Tíminn - 23.06.1965, Side 8

Tíminn - 23.06.1965, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1965 8 TBMINN Ríkisreikningur fyrir árið 1963 íslendingar telja sig bókmennta ÞjóS og færa það sér til gildisauka enda mun bökaútgáfa hér mikil. Hversu mikíl hún er, sé miðað við hina vel þekktu höfðatölu- reglu, verður hér ekki dæmt. Hinu verður trauðla mótmælt, að tals vert er gert til þess að opna augu almennra lese'nda fyrir því, sem þar er látið af hendi rakna. Ekki mun með öllu grunlaust að kaup sýslan standi að ein'hverju leyti að toaki sumra þeírra ritdóma, sem fylgja höfuð bókaflóði hvers árs, enda mun hún gjarnan kjósa sér endurheimt þess 'fjármagns. sem fram hefur verið lagt, — og þó trúlega helzt dálítið betur. Benda ritdómar stundum í þá átt, að þessi þáttur sé ræktur af kost gæfni. En hver sem ætlan þeirra er, sem ritfregnimar skrásetja, er víst að Þeir ganga mjög framhjá einu riti, sem flest ár bætist í bókahlaða þjóðarinnar. Þetta rit er Ríkisreikningurinn (Skammstaf að hér RR). Orsök þessarar þag- mælsku er þó naumast sú, að hann sé öðrum ritum ómerkari. Hitt mundi sönnu nær. að fátt mun birtast á spjöldum stórnmálasögu lagi: ,,Innheimtir skattar og toll- ar, og í öðru lagi tekjur 3ju og 5tu gr. hans nemur sú upphæð árið 1959 kr. 1.060.004.141, en árið 1963 kr. 2.518.443.078. (Aur- um er nær alltaf sleppt hér). Hef ur því samtala þessara liða hækkað um kr. 1.458.438.937 — og nemur sú hækkun 137.59%. Engum dylst að þarna er um örugga þróun að ræða. Hitt er annað mál, að um það skiptast skoðanirnar, hvort hún er æskileg eða uggvænleg. Ekki verður um það deilt, að með þessu hefur ríkisvaldið dreg ið saman drjúga fúlgu. Mætti það því verða nokkurs um vert að virða það viðlits, hversu henni hef ur verið varið, því enn ,mun það sannmæli að „ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess“. Til þess að gera sér nokkra i grein fyrir þessu og jafnframt til : þess. að fá nokkurt yfirlit yfir : þróun þessara mála þessi ár, eru I hér lagðar fram samtölur þeirra • 12 greina RR, sem hafa inni að halda höfuð gjaldahliðar hans, — þ. e. 8. — 19 gr. að báðum með- töldum. f’ * 1S. ■ u. u. ÍJ. « 14. « 16, 17. ið. 13*. totnwk’twe Ki'&m i I.Í76.59* <vy. . c% rlStts«a*tur»J>i><«s 8,«$8.093, J.St jéraairéíiS l6.Sí8<JC»j_ n. 11.969.903 m. TiU9( «U ýaUM *l>íó«Mt. 1.743.074 A. eÓGnaal* tð(r*clv«t;«ni 84.289.129 B. Zmhtiata tollt ee «*»tta 29.703.469 0. SaMÍciBl.kMts. rt? trtafttitr. 1.443.019 KeUbrieSitail 39*379.488 A. Vtgjaoil 67.39i.171 B. Btacðagw i t}& 14.797.132 6. Vitaail 0* btímufr’tir 23.i09.S94 B. nteail U.142.629 E. TifirMÍgaM 4.902.862 B. tsinál 4*206.209 A. Rnaalmil i39.296.O96 B. BOfo, tókaátíáf », lictir 11.045.747 Urkjwil 13.018.613 A. UBðfr&Mferail T4.043.004 B. 8jÍT«r«t7*CMél 17.739.037 0. rwtsrdh 3.864.507 B. Rtforktaii ».702.071 C. Rtontófenir t þifa Mr.ntlM 6.681.602 riucMÍi 158.304.643 tttirl«œ>,»trrU*rf4, llf«rri*«^Sir*5.142.S35 8rj**6t««l4 „... ,;^.0«>.727 1«, 1999 1963 8*Wn» kr. kr. t Su nift!4.9O0>98T .82,28» i!uJ9.'®9?.9S9 01783 23,276.482 94.46 6.294.036 298,79 124.312.U9 93.38 47.728.087 89,69 8.692.228 86,97 86.242.46l 119,00 133.273.163 92,97 32.152.849 UT.99 43.929.809 90,13 20.694.039 89,36 6.660.278 62.13 6US8.T64 U7.93 313.008.QU 124,74 8O.4i9.89e 81,66 17.55«.tó2 34,92 101.816.687 97,61 61.880.784 248,92 8.492.949 78,68 31.6U.I24 46,87 18.9S6.19I ,79.93 911.648^46 2*7,47 91.199.037 96^4 "M"' vorrar, er gagnmerkara sé. Öá þátt ur þeirra mála, sem oftast ber fyrir augu og eyru almennings, eru fjárlögin, En sá er regin munur þeirra og RR að þau eru loforðin en hann efndirnar. En heit og efndir eiga ekki alltaf samleið. Sá, RR, sem hér verður getið, mun vera hinn fimmti í röðinni sem þessi rxkisstjórn hefur, látið frá sér fara. Það varð mér því nokkurt forvitniefni að bera hann saman við hinn fyrsta þ.e. fyrir árið 1959. Með slíkum samanburði má ætla að nokkuð megi glöggva sig á hversu horfir um höfuð- strauma Þess fiármagns sem feli :r undir skipan Alþingis og ríkis aldsins. Verður bá fyrst fyrir að athuga tekjurnar Ef aðalfekjuliðir reikningsins eru teknir saman, þ.e. í fyrsta ■w6.em n.m 'rjé.us maw Við samanburð þessara ára Sést, að útgjöldín hafa hækkað um kr. 938.608.540. Er það til jafnaðar á ári kr. 187.721.708 eða nærri 188 miljónir og verður það trauðla talið naumt skorið. Hins er og vert að geta, að þessi hækk- un er talsvert misjöfn milli greina. Minnst er hún á 13. gr. Kirkju- mál eða aðeins 34.92%, þá á 16. gr. A. Landbúnaðarmál 37,51%. þá á 8. gr. Kostnaður við æðstu stjórn 42.25% og loks Raforkumál 45,67%. Hækkanir verða mestar á þess- nm liðum Á 10 gr III. Tillög tiJ ýmissa alþjóðastofnana 258,79%, á 16 gr B. Sjávarútvegs- má) 248,92%, á 17. gr. Félagsmál 227, 47% og á 14. gr A. Kennslu- 'nál 124,71%. Þegar þessi mál eru athuguð betur kemur ýmislegt fram, sem leikmanni í þessum fræðum virð ist torskilið. Má Þar sem dæmi nefna þetta: Húsmæðraskólarnir í Reykjavík, Akureyri og ísafirði falla undir Kennslumál, en hús- mæðraskólar í sveitum undir Land búnaðarmál. Iðnfræðslan, — þar með taldir iðnskólarnir. — er færð á Kennslumál en Stýrimanna og Sjómannaskólahúsið undir Ým- is mál. Bændaskólarnir og Garð- yrkjuskólinn á Reykjum eru og færðir á Landbúnaðarmál. Með þessu eru á RR 1963 færðar kr. 11.589.484, sem tvímæallítið sýn- ast eiga að fylgja Kennslumálum. Sama virðist uppi á teningnum um Ýmis mál. Skólar þeir, sem þar eru taldir, sýnast eiga þangað lítið erindi, enda ótrúlegt að nokk ur neiti því í alvöru, að þar sé um Kennslumál að ræða. Ef þeir eru ,,óhreinu börnin hennar Evu“ svo þeir megi ekkí lenda þar, virð ist sönnu nær að Þeir féllu undir Sjávarútvegsmál. Það er annars athyglisvert, að þeir skólar þjóð arinnar, sem sniðnir eru við hæfi þessara tveggja höfuð atvinnuvega okkar, skuli ekkí taldir tii kennslu stofnana á síðum RR, eða fer þar ekki fram kennsla? Er þar að- eins troðið í tossa? Enn má benda á að á Landbún íaðarmál eru færðar kr. 1.550:000 'tíl sjóvarnargarða. Virðast þó 'slík ■'ír'garðar í1 Vestmannaeyjum éða við Siglufjörð, þjóna litlu hlut- verki í þágu landbúnaðar, svo eitt hvað sé nefnt af slíku. Undanfarið hefur nauðsyn vinnu hagræðíngar í landbúnaði verið mjög á lofti haldið og skal það sízt lastað. En því verður varla neitað að hennar hafi kenpt í háttum bænda nú um alllangt skeið. Þeim hefur fækkað til stórra muna. Þó hafa Þeir haldið sínum hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar í furðu jafnri þróun. En það hefur vissulega átt sér stað enn örari þróun á öðrum sviðum í þjþðlífi voru og má nefna sem dæmi þrjá liði RR: Alþingi, Stjórnarráðið og Utanríkismál þar hefur þróunin orðið ör og virð- Ist vinnuhagræðing ekki mjög áberandi, ef blaðsíður RR eru at- hugaðar. Þessir þrír liðir saman lagðir hafa numið kr. 37.556.295 1959, en kr. 74.936.738 1963. Hafa þeir því hækkað um kr. 37.380.443 Á sama tíma hækkar hinn ill- ræmdi liður Landbúnaðarmál um kr. 27.772.533. Þó verður þess ekki vart. að á þessa þrjá liði, sem hér eru teknir til samanburðar við landbúnaðarmálin, hafi verið tyllt pinklum eins og t. d. sjó- vamargörðum eða skólum til und irbúnings setu þar ínnan veggj- anna. Fylgiskjal eitt mjög ábendingar vert fylgir RR ár hvert. Það ber heitið „Skýrsla um ábyrgðarskuld ir ríkissjóðs í árslok“, þ. e. skýrsla um þær skuldir, sem ríkissjóður hefur tekið að sér að ábyrgjast full skíl á. Þetta p.lagg er hið gagn merkasta. Gefur það ýmsar bend ingar um í hvaða áttir því láns fé hefur verið beint sem hann ábyrgist Ætla má að hann ábyrg ■ ist þær fjárhæðir einar sem for- váðamenn hans telja að varið sé ti) sérstakra nauðsynjamála Samanlagðar þær upphæðir, i-sem ríkissjóður hefur ábyrgzt fulla greiðslu á, voru í árslok 1959 kr. 1.572,645.320, en í árs- 1963 kr. 2.948.877,282. Þessi upp- hæð hefur því hækkað um kr. 1.376.231.962 eða rúmar 275 millj. á ári. Ein upphæð vekur þar sér- staka atfhygli. Framkvæmdabanki íslands skuldaði á ábyrgð ríkis sjóðs í árslok 1959 kr. 371.228.886, en í árslok 1963 kr. 1.227,212,858. Nemur hækkunin tæpum 856 millj. kr. Þessi lán eru öll erlend og því „gengistryggð“. Þau fylgja því gengi íslenzks gjaldmiðils hverju sínni. Þess verður að gæta, að þessi hækkun hvílir að furðu< miklum hluta á þeim gengisbreyt ingum. sem orðið hafa á þessu árabili. Gefur það bendingar um þá gífurlegu truflun, sem gengis breytingin hefur valdið í fjárhags- lífi íslendinga. En það er kapítuli út af fyrir sig, sem hér er ekki aðstaða til að rekja til róta svo sem vert væri. En engin skila- grein fylgir RR til hvers þessu fé hefur verið varið. Þar er aðeins um bendingar að ræða, m. a. eftir farandi: Eftirstöðvar þess fjár, sem Fram kvæmdabankinn hafði lánað til landbúnaðar á ábyrgð ríkissjóðs nam í árslok 1963 alls kr. 46.093. 941. Upphæðin er 3.76% af þeirri heildarupphæð, sem ríkissjóður ’nefur ábyrgzt fyrir bankann. Þess um rúmum 46 millj. króna má skipta í tvennt: í fyrsta lagi lán Alþjúðabankans tekið 1953 og síð an lánað Búnaðarbankanum til landbúnaðarlána. Þessi upphæð var upphaflega 1.350.000 dollarar. Hún var í árslok 1959 orðin 1.271,- 000 dollarar, sem þá voru í ísl. krónum 20.742.720. í árslok 1963 er skuldin 1.030.000 dollarar. Hún hefur því lækkað um 241,000 doll ara. Sé hún nú metin í íslenzkum peningum, — og það gerir RR að sjálfsögðu, — er hún í árslok 1963 kr. 44.351.800. Þótt hún hafi lækk að um þessa upphæð í dollurum hefur hún hækkað í íslenzkum krónum um 23.609.080. Af þessu láni hefur ríkissjóður tekið á sig að greiða kr. 12.916.889 eða tæp ar 13 millj. Verður ekki annað séð af ábyrgðarskýrslunni en þetta sé eina upphæðin, sem á ríkíssjóð hefur fallið vegna landbúnaðar- lána. í öðru lagi er þess að geta að Framkvæmdabankinn hefur lánað kaupfélögunum kr. 1.742.141, — að mestu til matvælaiðnaðar á vegum landbúnaðar. Heildareftirstöðvar þeirra láns fjárhæða, sem merktar eru land búnaði á blaðsíðum ábyrgðarskýrsl unnar nema í árslok 1963 kr. 80. 116.228. En á sama tíma nárau þær upphæðir, sem eftir stóðu af lánum til fiskiðnaðar kr. 194.650. 503 og hliðstæður þeirra til togara kaupa 187.070.650. Af Þessum h. u. b. 2.949 millj. kr, sem ríkigsjóður ábyrgist fulla greiðslu á, nemur hlutur kaup félaganna, — þ. e. sú upphæð. sem hann ábyrgist fyrir þau alls kr. 28.456.501. Er það tæplega 1% af heildarupphæðinni. Skuld Framhald á 1Á síðu. MINNING Þórarinn Guðmundsson Búðumf Fáskrúðsfirði í dag verður jarðsunginn frá Búðakirkju í Fáskrúðsfirði Þórar- inn Guðmundsson, en hann andað- ist á Landspítalanum 5. júní eftir erfiða sjúkdómslegu, er hófst með byrjun þessa árs. Fjölmenn minningarathöfn fór fram í dómkirkjunni mánudaginn 14. þ. m. og flutti séra Jón M. Guðjónsson frá Akranesi þar eink- ar fallega ræðu, svo sem honum er lagið. Þórarinn Guðmundsson var fædd ur að Brekku í Búðakauptúni 27. maí 1904, elztur 10 systkina, barna þeirra sæmdarhjóna, Guðrúnar Jónsdóttur og Guðmundar Stefáns- sonar, er þar bjuggu lengi. Strax á unglingsaldri fór Þór- arinn að stunda sjóinn eins og títt var um efnispilta á þeim slóðum, fyrst hjá öðrum, en 1932 hóf hann eigin útgerð, er hann rak allt til þess tíma, er hann fluttist til Akra ness árið 1945. Þar gerðist Þór- arinn afgreiðslumaður við kaup- félagið, en Sveinn bróðir hans var þar kaupfélagsstjóri, og kann það að hafa valdið nokkru um þessa ráðabreytni. Jafnan mun þó hugur Þórarins hafa verið bundinn átthögunum, enda fór það svo, að hann fluttist aftur austur til Fáskrúðsfjarðar með fjölskyldu sína sumarið 1958, þar sem hann bjó sér og sínum fallegt heimili á æskuslóðunum, þó að dvölin yrði skemmri en von- ir stóðu til miðað við aldur og aðstæður allar. Þórarinn kvongaðist 1931 Mar- gréti Jónsdóttur, ljósmóður, hinni mætustu konu í hvívetna. Eignuð- ust þau tvo syni, 'Þráin og Óðin, sem báðir eru fjölskyldumenn og búsettir í Búðakauptúni. Einnig ólu þau Þórarinn og Margrét upp sem sitt barn Eddu Stefánsdóttur, sem nú er húsfreyja á Laugarbökk- um í Skagafirði, gift Helga Svav- i arssyni bónda þar. — Frá fyrra hjónabandi átti Margrét tvö börn, Jón og Helgu, og ólst hún upp hjá móður sinni og gekk Þórarinn henni í föður stað, enda varð ekki greint annað en þarna væri um fjögur skilgetin systkini að ræða, sem jafnkær væru foreldrum sín- um, svo sem bezt verður á kosið hjá góðri fjölskyldu. Nú að leiðarlokum vil ég færa Þórarni og fjölskyldu hans beztu þakkir fyrir hugljúf kynni árin, sem þau dvöldu hér á Akranesi, en það atvikaðist svo, að við bjuggum þar í nábýli, börnin léku sér saman og við eldra fólkið átt- um margar ánægjulegar samveru- stundir, sem gott er að minnast. Ég tel mér mikinn ávinning að hafa kynnzt Þórarni. Það var vand aður maður og drengur góður, sí- fellt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, ef með þurfti. Konu hans og börnum flyt ég alúðarfyllstu samúðarkveðjur minn ar fjölskyldu og sama sinnis munu vera fjölmargir Akurnesing- ar, er Þórarni kynntust árin sem hann dvaldist hér. G. B.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.