Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
27
London
1. (1) I will survive Gloria Gaynor 2. (2) Lucky
number .......................................... Lene
Lovich 3. (4) Something else ... Sid Vicious/Sex Pistols
4. (6) Oliver's army . Elvis Costello og the Attractions
5. (3) I want your love ....................... Chic
6. (5) Can you feel the force ........... Real Thing
7. (16) In the navy .................. Village People
8. (7) Keep on dancin* ................. Gary‘s Gang
9. (18) Sultans of swing ............... Dire Straits
10. (10) Into the valley ....................... Skids
New York
1. (1) Tragedy ............................. Bee Gees
2. (3) What a fool believes ......... Doobie Brothers
3. (2) Da ya think I‘m sexy ............. Rod Stewart
4. (4) I will survive ................. Gloria Gaynor
5. (5) Shake your groove thing ..... Peaches and Herb
6. (7) Sultans of swing ................. Dire Straits
7. (11) Knock on wood .................. Amy Stewart
8. (9) Every time I think of you .......... the Babys
9. (13) Music box dancer ............... Frank Miller
10. (12) Lady ....................... Little River Band
worth, Stewart og Berlin léku allir
með Bruford á sólóplötu hans,
„Feels Good To Me“, sem kom út
snemma á síðasta ári. Bruford eru
að gefa út stóra plötu um þessar
mundir og heitir hún „One Of A
Kind“.
LOU REED
er einn af þessum afksatasömu
þessa dagana með þrjár nýjar
breiðskífur, þar af tvær tvöfaldar!
Og þar fyrir utan er ekki ár liðið
frá síðustu plötu hans, „Street
Hassle“.
„Vicious" heitir tvöföld
„greatest hits“ plata sem þegar er
komin út, „Live: Take No
Prisoners" heitir tvöföld hljóm-
leikaplata sem líka er komin út og
í næsta mánuði kemur ný stúdió-
plata frá honum sem heitir
„Bells“!
EAGLES
áttu að vera tilbúnir með nýja
breiðskífu í þessum mánuði, en þá
fengu þeir þá hugmynd að gera
tvöfald albúm sem verður þar af
leiðandi ekki komið á markaðinn
fyrr en í haust. Þess má geta að
rúm tvö ár eru þegar liðin síðan
síðasta plata þeirra „Hotel Cali-
fornia“ kom út.
LOWELL GEORGE
driffjöður Little Feat er um
þessar mundir að koma með sóló-
plötu, sem heitir „Thanks I’ll Eat
It Here“. Honum til aðstoðar á
plötunni auk nokkurra meðlima
Little Feat eru Bonnie Raitt, John
Philips (sem var í Mamas &
Papas), J.D. Souther, Nicky Hopk-
ins og Jim Keltner.
JOHN LENNON
sem lifir góðu lífi af tekjum af
„Sgt Peppers" kvikmyndinni og
gömlum Beatles-plötum er nýbú-
inn að kaupa sér 103 mjólkurkýr.
En hann hefur liklega fengið hjálp
við að mjólka þær því hann er
sagður vera í Los Angeles að
hjálpa Harry Nilsson við plötu-
gerð þessa dagana.
WINGS
eru að gefa út nýja litla plötu,
„Goodnight Tonight"/ „Daytime
Nighttime Suffering“ en þessi lög
verða ekki á stóru plötunni sem
kemur frá þeim í apríl-maí.
kom út fyrir 18 mánuðum þann-
ig að aðdáendur þeirra hefðu
varla mátt bíða lengur.
„Breakfast In America" er
keimlík fyrri plötum þeirra,
lögin grípandi og létt með sæmi-
legum og góðum textum á víxl,
þrem sérlega góðum lögum,
„The Logical Song" sem inni-
heldur nokkuð góðan texta um
mismunandi viðhorf í uppeldis-
málum og gagnrýni á þau. Titil-
lagið er annað góða lagið, nokk-
uð í stíl við „Give A Little Bit“
og „Dreamer“, og þriðja góða
lagið er „Goodbye Stranger" þó
aðallega vegna sérlega góðs
viðlags sem minnir á Everly
Brothers.
Annars minnir tónlistin á
punkta frá ýmsum ólíkum
hljómsveitum eins og 10 c.c.,
Who (sérstaklega Tommy tón-
listina), Genesis og jafnvel Pink
Floyd á köflum. „Breakfast In
America" vinnur á við hverja
áheyrn að undanskildu einu
atriði, rafmagnspíanóinu sem er
dóminerandi takthljóðfæri og
allt of áberandi, en gítarleikur
er aftur á moti lipur og góður.
Erlendis hefur „Breakfast In
America" tekið sérlega vel af
stað í plötusölu með ýmsum
auglýsingabrellum, en hérlendis
tók hún strax við sér án nokkurs
auglýsingabralls sem heitið get-
ur. Þar af leiðandi virðist hljóm-
sveitin eiga sér stóran og traust-
an aðdáendahóp og munum við
reyna að koma til móts við hann
með grein um feril hljómsveit-
arinnar og plötulista einhverja
næstu helgi.
# Qanscrö
t hreinu iofti
Reyklaust diskótek að Hótel Borg,
sunnudaginn 1. apríl, kl. 15.00—18.00
Fyrir unglinga fædda 1965 og eldri
Diskótekið Dísa sér um tónlistina
Allir bestu plötusnúðarnir í rosa stuði
Skskó
Diskó-danssýning:
Islandsmeistarar unglinga
í hópdiskódönsum sýna
★ ★★★★★★
ÓKEYPIS AÐGANGUR
Poppmyndir Þetta er ekki aprílgabb
Samstarfsnefnd um reykingavarnir
Hótel Ðorg Diskótekið Dísa