Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 Manuela Wieslcr og Heiga Ingólfsdóttir. Ljósm. Emiiía. Fnunflytja verk eft- ir Pál P. Pálsson á Skálholtstónleikum Manuela Wiesler og Helga Ing- ólfsdóttir koma um verzlunar- mannahelgina fram á sumartón- leikum í Skálholtskirkju. Verða haldnir þrennir tónleikar, kl. 15 iaugardag. sunnudag og mánu- dag. Á tónleikunum um helgina verður frumflutt verk sem Páll P. Pálsson samdi á þessu sumri og tileinkaði Manuelu og Helgu. Heitir tónverkið Stúlkan og vind- urinn og er hugmynd sótt í samnefnt kvæði Þorsteins Valdi- marssonar. Þá eru á tónleika- skránni verk eftir Bach og Matth- eson. Hafa verk Matthesons, sem var mikils metinn fræðimaður og tónskáld, að mestu fallið í gleymsku. Eru verk þau sem flutt verða í Skálholti eftir hann varð- veitt í Konungbókhlöðunni í Kaupmannahöfn. Verk Bachs, sem þær flytja er sónata í hmoll fyrir flautu og sembal. Næsta vetur munu þær Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir halda í tónleikaferð til Noregs og Svíþjóðar og hefur þeim verið veittur norrænn styrkur í því skyni, en sl. vetur fóru þær m.a. í tónleikaferð til Kaupmannahafn- ar. Aðgangur að sumartónleikun- um í Skálholti er ókeypis og kl. 17 sunnudaginn 5. ágúst verður messað í Skálholtskirkju. Frábærir dómar um sellóleik Gunnars Kvarans í Kristjáns- borgarhöll Copenhagen Summer Festival er árleg tónlistarhátíð. sem að þessu sinni fer fram í Hallarkirkjunni í Kristjáns- borg. Hátiðin hófst með sellótónleikum Gunnars Kvarans, en Gunnar hlýtur mjög lofsamlega dóma tón- listargagnrýnenda Politiken og Berlingske tidende. Á verkefnaskránni voru einleiks- svítur Bachs í g-dúr og d-moll. Gagnrýnandi Politiken segir meðal annars um leik Gunnars: „Kvaran leikur á hljóðfæri sitt af fullkominni snilld. Hann er gæddur þeirri listrænu hæfni, sem þessi verk gera kröfu til svo þau fái notið sín og hefjist upp í það að verða lifandi „melódískar arabeskur". Tilfinning hans fyrir stíl, form- skyn og músíkalskur styrkleiki gera það að verkum að leikur hans er hrífandi, hvort sem það er í hröðum köflum, hinum hæga hátíðleika saraböndunnar eða skörpu og ákveðnu hljóðfalli gígjunnar. I öllu, sem hann gerir titrar músíkölsk taug. Kannski titrar sú taug mest í túlkun d-moll svítunnar". í Berlingske tidende segir m.a., að enda þótt hljómburður- inn í hallarkirkjunni sé ekki lýtalaus og einleikarinn hafi setið á fremur óh^ppilegum stað, þá hafi það ekki farið fram hjá neinum hversu afburða- góður sellóleikurinn var. And- stæðurnar í hinum ýmsu köflum verkanna hafi skapað spennu og stíganda, sem myndað hafi sterka og sjálfstæða heild. Umsögninni í Berlingske tid- ende lýkur með þessum orðum: „Alvaran í hinum tignarlegu og ljóðrænu sarabönduköflum (þar sem strokurnar voru svo fagrar og hljómurinn svo fágaður að sjaldgæft hlýtur að teljast) sýndi listrænan þroska á mjög háu stigi." Aflahrotan að undanförnu Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag hafa nokkrir togarar verið kærðir fyrir að fara ekki að reglum um meðferð á afla, m.a. að fiskur hafi verið laus á dekki o.fl. Þá hefur einnig verið skýrt frá því að Hafrannsóknastofn- unin hefur breytt viðmiðunar- reglum varðandi þorskveiðar um hlutfall og stærð smáfisks f aflanum. Síðustu vikur hefur mikill afli borist á land, svo mikill að frystihúsin hafa varla haft undan að vinna hann, enda sumarleyfistíminn í hámarki um þessar mundir. Af þessum sökum hefur hluti aflans farið í lægri gæðaflokka eins og saltfisk og skreið. Þá hafa einnig borist spurnir af því að töluvert af þeim fiski sem veiðst hefur síðstu daga hafi verið þannig að orðið hafi að setja hann í gúanó. Morgunblaðið bar þessi atriði undir nokkra aðila í gær og fara svör þeirra hér á eftir. „Ekkert við aflann að athuga á nokkum hátt” — segir Marteinn Jónasson framkvæmdastjóri B.Ú.R. „Við fullnýtum okkar afla og erum vel í stakk búnir til þess núna“, sagði Marteinn Jónas- son, framkvæmdastjóri Bæjar- útgerðar Reykjavíkur. Marteinn sagði að síðustu túrar hjá togurum bæjarútgerðarinn- ar hafi verið mjög góðir, til dæmis hafi Snorri Sturluson landað 319 lestum úr síðustu ferð sem gefi af sér 54 milljónir í brúttóverðmæti. „Það segir sig sjálft að þarna var ekki um neitt rusl að ræða“, sagði Marteinn, en hann var spurður hvort rétt væri að aflinn úr síðustu ferð Snorra Sturlu- sonar hafi að mestu farið í afgangsvinnslu. „Við erum að frysta þennan fisk af fullum krafti og ekkert við aflann áð athuga á nokkurn hátt“, sagði Marteinn. Um kærur Framleiðslueftir- lits sjávarafurða á togara sem ekki hafa farið að reglum um meðferð á afla sagði Marteinn að honum væri kunnugt um kærur á skipstjóra vítt og breitt um landið vegna meðferðar á þeim fiski sem verið hefur fram yfir kassana, og sem menn hafa fengið í síðustu hollunum. „En ég álít að í sumum tilfellum sé þarna um að ræða meðferð á fiski sem ekki réttlætir að menn séu kærðir fyrir", sagði Marteinn Jónasson. „Ekki skemmst meira af fiski en venjulegt er” — segir Jón B. Jónasson deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu „REGLUGERÐIN um mat og eftirlit á ferskum fiski var sett sérstaklega í þeim tilgangi að tryggja gæði hráefnisins, því reynslan hefur sýnt að fiskur sem komið hefur af millidekki, enda þótt hann sé oftast sfðast veiddur, hefur verið lélegast- ur,“ sagði Jón B. Jónasson, deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Hann sagði að reglugerðin hefði einnig verið sett til þess að draga úr afla- toppnum. „Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða hefur eðli málsins sam- kvæmt eftirlit með því að eftir þessum reglum setfarið. Það hafa nú kært nokkur skip og þau mál eru komin í dómsmálakerf- ið. Ef þau fá enga lausn þar verður vitaskuld að grípa til einhverra annarra ráða, en í því efni erum við að sjálfsögðu bundnir af gildandi lögum og reglugerðum", sagði Jón B. Jón- asson. Hann bætti því við að iðulega hefði þeim hugmyndum skotið upp að setja yrði löggjöf til samræmingar á afla og vinnslugetu þannig að heimilt væri að takmarka afla skipanna verulega í aflahrotum. Þá sagði Jón að einnig mætti hugsa sér fleiri leiðir eins og til dæmis lokanir á þeim svæðum þar sem veiðist hvað mest. „í gangi er könnun á þessum málum og mér vitanlega hefur ekki skemmst meira af fiski að undanförnu en venja er til“, sagði Jón B. Jónasson. „Engu hefur verið keyrt í gúanó, eftir því sem við best vitum, en menn keppast við að salta og salta, þótt það hafi nú yfirleitt ekki reynst vel, að salta togarafisk sem hefur verið ísaður. Þá hafa menn jafnvel verið að hengja upp í skreið og þetta er kannski ekki heppilegasti árstíminn til þess. í aflahrotunni fyrir Vestur- og Norðurlandi að undanförnu hef- ur mikið veiðst af þeim sterka stofni sem rætt hefur verið um að þurfi að vernda til þess að byggja upp hrygningarstofna. Þáttur í því eru þessi breyttu viðmiðunarmörk sem eiga að leiða til lokunar á þeim svæðum þar sem þessi smáfiskur veiðist". „Óvenju stór og fallegur fiskur” - segir Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Nordurtangans „ÞETTA hefur verið óvenju stór og fallegur fiskur sem komið hefur hér á land að undanförnu og ég veit ekki til annars en að hann hafi verið vel nýttur“, sagði Jón Páll Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á ísafirði. Hann sagði að í framhaldi af umræð- um manna um nauðsyn sam- ræmingar veiða og vinnslu yrðu menn að gera sér grein fyrir hvert þeir vildu stefna með þeirri samræmingu. „Á það að vera viðmiðunin að afli í afla- hrotum gangi ljúflega í gegn- um vinnsluna? Ef svo er ekki þá er það eðlilegt sjónarmið að flotinn sé of stór“, sagði Jón Páll. „Menn verða þá auðvitað að gera sér grein fyrir, að með því að minnka hann er verið að stofna til atvinnuleysis.“ Hann sagði að menn yrðu að gera það upp við sig hvort halda ætti upp sem jafnastri vinnu við fiskvinnsluna allan ársins hring eða ekki. „Þá verður fólk líka að leggja harðar að sér í fiskvinnsl- unni á vissum árstímum eins og verið hefur, en aflahrota hefur komið í júlímánuði undanfarin fjögur ár,“ sagði Jón Páll Hall- dórsson. Hann sagði að því væri ekki að leyna að þessi aflahrota kæmi á ákaflega óheppilegum tíma, þar sem um væri að ræða helsta sumarleyfistímann. „Það er einnig Ijóst að þessum sömu fiskvinnslustöðvum mun vanta hráefni í haust," sagði Jón Páll. „Ekki veit ég hvernig má fara að því að fá sama aflamagn á land, allan ársins hring, sem vissulega væri það æskilegasta, en hitt veit ég að við höfum ekki saltað eða hengt upp einn einasta ugga. Það má gjarnan koma fram, að við erum búnir að vinna á annað þúsund lestir af grálúðu hérna frá áramótum sem öll hefur farið í frystingu", sagði Jón Páll Halldórsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.