Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
MORö'Jh/-
K’AFr/NU
f)
Snertingin við vatnsflötinn verður staðreynd, ef þú stigur eitt
skref aftur á bak.
Bara skipta um útblástursgein-
ina.
Átti það ekki að vera ryksugu-
slangan?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Óvenjulegt er, að spila tromp-
samning með aðeins sex tromp
samtals á báðum höndum og
sérstaklega þó þegar þau skipt-
ast þrjú og þrjú. Þetta skeði eitt
sinn f tvímenningskeppni hjá
Bridgefélagi Reykjavíkur og
gafst vel.
Norður gaf, allir utan hættu.
Norður
S. 986
H. ÁK
T. K7432
L. D73
Austur
S. 1043
H. 10854
T. Á105
L. K84
Suður
S. ÁKD
H. 7632
T. DG
L. Á1092
Vestur
S. G752
H. DG9
T. 986
L. G65
COSPER
Við höfum þó alla baðströndina eins og hún leggur
sig, fyrir okkur sjálf!
Gagnrýni á útvarp
og sjónvarp
Hlutleysisbrot er því miður ekki
óalgengt hjá Ríkisútvarpi (sjón-
varpi). Eitt dæmið um það var
þegar stjórnandi Morgunpóstsins
las upp úr dagblaði 27. mars
siðastliðinn, grein um of hátt
rafmagnsverð en minntist ekki á
stórmerka grein í sömu opnu eftir
Gísla Jónsson prófessor um raf-
bíla.
Um langan tíma hafa flytjendur
„Um daginn og veginn" að mestu
verið valdir úr vinstri sauða-
krónni. Oft eru bændur fengnir í
þáttinn og er þá gjarnan þeirra
aðalmál að níða niður Álverið í
Straumsvík sem allir ættu þó að
vita að er eitt mikilvægasta gjald-
eyrisöflunartæki okkar, sannkall-
aður óasi í gjaldeyriseyðimörk
þjóðarinar. Og ætli Álverið eigi
ekki drjúgan þátt í því að gera
hinar miklu niðurgreiðslur land-
búnaðarvara mögulegar. Hnútu-
kast bænda til Álversins kemur
því úr hörðustu átt.
Það er óhugnanlegt þegar
stjórnendur hinna ýmsu útvarps-
og sjónvarpsþátta geta ekki á sér
staðið að læða frá sér pólitískum
áróðri rétt eins og þeir eigi sjálfir
þessa fjölmiðla. Þetta hefur marg-
sinnis átt sér stað í Kastljósi.
Ég vil taka það fram að enginn
hinna eldri útvarpsþula á hér sök.
Þeir hafa allir unnið sitt starf með
ágætum. Allir tala þeir mjög
hreint íslenskt mál, án erlends
þvogluhljóms. Og ekki get ég talið
það góða ráðstöfun að afhenda
Morgunpóstinum heilan klukku-
tíma á morgnana sem einn þulur
hefur áður haft til umráða. Ég er
ekki að halda því fram að ekki
komi ýmislegt gagnlegt úr Morg-
unpóstinum. En hitt er augljóst að
margt af því ar alóþarft mas um
það sem allir ættu að vita, svo sem
sparðatíningur úr dagblöðunum
sem flestir lesa og matarupp-
skriftir sem til eru í bókum í
hverju eldhúsi og hafa líka marg-
sinnis birst í blöðunum.
• Hvað kostar þátt-
urinn?
Það verður að hafa það þótt
ég verði bæði leiðinlegur og gam-
aldags með því að spyrja rétta
aðila hvað þessi útvarpsþáttur
kostar með öllum símtölum, bæði
hérlendis og til annarra landa og
allar kvaðningar fjölmargra í
þáttinn daglega. Ég tel það
hneyksli að greiða mönnum sem
eru á margföldum launum stórfé
fyrir að láta sjá sig í sjónvarpi eða
segja nokkur orð í útvarp. Það
væri nær að þessir menn borguðu
Sagnirnar voru þessar:
Norður Austur Suður Vestur
1T pass 2 S pass
3 S pass 3 G pass
4 Spaðar «IHr pass
Einkennilegar sagnir og furðu-
legur samningur. Sjalfsagt hefur
suður ætlað að segja tvö grönd í
stað tveggja spaða og heldur
eðlilegra hefði verið fyrir norður
að stinga upp á grandsamningi
eða segja pass við þrem gröndum
enda var það lokasögnin á hinum
borðunum.
Gegn fjórum spöðum spilaði
vestur út hjartadrottningu.
Sagnhafi tók á ás og kóng og
spilaði síðan lágum tígli og fékk á
gosann. Hjarta trompað og tígli
aftur spilað en þá tók austur á
ásinn og spilaði fjórða hjartanu en
þá var vestur sleginn blindu.
Hann trompaði með gosanum og
spilaði laufgosa en þar með var
vörnin búin að vera. Drottning,
kóngur og ás, tók síðan trompin og
þegar laufin féllu urðu slagir hans
ellefu og skemmtilegur toppur
fyrir.
Á hinum borðunum spilaði vest-
ur út hjartadrottningu og þá var
ekki hægt að fá nema tíu slagi í
grandsamningi. En með spaða
sem tromp má alltaf fá tíu slagi
nema að tromp komi út í upphafi
og ættu lesendur að athuga það
sjálfir.
^ • t "M a A ^ Eftir Evelvn Anthony
__Lausnargjald 1 Persiu
66
halda þessu algerlega leyndu.
Það er eitt af skilyrðum þeirra.
Þér megið ekki orða þetta við
nokkurn einasta mann. Ég ræð
yður eindregið til að fara eftir
því sem þau segja. Þetta er
mjög hættulegur öfgahópur.
— Ég skal finna hana, sagði
Logan. — Ég fæ hverja einustu
Iöggu f öllum heiminum f lið
með mér.
— Á því augnabliki sem þér
snúið yður til lögreglunnar,
verður hún drepin, sagði Saiid
Homsi hljóðiega. — Þér skuluð
endilega ganga úr skugga um
að hún sé horfin, hr. Field, en ef
þér viljið fá að sjá konu yðar á
lífi aftur, verðið þér að sýna
fyllstu gát.
Hann virti Englendinginn
fyrir sér, maðurinn var náfölur
f andliti og hann kreppti hnef-
ana svo að hnúarnir hvítnuðu.
Andartak hafði Saiid óttast að
hann myndi lemja sig f rot
þegar hann bar honum fyrst
boðin.
Logan sneri sér að honum.
— Þér eruð í slagtogi með
þeim, sagði hann. — Sýrlend-
ingar styðja þessa ofstopa-
menn, það vita allir. Yður er
þetta ekki eins leitt og þér látið.
Þér segið mér hvar hún er og ég
skal sjá til þess að þið fáið
meira fé en ykkur hefur nokk-
urn tíma dreymt um að væri til
á jarðríki. Sýnið samstarfsvilja
og forðið konu minni úr hætt-
unni og ég skal greiða yður alla
þá peninga sem þið farið fram
á.
• — Því er nú verr og miður,
sagði Homsii blfðlega — að ég
get ekki orðið yður að neinu
liði. Ég veit ekki hvar frú Field
er í haldi og ég gæti ekki tekið
þátt f neinum björgunaraðgerð-
um. Þetta er ekki spurning um
peninga hr. FieJd. Þetta vanda-
mál Ieysið þér ekki með því að
skrifa ávfsun. Þeir hafa ekki
ágirnd á venjulegu lausnar-
gjaldi.
— Hvað vilja þeir? Um hvað
snýst málið?
Þeir hafa ekki að svo stöddu
borið mér þau skilaboð, sagði
Homsi. — Það eina sem ég veit
er að frú Field er á valdi þeirra.
Þeir vilja að þér vitið þetta og
búið yður undir að fá næstu
boð, þar sem ég geri ráð fyrir
að þeir setji skilyrði fyrir því að
hún verði leyst úr haldi. Þeir
munu hafa samband við mig
innan sólarhrings. Og meira
veit ég ekki.
— Guð minn almáttugur,
tautaði Logan. — Ég trúi þessu
ekki enn.
— Ég held að þér munið
komast að raun um að þetta er
þvf miður alit sannleikanum
samkvæmt sem ég hef verið að
segja yður, sagði Sýrlendingur-
inn rólega. — Ég fer núna, hr.
Field. Ef þér hafið samband við
mig ekki á morgun heldur hinn
mun ég án efa hafa einhverjar
frekari fréttir. Það gefur yður
einnig tíma til að ganga úr
skugga um að hún er horfin. Ef
þér komist að því að frúin sé
heima og allt í lagi, þá verður
enginn glaðari en ég, því er
yður óhætt að trúa.
Hann opnaði dyrnar út í garð
og hvarf í mannþröngina. Log-
an stóð hreyfingarlaus um
stund. Sfðan gekk hann að
borðinu þar sem James hafði
látið setja vfnflöskurnar og
hellti viskí í glas sér. Hann vissi
að á þessum tíma sólarhrings
þyrfti ekki að bíða eftir símtali
við London. Hann pantaði
London samstundis og settist
niður og beið. Hann fékk sér
ekki meira viskf og smám sam-
an var hann að komast til sjálfs’
sín. Nokkur andartök hafði
hann verið gripinn ólýsanlegri
löngun til að ráðast á Sýrlend-
inginn og kyrkja hann með
berum höndum. Það var eitt-
hvað svo fráhrindandi og viður-
styggilegt f smeðjulegu yfir-
bragði hans að Field flökraði
við því. Þegar sfminn hringdi
greip hann tólið og æpti:
— Mario. Þetta er Field hér.
Er konan mín heima? Hvað?
Hvenær? í hamingju bænum