Tíminn - 22.06.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.06.1965, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 1965 liðin hafa ennþá möguleik Jafntefli Fram og Keflavíkur 1:1 Þaú ,ómögu!ega'var mögulegt Það er ekki oft, sem Dönum tekst að sigra Svía í landsleik í knattspymu, eu þegar það skeður, er það stórkostlegur atburður í augum Dana. Um síðustu helgi tókst danska landsliðinu að sigra Svía á Idrætsparken með 2:1, og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Eins og nærri má ge'ta, varð fögnuður hinna dönsku áhorf- enda gífurlegur ,því að þetta var fyrsti sigur gegn Svíum síðan 1951. í síðustu viku gerðu Svíar jafn- tefli við ítali í Stokkhólmi, 2;2, og sýndu slakan leik, og eftir þann leik skrifaði „Ekstrabladet“ danska: ,Það ómögulega er mögu- legt“, — og átti við, að Danir ættu að geta sigrað Svía. Ályktun blaðs ins reyndist rétt. Danska liðið virðist sterkt um þessar mundir, þrátt fyrir, áð Dan- ir hafi að undanfömu misst marga leikmenn yfir í atvinnumennskuna. — Á myndinni hér að ofan sjást þrír „stórir“ í danska liðinu, Ole Sörensen, sem sýndi frábæran leik og skoraði sigurmarkið, Bent Hansen og Ole Madsen, sem skor- aði fyrra markið. Væntanlega fá íslenzkir knattspyrnuáhugamenn að sjá þá leika bér með danska landsliðinu í næsta mánuði. ur miss a Akranes hefur fikraö sig wpp af bofninum og er í 3. sæti eftir sigur yfir VaE 3;2 Hsím. — mánudag. Skagamenn eru erfiðir heim að sækja, og það sannaðist enn á sunnudag, þegar efsta liðið 11. deild, Valur, lék þar á hinum tyrfða, óslétta grasvelli á Langasandi, og mátti láta af hendi bæði stigin — fyrsti tapleikur Vals í mótinu. En Valsmenn geta sjáifum sér um kennt. Þeir fengu tækifæri til að „gera út um leikinn“ á fyrstu fimm mínútunum. Strax í byrjun komst Ingvar Elísson frír að markinu og átti Helga markvörð Daníelsson einan eftir, en „mokaði“ knettinum fram hjá, og rétt á eftir fékk Bergsveinn svipað tækifæri, en spyrnfi knettinum beint í Helga. Furðulegur klaufaskap- ur, og lið, sem misnotar slík tækifæri, getur varla reiknað með því að hljóta Islandsmeistaratitilinn. Skagamenn léku undan snörp- um vindi í f.h. og þegar frá eru skildar fyrstu mínúturnar höfðu þeir yfirtökin í leiknum ög sigr- uðu verðskuldan 3-2 eftir að hafa haft 2-0 í hléí. Þeir voru fljötari á knöttinn og samleikur oft sæmi- legur, auk þess sem þeir höfðu þann neista, sem Valsmenn skorti — sigurvilja. Liðið er óþfekkjanlegt frá fyrstu leikjum þess í mótinu — mistök- in þá hefur orðið því mikiil lær- dómur. Árangur af dvöl Eyleifs hjá Rangers er nú að koma í ljós, og stöðubreyting Ríkharðs hefur haft afgerandi áhrif og þar er maður, sem hefur kunnáttu til að stjórna liði. Og ekki má gleyma ! því, að liðið hefur ekki tapað leik í Skozkur dómari á ieik Islands og Danmerkur Alf—Reykjavík, mánudag. Ákveðið hefur verið að skozki milliríkjadómarinn Thomas Wharton dæmi Iandsleik ís- lands og Danmerkur, sem fram fer á Laugardalsvellinum 5. júlí n.k. Wliarton er kunnur dómari í heimalandi sínu ,og hefur dæmt leiki víða um Evrópu. Ekki hefur verið ákveðið ennþá hverjir verða línuverðir á leikn um, en dómaranefnd Knatt- spyrnusambands fslands mun taka ákvörðun um það einhvern næstu daga. síðan Helgi kom aftur í markið, ákafi hans og leikgleði smitar út frá sér, og „vandræðabarn" liðs- ins, vörnin, setur traust . sitt á hann. Skagamenn skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik og var Eyleifur að verki í bæði skiptin og einkum var fyrra mark hans mjög gott — skot frá vítateig neðst. í mark- hornið — en bezta tækifæri sitt í hálfleiknum fór hann illa með, spyrnti yfir markið frír á mark- teig. Þá átti Ríkharður tvívegis góð skot á mark, sem Sig. Dags- son varði. Valsmenn voru linir, nema rétt í byrjun, kantarnir ^Jla nýttir, en leikmenn þjöppuðust saman á miðjunni. í síðari hálfleik nutu Valsmenn aðstoðar vindsins og sóttu þá meir, en sóknin var illa skipu- lögð sem áður. Um miðjan hálf- leik skoraði Ingvar skemmtilega með skalla eftir aukaspyrnu, og þótt munurinn væri eitt mark, jókst baráttuvilji Valsmanna ekki. Skagamenn fengu góð tækifæri, en bæði Eyleifur og Rílcharður spyrntu yfir af stuttu færi, áður en Björn Lárusson kom knettin- um í mark eftir mistök í Vals- vörninni. Og þá fyrst vöknuðu Valsmenn aftur og sóttu ákaft lokamínúturn- ar. Þorsteinn miðvörður skoraði mjög örugglega úr vítaspyrnu. sem dæmd var á hendi hjá Kristni, og eftir það dansaði knötturinn ‘í vítateig Skagamanna áður en dómarinn, Steinn Guðmunds- son, flautaði í leikslok — og sig- urinn 3-2 var staðreynd, sigur. sem gerir mótið miklu tvísýnna, eins staðan í mótinu ber með sér. Alf — Reykjavík. — ASeins 5 mínútum fyrir leikslok skoraði Ásgeir Sigurðsson jöfnunarmark fyrir Fram gegn Keflavík í gærkvöldi og forðaði þar með Fram frá því að vera algerlega aðskilið frá hinum 1. deildar liðunum. Að vísu er Fram ennþá á botninum í deildinni, en aðeins eitt stig skilur á milli Fram og Keflavíkur, svo staða Fram er langt frá því að vera vonlaus. Með leiknum í gærkvöldi lauk fyrri umferð keppninnar og eftir hana er staðan svo tvísýn, að ennþá hafa öll liðin möguleika á að sigra. Það var heldur léleg knattspyma sem áhorfendum á Laugardalsyell- inum var boðið upp á í gærkvöldi, raunar var hún á núllpúnkti. Horf ur vom á því,» að Keflavík hlyti bæði stigin, því liðið hafði skorað 1:0 snemma í hálfleiknum og sótti síðan nær stanzlaust að Fram-mark inu. Hefði Keflavík sigrað, væri staða Fram í deildinni slæm, því næstu lið fyrir ofan hefðu hlotið 5 stig, meðan Fram væri aðeins með 2 stig. En Ásgeir Sigurðsson fékk áhangendur Fram til að anda rólegar, því aðeins 5 mín fyrir leikslok skoraði hann jöfnunar- mark fyrir Fram, — eitt glæsileg- asta rnark, sem sézt hefur í 1. deiladr-keppninni. Hann fékk send ingu frá vinstri, þar sem hann stóð rétt fyrir utan vítateig, og hafði engin umsvif, heldur „negldi' knöttinn viðstöðulaust upp í v. horn Keflavíkurmarksins. Mark Keflavíkur skoraði Jón Jó hannsson á 11. mín. síðari hálf- leiks. Hann fékk knöttinn sendan frá Hólmbert og skoraði af stuttu færi, en Fram-vörnin, sem komin var úr sambandi, fékk ekki við neitt ráðið. Aðeins einni mín síð- ar munaði sáralitlu, að Keflavík skoraði annað mark. Jón Ólafur, h. útherji komst einn í gegn, en brenndi gróflega af. Eins og fyrr segir, var leikurinn tiíþrifalítill, — bæði liðin léleg, Fram þó öllu lélegra. Keflavíkur- liðið er hvorki fugl né fiskur þessa dagana og sýnir engan meistara- leik, mildu fremur knattspyrnu, sem á heima í 2. deild. Bezti maður liðsins fannst mér vera Jón Jó- hannsson, sem barðist ágætlega í framlínynni. Fram-liðinu tókst illa upp, og getur hrósað happi fyrir að hafa hlotið annað stigið. Leikur liðsins var ekki sannfærandi, — og mikið má Fram taka sig á, ef lið ið á ekki að falla niður í 2. deild. Baráttan í 1 .deild er miskunnar- laus, og þar duga engin vettlinga- tök . Leikinn dæmdi Einar Hjartar- son. Urslit í 1. deild: Akranes:Valur 3:2 Akureyri:KR 1:3 Fram:KefIavík 1:1 Staðan er þá þessi; Valur 5 3 11 12:8 7 KR 5 2 2 1 10:8 6 Akranes 5 2 12 11:11 5 Akureyri 5 2 12 8:10 5 Keflavík 5 12 2 4:6 4 Fram 5 113 7:9 3 f 2 .deild fóru þessir Ieikir fram um helgina: Haukar.-Siglufjörður 3;1 ísafjörður:FH 3:2 Víkingur:ÍBV 2:4 Staðan í 2. deild er þá þessi: A;riðill: Þróttur 4 3 10 24:6 7 Haukar 3 2 0 1 4:5 4* Siglufjörður 3 111 8:7 3 Reynir 2 0 0 2 1:7 0 Skarphéðinn B:riðill: 2 0 0 2 0:12 0 FH 4 2 11 11:3 5 ÍBV 3 2 0 1 10:7 4 ísafjörður 3 2 0 1 12:9 4 Breiðablik 2 10 1 3:9 2 Víkingur 4 0 13 4:12 1 GEKK VEL Á AKUREYRI ! AI-Akureyri, mánudag. i Illa upplagt Akureyrar-lið | stóðs ekki snúning í 1. deild, þeg- | ar liðin mættust hér á sunnudag- | inn. KR-ingar fóru með bæði stig- in eftir 3:1 sigur, sem eftir atvik- um var sanngjarn. Það hefur jafn- an verið barizt af miklum krafti, þegar KR hefur heimsótt Akur- eyri, og yfirleitt um jafna Ieiki að ræða, en því var ekki að heilsa í leiknum á sunnudag. Akureyr- ingar léku greinilega uudir getu og þess vegna áttu KR-ingar til- tölulega léttan dag. Aðeins i 10 mínútur af hinum 90 mín. leik veitti Akureyrar-lið- ið KR verðuga keppni, en það var á 10 fyrstu mín. síðari hálfleiks. KR hafði forystu í hálfleik, 1:0. en markið skoraði Gunnar Fel. á 7. mín. Akureyringar sóttu mjög fast á fyrstu mín. í síðari hálfleik og litlu munaði, að Kári Árnason, sem nú lék sinn fyrsta leik með ÍBA á keppnistímabilinu, skoraði, en Heimir Guðjónsson varði hörkuskot hans. Eftir þetta dvín- aði baráttuvilji heimamanna og KR-ingar efldust. KR skoraði 2:0 á 21. mín. og var Guðm. Haralds- son að verki. Fyrir mistök Akur- eyrar-varnarinnar náðu KR-ingar knettinum nálægt miðju og léku upp. Guðm. rak endahnútinn og knötturinn rann á milli fóta Samúels markvarðar sem hefði átt að geta varið. Þriðja ,mark KR skoraði hinn fljóti miðherji, Bald vin Baldvinsson, á 39. mín. eftir skemmtilegan einleik. — Sitt eina mark skoraði Akureyri úr víta- spyrnu á 43. mín. Magnús Jónat- ansson tók hana og skoraði örugg- lega. Lokatölur urðu þannig 3:1 Dómari var Gunnar Gunnars son og dæmdi leikinn vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.