Tíminn - 23.06.1965, Side 2

Tíminn - 23.06.1965, Side 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1965 Þriöjud. 22. júní. NTB-Algeirsborg. — Allt var með kyrrum kjörum í Algeirs- borg í dag og var mestur hluti hins gífurlega herliðs, sem kall að hafði verið til miðborgar- innar, dreginn til baka í dag. í Casbah og hafnarborginni Bone er ástandið þó mjög ótryggt og hafa verið stöðug- ar mótmælaaðgerðir ungra manna, einkym stúdenta, sem krefjast þess, að Ben Bella verði látinn laus. Á mánudag kom til blóðugra átaka í Bone og féll þá fjöldi manns. Enn er ekkert vitað með vissu um afdrif Ben Bella. NTB-Tel Aviv. — Bandaríski kvikmyndaleikarinn Yul Brynn- er lýsti því yfir í Tel Aviv í dag, að hann hefði ákveðið að afsala sér bandarískum ríkis- borgararétti og sækja um sviss- neskan ríkisborgararétt. NTB-Tókíó. — Meira en 120 manns meiddust í einum mestu götuóeirðum, sem orðið hafa í Tókíó um langan tíma. Urðu óeirðirnar í sambandi við mót- mælafund, sem haldinn var í ■ mi^borginni út af samkomulagi, sem gert hafði verið milli Jap- an og S-Kóreu um framtíðar afstöðu þjóðanna sín á milli. NTB-Addis Abeba. — Fimmtán konur eru meðal 2.300 fram- bjóðenda við þingkosningarnar í Eþíópíu, sem hefjast á mið- vikudaginn. Kosningarnar standa yfir í 20 daga og er ekki um flokkaframboð að ræða, heldur býður hver frambjóð- andi sig fram sjálfstætt. NTB-Haag. — Þann 28. júní n. k. mun Júlíana Hollands- drottning skýra opinberlega í sjónvarpi frá trúlofun dóttur sinnar Beatrix, krónprinsessu og vestur-þýzka diplómatsins, Klaus von Amsberg, fyrrver- andi hermanns í þýzka hernum. Samband / prinsessunnar og Amsbergs hefur vakið miklar deilur og mun hollenzka þingið taka afstöðu til trúlofunarinn- ar, er það kemur saman í ^sept- ember. NTB-Saigon. — Bandarisk herþota af gerðinni F-105 fór í dag lengra inn yfir landsvæði N-Vietnam en bandarískar þot- •ur hafa hingað til farið. Voru aðeins 160 km. til landamæra Kína, er þotan sneri við. Er þetta í fyrsta sinn, sem gerð er sprengjuárás á svæði fyrir norðan Hanoi. NTB-Moskvu. — Sovézk blöð minntust ekki sérstaklega á byltinguna í Alsír í dag. Sér- legur fulltrúi byltingarráðs Al- sír, Ben Yahia, átti í dag tveggja klukkustunda viðræður við Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, Leonid Bresjn- ev, og Andrei Gromyko í Moskvu og telja fréttamenn, að hann hafi verið sendur til þess að vinna Sovétstjórina á að viðurkenna hina nýju stjórn í Alsír. DEILT UM HVAD SUNNANMENN FÁI FRAM YFIR N0RÐANMENN EJ—Reykjavík, þrjðjudag. í gærkvöldi gerðu fulltj-úar verkamanna og atvinnurekenda grein fyrir því í útvarpsþætti hvað á milli ber í samningavið ræðum þeim, sem nú standa yfir. Þeir sem þar töluðu voru, Guð mundur J. Guðmundsson, vara formaður Dagsbrúnar, Gunnar Guðjónsson, formaður Sölumið stöðvar hraðfrystihúsanna og stéttarsambands fiskiðnaðarins, Þórir Daníelsson, framkvæmda stjéri Verkamannasambandsins og Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins. Fer hér á eftir aðalinntak erinda þeirra. Guðmundur J. Guðmundsson sagði, að í samningum sem þess um þyrfti að ræða hin ýmsu atriði samninganna efnislega og með opnum huga, og taldi, að svo faefði ekki verið gert nú, og tíminn mjög illa notaður. Hann minntist fyrst á tvö atriði í fyrsta lagi sagði hann, að júnísamkomulagið í fyrra hefði verið eins árs frestur á kaup hækkunum, sem hlytu að koma að ári. Og í öðru lagi, að því hefði verið lýst yfir af hálfu verkal.hreyfingarinnar að veru leg lækkun skgtta og útsvara á launafólki myndi auðvelda samningsgerð, en ríkisstjórnin hefði ekki gert neinar veruleg ar'Júrbætufuí iþessoHefhi; íu.. >, ' Gúðmtíftduf' áakði kröfur VhfKálýSsféiaganná'oiveya i!j;í44I stunda vinnuvika, almenn kaup hækkun og fjögurra vikna orlof og auk þess fjölmörg önnur atriði um breytingar á samning um, og væru mörg þessara atriða þýðingarmikil. — „Við höfum sett fram kröfu um kaup hækkun eftir starfsaldri, um að kaup skuli hækka eftir eitt ár, eftir 3 ár, eftir 6 ár og eft,ir 10 ár um 5% hverju'sinní, eða um 20% eftir 10 ára starf. Þessi krafa hefur aldrei verið rædd efnislega af hálfu atvinnu rekenda," sagði Guðmundur og taldi, að þessi krafa væri ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig atvinnurekendum sjálf um í hag. Aðrar kröfur, sagði Guðmundur, eru t. d. um aukna greiðslu á kaupi í veikindafor föllum, þegar um er að ræða starfsmann á sama vinnustað, en þessar kröfur hefðu ekki fengizt ræddar. efnislega. Hann sagði, að lýst hefði verið yfir, að ef gerigið yrði til móts við þessar kröfur verkamanna, myndi það hafa áhrif á kaup- kröfuna sjálfa, en hún hafi enn ekki verið ákveðin. „Vinnubrögð atvinnurekenda hafa verið þau, að þeir hafa ekki rætt efnislega við þessi * verkalýðsfélög, heldur hófu viðræður og gerðu samninga. við verkalýðsfélögin fyrir norð an, og þegar því var lokið var sagt: — Gjörið þið svo vel, um þetta viljum við semja. — Eg vil segja að lokum: Um þetta verður ekkí samið“ — sagði Guðmundur, — og skor- aði á þá atvinnurekendur, sem vilja semja, að beita áhrifum sínum til þess að efnislegar viðræður hefjist. Gunnar Guðjónsson sagði í upphafi, að hann myndi ræða þetta mál eingöngu frá sjónar miði fiskiðnaðarins. Hann minnti á, að um 93% af gjald eyrisöflun þjóðarinnar byggist á fiákveiðum og fiskiðnaði. og býggðist því lifsáfkbmá þjbðár iriiiar, beint eða óbeint, á þess um atvinnugreinum. Hlyti því allt kaupgjald í landinu að miðast við gjaldþol þessara atvinnuvega, og sagði að fisk iðnaðurinn gæti ekki velt kaup hækkunum yfir á aðra, þar sem hann væri bundinn af heimsmarkaðsverðí afurðanna. Hann sagði, að frá sjónar- miði fiskiðnaðarins bæri því miður allt á milli. Hann sagði athuganir hafa sýnt, að fisk iðnaðurinn berðist nú í bökk- um, og ætti að vera ljóst, að með öllu væri útilokað, að hann gæti tekið á sig nokkrar kostnaðarhækkanir án þess að fullar bætur, og heliiir betur, kæmu á móti. ,,Fiskiðnaðurinn hefur á undanförnum árum, eftir því sem fjármagn og að- staða hafa leyft, lagt áherzlu á að mæta auknum tilkostnaði með hagræðingu í vinnubrögð um og endurbótum framleiðslu tækja, jafnframt því sem unn ið hefur verið að því að koma á aukagreiðslufyrirkomulagi eftir afköstum og nýtingu. fíér er um raunhæfar kjarabætur að ræða í stað kaupgjaldshækk ana, sem óumflýjanlega þurrk ast von bráðar út í þeirri verð bólguskriðu, sem þær hleypa af stað. Það ætti reynslan nóg samlega að hafa sýnt okkur“ — sagði Gunnar að lokum. Þórir Daníelsson sagði, að í stuttu máli mætti svara spurn ingunni á þessa leið: — ,,At- vinnurekendur telja, að samn ingarnir sem gerðir voru við verkalýðsfélögin á Norðurlandi annan í hvítasunnu hafi mark að þann ramma er allír samn- ingar við hin almennu. verka- lýðsfélög á þessu voru verði að miðast við. Verkalýðsfélög in. sem enn eiga ósamið, telja aftur á móti að sá rammi rúmi með engu rnóti Þær lágmarks kröfur, sem nú verðí að.upp- fylla.“ Hann sagði, að samningar nörSanmanna miðuðust við það ástand, sem ríkt hefði í at- vinnumálum þar síðustu miss iri. Væru samningar norðan- manna skoðaðir í þessu ljósi, og hafðar í huga þær sérstöku kröfur, sem þeir gerðu til ríkís valdsins um úrbætur í atvinnu málum, mætti vera ljóst, að harla litlar líkur voru til þess, að Þeir myndu gera samninga, sem fullnægðu kröfum verka fólksins annars staðar á land inu. Hann taldi. að miðað við aðstæður hefðu nnrðanmenn að mörgu leyti gert viðunan- legan samning og náð í ýms um greinum umtalsverðum ár- angn.\ Þá sagði Þórir, að í samnings viðræðum við verkalýðsfélögin í Reykjavík og Hafnarfírði hefði ekkert gerzt. Björgvin Sigurðsson sagði, að spurningunni væri ekki auð svarað, þar sem ekki hefðu verið settar fram endanlegar kröfur verkalýðsfélaganna. Fram hefðu verið settar kröf ur um ýmsar kjarabætur, en almenn kauphækkunarkrafa boðuð síðar. Þó sagði hann, að þær kröfur, sem fram væru komnar, væru að hans áliti ærn ar. Nefndi hann fyrst starfsald urshækkanir á kaupi en sú krafa fæli í sér 20% kauphækkun eftir 10 ára starf í sömu starfs grein. Sagði hann, að slíkar starfsaldurshækkanir þjónuðu ekki tilgangi sínum sem skyldi vegna hinnar miklu eftirspurn- ar eftir vinnuafli og yfirborganír hjá vissum starfshópum. Björgv in minnti á ályktun ráðstefnu samtaka fiskverkenda, Þar sem skýrt kom fram getuleysi þeirra til þess að taka á sig aukin útgjöld, nema til kæmu auknar tekjur. Yrði því að styrkja þessa aðila sem nemur allri kauþhækkunlnni. Hann sagði, að einnig væri krafa um mjög verulega aukn ingu á kaupgreiðslu í veikinda forföllum, en vinnuveitendur teldú, að mál þetta ætti að leysa á vettvangi almennra trygg- inga. Þá væri farið fram á veru legar taxtabreytingar, sem of langt væri upp að telja, en þýðingarmikill liður væri t. d. krafa um að vinna við fiskað- gerð hækki um 14,9%. Sam kvæmt þessu ætti því verka maður, sem unnið hefur 10 ár víð fiskaðgerð, að hækka í kaupi um tæp 35% auk þeirr ar almennu kauphækkunar, sem boðuð hefur verið. Þá væri einnig krafa um hækkun á nætur- og helgidaga vinnuálagi. Framhald á 15 sií1’ Síldarfréttir þriðjudáginn 22. júní 1965. Fremur óhagstætt veður vai á síldarmiðunum s. 1. só.larhring. Hafa skipin einkum ,verið 80 — 120 mílur ANA af Langanesi. í morgun fór veður batnandi á miðunum. og voru skipin nokkuð vestar- eða 100 — 120 mílur NAN frá Hraunhafnartanga Sl. sólarhring tilkynntu 19 skip um afla. samtals 5.900 mál og tunn ur. Raufarhöfn. Mummi GK 250 tn Óska- Halldórs son 200 t!' Höfrungui 11 AK 200 tn Bjarnason EA 1200 mál Gnýfarí SH 150 mál Víðir II GK 100 mál Hrönn 1S 150 mál og tunnur Höfr ungur III AK 700 mál og tunnur Pétur Jónsson ÞH 30 mál og tn. Dalatangi. Akurey SF 200 mál Auðunn GJK 400 mál Sigurður Jónsson SU 400 mál Halkion VE 200 mál Sunnu- tindur SU 100 mál Björgvin EA 400 mál Björg NK 500 tn. Stefán Árnason SU 100 tn. Skálaberg 100 Askell ÞH 150 mál Sigurðpr i tunnur. GPK tók Þessa mynd á Krossanesl á mánudaginn, en þá var síldarflutningaskip ið Polana að koma þangað inn í fyrsta skipti með síld arfram af Austfjarðahöfn- um. Skipið kom með um fjögur þúsund mál, og var það álit tnanna, að mjög vel hefði tekizt til um að flytja síldina úr síldarskipunum og yfir í Polönu, en það var gert á rúmsjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.