Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979 Kristín Ingileifs- dóttir frá Vík níræð SMIÐJUVEGI6 SlMI 44544 Á morgun er níræð Kristín Ingileifsdóttir, ljósmóðir frá Vík í Mýrdal. Kristín er fædd að Norðurhjáleigu í Alftaveri, V-Skaftafellssýslu, hinn 2. apríl árið 1889. Foreldrar hennar voru Ingileifur Ólafsson og Þórunn Magnúsdóttir, bæði ættuð úr Með- allandi. Kristín ólst upp í skjóli móður sinnar, en Ingileifur og Þórunn voru víða í vinnumennsku, eins og títt var á þeim tíma. Árið 1892 koma þær mæðgur að Suð- ur-Götum í Mýrdal, en þar var Þórunn vinnukona. Þá bjuggu þar Heiðmundur Hjaltason og Gunn- vör Guðmundsdóttir, en hjá þeim ólst Kristín upp í góðu yfirlæti, enda var vel búið að mönnum og skepnum að Suður-Götum. Heiðmundur Hjaltason var svip- mikill og stórbrotinn maður í alla staði. Hann stundaði jafnframt búskapnum að kaupa fé og naut- gripi, og fór hann með rekstra til Reykjavíkur og seldi þar. Af þessu varð hann þekktur um allt Suður- land. Slíku ástfóstri tóku þau Gunn- vör og Heiðmundur við Kristínu, að hún varð sem þeirra eigin dóttir, og fáa menn hefur Kristín metið meira á sinni löngu lífsleið en Heiðmund á Götum. Með stuðningi Heiðmundar fer Kristín síðan á Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði, og lærði til þess að vera rjómabússtýra. Námið tók einn vetur, og sumarið eftir varð hún rjómabússtýra við rjómabúið að Gufuá í Borgarfirði. Veturinn eftir var Kristín kennari á Val- bjarnarvöllum i Borgarfirði. Þá var hún einnig rjómabússtýra við Deildará í Mýrdal. Auk þess lærði Kristín ljósmóðurstörf og útskrif- aðist sem Ijósmóðir 18 ára að aldri. Árið 1914 giftist Kristín manni sínum Einari Einarssyni frá Reyni í Mýrdal. Einar var lærður bú- fræðingur frá Hvanneyri. Settust ungu hjónin að í Vík í Mýrdal, og reistu sér þar hús, sem nefnt er Hlíðarendi. Einar var verzlunar- maður hjá Kaupfélagi Vest- .OMIC reiknivélin hefur slegið sölumet 312 PD 210 PD 210 P OMIC reiknivélin kom á markaðinn fyrir einu ári, ný vél sérhönnuð samkvæmt óskum viðskiptavina Skrifstofuvéla h/f. Móttökurnar voru frábærar. Á örfáum vikum varð OMIC metsöluvél. I framhaldi af þessum afburða góða árangri bjóða Skrifstofuvélar h/f tvær nýjar gerðir af OMIC reiknivélunv.OMIC 210 PD OMIC 210 P OMIC vélar í einfaldari útfærslu en OMIC312PD. Komið og kynnist kostum OMIC: SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + toi j» Hverfisgötu 33 .^ Sími 20560 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns ur-Skaftfellinga í Vík, jafnframt því sem hann var formaður á uppskipunar- og vertíðarbátum, sem gerðir voru út frá Vík. Allt gekk ungu hjónunum í haginn og varð þeim sex barna auðið, en í blóma lífsins veiktist Einar af krabbameini, og varð það hans banamein. Hann lézt árið 1927, þá aðeins 35 ára gamall. Nú stóð Kristín ein uppi með barnahópinn, en það var ekki bjargarlegt fyrir einstæðar mæður í þá daga. En Kristín gafst ekki upp, nú reyndi á áræði og festu, og hún lét ekki hugfallast, heldur hélt heimili sínu áfram saman að Hlíðarenda, með fádæma dugnaði. Árið 1925 varð Kristín ljósmóðir í Hvammshreppi í Mýrdal, og var hún það óslitið allt til ársins 1941. Með ljósmóðurlaunum sínum megnaði hún að sjá fjölskyldunni farborða. Minnast gamlir Mýrdæl- ingar hennar alltaf með hlýhug og þakklæti. Til Reykjavíkur flyzt Kristín síðan árið 1941, og sezt að hjá Sigríði dóttur sinni og tengdasyni Ragnari Guðmundssyni frá Nesi í Selvogi, og hefur hún búið þar óslitið síoari. Sigríður og Ragnar hafa búið henni myndarlegt og gott heimili. Þau búa nú að Korp- úlfsstöðum í Mosfellssveit, en þar er Ragnar umsjónarmaður. Eftir að Kristín fluttist til Reykjavíkur tók hún til starfa í fatahengi Alþingis og vann hún þar í um 25 ára skeið. Börn Kristínar og Einars eru þessi: Brynjólfur f. 1912, skrif- st.maður hjá SÍBS, d. 1977, Sig- ríður f. 1916, frú að Korpúlfsstöð- um, Þórunn f. 1918, dáin sama ár, Gunnþórunn f. 1920, frú og kaup- maður í Reykjavík, Einar Jón f. 1921 og Leifur f. 1925, báðir vörubifreiðastjórar í Reykjavík. Einnig tók hún að sér föður sinn, þá sjötugan, og var hann hjá henni, þar til hann lézt 92 ára, árið 1944. Þá ól Kristín upp Guðlaugu Guðlaugsdóttur húsfreyju að Sól- heimum í Mýrdal. Eins og sjá má af framanskráðu hafa skipst á skin og skúrir í lífi Kristínar, en aldrei hefur heyrzt ffá henni æðruorð til vorkunnar sjálfri sér, heldur hefur hún haldið sínu striki, með reisn og það hefur sópað af henni hvar sem hún hefur komið. Kristín er óvenju heilsteypt og vönduð kona, sem ekkert aumt má sjá eða vita til einhvers, sem má sín miður, þá sendir hún honum glaðning, því að hún veit að hjartahlýja má sín meira en mörg orð. Þó að Kristín Ingileifsdóttir verði níræð á morgun, þá er hún heilsuhraust, bæði líkamlega og andlega. Hennar helzta yndi er að hlusta á, eða lesa góða bók eða kvæði. Hún man allt það sem hún heyrir og les og er unun að hlusta á hana þylja upp heilubókarkafl- ana orðrétt. Þá er hún hafsjór fróðleiks um menn og málefni liðins tíma, því hún er kona sem lifað hefur mörg tímamót í sögu lands og þjóðar, og hefur haft greind og minni til að gera sér ljósa atburði líðandi stundar. Ég vil fyrir hönd okkar allra, barna hennar, ættingja og vina, óska henni hjartanlega til ham- ingju með afmælisdaginn, og við vonum að henni endist kraftar og heilsa til að vera sem lengst hér á meðal okkar. Ingileifur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.