Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
íslendingur
leiöbeinir
skipstjórun-
umhjáFAO
í þekktustu blöðum um fiskveiðimál, Fishing
News International, World Fishing og Trawling
Times, hefur nýlega verið fjallað mjög lofsamlega
um nýútkomna handbók um fiskveiðar eftir íslenzk-
an höfund, Birgi Hermannsson. Að þessari útgáfu
standa FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna, og Fishing News Books og er
hún ætluð leiðbeinendum sem eru að störfum víðs
vegar um heim. Nefnist bókin á ensku Training
Fishermen at Sea eða Þjálfun fiskimanna.
Birgir Hermannsson hefur
starfað í 8 ár hjá FAO við að
þjálfa og kenna fiskimönnum
í þróunarlöndunum. Dvaldi
hann með fjölskyldu sinni
lengi í Penang í Malasíu og
einnig tvisvar í Jamaica. I
árslok 1976 var hann kallaður
til Rómar og beðinn um að
skrifa greinargerð með leið-
beiningum fyrir þá skip-
stjórnarmenn, sem hafa á
höndum slíka þjálfun fiski-
manna fyrir stofnunina, en
þeir koma víðsvegar að og
hafa ekki verklýsingu. Var
Birgir við það í tvo mánuði,
en handrit hans var svo gefið
út í bók, nú eftir að hann kom
heim. Birgir hætti hjá FAO
fyrir einu ári og kom til
Islands, þar sem hann starfar
hjá Fiskifélagi íslands og sér
um útgáfu Ægis. Áður en
hann fór utan var hann sem
kunnugt er, skipstjóri á afla-
skipinu Ögra.
Grein sú um bókina, sem
birtist í þessum mánuði í
Fishing News International,
Látið þá hafa næg verkefni, en
í hófi þó.
Ý msar aðferðir eru til að mæla
vindátt- og veðurstyrkleika —
ekki er þó hægt að mæla með
þeim öllum.
é- ? - ■■■’''' -\á
Birgir Hermannsson. (Ljósm.
Emilía).
í landi og margt fleira. Það
sýni hvaða trú útgefendur
hafi á þessari litlu bók, að þar
séu fyrirliggjandi til sölu
vinnubókarblöð þau, sem
mælt sé með við kennsluna.
Fyrirsögnin á greininni í
bókmenntadálki Trawling
News, sem birtist í febrúar, er
„Valuable new training
guide" eða dýrmæt ný þjálf-
unarbók. Hún hefst á orðun-
um: „Mikilvægi þjálfunar fer
sívaxandi í öllum iðnaði, þar á
meðal fiskiðnaði. En það eru
ekki einungis ungu mennirn-
ir, sem hefja störf í þessum
iðnaði, sem þurfa á þjálfun að
halda. Þjálfararnir þurfa oft
engu síður leiðbeiningar um
það hvernig þeir eiga að
kenna. Nýútkomin bók eftir
Birgi Hermannsson, sem veit-
ir leiðsögn um þjálfun fiski-
manna, kemur sér því mjög
vel fyrir bæði reynda fiski-
menn í leit að aðstoð við að
kynna fjölbreyttar athafnir á
sjó og við fiskveiðar, og jafn-
framt fyrir þá sem raunveru-
lega eru í þjálfun. Bókin
skýrir öll stig námsins á
einfaldan hátt og sýnir
hvernig feta má með nemena
fram á við á skilmerkilegri
framfarabraut með jöfnum,
þéttum skrefum. Þar sem
bókin er byggð á reynslu
reynds erlends sérfræðings
Hver slær hinn út.
Minnt er á að nota báða eldsneytisgeymana —
ekki er þetta þó eina leiðin til að sýna
stöðugleikavandamál.
hófst á þessum orðum: Stofn-
anir sem eiga því lárii að
fagna að geta keypt og rekið
æfingaskip, ættu að finna í
bókinni Training Fishermen
at Sea, eftir sérfræðinginn
Birgi Hermannsson, fullt af
góðum og hagnýtum ráðlegg-
ingum. Bókin veitir leiðsögn í
kennslu fiskimanna á
100—200 tonna æfingaskip-
um, þótt mikið af leiðbeining-
unum eigi engu síður við
kennslu um borð í veiðiskip-
um. Og eftir að hafa gert
nánari grein fyrir efninu,
kafla fyrir kafla, segir í lokin
í Fishing News Int.: I það
heila tekið er þetta gagnleg
lítil bók, full af hagnýtum
ráðum fyrir þá sem áhuga
hafa á þjálfun fiskimanna.
í blaðinu Wprld Fishing eru
bókinni einnig gerð góð skil
undir fyrirsögninni „FAO
guide to Training". Eftir að
sagt hefur 'verið frá efni
hennar, er þess getið að hún
sé myndskreytt heilmörgum
grínmyndum, sem eigi að
hnykkja á því sem verið er að
kenna. Sumar sýni að vísu
frekar „hvernig ekki eigi að
gera hlutina", og kunni það að
hafa meiri áhrif. Eru mynd-
irnar eftir ítalskan teiknara,
og birtum við til gamans
sýnishorn hér með. Loks segir
að þrátt fyrir hinn gaman-
sama FAO-stíl í myndunum,
sé bókin mjög gagnlegt fram-
lag til þjálfunar fiskimanna,
sem taki til fjölbreyttra að-
ferða við fiskveiðar, allt frá
veiðum með handfæri, línu og
gildrur og til rekneta, þorska-
neta, nóta og togveiða, auk
greina, svo sem efnis eins og
um slysahjálp, hjálparbeiðni,
stöðugleika skipa, verkun afla
hjá FAO, sem starfaði sem
leiðbeinandi og skipstjóri við
þjálfunarverkefni, þá hefst
bókin á helstu markmiðum
þjálfunar á sjó — að veita
nemendum raungóða reynslu
af öllum störfum, sem unnin
eru um borð í skipi... Og í
lokin segir: Þar sem bókin er
vel fram sett og auðveld í
notkun, er hún dýrmætur
fengur í sívaxandi bókasafn
leiðbeiningabóka.
I upphafsorðum kemur
fram í bókinni að þar er
miðað við eins árs þjálfun
10—20 manna hópa, bæði á
sjó og landi. Segir þar að
hagkvæmast sé að hafa þrjá
hópa í gangi í einu, þar sem
einn sé alltaf á sjó, meðan
tveir njóti fræðslu í landi,
annar við nám í siglinga-
fræði, en hinn við fræðslu um
útbúnað og aðgerðir. — E.Pá.
Áburðarkostnað-
ur meðalbús kring-
uml,5m. króna
— fái Áburðarverksmiðjan umbeðna hækkun
ÁBURÐARVERKSMIÐJA ríkis-
ins hefur sótt um 56.2% hækkun á
heilsöluverði áburðar og hefur
landbúnaðarráðuneytið hækkun-
arbeiðni verksmiðjunnar til um-
sagnar um þessar mundir. Mbl.
spurðist fyrir um það hjá fulltrúa
á Búreikningastofu landbúnaðar-
ins hversu mikil útgjöld bændur
nættu búast við að hækkunin
hefði í för með sér ef hún kæmi til
framkvæmda óbreytt.
Að sögn Jóhanns Ólafssonar
fulltrúa voru áætluð áburðarkaup
verðlagsgrundvallarbúsins á síð-
asta sumri kr. 849.337 og sé
hækkuninni bætt ofan á verður
talan kr. 1.326.664. Jóhann sagði
að margir bændur notuðu þó meiri
áburð en þarna væri gert ráð fyrir
og algengt hefði verið að bændur
keyptu áburð fyrir kringum eina
milljón króna. Kvað hann því eins
líklegt að upphæðin í vor myndi
verða milli 1.5—2 m. kr. næði
hækkunarbeiðni verksmiðjunnar
fram að ganga. Þá benti hann á, að
hækkun þessi myndi að einhverju
leyti koma fram í verðlagi land-
búnaðarvara með nýjum verðlags-
grundvelli hinn 1. júní n.k.
Að sögn Sveinbjörns Dagfinns-
sonar ráðuneytisstjóra land-
búnaðarráðuneytisins hefur gjald-
skrárnefnd hækkunarbeiðnina til
athugunar og mun senda ríkis-
stjórninni álit sitt þegar hún hefur
farið gegnum ýmis gögn einhvern
næstu daga.
Frá lögreglunni:
Lýst eftir vitn-
um að ákeyrslum
RANNSÓKNADEILD lögregl-
unnar hefur beðið Mbl. að aug-
lýsa eftir vitnum að eftirtöldum
ákeyrslum í Reykjavik. Þeir sem
geta aðstoðað lögregluna við að
upplýsa þessi mál eru beðnir að
hafa samband við deildina hið
fyrsta í síma 10200.
Laugard. 17.3 Ekið á bifreiðina
R-55053, Toyota Corolla, gráa á lit,
á bifreiðastæði við hús nr. 48 við
Bólstaðarhlíð. Hægri framhurð
dælduð og rispuð.
Föstud. 23.3. Ekið á bifreiðina
R-8182, Saab-fólksb., rauða á lit,
þar sem hún stóð baka til við
Tónabæ á tímabilinu kl.
08:15—11:20. Vinstri afturhurð
skemmd.
Föstud. 23.3. Ekið á bifreiðina
Y-6131, Skoda-fólksb., ljósbrúna á
lit, þar sem hún stóð á bifreiða-
stæði við Vesturgötu 3 síðdegis.
Vinstra afturaurbretti dældað.
Þriðjud. 27.3. Ekið á
bifreiðinaR-4000, Lancer-fólksb.,
skærrauða á lit, á bifreiðastæði við
hús nr. 13 við Lokastíg á tímabil-
inu kl. 09:00—13:00. Vinstri fram-
hurð dælduð. Ljósgulur litur var í
ákomu.
Þriðjud. 27.3. Ekið á bifreiðina
R-6606, Datsun-fólksbifr., árg. ‘74,
rauða á lit, á Þórsgötu við Bald-
ursgötu á tímabilinu kl. 18:00
kvöldið þ. 26.3. til kl. 14:00 þ. 27.3.
Hægra framaurbretti var skemmt.
ÞESSIR ungu hermenn í Hjálpræðishernum komu hingað til
Reykjavíkur fyrir fáeinum dögum frá Noregi. — Þar hafa þau verið
flokksforingjar í litlum bæ sem Udalen heitir kippkorn frá bænum
Hamre í Austur-Noregi. Hér vcrða þau aðstoðarforingjar við rekstur
gesta- og sjómannaheimiiisins á Hjáipræðishernum. Konan, frú
Ingfrid Heggland-Jager, hefur verið í norska Hjálpræðishernum
síðastl. fjögur ár. Eiginmaður hennar heitir Hugo de Jager. Hann er
hollendingur, en er nú hermaður í norska Hjálpræðishernum. Myndin
af þeim er tekin úti í Aðalstræti og er Herinn í baksýn. í kvöld kl.
20.30 efnir Hjálpræðisherinn til sérstakrar fagnaðarsamkomu fyrir
ungu hjónin. (Ljósmynd Ól.K.M.)