Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 3
MIÐVIKUBAGUR 2! jj'ní 1965
Þetta er ítalska kynbomban Gina Lollobngida í einum af mörg-
um umdeildum búningum, sem hún notar í nýjustu myndinni
sinni, ,,LE BAMBOLE“. Nú hefur Gina og leikstjórinn verið
ásökuð fyrir smekkleysi af manni nokkrum í borginni Viterbo,
sem er nálægt Róm. Meira að segja hefur málgagn Páfans ráðizt
harkalega á Ginu og „allan dónaskapinn11 í Le Bambole. Gina
er móðguð þessa dagana yfir öllum hamaganginum og segir að-
eins: „Ég er alls ekki nakin í þessum kjól. Ég var nefnilega í
líkamslitum bol undir honum“.
★
Bandarískur milljónamæring-
ur, Victor Lownes III er nú í
Englandi til þess að stofna play
boyklúbba að amerískri fyrir-
mynd.
í þeim playboyklúbbum, sem
Lownes hefur stofnsett í Banda
ríkjunum, ganga mjög létt-
klæddar ungar stúlkur um
beina. Það er fest á þær kan-
ínueyru og hvít kanínuskott og
mjög strangar reglur gilda um
hegðun þessara „þjónustu-
stúlkna". Reglan er: það má
horfa á þær, en ekki snerta.
Þær mega ekki dansa við gest-
ina, ekki drekka með þeim eða
láta þá bjóða sér út. Þessi regla
gildir fyrir alla meðlimina
nema Lownes sjálfan.
Nú sem stendur er hann
ákærður í New York fyrir að
hafa ekki borgað fyrrverandi
,,kanínustúlku“, sem hann átti
barn með, barnameðlag. Hann
á því á hættu að verða hand-
tekinn, ef hann kemur aftur
til USA, svo að hann hefur
engar áætlanir í þá átt í bili.
— Ég hef það ágætt í Eng-
landi, segir hann.
Þegar hann var spurður um
það, hvort hegðun hans bryti
ekki í bága við hinar ströngu
reglur klúbbanna, svaraði
hann: — Reglurnar segja, að
meðlimirnir megi ekki snerta
„kanínurnar", en þær segja
ekkert um það, hvað eigandinn
má.
•k
Sjö japanskir fjallgöngu-
menn ætla nú að reyna að
klífa næsthæsta fjall Græn-
lands, Mount Forel, sem er
3360 m. ýfir sjávarmál. Er
þetta fyrsti japanski fjallgöngu
leiðangurinn, sem fer til Græn-
lands, og mun hann dvelja 45
daga á Grænlandi.
★
Brezkur prófessor, Samuel
Tolansky, hefur nýlega skrifað
grein, þar sem hann heldur því
fram, að yfirborð mánans sé
sennilega sett litlum svörtum
demöntum, sem hafi mikið
verðgildi. — Tolansky heldur
því fram, að demantarnir hafi
getað myndazt úr koli eða
grafít við það að loftsteinar
falli á mánann. Slíkir svartir
demantar hafa fundizt í E1
Diablo í Arizona.
Skakkt á málinu
haldið
í Hollandi er nú mikið rætt
um hina væntanlegu trúlofun
Beatrix ríkisarfa og þýzka
diplómatans Kláus von Ams-
berg. Þessar umræður eiga ekki
sízt rætur sínar að rekja til
þess að von Amsberg var með-
limur Hitlersæskunnar. Hann
var þó aðeins 18 ára, þegar
stríðinu lauk, svo fortíð hans
virðist ekki hafa svo afgerandi
þýðingu í málinu.
Hins vegar telja margir Hol-
lendingar, að það verði erfitt
fyrir von Amsberg, sem er 38
ára gamall, að temja sér
hollenzka skapgerð og hugsun-
arhátt. Til þess sé hann og
gamall. Benda þeir á í því sam
bandi, að Bernhard prins hafi
verið 25 ára, þegar hann kom
til Hollands.
Um páskana var opnað glæsi-
legasta og íburðarmesta katta-
hótel, sem um getur, og hafa
nú kattavinirnir loksins fengið
stað, sem þeir geta sent kett-
ina sína til og verið öruggir um
það að þeim líði vel.
Á hótelinu fær hver köttur
sína eigin íbúð og á dyrunum
stendur nafn kattarins. Eigandi
hótelsins segir, að nafnið á dyr-
unum geri það að verkum, að
við getum kallað alla kettina
með sínu eigin nafni og ný-
komnir kettir kunna fljótt vel
við sig hér. Kettirnir geta auk
þess glatt sig yfir kyndingu,
rafmagnsljósi, leiksvæði, einu
tré til þess að klifra í og tveim
klósettum. í sambandi við mat-
inn, þurfa kettirnir heldur ekki
að kvarta, því að maturinn
verður búinn til samkvæmt
persónulegum óskum hvers
kattar.
* .
James Bond mun nú láta
heyra frá sér einu sinni enn.
Meðal pappíra hins látna rit-
höfundar, Jan Flemings, fannst
handrit'að síðustu James Bond B
sögunni. Hún er sennilega skrif
uð í upphafi síðasta árs og hef
ur enn ekki verið ákveðið
hvenær hún verður gefin út.
★
The Beatles MBE hafa nú
bætt einum lúxusbíl enn við
þá, sem þeir áttu áður. —
Þessi nýi bíll er sérstaklega
byggður Rolls Royce og kost-
aði um 1300.000 kr. Hann er
allur svartlakkaður og að inn-
an er hann fóðraður með svörtu
leðri. Hann er m. a. með inn-
byggðum kokkteilskáp og
sjónvarpi.
Mótmælin halda nú áfram
að streyma til Buckinghamhall-
ar og fjöldi fólks, sem hefur
fengið orðuna, hefur nú skilað
henni til baka. Meðal þeirra,
sem hafa sent orður sínar til
baka, eru fimm stríðshetjur, 1
sem voru sæmdir orðunni fyrir |
unna hetjudáð.
★
Ingiríður Danadrottning
flaug í síðustu viku til Aþenu,
þar sem hún hitti tengdason
sinn Konstantín kóng og flugu
þau í einkaflugvél hans til
Korfu, þar sem drottningin
mun dveljast þar til dóttir
hennar, Anna María, hefur
fætt barn sitt. Á flugvellinum
í Korfu tóku tvær dætur Ingi-
ríðar á móti henni, þær Anna
María og Benedikte, auk Frið-
riku ekkjudrottningar og Ir-
enu krónprinsessu.
★
„AmkunarverSir
menn"
Ritstjórar Morgunblaðsins
urðu svo ókvæða við, þegar
Tíminn minnti á hina frægu
lýsingu Alþýðublaðsins af lands
fundi Sjálfstæðisflokksins, að
þeir misstu taumhald á tungu
sinni í staksteinum í gær. f Al-
þýðublaðinu var því glögglega
lýst, hvernig því var hagað á
landsfundi íhaldsins, að „allt
hafi verið undirbúið og ákveð-
ið fyrir fram, og það tryggt, að
hvergi kæmi fram neinn skoð-
anamunur“.
Morgunblaðið reynir ekki að
bera af flokki sínum sakir með
neinum haldkvæmum skýring-
um eða rökum, en segir að
þetta hafi allt verið leiðrétt áð-
ur en sendir síðan Tímanum
tóninn svofelldum orðum: „f
rauninni eru þessi skrif svo
hlægileg og jafnframt aumkun
arverð, að ástæðulaust er að
gera við þau athugasemd . . .
Það eru aumkunarverðir menn,
sem standa að slíkum skrifum".
Það fer hins vegar varla milli
mála eftir þetta, hvaða menn
það eru, sem eru „hlægilegir
og aumkunarverðir".
Og nú spyrja margir“, segir
Dagur: „Er þá ekki tími til
kominn að slíta umræðum um
þetta alúmfnverksmiðjumál?
Er þörf á einni sogdælunni enn
til að örfa fólksstrauminn suð-
ur? Álíta stjómarvöldin í raun
og veru, að þetta sé eina ráðið
til þess, að Suðvesturland geti
fengið raforku á viðunandi
verði?“
skildi nýlega við konu sína, og var ekki lengi að ná sér i aðra.
Hér er hann með hinni nýju eiginkonu sinni, sem heitir Nicole
Gillman. Þau giftu sig í Paris þann 8. þ. m.
Dagur segir ennfremur:
„Sannleikurinn er sá, að stjórn-
arvöld landsins hafa frá önd-
verðu haldið skakkt á þessu
máli. Eins og viðhorfið er nú,
mun þeirri skoðun aukast fylgi
hér um slóðir, að í sambandi
við stóriðju sé skynsamlegt að
fara að engu Cðslega en snúa
sér í þess stað að því að leysa
raforkumálin hér og syðra með
hæfilegum virkjunum í því
skyni . . . Einn af þingmönnum
Norðlendinga er nú setztur á
Íráðherrastól. Varla getur hon-
um dulizt sú hætta, sem Norð-
urlandi mundi stafa af því ráðs-
lagi, sem skýrsla ríkisstjórnar-
innar boðar“.
i
L
Sogdæla
Dagur á Akureyri ræðir ný-
Iega alúmínverksmiðjumálið í
smágrein og segir:
„í skýrslu ríkisstjómarinnar
um alúmínverksmiðjumáljð
segir svo: „Hefur ríkisstjórain
talið það mjög æskilegt, að
hægt yrði að staðsetja verk-
smiðjuna þar sem hún gæti
stuðlað að jafnvægi í byggð
landsins. Það hefur hins vegar
komið ótvírætt í ljós á síðustu
fundum aðilanna, að óhjá-
kvæmilegt verður af fjárhags-
Iegum ástæðum að staðsetja
verksmiðjuna við sunnanverð-
an Faxaflóa, ef hana á að
byggja hér á landi á annað
borð“.
Eins og kunnugt er var
Jaqueline Kennedy nýlega í
London. Þar sást hún m. a. á
gönguferð um götur Lundúna-
borgar með Randolph Chur-
chill, einkasyni Sir Winston
Churchill. Hann er blaðamaður
og hefur skrifað allmargar
bækur og hefur eins og systir
hans mikið dálæti á sterkum
drykkjum.
□