Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Mikið bókasafn og
skjöl Hólahrepps
skemmdust í eldi
Verðlagning síldar rœdd eftir helgina
FUNDUR í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins um nýtt síldarverð verður haldinn á þriðjudag. Á
mánudag halda síldarsaltendur fund í Reykjavík þar sem þeir ræða það síldarverð, sem ákveðið var fyrir
tímabilið frá byrjun síldveiðanna, 20. ágúst til mánaðamóta, og sömuleiðis nýtt síldarverð. Síðan
síldarbátarnir héldu á ný á miðin, eftir að „viðunandi síldarverð" var ákveðið, hefur aflast ágætlega og
vonandi kemur ekki til þess að flotinn stoppi á nýjan leik, en á þessari mynd Jens Mikaelssonar sést hluti
flotans bundinn á Höfn.
íslenzkar kartöflur
teknar úr verzlunum
vegna frostskemmda
Sauðárkróki, 28. september.
LAUST fyrir klukkan 20 í gær-
kvöidi kom upp eldur i íbúðar-
húsi að bænum Hrafnhóli í
Hjaltadal. Þar búa Guðmundur
Stefánsson oddviti og kona hans
Fjóla ísfeld. Kviknaði í út frá
fitupotti í eldhúsi.
Guðmundur bóndi, sem í haust
er sláturhússtjóri hjá Slátursam-
lagi Skagfirðinga á Sauðárkróki,
var fjarverandi er eldurinn kom
upp, en kom heim skömmu síðar.
Sex ára sonur hjónanna varð fyrst
var við eldinn og lét móður sína
vita, sem þá var við mjaltir í
fjósinu. Hún fór inn og slökkti í
fitupottinum, en fór síðan aftur í
fjósið, þar sem hún hélt nú að öllu
væri óhætt. Skömmu síðar varð
hún þess vör að eldur var uppi og
gerði þá strax viðvart.
Kallað var á slökkvilið frá
Hofsósi og Sauðárkróki. Komu
slökkviliðsmenn fljótt á vettvang
og gekk fremur greiðlega að
slökkva eldinn. Veður var kyrrt og
Björn hættir
sem skrif-
stofustjóri
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi frétt frá ríkiráðsrit-
ara:
Á fundi ríkisráðs í Reykjavík í
dag féllst forseti íslands á tillögu
forsætisráðherra um að veita
Birni Bjarnasyni að eigin ósk
lausn frá starfi skrifstofustjóra i
forsætisráðuneytinu frá 1. október
1979.
Þá féllst forseti íslands á eftir-
farandi tillögur um veitingu emb-
ætta frá dómsmálaráðherra: Um
að skipa Friðgeir Björnsson og
Garðar Gíslason í embætti borg-
ardómara í Reykjavík, frá 1.
desember 1979; um að skipa Jónas
Gústavsson til þess að vera borg-
arfógeti við borgarfógetaembættið
í Reykjavík frá 1. desember 1979;
og um að veita Rúnari Guðjóns-
syni sýslumannsembættið í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu frá 1. nóv-
ember 1979.
Staðfestir voru ýmsir úrskurðir,
sem gefnir höfðu verið út utan
ríkisráðsfundar.
Björn Bjarnason.
Ráðinn að
Morgunblaðinu
EINS OG fram kemur í frétt frá
ríkisráðsritara á öðrum stað hér í
blaðinu hefur forseti íslands veitt
Birni Bjarnasyni, skrifstofustjóra
í forsætisráðuneytinu, lausn frá
störfum að eigin ósk frá 1. október
n.k.
Morgunblaðið hefur ráðið Björn
til starfa á ritstjórn blaðsins og
mun hann fjalla um innlend og
erlend málefni í skrifum sínum.
Björn Bjarnason hefur áður
starfað að blaðamennsku bæði hér
á blaðinu og sem fréttastjóri
erlendra frétta á Vísi.
ekki urðu neinar skemmdir á
öðrum byggingum. Ibúðarhúsið á
Hrafnhóli er tvær hæðir og kjall-
ari. Mestar skemmdir urðu á efri
hæð, þar brann meðal annars
stórt og verðmætt bókasafn þeirra
hjóna, fatnaður og fleira. Auk
þess brunnu skjöl og bækur varð-
andi Hólahrepp, en Guðmundur er
oddviti hreppsins eins og fyrr
segir. Neðri hæðin skemmdist
mikið af vatni og reyk. — Kári.
Stöðug
loðnuveiði
— lítið
þróarrými
LOÐNUVEIÐI hefur verið góð
undanfarið og ekkert þróarrými
laust á þeim höfnum, sem næst
eru miðunum út af Kolbeinsey.
Margir bátanna hafa siglt til
Vestmannaeyja, en þangað er
tveggja sólarhringa stím af mið-
unum. Hafa skipstjórar jafnvel
velt þeim möguleika fyrir sér að
landa loðnu í Færeyjum.
Á fimmtudag tilkynntu 27 skip
um afla, samtals 16.560 lestir. Þar
til síðdegis í gær bættust 11 skip
við með um 9 þúsund lestir.
Loðnuaflinn er nú orðinn hátt í
170 þúsund lestir á vertíðinni, en
frá því síðdegis á fimmtudag og
fram eftir föstudeginum tilkynntu
eftirtalin skip um afla til loðnu-
nefndar:
Fimmtudagur: Huginn 250,
Harpa 640, Óskar Halldórsson 400,
Skarðsvík 620, Bergur 500, Pétur
Jónsson 680, Börkur 1050, Hafrún
630, Húnarösk 610, Sæberg 590.
Föstudagur: Helga Guðmunds-
dóttir 750, Loftur Baldvinsson 760,
Svanur 650, Faxi 350, Sigurður
1400, Óli óskars 1350, Hákon 800,
Þórshamar 560, Þórður Jónsson
460, Víkingur 1350, Náttfari 520.
Nefnd kannar
launakjör á
fiskiskipum
Sjávarútvegsráðherra hefur að
höfðu samráði við forystumenn
samtaka sjómanna og útvegs-
manna ákveðið að skipa nefnd til
þess að athuga tilhögun hluta-
skipta og launakjör á fiski-
skipum.
I nefndina hafa eftirtaldir verið
skipaðir: Eiríkur Tómasson fram-
kvæmdastjóri, Ingólfur S. Ing-
ólfsson forseti FFSÍ, Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, Óskar
Vigfússon formaður SÍ, Pétur Sig-
urðsson formaður. Alþýðusam-
bands Vestfjarða, Sigfinnur
Karlsson formaður Alþýðusam-
bands Austurlands, Vilhelm
Þorsteinsson framkvæmdastjóri
og Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri,
sem jafnframt er formaður nefnd-
arinnar.
Mikil aðsókn að
sýningu Jakobs
í Gallery Háhól
Akureyri, 28. september
MIKIL aðsókn hefur verið að sýn-
ingu Jakobs Hafstein í Gallery
Háhól þar sem hann sýnir olíumál-
verk, vatnslita- og pastelmyndir.
Alls 74 verk. Nú þegar hafa 22
málverk selzt. Sýningunni lýkur á
sunnudagskvöld og verður hún opin
laugardag og sunnudag frá 15—22
báða dagana. — Sv.P.
GRÆNMETISVERZLUNIN hef-
ur orðið að taka til baka talsvert
af kartöflum. sem komnar voru i
verzlanir á Reykjavíkursvæðinu.
Kom í ljós að kartöflurnar höfðu
frosið í jörðu og eftir að þær.
þiðnuðu í upphituðum verzlunum
blotnuðu þær í gegn og mygluðu
jafnvel. í verzluh,um í Reykjavík
er þvi þessa dagana mest af
dönskum kartöflum, sem eru
heldur dýrari en þær íslenzku.
Ástandið norðanlands er enn
verra og hefur þurft að flytja
kartöflur á bilum norður vegna
lélegrar uppskeru nyrðra, en
slíkt hefur ekki gerst i fjölda-
mörg ár.
Eðvald Malmquist, yfirmats-
maður garðávaxta, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að upp-
taka á kartöflum hefði byrjað
almennt 10. september, en strax
11. september hefði gert nætur-
frost og um miðjan mánuðinn
hefðu þau verið mjög tíð og
jafnvel 6—7 stig. Sandjarðvegur
væri yfirleitt á aðalkartöflusvæð-
unum og sagði Eðvald að fyrr
frysi í slíkum jarðvegi heldur en
moldarjarðvegi.
Hins vegar sagði hann að það
kæmi yfirleitt ekki fram fyrr en
eftir nokkurn tíma hvort kartöflur
hefðu frosið og jafnvel ekki fyrr
en 2—3 vikum eftir að þær hefðu
verið settar í neytendapakkningar
og keyrðar í verzlanir. Því miður
heföí-þetta gerzt í ár og hefði
'* Grifenmetisverzlunin orðið að taka
til baka hfuta þess sem búið var að
dreifa. Hætt var að pakka kartöfl-
unum meðan verið var að kanna
betur frostskemmdirnar.
Auk óþæginda neytenda, sagði
Eðvald, að tjón framleiðenda væri
gífurlegt. Þeir hefðu yfirleitt ekki
fengið nema Vá hluta meðalupp-
skeru sunnanlands,/nema e.t.v. í
Skeiðum og Hrunamannahreppi
þar sem uppskerari ‘ næði meðal-
lagi. Er þessar skeqimdir bættust
síðan við yrði útkoman enn verri
eftir þetta kalda sumar. í Eyja-
firði sagði Eðvald, að uppskeran
væri víða svo rýr, að ekki yrði
tekið upp úr sumum görðum og
hefðu Akureyringar þurft að fá
kartöflur með bílum að sunnan.
Dagvistunargjöld:
Rukka mismun
fyrir september
VEGNA daggj aldahækkunar á
barnaheimilum, skal þess getið að
ráðherraheimild fyrir hækkuninni
gildir frá 1. september. Nokkur
sveitarfélög hafa ákveðið að hin
nýju daggjöld gildi einnig fyrir
septembermánuð og hefur því
verið ákveðið að fólk greiði mis-
muninn með októbergreiðslunni.
Þau sveitarfélög, sem Morgui
blaðinu er kunnugt um um að æt
að hafa þennan háttinn á, er
Reykjavík, Akureyri, Seltjarnai
nes og Kópavogur. Fyrir hálfsdaf
vist barns á barnaheimili greiðas
því um næstu mánaðamót 18.5C
fyrir október og 2.500 fyrir sepi
ember eða samtals 21.000 krónur
Lagasetning vegna
breytts olíugjalds
VIÐ ÁKVÖRÐUN nýs fiskverðs
var lagt til grundvallar, að
olíugjald til fiskiskipa, sem
verið hefur 15% verði 9% frá 1.
október. Jafnframt er 3% olíu-
gjald, sem komið hefur til
skipta, fellt inn í fiskverðið.
Breytingar þessar kalla á laga-
breytingar og má vænta frum-
varps þessa efnis í upphafi
þings. Fréttatilkynning verð-
lagsráðs sjávarútvegsins frá
því í gær, um nýtt fiskverð er
svohljóðandi:
„Yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins ákvað á fundi í
dag nýtt fiskverð, sem gilda skal
frá 1. október 1979. Ákvörðunin
felur í sér að skiptaverð til
sjómanna hækkar um 9,2%. For-
senda fyrir þessari ákvörðun er,
að olíugjald til fiskiskipa, sem
verið hefur 15% verði 9% frá 1.
október, jafnframt því sem 3%
olíugjald, sem komið hefur til
skipta, verði fellt inn í fiskverð-
ið. Þetta hefur í för með sér að
hráefniskostnaður fiskvinnsl-
unnar hækkar um 7%. Verðupp-
bót á ufsa og karfa er óbreytt.
Verðið gildir til ársloka, og er
það miðað við þá stærðarflokk-
un, sem gilt hefur. Verðlagsráðið
getur þó ákveðið að taka upp
aðra stærðarflokkun, þannig að
fiskur verði verðlagður eftir
þyngd í stað lengdar frá og með
1. nóvember 1979, enda feli sú
flokkunarbreyting ekki í sér
verðbreytingu, þegar á heildina
er litið miðað við ársafla.
Frá og með 15. nóvember 1979
er heimilt að segja verðinu upp
með viku fyrirvara, ef olíuverð
til fiskiskipa fer verulega fram
úr því verði, sem ætlað er að
gildi í októberbyrjun.
Samkomulag varð í yfirnefnd-
inni um verðið.
í yfirnefndinni áttu sæti: Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, sem var
oddamaður, Kristján Ragnars-
son og Ingólfur Ingólfsson af
hálfu seljenda og Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson og Benedikt Jónsson
af hálfu kaupenda."