Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979
Spennandi maraþon
VENJULEGA þykja maraþonhlaup ekki sérlega spennandi á að
horfa þar sem oftast dregur í sundur með hlaupurunum þegar á
líður hlaupið sem er rúmur 41 kílðmetri. En öðru vísi brá við í
maraþonhlaupinu á „prufu-ÓL“ sem nýlokið er í Moskvu. Fimm
hiauparar komu í einum hnappi inn á Lenin-leikvanginn er um 400
metrar voru eftir af hlaupinu. Sprettur þeirra í lokin minnti einna
helzt á hnffjafnt 1,500 metra hlaup og skiptust hlaupararnir oft á
forystunni. Rússinn Leonid Moseyev. Evrópumeistari í Prag,
reyndist sterkastur og sigraði á 2:13,20 klst., en styðjast varð við
tímatöku niður f hundraðshluta úr sekúndu til að úrskurða með
röð fyrstu þriggja manna sem allir fengu sama tfmann. Japaninn
Shigeru Sho. sem var beztur í heiminum í fyrra, varð annar og
Rússin Viktor Zubov þriðji. Fjórði varð Rússinn Satymkul
Dzhumanazarov á 2:13,21 klst. og landi hanns Anatoli Akkusin
fimmti á 2:13.26. Næstu menn voru skammt undan.
Flannagan til Palace
MARKASKORARINN mikli hjá Charlton, Mick Flannagan, var í
gær seldur til Crystal Palace fyrir 600.000 sterlingspund. Eigi alls
fyrir löngu keypti Palace cinnig Gerry Francis frá QPR og virðist
félagið þvf hyggja á ianga setu f 1. deild, en iiðið vann sig upp úr 2.
deild síðastliðið vor.
íris með
UMSB-met
MJÖG fáir keppendur mættu til Meyjaflokkur: íris Grönfeldt
leiks og aðeins frá fjórum félög- 11.10 m kúluvarp 1090
um. Veður var leiðiniegt, hvasst Drengjaflokkur: Magnús óttars-
og kalt og gekk á með rigningu. son
Arangur var þó allgóður og ber 100 m hlaup 11.9 sek. 892
sérstaklega að geta um kúluvarp Stúlknaflokkur: Svava Grönfeldt
írisar Grönfeldt, nýtt glæsilegt 4.95 m langstökk 985
U.M.S.B. met, 11,10 m. Stig felaga
stig
Bestu afrek: U.M.F. Skallagrímur 183
stig. U.M.F. Reykdælir 32
Sveinaflokkur. Hafsteinn Þórisson U.M.F. íslendingur 27
1.70 m hástökk_974 U.M-F. Egill Skallagrímss. 13
Bodan vildi
taka við
Stjörnunni
MBL. HEFUR fregnað það eftir deild og veitti Garðabæjarliðið
góðum heimildum, að Bodan, bikarmeisturunum óvænta mót-
hinn geðugí og snjalli þjálfari spyrnu. Sá Bodan þá að eitt og
Vfkings í handknattleik og Ár- annað mátti gera úr Stjörnulið-
manns f knattspyrnu hafi að inu. Stjörnumenn voru vitaskuld
fyrra bragði óskað eftir þvf að til umræðu um málið, en fljótlega
þjálfa 3. deildarlið Stjörnunnar f strandaði allt saman þegar talið
Garðabæ nú f vetur. barst að kaupi og kjörum þjálfar-
Vfkingur og Stjarnan áttust ans.
við f bikarkeppni HSf á sfðasta
keppnistfmabili, Stjarnan þá í 2. — 8K-
Beyer góður
Udo Beyer
Kúluvarparinn Udo Beyer frá
Austur-Þýskalandi náði um helg-
ina bezta heimsárangri f kúlu-
varpi er hann kastaði 21,74
metra á móti í Linz í Austurríki.
Beyer hefur verið mjög öruggur í
köstum sfnum á frjálsfþróttamót-
um f vor og sumar. Hann hefur
ætfð sigrað andstæðinga sfna með
umtalsverðum yfirburðum og á
fimm mótum sem hann hefur
keppt á hafa sigurköst hans verið
21,66 (18. maf) - 21,32 (13. júní)
- 21.14 (24. júní) - 21,21 (30.
júní) - 21.74 (29. júlí).
Sigurður í stað Einars
EIN BREYTING hefur verið Einar Vilhjálmsson sem keppa
gerð á fslenska landsliðshópnum átti f spjótkasti fer ekki til
sem keppir á Norðurlandamóti Noregs, en í hans stað kemur
unglinga í frjálsum fþróttum í Sigurður Einarsson.
Osló um verslunarmannahelgina. — gg.
n
íslandsmeistarar Fram • íslandsmeistararnir í handknattleik kvenna utanhúss 1979. Fram sigraði FH í spennandi úrslitaleik með 9 mörkum gegn 8, eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 6—6.
Sjá íþri áttir blaðsíð l^i CNI 3
„Leggjum áherslu
á aukna kennslu"
Sfðast þegar ég var á „eftir
boltanum“ hér f blaðinu, ræddi
ég nokkuð um starf
Unglinganefndar KSÍ. Ég mun
enn ræða málefni okkar yngstu
knattspyrnumanna. Ég hjó
nýverið eftir því á fþróttasfðum
blaðanna, að tvö félög, Fram og
Vfkingur, hefðu stofnað til
knattspyrnuskóla.
Hér er vissulega um athyglis-
verða nýbreytni að ræða. Það má
ljóst vera, að til þess að ná árangri
í knattspyrnu, og á það raunar við
um allar íþróttir, er best að hefja
iðkanir sem yngstur og þá jafn-
framt að fá rétta tilsögn frá
byrjun. Á þessu hefur því miður
verið of mikill misbrestur á
undanförnum árum, allavega hvað
knattspyrnuna snertir. Það hefur
vantað allt sem heitir kennsla og
hvað þekkjum við ekki marga
knattspyrnumenn, sem hafa leikið
í gegnum alla yngri flokkana og
eru jafnvel í meistaraflokki en
geta hvorki tekið á móti eða komið
frá sér bolta skammlaust. Þess
vegna er það fagnaðarefni, þegar
félög efna til knattspyrnukennslu
fyrir börn og unglinga og ráða
hæfa menn til að fylgja þeim
fyrstu skrefin. Vera kann, þótt ég
viti það ekki, að fleiri félög en
Fram og Víkingur hafi sett á
laggirnar vísi að knattspyrnu-
skóla, en óskandi er að fleiri komi
á eftir.
Mig minnir að það hafi verið á
árunum 1956 og 1957 og jafnvel
eitthvað síðar, að knattþrautir
KSI voru mikið stundaðar af
unglingum. Þrautirnar voru
þannig úr garði gerðar, að til þess
að leysa þær, þurfti talsverða
knatttækni. Það var um þrjú stig
að ræða, mismunand; erfið, og
voru veittar viðurkenningar,
brons, silfur og gull. Á þessum
árum lögðu félögin mikið upp úr
því, að æfa þessar þrautir og síðan
voru drengjunum veittar viður-
kenningar fyrir unnin afrek og þá
oft notaðir knattspyrnuviðburðir
eins og landsleikir til að kalla á
drengina og veita þeim sín merki.
Ég man t.d. eftir því, að í landsleik
íslands og Englands árið 1956
komu milli 30—40 strákar frá
ýmsum félögum inn á völlinn í
hálfleik og tóku á móti viðurkenn-
ingum úr hendi þáverandi for-
manns KSÍ, Björgvins Schram.
Þetta var stór stund í lífi þessara
drengja og nokkuð, sem þeir
gleymdu ekki.
Þeir sem lögðu hart að sér við
að æfa þrautirnar, báru af jafn-
öldrum sínum í knatttækni og
allri boltameðferð. Nægir í því
sambandi að nefna þann, sem
fyrstur vann til gullmerkis fyrir
knattþrautir, en það var Þórólfur
Beck í KR, er síðar varð atvinnu-
maður og besti knattspyrnumaður
íslands um árabil. Fleiri nöfn
mætti nefna.
Það er vissulega fagnaðarefni,
að Unglinganefnd KSI skuli nú
vera að vinna að því, að hefja
knattþrautirnar til vegs á ný, því
á undanförnum árum hafa þær að
mestu legið niðri, nema hvað helst
hjá Breiðablik í Kópavogi, en
forráðamenn þess félags hafa til
margra ára staðið mjög myndar-
lega að sínum unglingamálum. Þá
hefur unglinganefnd látið útbúa
nýjar þrautir, sem henta vel
innanhúss. Ég vil ítreka hvatn-
ingu mína til allra félaga, að sinna
kennslumálum þeirra yngstu af
meiri alúð og spara hvorki tíma né
peninga, því það er fjárfesting
sem skilar arði ef rétt er að staðið.
Nú er landsmótum yngri flokk-
anna að ljúka og fara úrslita-
keppnirnar fram um miðjan
þennan mánuð. Þessi landsmót
eru mjög umfangsmikil og
kostnaðarsöm fyrir mörg félög. Ég
tel víst að félög sjái ekki eftir
þeim peningum, sem í þetta fara,
en hitt er annað mái, hvort þeim
sé varið á skynsamlegan hátt. Á
ég þar við, hvort mótafyrirkomu-
lagið sé eins og það ætti að vera og
hvort ekki sé kominn tími til að
endurskoða það. Menn hafa rætt
um það að leggja niður landsmót
þeirra yngstu í núverandi mynd.
En hvað skal koma í staðinn?
Um það eru menn ekki á eitt
sáttir. Víst er að mörg félög á
landi leggja í verulegan kostnað
til að taka þátt í mótunum og
margir efast um að þeim fjármun-
um sé vel varið. Því á sama tíma
og þau eru að rembast við að
senda flokka oft um langan veg
með ærnum kostnaði vanhagar
þau um allt, bæði aðstöðu, knetti
svo ekki sé talað um þjálfara.
Benda má á leiðir til að minnka
kostnaðinn við þessi mót og jafn-
framt að auka gildi þeirra veru-
lega. Mun ég væntanlega síðar á
þessum vettvangi ræða nokkuð
þær hugmyndir, sem fram hafa
komið. Það er ekki einungis kostn-
aðurinn, sem menn horfa í
sambandi við mót okkar yngstu
knattspyrnumanna, heldur hin
mikla áhersla sem lögð er á keppni
og aftur keppni, þar sem allt kapp
er lagt á sigra og stig, en hinir
mannlegu þættir sitja á hakanum.
Ég er einn af þeim, sem hef af
þessu verulegar áhyggjur og tel,
að við séum þarna á rangri braut.
Við eigum að endurskoða þessa
hluti frá grunni. Við eigum að
leggja mun meiri áherslu á að
auka kennsluna, minnka spennu
og streitu sem hinni miklu keppni
er samfara og nýta þá fjármuni,
sem við verjum til þessara hluta,
mun betur en við gerum, auk þess
að sinna hinni félagslegu starfi
mun betur. En eins og ég sagði hér
að framan, mun ég ræða hug-
myndir sem fram hafa komið,
síðar á þessum vettvangi.
AGUST
INGI
JÓNSSON:
A EFTIR
B0LTANUM
N W,