Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 3 „Bretar hafa ekki nokkra heim- ild til ad eigna sér Rokkinn” — Rætt við Heðin M. Klein, kennarann, sem 28 ára gamall settist í stól sjávarútvegsráðherra í Færeyjum Litast um í frystihúsi ísbjarnarins í gær, f.v. Jón Arnalds, Heðin M. Klein, Páll ólafsson, Einar Kallsberg, Þórður Ásgeirsson og Ingvar Vilhjálmsson. (Ljósm. Emilía). HEÐIN Klein hefur verið sjávarút- vegsráðherra í Færeyjum frá því í janúar á þessu ári. en þá var ný landsstjórn mynduð í kjölíar kosn- inganna í nóvember 1978. Heðin Klein, sem dvalið hefur hér á landi i opinberri heimsókn síðustu daga, er yngsti ráðherrann í landsstjórn- inni í Færeyjum, nýlega orðinn 29 ára, og áður hefur svo ungur maður ekki setið á ráðherrastóli i Færeyjum. Hann er frá bænum Gjágv á Austurey, en þar búa liðlega 100 manns. Heðin er menntaður sem kennari og siðan hann lauk námi hefur hann verið kennari í Sandcy og frá árinu 1974 hefur hann setið á Logþinginu sem fulltrúi Sandeyjar, sem er minnsta kjördæmið i Færeyjum. Heðin er fulltrúi Þjóðveldis- flokksins, en auk þess flokks eiga Jafnaðarflokkurinn og Folkaflokk- urinn aðild að ríkisstjórninni með 20 þingmenn af 32. Stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn, en þeir eru þrír, er Sambandsflokkurinn með 8 þingmenn. Stjórnarflokkarnir stóðu einnig að landsstjórninni í Færeyj- um árin 1974—1978. Morgunblaðið ræddi í gær við Heðin Klein og var hann fyrst spurður um viðræður hans og Kjartans Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra í gærmorgun. — Það, sem einkum var rætt um, var hugmynd okkar Færeyinga um sameiginlegan fund Islendinga, Færeyinga og Norðmanna í Færeyj- um eftir einn mánuð eða svo, sagði Heðin. — Á þeim fundi yrði rætt um loðnu, kolmunna og síld, þ.e. þær þrjár tegundir uppsjávarfiska, sem fara á milli hafsvæðis Islend- inga, Færeyinga og Norðmanna. Það er t.d. augljóst hagsmunamál íslendinga og Færeyinga að ná aftur upp síldarstofninum, sem gekk fyrir nokkrum árum frá Nor- egi í gegnum færeyskt hafsvæði til Islands, en var ofveiddur á sínum tíma. — Það er eðlilegt að þjóðirnar þrjár ræði um þessar mikilvægu fisktegundir, um viðhorfin til veiða á þeim, friðunar og uppbyggingar ef nauðsyn er á slíku. Þessar viðræður þyrftu að verða meðal fiskifræðinga og embættismanna þjóðanna til að byrja með og ef af viðræðunum verður gætu þessir aðilar skipzt á skoðunum og miðlað hverjir öðrum af reynslu sinni. Síðan myndu stjórnmálamenn frá þjóðunum ræð- ast við og reyna að ná samkomulagi þjóðanna þriggja um þessar fisk- tegundir. — Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra tók vel í þessa hug- mynd okkar og lofaði að gefa endanlegt svar um viðbrögð íslend- inga áður en ég held heimleiðis á ný. Síðan er að hafa samband við Norðmenn og heyra viðhorf þeirra til þessa máls. — Hvert er viðhorf Færeyinga til Jan Mayen-málsins? — Við teljum, að það versta sem gæti gerzt, væri að hafsvæðið við Jan Mayen yrði opið haf. Þá yrði ekki hægt að stjórna veiðunum á þessu stóra svæði og við vonum að Islendingar og Norðmenn komist að samkomulagi um þetta svæði. Við Færeyingar höfum ekki verið beinir aðilar að viðræðum íslendinga og Norðmanna, en fylgjumst náið með því sem gerist. Við höfum veitt nokkur þúsund tonn af loðnu við Jan Mayen og vonum að við fáum að auka það aflamagn. — Var á fundi ykkar ráðherr- anna rætt um gagnkvæm réttindi á næsta ári? — Þau mál voru að sjálfsögðu til umræðu og við vonumst til að drög að nýju samkomulagi verði tilbúin í kok nóvember. Við höfum nú fyllt þann kvóta, sem við höfðum til þorskveiða við ísland. í nýjum fiskveiðisamningi þjóðanna von- umst við til að fá aflamagnið aukið, en þó fyrst og fremst að halda því, sem sammið var um fyrir þetta ár. Hins vegar mætti ræða um hversu mikið hlutfall þorsks ætti að vera í aflanum. — Hvernig stendur deila Færey- inga og Breta um Rockall eða Rokkinn? — Síðustu vikur hefur lítið gerzt í þeim efnum, en Rokkurinn stend- ur á færeyska landgrunninu þó hann sé ekki annað en klettur úti í hafinu. Við teljum að Bretar hafi ekki nokkra heimild til að eigna sér klettinn og draga lögsögu sína út frá honum. Þessu höfum við mót- mælt og munum mótmæla hvar sem þörf verður á því, enda samræmist það ekki neinum alþjóðalögum og ekki heldur því uppkasti að hafrétt- arsáttmála, sem nú liggur fyrir, sagði Heðin Klein. Aðspurður um hvernig fiskveiðar Færeyinga hefðu gengið í ár, sagði hann að veiðar á nokkrum fiskteg- undum hefðu dregist saman miðað við fyrra ár, en hins vegar orðið aukning í veiðum á öðrum fiskteg- undum. Þannig hefðu þorskveiðar minnkað, en hins vegar orðið aukn- ing í karfa og ufsa. Sagði Heðin að fiskifræðingar teldu að ástæðan til samdráttar í þorskveiðum væri m.a. hinn lági sjávarhiti allt þetta ár. Þá sagði Heðin að veturinn hefði verið erfiður og tíð erfið til róðra á heimamiðum, en þar fengist að jafnaði talsverður hluti þorskafl- ans. Heðin bauð Kjartani Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra fyrir hönd Landsstjórnarinnar í Færeyjum í opinbera heimsókn til Færeyja í ár eða fyrri hluta næsta árs. Sagðist Heðin vona, að samskipti íslend- inga og Færeyinga myndu aukast á næstu mánuðum og árum því þjóð- irnar gætu margt lært hvor af annarri. Hann sagðist ekki ein- göngu eiga við stjórnmála- og ráðamenn í þessu sambandi, heldur einnig og ekki síður embættismenn og sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fólk úr ýmsum þáttum atvinnulífsins. — Samskipti þjóð- anna hafa verið veruleg á undan- förnum árum, en þau má auka og þau þyrftu umfram allt að komast á skipulagðri grundvöll. Heðin M. Klein heldur til Fær- eyja í dag, en í gær skoðaði hann stofnanir og fyrirtæki í Reykjavík auk viðræðnanna við ráðherra. Hann skoðaði Þjóðminjasafnið, heimsótti Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, en að lokum lá leiðin í frystihús ísbjarnarins á Norðurgarði. — Viðtökur allar á íslandi hafa verið einstaklega skemmtilegar og fólkið verið alþýðlegt og gestrisið. Ég hef komið víða við þó ég hafi ekki stoppað lengi og orðið margs vísari. Ég skoðaði fullkomið frysti- hús í Vestmannaeyjum, en annað ennþá fullkomnara í Reykjaví, Við Færeyingar erum vanir að segja að frystihúsið okkar á Suðurey sé það fullkomnasta í Norðurálfu, en það er ekki rétt, frystihús ísbjarnarins er enn fullkomnara, sagði Heðin Boeing 747 Cargolux. Cargolux kaupir aðra Júmbó CARGOLUX hefur ákveðið að kaupa aðra Boeing 747 breiðþotu í vöruflutninga á leiðum félagsins og verður þotan tekin í notkun næsta haust. Fyrri Boeing 747 breiðþota Cargolux var tekin í notkun í ársbyrjun og hefur reynzt mjög vel. Hún tekur 107 tonn, en nýja vélin verður aflmeiri og getur tekið á loft með 115 tonn. Einar Ólafsson framkvæmdastjóri Cargolux tilkynnti um kaupin á annarri vélinni um miðjan sept- ember. B ensí nlítr inn hækkar í 353 VERÐLAGSNEFND fjallaði í gær um beiðni olíufélaganna um hækk- un á verði bensins og ákvað nefndin að verð á hverjum lítra skyldi verða 353 krónur. Er hækkunin 13.14%, en olíufélögin höfðu óskað eftir að verðið yrði 379 krónur. Óvíst er hvenær hið nýja verð kemur til framkvæmda, þar sem rikisstjórnin á eftir að leggja blessun sína yfir hækkunina og ákveða hækkunar- daginn. Af þessum 353 krónum er rétt um 200 krónur, sem renna til ríkisins í formi söluskatts, vegasjóðsgjalds og fleiri álaga, sem ríkisvaldið leggur á sölu bensíns. Hlutfall tekna ríkisins af sölu bensíns er nú um 56% og mun hafa lækkað örlítið við þessa verðákvörðun. Á verðlagsnefndarfundi í gær var einnig fjallað um hækkun á taxta vinnuvéla og mun hann eiga að hækka um 12%. Einnig var fjallað um hækkun á smjörlíki, sem hækka mun um 13 til 15%. Þá var og fjallað um áskriftir dagblaða og mun hækk- un þar hafa verið samþykkt sem nemur 14%. Áskrift dagblaða verður 4.000 krónur á mánuði og í lausasölu munu þau kosta 200 krónur. Dálk- sentimetrinn mun hækka í 2.400 krónur. Til þess aö gefa fólki hugmynd um dttheimtu ríkisins á bensínsölu, má geta þess að af hverri 15 þúsund króna fyllingu á bíl, renna 8.400 krónur til ríkisins. DRIFBÚNAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir af drif- og flutningskeðjum ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta (variatora) fyrir kílreimadrif. m « wrg\ w n Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. “ •» UMíMJ (gDiif]llnnii©niillfflfl FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 FALKINN 1904-1979, /Pekking /feynsla Þjonus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.