Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 1

Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 1
48SÍÐUR OG LESBÓK 213. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 25fórustí hótelbruna Alls biðu 25 manns bana i hótelbrunanum, sem varð i Vinarborg i fyrrinótt, þar af margir skemmtiferðamenn frá Bandarikjunum og Júgóslaviu. Talið er að eldurinn hafi komið upp i ruslakörfu næturvarðarins, en hann beið einnig bana i brunanum. Flestir hinna látnu biðu bana af völdum reykeitrunar, þegar þeir önduðu að sér eiturefnum frá brennandi linoleum-gólfdúkum hótelsins. Mjög erfitt hefur reynzt að bera kennsl á hina látnu, þar sem gestabók hótelsins eyðilagðist i brunanum. Rúmlega 100 gestir voru i hótclinu, þegar eldurinn kom upp. (Simamynd AP) Páfi kemur til írlands í dag Dublin. Róm. 28. september. AP. Reuter. JÓHANNES Páll páfi 2. heldur i fyrramálið i ferð sina til írlands og Bandarikjanna. Páfi kemur til írlands snemma i fyrramálið og mun messa fyrir hádegið i Dublin. Gert er ráð fyrir því að allt að ein milljón manna muni hlýða á messu páfa. Mikill fjöldi fólks hefur komið frá N-írlandi i dag til að geta hlýtt á páfa. Páfinn verður þrjá daga á írlandi áður en hann heldur vestur um haf, þar sem hann mun m.a. ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður páfagarðs sagði 1 dag, að páfi mundi flytja íbúum írlands alls friðarboðskap. Páfi mun meðan hann dvelur í Dublin halda sérstaka friðarmessu með tveim írskum erkibiskupum úr biskupakirkjunni, en engir of- stækisfullir mótmælendaklerkar fá að taka þátt í þeirri messu. Páfi mun einnig eiga fund með Phillip Jeffrey, borgarstjórnarmanni í Belfast á N-Irlandi, sem hyggst afhenda honum undirskriftir 60 þúsund N-íra með ósk um að hann komi í heimsókn til þess lands- hluta. Gífurlegar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar í Dublin og víðar á írlandi vegna komu páfa. Óttast er að skæruliðar á N-Irlandi kunni að láta til skarar skríða gegn honum og hefur írska stjórnin gert víðtækar ráðstafanir til að gæta öryggis hans. Miklar öryggisráðstaíanir hafa verið gerðar á Irlandi vegna komu páfa þangað í dag. Hér má sjá írska hermenn á verði skammt frá flugvellinum í Dublin. (Símamynd AP) Bjóða Formósu væga sameiningarskilmála Washington, 28. september. AP. RÁÐAMENN í Peking gerðu nýlcga ýmsar tillögur varðandi sameiningu Kínverska alþýðulýð- veldisins og Formósu og var þeim komið á framfæri við ráðamenn í Taipei fyrir milligöngu banda- risks sérfræðings í málefnum Kína, dr. Franklins Lamb. ^ er Lamb hefur nú skýrt frá voru tillögur Kinverjanna mjög itar- legar og var í þeim gert ráð fyrir að Formósumenn viðurkenni stjórnina i Peking sem hina einu réttu stjórn Kina og taki upp þjóðfána alþýðulýðveldisins. Á hinn bóginn var einnig gert ráð fyrir því í tillögunum að Formósumenn hefðu áfram sinn eigin herafla, lögreglu og dóm- stóla. Formósumenn geti einnig opnað viðskiptaskrifstofur á meg- inlandinu og selt vörur sínar þangað. Ennfremur geti þeir eftir sem áður gefið út vegabréfsáritan- ir og Formósubúum yrði heimilað að heimsækja alþýðulýðveldið. Upp yrðu teknar flugsamgöngur milli Formósu og meginlandsins í fyrsta sinn. Kínverjarnir stungu einnig upp á því að viðræður hæfust milli aðilanna tveggja inn- an skamms, annað hvort í Peking eða Taipei. Að sögn Lamb færði hann ráðamönnum á Formósu tillög- urnar og hlýddu þeir á þær af miklum áhuga, en sýndust að öðru leyti ekki hafa hug á að víkja frá hefðbundinni stefnu sinni um að hafa ekki nein samskipti við kommúnistastjórnina í Peking. Tóku þeir sem Lamb ræddi við í Taipei fram, að mikill óróleiki hefði verið í Kína undanfarin 30 ár og Formósubúar gætu ekki útilokað þann möguleika, að rót- tæk öfl næðu yfirhöndinni í Pe- king, sem vildu reyna að ná yfirhöndinni á Formósu með valdi. Kúbumálið: Carter flytur sjón- varpsræðu á mánudag Washington, 28. sept. AP — Reuter CARTER Bandaríkjafor- seti mun ávarpa þjóð sína í sjónvarpi á mánudagskvöld og gera grein fyrir því til hvaða ráða hann hyggst taka vegna sovézku her- sveitanna á Kúbu. Miklar umræður hafa verið á æðstu stöðum innan banda- rísku stjórnarinnar í dag um mál þetta, en langur fundur Vance utanríkisráð- herra og Gromykos utan- ríkisráðherra Sovétríkj- anna um málið í gær varð árangurslaus, að því er næst verður komist. Vance hefur aflýst fyrirhugaðri för sinni til Panama á morgun, þar sem hann hugðist vera fulltrúi lands síns ásamt Mondale vara- forseta, þegar Panama- menn taka Panamaskurð- inn formlega í sínar hend- ur. Tveir áttbur- annaennálífi Napoli. 28. soptembor. AP. SILVANA Chianese, einn átt- buranna, sem fæddust í Napoli 16. ágúst sl. er byrjuð að drekka mjólk úr pela í stað þess að fá næringu í æð. Að sögn lækna heilsast Silvönu nú vel og er búizt við því að hún verði úr allri lífshættu innan fárra daga. Að- eins einn hinna áttburanna er enn á lífi, systir Silvönu, Anna að nafni. Hún er ekki jafnvel á sig komin og Silvana og hefur átt við öndunarvandamál og meltingar- erfiðleika að stríða. Báðar syst- urnar vógu innan við tvö pund við fæðingu, en Silvana er nú rúmlega þrjú pund og Anna tvö og hálft pund. Kosningar í Dan- mörku 23. október Kaupmannahöfn, 28. september. Reuter. AP. ANKER Jörgensen forsætisráð- herra Dana gekk í dag á fund Margrétar drottningar og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ákveðið hefur verið að þing- kosningar verði i Danmörku 23. Gullúnsan í 400 dollara London, 28. september. AP. Reuter. VERÐ Á gullúnsunni fór rétt yfir 400 dollara á gullmörkuðum í Evrópu í dag í fyrsta sinn í sögunni. Skráð verð var þó heldur lægra, þegar markaðir lokuðu, t.d. 397,50 dollarar í London og 396,5 dollarar í Zúrich. Gullúnsan hefur hækkað í verði um rúma 80 doll- ara á einum mánuði. október nk. Á blaðamannafundi í dag létu Jörgensen og Henning Christophersen utanríkisráð- herra og leiðtogi frjálslyndra báðir í ljós vonbrigði yfir þvi, að ekki skyldi hafa tekizt samkomu- lag flokka þeirra um efnahags- málin. Lögðu þeir áherzlu á þann árangur sem stjórnin hefði þrátt fyrir allt náð á 13 mánaða ferli sinum. Stjórn Jörgensens mun sitja áfram til bráðabirgða og þingið kemur saman á þriðjudag til að hlýða á tilkynningu Jörgensens um nýjar kosningar. Síðan verður ein almenn umræða um stjórn- málin áður en þingið verður leyst upp að nýju. Skoðanakannanir, sem birtar hafa verið í Danmörku að undan- förnu, gefa til kynna að fylgi flokkanna hafi lítið breyst frá því í kosningunum 1977.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.