammt undan og fylgir Húna á leiðinni heim, tilbúinn til aðstoðar. Allhvasst er af norðaustri, en ekki mikill sjór. Tveir menn eru á Húna. Að tilhlutan Slysavarnafé- lagsins hér var Auðbjörgin send með dælur á móti Húna. „I lögum Alþjóðaskáksambands- ins eru skýr ákvæði um það, að til dæmis stjórnmál og trúmál eigi ekki að hafa áhrif á keppni skák- manna og samskipti þeirra,“ sagði Einar. „Og Fide á að tryggja rétt skákmanna um allan heim. Þetta mál snýr því fyrst og fremst að Fide, en ekki einstökum skáksam- böndum, nema þá Fide verði ekkert ágengt. Mál sem þessi hafa komið upp áður, og þeirra vegna verið rætt um að Fide riðaði til falls. Svo hefur þó ekki farið og ég vona að mál Krochnois verði hægt að leysa með samkomulagi. Þetta er hins vegar mjög erfið skák, ef svo má segja. Menn geta skotið sér á bak við svo margt, að það er erfitt að negla það niður. Hins vegar sýnist manni af fréttum að nú sé gengið opinberar til verks en oft áður.“ Mbl. bar undir Einar þau um- mæli Haralds Blöndals, formanns Skákfélagsins Mjölnis, að S.í. tæki aftur boð sitt til Karpovs um að heimsækja ísland meðan sovézka skáksambandið kæmi fram með þessum hætti gagnvart Korchnoi. „Boð okkar er persónulegt boð til Karpovs og við yrðum þá engu betri, ef við færum að taka það aftur. En þetta mál mun verða rætt á stjórnarfundinum á mánu- dagskvöldið. Hins vegar er rétt að það komi fram, að þeir Mjölnismenn höfðu ekkert samband við Skáksamband íslands áður en þeir buðu Korchnoi hingað, en við höfum sent Korchnoi óformlegt boð um að taka þátt í Reykjavíkurskák- mótinu á næsta ári.“ Nokkrar rúður voru brotnar í Alþingishúsinu í fyrrinótt, og reyndust þar á ferð ungmenni sem lögreglan hefur haft upp á. Hér sést í gegnum eitt rúðubrotið inn í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins og má á veggnum meðal annars sjá málverk af Jónasi frá Hriflu. Ljósm. mu. ói. k. m. ísinn fyllir flóa og firði hægt og bítandi BÆNDUR á norðausturhorni lands- ins munu vera orðnir verulega uggandi um sinn hag ef ísinn hrekur enn að landinu. Víðast hvar munu þó vera nægar fóðurbirgðir, en hætt er við að vorið verði seint á ferðinni ef kuldarnir halda áfram. Siglufjörður var orðinn fullur af ís í gærmorgun og ísinn rak undan norðanáttinni inn á Húnaflóa. Frá Kópaskeri fengust þær fréttir, að höfnin væri alveg lokuð og reyndar hefði ís komist framhjá strengnum, sem strengdur var fyrir höfnina, og inn á bátalægið. Grásleppu- og rækjubátar geta ekkert athafnað sig. Á Þórshöfn er ástandið óbreytt frá því sem verið hefur undanfarna daga, þaðan sér ekkert nema ís og aftur ís eins og fréttaritari Morgun- blaðsins orðaði það. Fyrir utan Raufarhöfn er allstórt lón, en ísinn lónar utan við það, og hafði lítið færzt nær um hádegi í gær þrátt fyrir norðanáttina. Sjómenn hafa verið að reyna að ná upp netum sínum og gengið sæmilega. Til að ná dræsunum frekar upp létu þeir smíða sérstakar krökur og hafa þær reynzt vel. Borgarfjörður og Seyðisfjörður voru fullir af ís um hádegi í gær og í raun var sama hvert var hringt, ísinn rak hægt og bítandi inn á flóa og firði á nýjan leik. Siglufirði, 31. marz. NORÐANÁTTIN gerir það ekki endasleppt og í nótt byrjaði hún að færa ókindina inn á fjörðinn og er hann nú óðum að fyllast af ís á nýjan leik. Um hádegi í dag var von á Stálvíkinni hingað inn með um 180 tonn af fiski og nú var það spurning hvort hún kemst inn vegna íssins. Sævíkin var á leið hingað til Siglu- fjarðar frá Englandi, en er skipið kom að Langanesi á föstudag varð ekki lengra komist og hélt skipið suður til Þorlákshafnar á ný. Netin voru send suður til móts við skipið með bílum og sömuleiðis eitthvað af skipverjunum, sem voru í siglinga- fríi. Nokkrir netabátanna lögðu í fyrradag og fengu upp í 2 tonn yfir nóttina. Hætt er við að netin, sem úti voru, hafi farið illa í ísrekinu í nótt. - mj. „Grimdvallarósannmdi hjá Lúðvík að útrás hafi verið gerð áður en grjóthríð hófst” — segir Jóhann Möller „ÉG VEIT ekki hvar Lúðvík Jóseps- son var staddur þegar lögregla og varalið gerðu útrásina úr Alþingis- húsinu hinn 30. marz 1949, en ég stóð við hægri dyrastaf Alþingishússins, „Ég er mjög óánægður með þessar lyktir málsins” segir Benedikt Davíðsson um samkomulagið í ríkisstjórninni „Ég er mjög óánægður með þessar lyktir málsins,“ sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna. í gær í samtali við Morgunblað- ið, er hann var spurður álits á því samkomulagi sem náðst hefur innan stjórnarflokkanna um efnahagsfrumvarp for- sætisráðherra. „Mér finnst þarna vera gengið verulega á svig við það samkomulag sem verkalýðshreyfingin taldi sig vera að gera við ríkisstjórnina um lausn desembermálsins,“ sagði Benedikt enn fremur. „Þá féllust við í verkalýðs- hreyfingunni á það að fram- lengja samninga óbreytta þar til í desember 1979, en að öllu eðlilegu hefðum við einmitt staðið í samningagerð um það leyti, því að almennir samningar runnu þá út. Þetta gerðum við í trausti þess að þeim kaupmætti sem júní- samningarnir 1977 áttu að tryggja yrði haldið þetta tíma- bil. En mér sýnist að með þeim aðgerðum sem nú er verið að gera sé verið að gera hvort- tveggja í senn; kaupmáttarstigið alls ekki tryggt, heldur er það þvert á móti rýrt frá því sem samningurinn gerði ráð fyrir, og í annan stað er þarna gripið inn í samningagerð, því að þarna er beinlínis verið að fjalla um mál sem samningar voru gerðir um 1977 af aðilum vinnumarkaðar- ins, af mönnum sem ekki hafa til þess neitt umboð frá þeim aðilum sem eiga að fara með þessi mál, það er að segja verkalýðsfélögunum. Þeir breyta gerðum samningum. Af þessum ástæðum er ég sem sagt mjög andvígur þessu sam- komulagi, það rýrir kaupmátt launanna, og svo er gengið inn á verksvið þeirra aðila er hér eiga hlut að máli án nokkurs sam- þykkis þeirra.“ — Eru væntanlegar ein- hverjar aðgerðir af ykkar hálfu vegna þessa samkomulags stjórnarflokkanna? „Ég vil ekki slá neinu föstu um það, en við hljótum auðvitað að ræða þessi nýju viðhorf í okkar samtökum og ég sé ekki annað en að brostnu þessu sam- komulagi sem við gerðum fyrir 1. desember hljótum við að taka málið upp að nýju við okkar viðsemjendur, en ekki er enn ákveðið hvernig að málum verður staðið," sagði Benedikt Davíðsson að lokum. framan frá séð, og áreiðanlega hafa engir haft betra tækifæri til að fylgjast nákvæmlega með því sem fram fór á þessum stað á þessari stundu en við, sem þar vorum," sagði Jóhann Möller. skrifstofustjóri er hann hafði samband við Morgun- blaðið eftir að hafa horft á sjón- varpsþátt um atburðina 30. marz 1949 á föstudagskvöldið. „Lúðvík Jósepsson heldur því fram, að út- rásin hafi verið gerð áður en árás á Alþingishúsið hófst, — áður en grjótkast á húsið var orðið með þeim hætti að ekki varð lengur þolað og algjört öngþveiti var orðið ríkjandi. Þetta stangast algjörlega á við þá staðreynd sem er mergurinn máls- ins. Þarna fer Lúðvík með grund- vallarósannindi, og ef hann gerir það ekki vísvitandi, þá veit hann svo lítið um þetta mál, að hann er ekki fær um að tjá sig um það, sízt á opinber- um vettvangi. Ég staðhæfi að útrás lögreglunnar átti sér ekki stað fyrr en eftir að grjóthríðin var búin að dynja á húsinu og þeim, sem við það stóðu, drjúga stund, enda var ekki annað að skilja á máli annarra þeirra, sem sögðu frá þessum atburðum í sjón- varpsþættinum. Það, hvort útrásin hafi verið mistök, er svo aftur allt annað mál. Um það mátti deila, en í þættinum má þó segja að menn hafi yfirleitt verið sammála um að í hita dagsins hafi verið erfitt að meta slíkt af yfirvegun og skynsemi, og allt orkar tvímælis þá gert er,“ sagði Jóhann Möller.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.