Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 16 tálmaðurinn talín Eftir Edward Crankshaw Fyrri grein aðþrengdir og fullir örvæntingar, þegar hungur svarf að í Moskvu og Petrograd vegna skorts á mat- váelum ú suðri, var Stalín sendur til Rsaritsyn (borgarinnar, sem var seinna kennd við hann og enn síðar kölluð Volgograd) til þess að skipuleggja afhendingu og flutn- inga matvæla. Þegar hann kom þangað komst hann að raun um að hann var konungur í öllu nema að nafninu til yfir geysimiklu land- flæmi, þar sem stjórnleysi ríkti, og hann hófst handa, ekki aðeins sem yfirmaður birgðamála, heldur einnig sem pólitiskur einræðis- herra og raunverulegur yfirhers- höfðingi. Hann tók að sér yfir- stjórn á mikilvægum hluta víglínu Rauðahersins og tók til við að breyta liðsskipan Trotskys og afturkalla skipanir hans. Trotsky krafðist þess sem her kommissar að hann yrði þegar í stað kvaddur á brott og Stalín lét fyrir sitt leyti rigna yfir Lenín tilmælum, sem voru í raun og veru skipanir. Lenín lét þetta gott heita og vakti þar með reiði Trotskys, því að allan þennan tíma vann þessi klunnalegi undirmaður það starf, sem hann hafði verið sendur til að inna af hendi, tryggja birgðaflutn- inga. Jafnframt vann hann heil- mikið starf til þess að endurvekja baráttuþrek Rauða hersins á þessum hluta vígstöðvanna. Drakk og bölvaði Það má heita stórfurðulegt, að þetta mál skuli ekki hafa nægt til að sannfæra Trotsky um að hann hefði stórlega vanmetið Stalín. En svo var ekki. Málið snerist fyrst og fremst um það, að í odda skarst vegna þess að Trotsky- eggjaði ákaft fyrrverandi liðsforingja keisarans, sem höfðu af hinum og þessum ástæðum gengið í lið með bolsévíkum. Án sérþekkingar þessara manna hefði Rauði herinn aldrei getað sigrað Hvítliða, en nýju öreigaliðsforingjarnir, undir- liðþjálfarnir og liðþjálfarnir, sem voru allt í einu hækkaðir í stöðu ofursta og hershöfðingja voru öskuvondir vegna þeirra forrétt- indi, sem fyrrverandi yfirmenn þeirra fengu. Stalín var þeim vinur í raun. Vegna þeirrar bylt- ingarreynslu sem hann hafði að baki á heimavelli kunni hann að blanda geði við hina ofstopafullu, hrjúfu, núju menn, sem þjóð- félagsólgan hafði fleygt upp á yfirborðið, og töldu sig eiga borgaralegum leiðtogum sínum gtátt að gjalda. Stalín gat drukkið og bölvað og ragnað og sagt grófar sögur með beztu fulltrúum þeirra. Hann reyndist líka reiðubúinn að skjóta fyrrverandi liðsforingja keisarans fyrir gagnbyltingar- starfsemi á sama hátt og Trotsky var reiðubúinn að skjóta öreiga- fyllirafta og umrenninga í þágu aga. Það er kaldhæðni örlaganna, að maðurinn sem einn góðan veðurdag varð sá valdhafi í sögu Rússlandi, sem erfiðast var að komast í nálægð við og var fjar- lægastur þeirra allra, skyldi í þá daga hafa staðið nær óbreyttum liðsmönnum en nokkur samstarfs- manna hans. Það var um þetta leyti sem hann vingaðist við og gekk nánast í fóstbræðralag með öfgaöreigan- um Kliment Voroshilov, verk- smiðjupilti, sem hafði sýnt her- mennskuhæfileika og varð ásamt ainum glæsilega og nánast ólæsa riddaraliða Budyenny drykkju- 'oróður Stalíns ævilangt. Vegsauki ' essara manna, sem komust til æðstu metorða, reyndist vissulega dýrkeyptur Rauða hernum og sovézku þjóðinni þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland 1941. Þegar Lenín skipaði Stalín aðal- ritara flokksins 1921 hafði hann einvörðungu í huga miðstýrð flokkssamtök og aga. Honum kom bersýnilega ekki til hugar, að úrræðagóður og undirförull aðal- ritari með mjög stóran hóp kunningja úr röðum virkra bol- sévíka um landið þvert og endi- langt gæti haft áhrif á störf æðstu stofnana flokksins með stuðnings- mönnum sínum og þeim mönnum sem þeir tilnefndu. Þetta var það sem gerðist og það gerði Stalín leikinn auðveldari að Lenín fékk hvert slagið á fætur öðru (fyrst í maí 1922; í annað sinn í desember; í þriðja sinn banvænt slag í janúar 1924). Hann varð hjálparlaus eftir annað slagið og æðsta stjórnin leystist upp. Þarna fékk Trotsky einstakt tækifæri til að sýna að hann væri stjórnskörungur engu síður en litríkur byltingarleiðtogi en hroki hans var svo gegndarlaus að hon- um var fyrirmunað að gera sér grein fyrir því að menn, sem voru ekki skarpgreindir og djúpvitrir eins og hann, gætu verið betur til þess fallnir að stjórna mönnum og atburðarrásinni. Honum var kom- ið í opna skjöldu þegar óopinvber nefnd var skipuð innan stjórn- Stjórnmálamaðurinn: Stalfn á Flokksþinginu 1924. málaráðsins, í orði kveðnu til þess að viðhalda samhengi og stefnu stjórnmála frá degi ti dags. Þessi nefnd, eða þríeykið, var skipað aðalritaranum (Stalín), yfirmanni Komintern (Zinoviev) og yfirmanni flokkssamtakanna í Moskvu (Kámenev). í raun stjórn- aði hún öllum störfum stjórn- málaráðsins einfaldlega með því að ákveða hvaða mál skyldu tekin á dagskrá og hver ekki. Zinoviev og Kamenev vanmátu Stalín engu síður en Trotsky: Þeir héldu að þeir notuðu hann á lymskulegan hátt í baráttu þeirra sjálfra gegn Trotsky. í raun notaði hann þá. Of seint Þegar Trotsky fylkti liði um síðir strax eftir dauða Leníns til að ráðast á hina fámennu skrif- finnskuklíku, sem einhvern veginn hafði náð undirtökunum í flokkn- um og öllu landinu með Flokknum, var árásinni auðveldlega hrundið. En það var ekki fyrr en miklu seinna þetta ár, að Stalín kom greinilega fram í dagsljósið sem lykilmaðurinn. Zinoviev og Kamenev höfðu stutt hann á þeirri afdrifaríku stundu eftir lát Leníns, þegar félagarnir stóðu andspænis viðvörun hins látna leiðtoga síns við Stalín, af því að þeir þurftu á honum að halda gegn Trotsky. En þeir sáu fljótlega villu síns vegar, kúventu og gengu í lið með Trotsky til að berja Stalín niður. En nú hafði hann hreiðrað svo rammlega um sig að ekki var hægt að hrófla við honum án samstillts átaks. Hann var ekki lengur háður eigin stuðningsmönnum, sem hann hafði valið, greinileg hæverska hans, óbeit hans á öllum leikaraskap, rósemi hans, stilling og almenn skynsemi voru farin að hafa áhrif á alla þá sem voru orðnir meira en lítið þreyttir á byltingarhótunum og upphrópun- um eða öfgafullum úrræðum af hvers kyns tagi. Þvi veittist hon- um auðvelt að koma á laggirnar nýrri þríeykisstjórn, að þessu sinni ásamt Kykov og Bikharin. Og hann gaf flokknum nýtt vígorð, „Sósíalismi í einu landi" og Trotsky og gömlu stuðnings- mennirnir hans og nýju banda- mennirnir völdu þetta vígorð fyrir þann vígvöll þar sem þeir biðu algeran ósigur. Alþjóðahyggja var sterkassta hvöt bolsévismans og var komin frá Karl Marx. Zinoviev, yfirmaður Komintern, Alþjóða- sambands kommúnista, var mikilvægasti maður flokksins næst á eftir Lenín. Lenín hafði alltaf talið að Rússland byltingar- innar gæti ekki staðið eitt. Landið var skammt á veg komið og frum- stætt, aðallega byggt smábænd- um, og þar var ekki eins góður jarðvegur fyrir marxistíska bylt- ingu og í iðnaðarþjóðfélögum Vesturlanda, sem voru lengra á veg komin. Árangur Byltingar- innar væri kominn undir virkri hjálp vestrænna landa, umfram allt Þýskalands þegar þar hefði einnig verið komið byltingum til leiðar. En engar byltingar sem stóðust voru gerðar: Byrjunin lofaði góðu, en síðan hjaðnaði „byltingarástandið" um alla Evrópu á hverjum staðnum á fætur öðrum og borgarastéttin sigraði alls staðar nema í Rúss- landi. Hvað átti Rússland að gera? Lenín, sem sameinaði fræðilega kreddutrú talmudista og hagsýna hentistefnu Machiavellis, komst að þeirri niðurstöðu að eftir rúm- lega þriggja ára hungursneyð og borgarastyrjöld yrði Rússland að fá tíma til að jafna sig. Árið 1921 gekk hann fram af byltingarfélög- um sínum með því að stöðva Þjóðnýtingarstefnuna og innleiða hina svokölluðu Nýju efnahags- stefnu (NEP), sem leyfði takmarkað einkaframtak og virkj- aði það í þágu ríkisins og gerði gróðavænlegt fyrir smábændur að framleiða matvæli handa bæjar- fólki. Þegar Lenín lézt vildu vissir félagar hans, einkum Bukharin, halda NEP áfram svo að jafnvægi gæti myndazt í Sovétríkjunum og heilbrigður efnahagur yrði tryggður, þannig að fólk fengi umbun fyrir hræðilegar fórnir, sem það hafði fært: seinna, þegar landið væri á batavegi, yrði tíma- bært að hefja aftur sóknina til Sósíalismans. Aðrir, umfram allt Trotsky, en einnig Zinoviev og margir aðrir, voru sannfærðir um að sósíalisma yrði aldrei náð í Sovétríkjunum nema byltingin breiddist út til annara landa og án þess að Ríkið beitti áhrifamætti sínum þegar í stað með því að knýja fram samyrkjubúskap og skjóta iðnvæðingu. „Sósíalismi í einu landi" hafði ágætan fræðilegan hljóm tilað vega upp á móti vígorði Trotskys um „Viðvarandi byltingu". En það sem Stalín meinti í raun og veru var „Rússland fyrst". Enginn maður var eins lítill alþjóðahyggjusinni. Það sem mestu máli skipti var að treysta og styrkja valdamiðstöð hans í Moskvu svo að Kreml Stalíns gæti staðið gegn vopnuðum heimi. Síberíu- vorblóm (Draba siberica) Vorblómaættin er ein af þeim stærri í plöntu- ríkinu með hátt á þriðja hundrað tegundir. Fjöl- breytni er þó ekki eins mikil og ætla mætti þar sem margar tegundir eru líkar hver annarri. Þetta eru smávaxnar og fíngerðar plöntur og oft ósköp lítið áberandi. Hér á landi vaxa nokkrar tegundir og eru í hópi þeirra plantna sem fáir þekkja. Þær hafa verið flutt inn frá Grænlandi en þar vex það villt. Einnig vex það austur í Úralfjöllum og austur um Síberíu. Vorblóm mynda oft- ast reglulegar og þéttar blaðhvirfingar en Síberíuvorblóm er mjög frábrugðið í vaxtarlagi. Það hefur langa og granna, skriðula stöngla með örlitlum aflöngum eða lensulaga Síberíuvorblóm — Draba siberica. Myndin er tekin í Lystigarði Akureyrar. eru flestar með örlítil hvít blóm nema ein teg- und sem ber gul falleg blóm. Það er FJALLAVORBLÓMIÐ Draba alpina, sem er fremur sjaldgæft. Annarsstaðar í Evrópu og austur í Asíu vaxa margar aðrar gul- blómstrandi tegundir. Erlendis eru þær mikið ræktaðar í steinbeðum og hleðslum og þykja skemmtilegar þótt litl- ar séu. Nokkrar þeirra eru nú í uppeldi í Lysti- garði Akureyrar og verður fróðlegt að sjá hvernig þær kunna við sig. SÍBERÍUVORBLÓMIÐ hefur verið hér lengi í ræktun og þrifist prýði- lega. Enda mun það blöðum. Stönglarnir skjóta rótum og mynda fljótt þétta breiðu. Jurt- in verður alþakin gulln- um blómum í maí / júní. Getur þá enginn sem heimsækir Lysti- garðinn komist hjá því að veita þessari lýsandi sólskinsbreiðu sérstaka athygli. Hún nýtur sín allra best fái hún að flæða innanum og yfir steina og klappir t.d. með snæbreiðu eða garðskriðnablómi. Síberíuvorblóm ættu allir blómaunnendur að þekkja. Það virðist fullkomlega harðgert, auðræktað og auðfjölg- að. Og það gleðst svo fljótt og innilega yfir komu vorsins. Hólmfríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.