Morgunblaðið - 17.06.1979, Side 4

Morgunblaðið - 17.06.1979, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979 Rabbað við Hraínhildi Sigurðar- dóttur úr Haínaríirði sem gerðist húsíreyja íDöium sautján ára — Þegar ég ákvað að setjast að hér, var það eftir dálitla yfirvegun. I fyrstu hafði mér auðvitað ekki komið annað til hug- ar en flytjast á brott. .. mig hafði aldrei langað nokkurn skapaðan hlut til þess að setjast að í sveit. Kunni heldur ekki til neinna verka. En svo fann ég það á Ólafi, manninum mínum, að honum yrði mjög erfitt að fara. Svo ég komst að þeirri niður- stöðu að einu mætti gilda hvar ég væri húsmóðir og þar með var teningnum kastað. Þetta segir Hrafnhildur Sig- urðardóttir, húsfreyja í Engi- hlíð í Laxárdal í Dölum. Hún er sjómannsdóttir úr Hafnarfirði og kom kaupakona í sveitina fyrir tuttugu og fimm árum, þá rétt sextán ára. Og svo fór þetta allt eins og í ljúfri sögu því að hún kynntist þá mannsefni sínu Olafi Pálmasyni á Svarfhóli og í stað þess að hverfa á suðvestur- hornið þegar kaupakonutíðinni lauk, fór hún til búsetu á Svarfhóli þá um haustið. Síðan eru nú tæp tuttugu og fimm ár og fyrir æði löngu hafa þau hjón reist sér nýbýli úr landi Svarfhóls, Engihlíð, og búa þar myndarlega. Eg renndi í hlað í Engihlíð á dögunum og hitti Ólaf úti í girðingu að huga að kindum. Hann sagði sauð- burðinn hafa gengið ágætlega, en eins og víðast hvar annars staðar hefur fé orðið að bera í húsi. Ólafur hefur um fjögur hundruð fjár, en engar kýr. Segist hafa hætt blönduðum búskap fyrir nokkrum árum, fyrir einyrkja sé það nánast ofverk og nú eru elztu börn þeirra hjóna þrjú, Sigurður, Pálmi og Steinunn Lilja farin að heiman og hafa sett saman sín heimili annarsstaðar. Heima er aðeins yngsti sonur- inn Páll Reynir fimmtán ára, og í Engihlíð eru og í sumarvinnu tveir bróðursynir Ólafs og er þá heimilisfólk um þessar mundir talið. Mér lék forvitni á að heyra hvernig það bar að á sínum tíma að Hrafnhildur, ættuð undan Hamrinum í Hafnarfirði ákvað að setjast að húsfreyja í Dölum. Við hreiðrum um okkur í hlýlegri og vel búinni stofunni í Engihlíð og hún segir: — Það vildi þannig til að sumarið 1952 var lítið um vinnu fyrir unglinga í Hafnarfirði. Þá var ég að verða fimmtán ára. Mér datt í hug að reyna að komast í sveit og sneri mér til Ráðningarskrifstofu landbún- aðarins. Úr varð að ég fór að Gillastöðum í Laxárdal. Ég hafði aldrei verið í sveit og kunni lítið til verka. En pabbi minn hafði haft kindur í Firðin- um og ég kunni að halda á hrífu... Húsráðendur á Gilla- stöðum voru Jóhanna Krist- vinsdóttir og Jón heitinn Skúla- son. Jón lézt á bezta aldri fyrir nokkrum árum, en Jóhanna býr enn á Gillastöðum með sonum, sínum. Þetta sumar var ljóm- andi tími og ég undi mér prýði- lega. Þau hjón og aðrir heimilis- menn voru mér óhörðnuðum unglingi ákaflega góð og ég held að þar hafi ég fengið hollt I heimsókn í Engihlíð í Laxárdal: Ilrafnhildur Sigurðardóttir „Églen ti ííarartálma á heimleiðinni ..." veganesti í afstöðu minni til Dalamanna. Þau viðhorf ríktu að ekki væri nauðsynlegt að leita uppi leiðinlegri hliðarnar á fólki og aldrei heyrðist þar hnjóðað í nokkurn mann. Sumarið eftir vann ég í fiski heima við að hengja upp skreið. En mig gripu einhver leiðindi þegar líða tók á sumarið og ég ákvað að reyna að komast aftur að Gillastöðum sumarið eftir. Undir vor hringdi ég til Jóns og hann tók erindi mínu vel og þegar skóla lauk dreif ég mig vestur... nei, nei... ég hafði ekki kynnzt Ólafi þá. Það var ekki þess vegna að mig langaði að koma, heldur vegna þess að mér hafði liðið vel á Gillastöð- um, þar var hlýlegt og skemmti- leg fólk og myndarskapur í öllu. Nú svo kynntist ég Ólafi þetta sumar. Þá var ég tæplega sautj- án ára. Hann bjó þá á Svarfhóli ásamt foreldrum sínum og Heiðari bróður sínum, og Pálmi faðir hans var náttúrulega aðal- bóndinn. Um haustið þegar ráðningartíma mínum lauk fór ég svo ekkert suður, því að ég hafði lent í þessum farartálma... og flutti mig um set, niður að Svarfhóli og við bjuggum um veturinn í sambýli við tengdaforeldra mína. Strax vorið eftir hafði verið fastmæl- um bundið að við byggðum nýbýli úr Svarfhólslandi og var strax hafizt handa. — Hvernig fólkinu mínu leizt á þetta? Ég veit það nú ekki. Ætli það hafi ekki verið svona beggja blands. Ég heyrði aldrei annað en það væri dús við þetta. En auðvitað hafa ýmsir verið vantrúaðir og ég heyrði eftir konu sem ég hafði unnið með í fiski sumarið áður: „uss, það held ég hún tolli nú lengi þarna.“ Ég veit heldur ekki hvort ég gerði mér sjálf grein fyrir því að þetta væri eitthvað stórkostlegt skref, þetta kom bara svona. I fyrstu datt mér ekki í hug að við myndum setjast að í sveit. Það var öldungis óhugsandi í mínum huga. En ég fann fljótlega á Ólafi að hann myndi ekki una sér annars staðar. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það mætti einu gilda hvar ég ynni húsmóðurstörfin. Ég var líka ósköp hrifin af manninum mín- um og svo komu börnin fljót- lega. — Þó að tuttugu og fimm ár séu ekki langur tími hefur margt breyst ótrúlega hér í sveit eins og annars staðar. Þá var vélvæðingin að vísu að hefjast, en ekki meira en svo að því voru viðbrigðin fyrir mig sem kom úr þægindum í bænum býsna mikil og meiri en maður gerir sér í hugarlund nú. — Fyrsti veturinn varð lang- ur, ég neita því ekki. Mér fannst vorið koma seint. En ég komst upp á lag með að taka hvern áfanga fyrir sig ... fyrst var að hlakka til jólanna, síðan var ekki ýkja langt í þá ágætu skemmtun sem þorrablótið er ... svo styttist í sauðburðinn ... og þá var vorið komið og fór að birta yfir öllu. Haustið 1955 var fé skorið niður vegna mæði- veikinnar og þá um veturinn gafst því skiljanlega meiri tími til að sinna byggingunni. Við fluttum inn í húsið í maí byrjun 1956, þá var komin eldhúsinn- rétting og við höfðum málað gólf og tvö herbergi á neðri hæðinni voru að mestu tilbúin. Risið var svo ekki innréttað fyrr en æði löngu síðar. Ég man það var kafalds slitringur þennan dag sem við vorum að flytja frá Svarfhóli og einhver sagði að veðrið vissi á kuldalega sambúð. En reyndin hefur nú ekki orðið sú, þetta hefur gengið heldur notalega fyrir sig hjá okkur og ég hef aldrei séð eftir neinu. Svo hær hún við og heldur áfram: — Ég hef aldrei verið sér- staklega mikið í útiverkum. Framan af var ég með allan hugann við börnin og að byggja upp heimili. Og reyna að fikra ólafur Pálmason mig áfram í verkunum, því að hvað ætli ég hafi svo sem kunnað. En áður en ég fór að heiman hafði ég gægszt í upp- skriftarbókina móður minnar og þaðan fékk ég töluverðan fróðleik. Ég komst til dæmis að raun um að maður kemst býsna langt í bakstri með því að nota jafnt af smjörlíki og sykri og að ein teskeið af lyftidufti er hæfi- leg í bolla af hveiti. Framan af var hráolíuvél sem hitaði einnig upp húsið, svo var keyptur mótor til ljósa og þvotta og ég fékk handsnúna þvottavél og fannst það mesti lúxus þótt margt yrði ég að þvo áfram á bretti um hríð. Seinna fékk ég hrærivél með árunum varð allt léttara að mörgu leyti. Þótt ég hafi ekki verið mikið í útiverk- um gekk ég vitanlega í heyskap mjólkaði annað málið á sumrin meðan við höfðum kýr og vann þau störf sem þurfti. Gesta- gangur hefur verið nokkur á sumrin og alltaf jafn mikil ánægja að þyí að fá fólk í heimsókn. — Ég hef ekki sinnt félagsmálum, segir hún að- sðurð. — Ég gekk auðvitað í kvenfélagið og hef sótt fundi pg ýms námskeið á þess vegum. Ég hef aldrei verið nein fyrir- myndarhúsmóðir en mér finnst heimilisstörf heldur skemmti- leg og er ákaflega fegin því að hafa getað sinnt börnum og heimili mest allan tíma minn. En ég hef gaman af mörgu fleiru, les mikið, gríp í handa- vinnu — ræð krossgátur, ef ekki vill annað. A veturnar horfum við töluvert á sjónvarp. — Jú, ætli ég sé ekki frekar jákvæð, það er helzt ég sé neikvæð gagnvart sjálfri mér. Ég togast svona á milli afla. Finnst ég ekki afkasta nægu, þótt ég viti að ég get ýmislegt gert. Langar til að gera margt en læt ekki alltaf verða af því. — Ég fann meira fyrir ein- angruninni áður fyrri, segir hún. — Þetta er allt öðruvísi nú. Mér finnst þetta hafa geng- ið snurðulítið hjá okkur, og ég hef þá trú að það sé aldrei lagt á okkur meira en viö getum risið undir. Mér er afar hlýtt til sveitunga minna og finnst Dalamenn yfirleitt sómafólk, og þeir eru þoðnir og búnir til hjálpar og greiða. h.k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.