Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 23 Ákærður fyrir banatil- ræði við Charan Singh Nýju Dehlí — 3. ágúst - AP HINN NÝI íorsætisráðherra Indlands, Charan Singh, bar í dag vitni fyrir dómstólum vegna ákæru á hendur 25 ára gömlum stúdent, Jai Narain. Narain er ákærður fyrir að hafa reynt að myrða forsætis- ráðherrann í desember síðast- liðnum. Charan Singh er fyrsti forsætisráðherra Indlands, sem Nixon illa séð- ur nágranni New York — 3. ágúst — Reuter RICHARD Nixon fyrrum Bandaríkjaforseti hefur neyðzt til að hætta við að kaupa lúxusíbúð á efstu hæð á góðum stað í miðborg New York vegna mótmæla þeirra sem fyrir búa í húsinu. Leigjendur og eigendur ann- arra íbúða í húsi þessu kvört- uðu yfir því opinberlega, að Nixon hygðist flytja í húsið þar sem nærvera hans mundi raska mjög húsfriði vegna alls þess fólks sem óhjákvæmilega væri í för með forsetanum. Var þar átt við blaðamenn, öryggis- verði og alls kyns forvitið fólk, sem fýsti að koma auga á Nixon. Nixon og Pat kona hans hafa sagzt vilja flytjast til New York frá Kaliforníu til að geta hitt dætur sínar og fjölskyldur þeirra oftar. Nixon bjó í New York í nokkur ár áður en hann var kosinn forseti 1968 og stundaði þá lögfræðistörf í borginni. ber vitni fyrir dómstóium í sakamáli. Narain hefur neitað ákærum um að hafa reynt að myrða Singh. Charan Singh sagði í vitna- leiðslum, að Narain hefði veist að sér með hníf og hrópað: „Ég vil tortíma hinni nýju stjörnu Janata-bandalagsins." Narain yfirbuguðu lífverðir Singhs en sáralitlu munaði að hnífurinn snerti brjóst Singhs. Atvik þetta átti sér stað í garði Singh og mun Narain hafa komist inn í garðinn á þeim forsendum að hann ætlaði að færa Singh gjöf. Narain heldur því staðfastlega fram, að hann hafi ætlað að færa Charan Singh gjöf. Verði Narain dæmdur sekur þá á hann yfir höfði sér ævilangt fangelsi, en hann er meðlimur í Janata— bandalaginu og mun árásin hafa verið gerð daginn eftir að um 300 þúsund stuðningsmenn höfðu fagnað Singh á 76. afmæl- isdegi hans og var þá uppi hávær orðrómur um að Singh hygðist yfirgefa Janata-banda- lagið. Singh gekk síðan úr Janata-bandalaginu 16. júlí og tók við forsætisráðherraemb- ætti af Morai Desai. Þetta gerðist 1976 — Áttatíu og einn er tekinn af lífi í Súdan, grunaður um að hafa ætlað að bylta v ríkisstjórn landsins. 1974 — Ríkisstjórn Portúgals kveðst reiðubúin að viðurkenna portúgölsku Guineu sem sjálf- stætt ríki. 1973 — Juan Peron og Isabel kona hans eru útnefndir fram- bjóðendur til embætta forseta og varaforseta í kosningum í Arg- entínu þann 23. september. 1971 — Apollo 15. leggur af stað til jarðar eftir sex daga rann- sóknaferð á tunglinu. 1944 — Nazistar handsama Önnu Frank og fjölskyldu henn- ar á felustað þeirra í Amster- dam. 1940 — ítalskar. hersveitir sækja fram frá Abyssiníu inn í Brezka Sómalíuland. 1922 — Átök brjótast út í mörgum ítölskum borgum milli fasista og sósíalista. 1919 — Rúmenskar hersveitir komast inn í Búdapest. 1916 — Danir selja Jómfrúar- eyjar Bandaríkjamönnum fyrir 25 milljónir dollara. 1914 — Bretar lýsa yfir stríði á ERLENT 4. ágúst hendur Þýzkalandi, Bandaríkin lýsa yfir hlutleysi sínu. 1730 — Friðrik krónprins Prússlands reynir að flýja til Englands en faðir hans lætur handtaka hann. 1578 — Sebastian Portúgals- kóngur ræðst inn í Marokko og fellur við Alcazar ásamt Sebast- ian kóngi í Fez. Afmæli. Shelly, brezkt skáld (1792-1822), Elísabet drottn- ingarmóðir í Bretlandi (1900 —) Andlát. Hinrik I Frakkakonung- ur 1060 — Burghley lávarður, stjórnmálaleiðtogi, 1568 — Thomson lávarður, blaðaútgef- andi, 1976. Innlent. D. Hannes Finnsson biskup 1796 — Eldgos í Kverk- fjöllum 1717 — Jökulhlaup fylgja gosi I Öræfajökli (þrír fórust, búfénaður drapst, lönd eyddust) 1727 — Fyrsta erlenda knattspyrnuheimsóknin (A.B. — Valur/ Víkingur 7:0; K.R. 11:2) — Viðeyjarsund Ástu Jóhann- esdóttur 1929 — dr. Aljechin teflir viö íslenzka skákmenn 1931 — f. Stefán Eiríksson 1862. Orð dagsins. Friður kemur að innan. Leitið hans ekki annars ytaðar (Búdda). Þrátt fyrír minnkandi fylgi Jimmy Carters, forseta Bandaríkjanna. þá var honum vel fagnað í Bardstown í Kentucky á þriðjudag. Hér heíur forsetinn brugðið sér upp á topp bíls síns á leið til fundar í menntaskóla bæjarins. Flugst jórinn minnkaði afl stað þess að auka það / í þegar DC-10 þotan við Chicago ÍÍL^ÍJ^ú“£!i4af hrapaði. American Airlines hafði ekki tekið upp nýjar neyðarreglur Chicajío, 3. ájfúst — Rcuter FLUGSTJORA DC-10 þotunnar, sem fórst við Chicago, gæti hafa tekist að komast hjá versta flugslysi í sögu Bandaríkjanna eí American Airlines hefði verið búið að taka upp nýjar leiðbein- ingar í neyðartilvikum í flugtaki, að því er fram kom í vitnaleiðsl- um í Chicago. Þrjú bandarísk flugfélög, United Airlines, Cont- inental Airlines og Western Air- lines, höfðu tekið upp hinar nýju leiðbeiningar. Yfirmaður æfingaflugs Americ- an Airlines, Walter Estridge, sagði að flugstjóri DC-10 þotunn- ar hefði brugðist nákvæmlega eins og fyrir var lagt í slíkum tilvikum. „Hann gerði nákvæmlega það, sem fyrir hann hafði verið lagt,“ sagði hann. Walter Lux, flugstjóri DC- 10 þotunnar, sem fórst, minnkaði afl til hreyfla og hefur greinilega haldið að hreyfill á vinstri væng Estridge sagði, að viðbrögðum í slíkum neyðartilvikum hefði verið breytt. í stað þess að minnka afl til hreyfla þatætti að auka það. Sérfræðingur bandarísku flug- málastjórnarinnar sagði við vitnaleiðslur, að flugstjórinn gæti hafa náð valdi á þotunni hefði hann verið búinn að kynna ser hinar nýju leiðbeiningar og ekki minnkað afl til hreyfilsins. Amer- ican Airlines hafði ekki kynnt þessar nýju reglur þegar flugslys- ið átti sér stað en áðurnefnd flugfélög höfðu þegar verið búin að leggja hinar nýju leiðbeiningar fyrir flugmenn sína. Varaforseti þjóðþings Víetnams flýði til Kína Hong Konx — 3. áxúst — AP VIKUBLAÐ í Hong Kong skýrði frá því í dag, að varaforseti þjóðþings Víetnams, Hoang van Hoan, hefði flúið til Kína í siðasta mánuði. Hoan var einn af stofnendum víetnamska kommúnistaflokks- ins og flótti hans þykir benda til deilna í Víetnam um stefnu kommúnistaflokksins. Þá var sagt, að tveir þjóðþingsmenn væru í stofufangelsi. Hoan var á leið til A-Þýzka- lands og millilent var í Karachi í Pakistan þar sem Hoan lét sig hverfa. Greinarhöfundur, Nayan Chanda, var nýlega í Peking og hann sagði, að víetnamska utan- ríkisráðuneytið hefði mótmælt við pakistönsk stjórnvöld vegna flótta Hoan. Flugslysió á Hjaltlandseyjum: Ekki fleiri fundizt á lífi Ítalía: Kynskiptingar verda ad halda fyrra kyni Rúm — 3. áxúst — AP HÆSTIRÉTTUR Ítalíu hefur úr- skurðað, að fólk er breytir um kynferði verði lagalega að halda sínu fyrra kynferði — að fyrir lögunum geti karlmaður er breytir kyni sínu með aðgerðum og lyfjum ekki talist kona. Mál þetta kom upp þegar ónafngreindur leikari breytti kynferði sínu og vildi hann jafnframt verða skráður kona. Sumburgh, 1. ágúst. Reuter. „ÉG VAR aftarlega í vélinni. Vatnið fossaði inn að framan og fyrst reyndi ég að komast út að aftan og sfðan framan til. Það tókst ekki. Ég náði í björgunar- vesti og ég varð að stökkva yfir sætin og á nokkrum sekúndum vorum við í vatni upp að hálsi. Ég náði taki á einhverjum sem var fyrir framan mig og hann virtist hafa dregið mig út um neyðardyr,“ sagði einn þeirra sem komst lifs af úr flugslysinu á Hjaltlandseyjum í flugtaki þar í gær. Ljóst er að fyrstu tölur reyndust réttar að sautján hefðu farist, þar af voru ellefu fastir inn í vélinni. Sjónarvottur sagði að vélin hefði skollið í sjóinn um það bil fimmtíu metrum frá brautar- enda. „Ég sá vélina hefja sig upp og andartaki síðar var hún í sjónum og aðeins stélið sjáanlegt uppúr" sagði hann. Þeir sem komust lífs af þrjátíu talsins sögðu að þeim hefði tekizt að komast út um neyðarútganga og hefðu sumir synt til strandar og aðrir verið teknir um borð í smábáta eða þyrlur. Mönnum bar saman um að engin æsingur hefði gripið um sig og menn sýnt stillingu er þeir voru að reyna að komast út. Slysið gerðist svo snögglega að ýmsir starfsmenn og farþegar í flugstöðinni urðu þrumu lostnir þegar þeir sem af komust tóku að streyma blautir og kaldir að bryggjunni. Um orsakir slyssins er ekki ljóst en mjög vont veður var þegar vélin hóf sig á loft. Hárgreiðslu- fólki settar kynjaskorður Teheran — 2. ágúat — AP SAMBAND hárgreiðslumeistara í Iran hefur lagt bann við því að karlmenn snyrti hár kvenna, þar sem það þykir ekki samræmast íslömsk- um lögum. Rakarar mega héðan í frá ekki ráða konur til þess að klippa hár karla. Síðdegisblaðið Bamdad í Teheran sagði frá þessu í dag og tók fram að margir eigendur hárgreiðslu- og rakarastofa hefðu mótmælt þessu og njargir þeirra væru úr minnihluta- hópum sem ekki aðhylltust múham- eðstrú. Veður víöa um heim Akureyri 10 skýjaó Amsterdam 19 skýjaó Apena 38 heióskirt Barcelona 23 heióskirt Berlín 23 skýjaó BrUssel 19 skýjaó Chicago 27 skýjaó Frankfurt 22 rigning Genf 25 mistur Helsinki 18 heióskírt Jerúaalem 31 heíðskírt Jóhannesarb. 21 heióskírt Kaupmannah. 21 skýjaó Lissabon 25 skýjað London 21 skýjað Los Angeles 27 heióskirt Madríd 32 heióskirt Malaga 22 léttskýjaó MaHorca 20 léttskýjaö Miami 32 skýjaó Moskva 24 heiöskirt New York 32 skýjaó Ósló 17 skýjað París 23 heióskirt Reykjavik 10 skýjaó Rio Oe Janeiro 31 heiöskírt Rómaborg 32 heióskirt Stokkhóimur 21 skýjaó Tel Aviv 30 heióskirt Tókýó 31 skýjaó Vancouver 22 heióskirt Vínarborg 29 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.