Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1965 SAMNINGAVIÐRÆÐU R Framhald af I. síðn óska eftir viðræðum við félagiS um samningamálin, og hófst fyrsti fundurinn kl. 17 í dag. Voru samningsaðilar á fundum til klukkan sjö í kvöld, og annar fundur er boðaður á morgun kl. fimm síðdegis. Félagið á Neskaupstað er eitt þeirra þriggja félaga á Austfjörð- um, sem auglýst hafa kauptaxta, en hin félögin eru á Vopnafirði og Breiðdalsvík. Tóku taxtar þess- ir gildi í gær og hefur vinna verið eðlileg bæði í gær og dag. Félögin á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi, hafa þegar samþykkt Norðanlandssamn inginn svokallaða. Stjórn og trún- aðarmannaráð félagsins á Seyðis- firCi hefur einnig samþykkt þenn- an samning, en sömdu að auki um hækkun á greiðslum í sjúkrasjóð félagsins. Nokkur félög á Aust- fjörðum hafa enn ekki tekið af- stöðu til samningamálanna. 18 GEIMFARAR Framhald af 1 síðu. á þessum fylgihnetti jarðarinnar. Álitið er, að hér sé hægt að kanna ýmis hraun og gamla gígi, sem svipi til tunglgíganna að mörgu leyti, ekki hvað sízt vegna þess, hve landið er nakið og hrjóstrugt. Blaðið hafði tal af dr. Sigurði Þórarinssyni í dag, þriðjudag, og hann sagði að hér væri um mjög merkilegan leiðangur að ræða. Hann sagði, að Bandaríkjamenn- irnir hefðu líklegast valið Oskju og Laka vegna frægðar þessara staða, en margir fleiri staðir gætu komið til greina að hans áliti. Ekki hélt hann að Surtsey myndi verða könnuð sérstaklega, vegna þess, að hún væri svo ný. Sigurð- ur hélt, að meiri árangur myndi nást með því að kanna eldri eld- fjallagígi. — Ég hugsa, sagði dr. Sigurður, að ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þess, að það sé vænlegra en önnur lönd, þegar kanna þarf staði hér á jörðinni, sem svipi einna mest til yfirborðs tungls- ins. — Það er erfitt að segja til um, hvaða staðir verða fyrir val- inu fyrir geimfarana, en það verð- ur gengið frá því strax og fyrstu leiðangursmennirnir koma í júlí. Þetta er 'ekki fyrsti leiðangur- inn hingað til að kanna landsvæði, sem líkjast helzt tunglinu, sagði jarðfræðingurinn, hingað hafa komið vísindamenn frá Bandaríkj- unum, Englandi og Þýzkalandi. Það hefur ætíð ríkt mikill áhugi hjá þessum mönnum á íslandi, ég hef orðið var við það á ferðum mínum erlendis. Ekki vissi Sigurður, hvort hann myndi vera í förum með geim- förunum í þessari ferð, en ekki er það ólíklegt, þar sem hann er allra manna fróðastur um jarð- fræði íslands, og væri því ein- hver bezti maðurinn, sem þessir menn gætu haft með sér. Geimfararnir 18 koma til lands- ins þann 11. júlí, eins og fyrr getur. Ekki er enn vitað, hvernig þeir vilja ferðast um landið, en búizt er við, að þeir fái flest öll farartækin lánuð hér. Að vísu hafa þeir farið fram á að fá þyrlur, en þær eru bara til hjá vamar- liðinu. Þyrlur varnarliðsins eru samt ekki nógu stórar til að flytja svo stóran hóp og útbúnað hans nema í mörgum ferðum, sem yrði isjög tafsamt. Búast má við að flogið verði með geimfarana dí á land og þar muni fjallabílar taka við og þeim verði síðan ekið á þá staði, þar sem kennslan fer fram. Geimfaramir munu án efa nota þetta einstaka tækifæri og æfa að > einhverju leyti tungllendingar, því hvergi fá þeir eins góða að- i stöðu til þess. Vísindamenn glíma I við bá souminmi bessa danana. I TÍMINN 15 hvemig yfirborðið á tunglinu sé í raun og vem, og við hverju fyrstu tunglfararnir megi búast. Ef yfirborð tunglsins líkist á ein- hvem hátt íslenzku hraunlendi, þá er það mjög áríðandi að þessir menn kanni það gaumgæfilega. Koma þessara manna til íslands er mjög athyglisverð og aldrei fyrr hefur svo stór hópur geim- fara heimsótt nokkurt land í heim inum. Frakkar voru mjög ánægðir yfir að fá tvo í heimsókn nú um daginn. NIÐURSKURÐUR? Framhald aí 1. síðu. an hafði órað fyrir öðra eins, sagði Gísli. Það væri víðast hvar eins og sviðin jörð. Sums staðar stæðu þó grænir snarrótartoppar upp úr, eins og vinjar í eyðimörk, en annars staðar ryddi illgresi sér braut. Orsakir þessa sagði Gísli að væru sjálfsagt margar. Víða hefði snjór legið lengi yfir og klaka leyst seint úr jörðu og væri ástandið verst á flatlendi, en þó væra einnig miklar kalskemmd ir á hólum og hæðum. Ætti þetta ekki einungis við túnin, heldur væri líka mikið kal víða á útengj- um. Þá sagðist Gísli hafa gert sér sérstaka ferð á Norðfjörð og kom- ið þar á alla bæi. í heild mætti segja, að þar væri ástandið aldeil- is óskaplegt. Kæmi þetta sérstak- lega þungt niður á svo einangr- uðu héraði, sem sjá yrði Neskaup- stað fyrir mjólk. Sagði Gísli, að ekki hefði einu sinni verið bit- hagi handa kúm. Nefndi Gísli sem dæmi um «f- leiðingar þessa, að einn bóndi lagði inn um 200 lítra af mjólk áður en kýrnar fóru út, en ekki nema 100 litra nú. Ekki væri þó hægt að segja, að um mjólkur- skort væri enn að ræða, en svo gæti farið er aðstreymi sumar- vinnufólks til Neskaupstaðar tek ur að aukast. Þá sagði Gísli, að hér væri ekki aðeins um efnahagslegt áfall að ræða, heldur væri þetta andleg þolraun og stæðu bændur víðast uppi ráðþrota. Það eína, sem virt ist mögulegt til úrbóta, væri að rifa túnin upp og sá í þau á ný, en ómögulegt væri að segja um hvaða raun það gæfi. Um aðrar leiðir vísaði Gísli til samþykktar Bjargráðanefndar á Stéttarsambandsfundinum, en sú samþykkt er birt I heild í Tíman- uin í dag. í samþykkt þessari beinir aðal- fundur Stéttarsambands bænda því til stjórnar sambandsins, Bún- aðarfélags fslands og landbúnað- arráðherra að athuganir verði gerðar á kalskemmdum og orsök- um þeirra, á rýrnun heyöflunar- möguleika á svæðinu og hafizt verði handa þegar í stað um að- gerðir til að fyrirbyggja bústofns- skerðingu á komandi hausti. Er síðan bent sérstaklega á fjögur atriði, sem áherzlu yrði að leggja á fyrst og fremst. Era þau um vísindalega rannsókn á kal- skemmdum, fjárframlög hins op- inbera og fóðurútvegun, og aðstoð Bjargráðasjóðs. DEILT UM Framhald aí 2. síðu. f sambandi við kröfuna um styttingu dagvinnunnar sagði Björgvin, að íslendingar hefðu mun styttri unninn dagvinnu- tíma en hin Norðurlöndin. Að lokum sagði Björgvin, að hvert % í almennri kauphækk- un kostaði ríkissjóð 18 milljón- ir á ári og hraðfrystihúsaiðnað- inn 8 milljónir. Þá sagði hann, að deilan stæði nú um það, hversu mikils félögin hér sunnan lands krefð- ust umfram það, sm samið var um við félögin fyrir norð- an oe austan 7 iúni. •1E- svuvonxn Simar. S207b og SHiöt „Jessica" Ný amerlsk stórmyno i litum og seinemascope Myndin ger ist á Hlnni fögru Sikiley t Mi0 tarðarUafi Sýnd kl. 5, 7 og 9. ISLENZKUK I’EXTL AUra síðasta sinn. SamtiSin er • PórscatA í YÐAR ÞJÓNUSTU ALLA DAGA Hjólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT við Miklatorg, gegnt Nýju Sendibílastöðinni. Opið alla daga frá kl.8—23 Höfum fyrirliggjandi hjólbarða ■ flestum stærðum S'mi 10300 HALLDOK KKISTINSSOIX ffullsmiður — Simi 18979 HÚSEIGENDUR Smiðum oliukynu tnið stöðvarkíKi® tyrii s.1álí virka ’jlíubrenaara Ennfremui siáiftrekkt andi dtukarla óháða rafmagni • 4TB.. Notií spar oevtna ttatla Viðurttenndii ai órvgp isefUrUti rikisins Framleiðuro etnnlg aeyzluvatnshitara i oað Pantanlr > sims 50842 Sentfum um allt land. Vélsmiðia Alftaness KJOLBARH/t VIÐGFROIB Opið aits, daga (lík; laneardagr 06 sunmjrinsr frr ka ;.3(i cil 22) tiUMMIVlN\ USTO> /\N n.t Skinhoit 35 tteytt.tavík Sinu 18M55 Slml 11544 30 ára hlátur (30 Years of Fun) Ný amerisk sikopmyndasyrpa sú bezta sem gerð hefur verið tii að vekja hlátur áhorfenda 1 myndinni koma fram Chaplln, Buster Keaton, Gög og Gokke o. fl. Sýnd kl. 5, 7 O'g 9 Engin sérstök barnasýning. Aukamynd á ölum sýningum geimferð Banda- ríkjamannanna White og McDevitt. GflMU? S1ml . »47? Horfinn æskuljómi (Sweet Bird of Youth) Víðfræg bandarísk verðlauna- Bönnuð innan 16 ára Paul Newman, Geraldlne Page. Sýnd kl 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára Tónabíó simi 11lt» Bleiki pardusinn 'The Plnk Panther Heimstræg os smiloai vei gerð. ný amerjsk gamanmynd l lit um og rechnirama Uavlo Niven Petet Seliers og L’laudla Cardmale Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð -ítmi iHHár Árásar fluqmennirnir (The War Loveri Geysi spenandi og viðburðarrík ný ensk amerisk kvikmynd, um flughetjur úr síðustu heims styrjöld Kvikmyndin er gerð eftir hinni frægu bók John Herseys „The War Lover“. Steve McQueen 08 Robert Wagner Sýnd k) 5. 7 og « Bönnuð innan 14 ára HAFNAHBÍO A8 drepa söngfugl Sýnd kl 9 Forboðið Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl 5 og 7. Auglýsið í íímanum Spencer-fiölskvldan (Spencer’s Mountaln) Bráðskemmtiieg ný amertsk j stórmvnd i litum oe Cinema Scope Henrv Fonda Maureen O'Hara....... - íslenzkur 'exti — Sýnd kl. 5 og 9. WÓDLEIKHÚSIÐ fiutterfly Sýning fimmtudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 tíl 20. Sími 1-1200. ÍíSwfí ^EYKrnÍKJ^ Ævintýri á gönauför Sýning miðvikudag kl. 20.30 Uppselt Sýning föstudag kl. 20.30 Uppselt. Sýning laugardag kl. 20.30 Uppselt. Sýning fimmtudag kl. 20.30 Uppselt. Siðustu sýningar. Aðgöngumiðasalan , Iðno er opm frá kl 14 sjmi 13191 xthttw rvtnru mmi irra'i'ri’WTini Lemmy gerir árás (Des frissons partout) Hörkuspennandi, ný, frönsk Lemmy-mynd. Eddy „Lemmy" Constantin. Sýnd kl. S, 7 og 9. Bönnuð börnum. ->fm’ Z214T Uppreisnin á Bounty Amerísk stórmynd í Ultra Panavision 70 og litum. 4 rása segultón. Aðalhlutverk: eMARLON BRANDO TREVOR HOWARD RICHARD HARRIS. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd vegna fjölda áskor ana, en aðeins í örfá skiptL Sýnd kl. 5 og 8.30. Slmi 50249 Ástareldur Ný sænsk úrvalsmynd tekin í CinemaScope, gerð eftir hinn nýje sænska teikstjóra Vilgot Sjöman Blbi Andersson, Max Von Sydon. Sýnd kl. 7 og 9. Slm’ 40184 Málsókn (The Trlal) Stórkostleg kvikmynd gerð af Orson Welles. seftli sögu Franz Kafka. der Prozess, Sýnd KL 9. Pétur og Vívi Fjörug músikmýnd í litum. Sýnd kl. 7. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.