Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.06.1965, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1965 TÍMJNN 9 De Gaulle, Frakklands- forseti, ér án efa einhver umdeildasti, en um leið athyglisverðasti þjóðarleið- togi í dag. Þó enginn geti reiknað út eða sagt til um, hvað forsetinn tekur upp á að gera, er öllum kunn- ugt um það, að hann ætl- ar að gefa kost á sér til endurkjörs. Stjórnmálasér- fræðingar segja þetta vera verst geymda leyndarmálið í alþjóðapólitík, síðan Frankfin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseti, ákvað að gefa kost á sér til endur kjörs í þriðja sinn. Þegar De Gaulle tilkynnir þessa ákvörðun sína, mun það án efa gleðja flest alla Frakka, a.m.k. alla Gaullistana, og um leið mun það ekki koma nokkr um manni á óvart. Þetta hef ur verið opinbert leyndarmál í langan tíma, en flestir ,reíkn aðu með að forsetinn myndi skýra frá þessari ákVörðun sinni fyrir alllöngu síðan. Eins og svo oft áður, læt- ur De Gaulle ekki segja sér hvenær eða hvernig hann eigi að gera hlutina. Nú er samt reiknað með því að seinna í Þessum mánuði skýri forsetinn frá ákvörðun sinni. De Gaulle er nú á 23. opin- beru ferð sinni um Frakkland og aldrei hafa verið gerðar eins strangar öryggisráðstaf- anir til áð verja líf hans. Það var í óopinberri ferð til S-Frakklands í september 1963, sem De Gaulle lét fyrst í það skína að hann vildi gjarnan bjóða sig fram aftur, til annars sjö ára tímabils, sem forseti. Hann hélt ræðu í Orange, þar sem hann sagði m. a.: ,,Það eina sem vakir fyrir General Char- les De Gaulle, forseta lýðveld isins, er að gera það sem er bezt fyrir Frakka, og það sem Frakkar vilja að hann geri. Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé það sem ég hef verið að gera í aldarfjórðung. Ég er ákveðinn, vegna þess að ég hef heilsu til þess, að halda þessu starfi áfram“. Það fór ekki á milli mála við hvað hann átti, þegar hann sagði i.Þessu starfi“. Hann var að tala um forsetaembættið. De Gaulle, ætlar sér að halda áfram, ög hann ætlar sér að ná kosningu, og hann veit, að eng- inn efast um að hann geti það. Það er búizt við því að for- setinn segi frá ákvörðun sinni einhvers staðar í grennd við París, innan nokkurra daga. í öllum ræðum sínum, þessa dagana, talar forsetinn stöðugt um „framhald á núv. stefn- um“. Hann lætur mynda sig umkringdan af fólki og hagar sér eins og hann sé ekkert hræddur um eigið öryggi. Enda er hann umkringdur af lífvörðum, sem eru þekktir und ir nafninu „górillurnar". Hann hefur óbilandi trú á þessum líf vörðum sínum og hæfileikum þeirra til að gæta lífs hans, enda hagar hann sér eftir því. Washíngton Post skýrði nýlega frá því, að a. m. k. 5000 lög reglumenn og öryggisverðir gæti De Gaulle, þar sem hann kemur á ferð sinni um land ið, að undanskildum „górillun- um“. Allt er gert sem í mann- legu valdi stendur til að tryggja öryggi forsetans í þess ari ferð. Öllum hliðargötum, sem liggja að götum þeím, sem forsetinn fer um í bíl sínum, er lokað. Allir Þeir, sem eru grunaðir um að vera illa við forsetann. eru fjarlægðir. Öll hús, gluggar, minnismerki, og bílar eru vandlega skoðaðir. Þrátt fyrir það að hann sé að verða 75 ára, stendur De Gaulle sig eíns og hetja' á ferðum sínum og lætur ekki sjá nein þreytumerki. Þeir sem þekkja til, segja að líf- verðirnir verði oft upgefnir langt á undan De Gaulle. Hann heldur flestar sínar ræður blaðalaust, og talar eftir minni. Hann hefur aldrei ræðuskrif ara í fylgdarliði sínu, ekki einu sinni á hinni 30.000 kílómetra ferð sinni um S.-Ameríku á s. 1. hausti. Þeir fáu, sem eitthvað vita um einkamál forsetans, segja að hann sé búinn að semja sína pólitísku erfðaskrá. Eitt ein- takið er á segulbandi, en þrjú eru vélrituð. Álitið er að Pempidou, ráðherra, sé númer eitt á listanum. Samkvæmt stjórnarskránni er það for- seti efri deildar, sem f -sr em- bættið ef forsetinn fellur frá. Þrátt fyrir það að De Gaulle sé búinn að velja eftirmann sinn, þá segja stjórnfræðingar, að enginn af hans nánustu samstarfsmönnum séu færir að stjórna hinum stóra fylgjenda hópi De Gaulles. Ef De Gaulle mætti ráða, myndi hann éflaust vilja sitja sem fbrseti Frakk- S lands um alla eilífð. —jhm —De Gaulle á kjörstað Á bakvið: hann sjálfur. I 92 stóðust lanóspróf Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Vonarstræti var slitið 13. júní s. 1. Lauk þar með 37. starfsári skól ans. Innritaðir nemendur voru 220, en kennarar, að meðtöldum skóla- scjóra, 20. Landspróf miðskóla þrevttu 129 nemendum, luku 124 éíi 5 eiga enn ólokið prófi. 92 nemendur stóðust landspróf með einkunninni 5.00 og yfir í landsprófsgreinum. þar af 69 með framhaldseinkunn 6.00 og yfir. Hæstu einkunn á landsprófi hlaut að Þessu sjnni Helgi Skúli Kjartansson, 3. bekk C, I. ágætis einkunn, 9.74, en það er hæsta landsprófseinkunn sem nokkru sinni hefir verið tekin á landinu frá því að landspróf hófust. Ann ar á landsprófi varð Hafsteinn Guðjónsson, 8.6',' og þriðji Stefán Halldórsson, 8.^6. A prófi upp úr 3. bekk almennr ar bóknámsdeildar hlaut Úlfar Sehárup hæstu einkunn. 7.62. Gagnfræðapróf bóknámsdeildar þreyttu 51 nemandi, 49 innanskóla og 2 utanskóla. Stóðust 48, 2 luku ekki prófi, en 1 stóðst ekki. Hæstu einkunnir á gagnfræða prófi hlutu að þessu sinni: Ásdís Kristinsdóttir. 7.61, Hörður E. Tóníasson, 7.60 og Rafn ísfeld 7.59. Nemendur hlutu verðlaun frá skólanum og kennurum fyrir náms afrek og félagsstörf. NÝJAR ERLENDAR BÆKUR dtv.-Atlas zw Weltgeschichte. Karten und chronologischer Abriss. Herraugsgegeben von H. Kinder u. W. Hilgemann unter Mitarbeit von Harald u. Ruth Bukor. Band I. Von den Anfangen bis zur Französ- ischen Revonution. Mit 128 Kartenseiten. Útgefandi: Deut- scher Taschenbuch Verlag 1964. Verð; DM 5.80. Þetta er sagnfræðileg landa- bréfabók með ártölum og skrám um helztu atburði sög- unnar. Landabréfin eru 128 og þeim fylgja ártalaskrá og frásagnir Hér er beinagrind sögunnar frá upphafi og fram að frönsku stjórnarbyltingunni. Þetta er mjög handhæg bók, kort og skrár fylgjast að á hverri opnu. Skrárnar eru mjög ítarlegar og það hefur ekki verið áður gefin ut landn- bréfabók með svo ítarlegum ártalasKrám og atburða. Landa bréfin og sögubréfin eru ’ lit- um og gerir það bréfin greinilegri og auðskilaari en væru þau svart-hvít. Útgefend- ur leggja ekki eins mjirla á- herzlu á Evrópusöguna og hingað til hefur tíðkazt. bókin er sett saman með pað fyrir augum að skýra og gefa gott yfirlit yfir veraldarsóguna í heild Evrópusagan t’æ þann sess, sem hún er talin eiga innan veraldarsögunnai Sagan hefur oft verið samin út frá evrópskum forsendum ein- göngu, en þetta er nú að breyt- ast. Þessi bók er öllum þeim nauð- synleg, sem fást við sagn- fræði og er hentugasti úr- dráttur og kortabók, sem fáan- leg er. Frágangur allur er hinn bezti, prentun og pappír með ágætum og bókin snyrti- leg eins og allt, sem þetta for lag gefur út, auk þessa er bókin mjög ódýr. A Knot of Roots. An Auto- biography. Höfundur: The Earl of Portsmouth. Útgefandi: Ge- offrey Bles 1965. Verð 30/—. Jarlinn af Portsmouth fæddist í Villta-Vestrinu. Faðir hans flutti til Bandaríkjanna og kvæntist þar á efri árum bandarískri konu. Forfeður hans áttu níu hundruð ára sögu á Englandi og móðurætt- in taldi ýmsa þekkta land- nema í Nýja-Heiminum. Hann var sendur > heimavistarskóla i Englandi og stundaði síðan nám í Oxxford bæði fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Síðar verður hann þingmaðui og ferðast víða. Hann fer tu indlands og um Evrópu og hittir þar að máli meðal ann arra þrjá einvalda. Hann hverf ur úr opinberri þjónustu Valdamenn i Bretiandi sáu enga ófriðarhættu um 1930 og ekkert var gert til þess að draga úr atvinnuleysinu. Jarl inn vildi hefja herbúnað og slá með því tvær flugur í einu höggi, verða viðbúinn ófriði og draga úr atvinnuleysinu. Hann var einn þeirra fáu, sem sáu hvert stefndi og aðvörunum hans var ekki sinnt. Eftir síð- ari styrjöldina ferðaðist hann umA.-Afríku, en sú ferð varð honum afdrifarík. Hann hreifst svo af Kenya, að hann flutti þangað og settist þar að. Hann hefur alltaf verið mik- ill áhugamaður um landbúnað eins og forfeður hans. Beztu kaflar bókarinnar eru um bú- óðulum hans þar og landnám hans í Kenya. Hann hefur næmt auga fyrir náttúrufegurð og dýralífi. Skoðanir hans á þjóðfélagsmálum eru ákveðnar á ýmsan hátt frábrugðnar því sem ætla mætti. Bókin er skemmtilega skrifuð og gefur góða mynd af heilbrigðum og heiðarlegum bóndamanni, en það er hann fyrst og fremst The War 1941—45. Volume V of Men, Years — Life. Höf- undur: Ilya Ehrenburg. Útgef- andi MacGibbon & Kee 1964 Verð: 45/—. Þessi bók er þýdd a ensku af Tatiana Shebunina og Yvonne Kapp og er fimmta oindi sjálf ævisögu þessa vinsæla rúss aeska höfundar Eins jg hin bindin er þetta einkar læsileg ævisaga Hér segir höfundur ævi sína á stríðsárunum Á standið í Rússlandi fyrstu ár stríðsins var um flest uggvæn- legt. Þjóðverjar virtust hafa yfirburði í flestu, þeir ruddust langt inn í Rússland og það var að þakka eða kenna fáfræði og veiklun Hitlers að þeir náðu ekki enn betri árangri í fyrstu lotu. Flest skorti á þessum ár- um og við það bættist óttinn við árásarseggina, en breyting- in kom fyrr en búizt hafði ver- ið við. Höfundurinn lýsir mjög vel viðbrögðum manna af öllum stéttum í Rússlandi við árás Þjóðverja og heiftinni, sem greip um sig meðal þjóð- arinnar vegna framkomu óvin anna. Það virðist svo sem framkoma Þjóðverja hafi lagt Rússum til eitt bezta vopn hatrið á fjandmönnunum og þetta hafi þjappað þeim sam an og gert þá einhuga í barátt-- unni. Ilya átti fjölda viðtala við fólk og þetta atriði kemur fram í þeim flestum, margu hafa búizt við sæmilegri fram- komu Þjóðverja, on það varð þveröfugt. Hann skrifaði grein- ar og hvatningarpistla fytir blöðin á þessum árum og lauk stundum allt upp í fimm grein- ’um á dag. Efninu viðaði nann að sér á ferðum með herjun- um og skæruliðasveitunum Hann segist aldrei hafa fundið sig eins bundinn náungum sin- um sem á stríðsárkunum. Með- an aðrir höfundar skrifuðu frægar bækur, skrifaði hann búsundir greina og fáein ljóð. Greinarnar eru hver anriarri líkar. En þrátt fyrir magran afrakstur á þessu sviði, telur hann sig sjaldan hafa lifað Framhald a l4 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.