Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
21
Á sjúkrabeðinu. Giginmaðurinn viðstaddur.
Erfiðast að umbera
óhamingju annarra
— af veikindasögu fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna
EINS OG mörgum er eflaust
kunnugt gekkst Betty Ford
þáverandi forsetafrú Banda-
rikjanna undir skurðaðgerð
vegna krabba í brjósti í septem-
ber 1974. Þá var annað brjóst
forsetafrúarinnar fjarlægt, en
fylgst var með veikindum henn-
ar af miklum áhuga í Banda-
ríkjunum og víðar. Betty Ford
hefur nú sent frá sér bók, The
Times Of My Life, og segir þar
m.a. allitarlega frá því er vart
varð við æxli í brjósti og þar til
að hún haíði náð sér næstum
fullkomiega nokkrum árum
síðar. Fer hér í stuttri þýðingu
og samandregnu máli brot af
þjáningasögu Betty Ford
vegna brjóstkrabbans:
Aðdragandinn var nokkuð
óvenjulegur. Vinkona mín átti
að fara í reglubundna rannsókn
og hún sagði það ekki óvitlaust
að ég kæmi með henni og léti
athuga mig, þar eð ég ætti hvort
eð er að fara í skoðun hjá
kvensjúkdómalækni innan
skamms.
Eg hafði þó engar áhyggjur og
velti því ekki fyrir mér hvað
þessi heimsókn kynni að hafa í
för með sér, þegar ég gekk inn á
rannsóknarstofu sjúkrahússins.
Læknir athugaði brjóst mín
og sagði: „Augnablik", og svo
brá hann sér í burtu og kom að
vörmu sjpori og í fylgd hans var
Dr. William Fouty yfirlæknir
skurðlækningadeildar. Hann
rannsakaði mig einnig.
Mig óraði ennþá ekki fyrir
neinu, því ég var orðin alvön
læknisrannsóknum. En þegar ég
kom aftur til Hvíta hússins biðu
mín skilaboð um að Lukash
iæknir vildi hitta mig í skrif-
stofu sinni klukkan sjö það
kvöld. Þar skýrði hann okkur
Jerry frá því að læknarnir á
sjúkrahúsinu hefðu fundið
þykkildi í hægra brjósti mínu og
að þeir vildu gera skurðaðgerð á
mér stráx.
„Þeir geta ekki skorið mig
alveg strax“, sagði ég, „því ég
hef mörgum skyldustörfum að
sinna á morgun.“ Læknirinn
sagði að égyrði að leggjast inn á
sjúkrahús annað kvöld.
Það varð að samkomulagi að
ég sinnti skyldustörfunum eins
og ekkert hefði í skorist og að
engin tilkynning um veikindi
mín yrði gefin út fyrr en að
þeim loknum. Tilkynnt var opin-
berlega í fréttum klukkan sex
síðdegis næsta dag að ég yrði að
leggjast inn á sjúkrahús til
aðgerðar vegna krabbameins.
Fimm mínútum áður var ég lögð
inn á Bethesda sjúkrahúsið.
Ég var lögð inn á forsetastof-
una. Jerry sagði mér eftir á að
hann hefði aldrei á ævinni verið
eins einmana og þegar hann fór
heim frá sjúkrahúsinu það
kvöld. Þessi veikindi fengu meir
á hann en mig.
Betty Ford.
Sennilega leit ég málið raun-
særri augum en Jerry. Ég hafði
orðið fyrir ýmsum heilsufars-
legum skakkaföllum áður, en
alltaf sloppið vel.
Mér hafði verið gert ljoæst
hvað uppskurðurinn kynni að
hafa í för með sér. Það átti að
fjarlægja þykkildið úr brjóstinu.
Ef í ljós kæmi að það væri
ekkert óvenjulegt yrði skurðin-
um lokað eins og ekkert hefði í
skorist, en ef í ljós kæmi að
þykkildið reyndist illkynja þá
yrði brjóstið fjarlægt með öllu
þá þegar.
Brjóstið var fjarlægt, svo og
nokkrir vöðvar sem tengjast því,
og blóðvantshnúðar undir hand-
leggjunum, en þar fannst vottur
að krabbameini. Ég var sett á
lyfjakúr svo að hefta mætti
útbreiðslu sjúkdómsins. Lyfin
komu mér í óstuð, því að í hvert
sinn sem ég barði pilluglösin
augum minntu þau mig á sjúk-
dóm minn.
Það var mikill sorgarsvipur á
aðstandendum mínum þegar
þeir heimsóttu mig í hvíldarher-
bergið eftir uppskurðinn. Þeim
fannst ég fölleit og uppdópuð.
Ég reyndi að hressa þau upp en
þeim stökk ekki bros á vör. Ég
sagði þeim að hypja sig ef þeim
væri um megn að brosa örlítið
því ég gæti ekki umborið þau
svona óhamingjusöm.
Við Jerry litum málið þeim
augum að ég væri enn heil þótt
eitt brjóst vantaði. Við vorum
sammála um að mannslífið væri
mikilsverðara en eitt brjóst.
Vandinn er að það skuli ekki
vera hægt að segja fyrir um
hversu lengi maður eigi eftir
lifað. Hver einasta skoðun er
nýr tálmi. En það er um að gera
að líta á þann tálma með já-
kvæðu hugarfari. Þetta er að
miklu leyti spurning um andlegt
atgervi, en það hefur svo mikil
áhrif á líkamlegt atgervi.
Nú er ég svo að segja komin
yfir erfiðleikana sem aðgerðinni
voru samfara. Ég herti mig upp
og stóð lyfjakúrinn alveg. Þarf
ég aðeins að fara í beinalýsingu
á sex mánaða fresti. En þetta
tókst ekki án erfiðis.
Ég varð að temja mér mikirin
sjálfsaga og stunda erfiðar æf-
ingar til að fá mátt í hægri
handlegg. Það var stór stund að
geta lyft tebolla aðeins rúmum
sólarhring eftir aðgerðina.
Margar ráðleggingar bárust frá
konum á öllum aldri sem höfðu
orðið fyrir sömu lífsreynslu. Þar
á meðal var að finna mörg
sérkennileg ráð, svo sem að
lækna mætti krabba með því að
neyta spergils, og ein kona sagði
að það væri húsráð að dreypa á
gulróta- og eplasafa til skiptis
og nudda iljarnar samtímis.
En þrátt fyrir alla meðaukun-
ina, allar kveðjurnar, árnaðar-
óskirnar og blómasendingarnar,
þá fann ég aldrei til neinna
andlegra sárinda vegna sjúk-
leikans né fylltist ég vonleysi.
Þrátt fyrir allt þá höfðum við
Jerry verið gift í rúman aldar-
fjórðung og gagnkvæm ást
sannað sig margsinnis.
Sumarbústaður —
sumarbústaðaland
Vil kaupa vel staösettan sumarbústaö eöa fallegt
rúmgott land undir sumarbústaö viö Þingvallavatn eöa
annars staöar á suðvesturhorni landsins.
Áhugasamir sendi nafn og símanúmer til augld. Mbl.
merkt: „Víösýni — 5687“.
Til sölu
Volvo FB 86 ’73 Hiab 550
krani, Robbsondrif Land-
vélasturtur, drifhásing
meö nágírum. Góöur bíll.
Verö 12,5 millj.
Jóhannes Benediktsson,
sími 95-2193 og 95-2134.
Hávamál
Indíalands
Bhagavad-gíta
er grundvallarrit
Yogafræöinnar og er ein
af frægustu bókum heims-
ins.
Þýtt hefur Siguröur
Kristófer Pétursson.
Útgáfu annaðist Sigfús
Daöason, og skrifar eftir-
mála um Sigurö Kristófer
Pétursson, líf hans og
verk.
STAFAFELL
Klassik1
Nýkomiö geysilegt úrval af
klassiskum hljómplötum og
kassettum.
Sendum í póstkröfu.
heimilistæki sf
Husqvarna
OLÍUOFNAR
Fyrir hvers konar
húsnæði
Frá 25 ferm — 80 ferm
Með spirölum til hitunar á vatni í
miðstöðvarofna eða vatnsdunk.
^unnai Sýózeibmn h.f.