Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29, SEPTEMBER 1979 3 Skólastjóraveitingin í Grindavík „ Tvímœla laustum pólitíska veitingu aörœða” — segir Eiríkur Alexandersson „ÞARNA er tvímælalaust um pólitíska veitingu að ræða,“ sagði Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri í Grindavík, um stöðuveitinguna. „Reyndur og Kæfur maður var í starfinu, maður sem allir vildu að starf- aði áfram. Þær sérkennilegu aðstæður höfðu skapast hér að Eiríkur Alexandersson fyrrverandi skólastjóri sagði ekki lausri sinni skipun fyrr en í byrjun september, eða rétt um það leyti sem skólinn átti undir venjulegum kringumstæðum að vera að hef jast. Þá gerist það að minnihluti skólanefndarinnar, einn fulltrúi af fjórum, sem voru mættir, óskar eftir því, að staðan sé auglýst. Aðrir nefndarmenn vildu hins vegar að Bogi Hall- grímsson, sem verið hefur skóla- stjóri undanfarin þrjú ár, héldi áfram undirbúningi skóla- starfsins. Þetta myndi valda óhjákvæmilegum töfum á skóla- starfinu," sagði Eiríkur. Hann sagði að þessi sjónarmið hefðu verið hundsuð og að það væri tæplega tilviljun að þessi eini fulltrúi í skólanefndinni væri flokkssystir menntamála- ráðherrans og veitingin hefði einnig verið í samræmi við það. Boga Hallgrímssyni hefði verið hafnað en sá fengið stöðuna sem væri Alþýðubandalagsmaður. „Þá var umsóknarfresturinn um stöðuna óvenju stuttur, eða aðeins 9 dagar," sagði Eiríkur. „Ég held að aðrar hvatir hafi því ráðið afgreiðslu þessa máls held- ur en umhyggja fyrir skólanum og skólastarfinu. Afgreiðslan kom fólki mjög í opna skjöldu og greinilegt var að koma átti Boga út úr þessu starfi hvað sem það kostaði," sagði Eiríkur ennfrem- ur. Hann bætti því við að undirskriftarlistar sem safnað hefði verið meðal bæjarbúa sýndu svo ekki yrði um villst vilja bæjarbúa. Söfnunin hefði tekið 3 daga og þrátt fyrir erfiða tíma vegna fjarvista úr bænum hefðu samt sem áður um 80% atkvæðabærra manna skrifað undir. „Þá er rétt að geta þess,“ sagði Eiríkur, „að Bogi Hallgrímsson er bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, en það kom ekki í veg fyrir það, að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum skrifaði und- ir. Bogi hefur enda verið mjög vel liðinn og hefur staðið sig mjög vel í skólastjórastarfinu." „Fundur stjórnar níunda kjörsvæðis Sambands grunns- kólakennara (Reykjanesum- dæmi) haldinn 28. september mótmælir harðlega gerræðis- legum vinnubrögðum mennta- málaráðherra, sem koma fram við veitingu stöðu skólastjóra grunnskóla Grindavíkur. Við „Fólki gremst þessi með- ferð á góð- um manni” — segirHalldór Ingvason „ÞETTA ER algert pólitískt hneyksli og hefur vakið mikla og réttláta reiði fólks hér í Grindavík,“ sagði Halldór Ingvason, kennari við Grunnskóla Grindavíkur. Ilann hafnaði í fyrradag yfir- kennarastöðu við skólann í mótmælaskyni við stöðuveit- ingu Ragnars Arnalds, menntamálaráðherra. En svo stöðuveitingu þessa þverbrýtur ráðherra áttundu grein laga um embættisgengi opinberra starfsmanna frá 1978 með því að sniðganga réttindamann er sótti um stöðuna. Fundurinn beinir því til stjórnar SGK að fast verði sem kunnugt er var réttinda- laus flokksbróðir ráðherrans ráðinn skólastjóri í stað manns með full réttindi sem naut stuðnings meirihluta skóla- nefndar og hafði gegnt stöð- unni í þrjú ár. Þá sagði Halldór að eins gott væri að forða sér ef allt ætti að fara eftir þessari stöðuveitingu þar sem réttindi manna væru einskis virt. „Aðdragandi málsins er ann- ars skýr,“ sagði Halldór einnig, „því þó hægt sé að níða Boga niður bæði hér og annars staðar, þá er það staðreynd, að hann tók starfið að sér á sínum tíma fyrir áeggjan formanns skólanefndar- innar sem nú er fyrst til að sparka honum. Við Bogi höfum átt mjög gott samstarf í þrjú ár og það er samdóma álit allra þeirra sem til þekkja að Bogi hafi staðið sig mjög vel í sínu starfi, enda er ógurleg reiði meðal manna hér vegna þessa máls. Fólki gremst þessi meðferð á góðum manni sem fær óverðskuldaða bak- hrindingu á síðustu stundu." haldið á máli þessu og í eitt skipti fyrir oll stöðvað ofríki menntamálaráðherra í málefn- um kennara. Mál þetta snertir hagsmuni allra kennara og því verða þeir að standa saman i þéttri fylkingu um réttindi sín og síns stéttarfélags." „Kennara- samtökin sgni klœrn- ar með rót- tœkum aðgerðum ” — segirÁsgcir Guðmundsson „ÞAÐ FER ekki á milli mála að þessi stöðuveiting í Grindavík striðir gegn lögum um embætt- isgengi kennara. Það eru því forkastanleg vinnubrögð að ráða til starfsins réttindalausan mann þegar maður með réttindi á hlut að má!i,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, formaður Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi. Ásgeir sagði að félagið hefði ekki sent frá sér formleg mót- mæli. Það lægi þó alveg ljóst fyrir að kennarastéttin htyti að mótmæla slíkri afgreiðslu. „Við höfum aftur á moti Ásgeir Guðmundsson. reynslu af því hve gagnslaus pappirsmótmæli eru í slíkum málum og kennarasamtökin eiga að mínu mati að sýna klærnar með róttækum aðgerðum," sagði Ásgeir. Hann sagði að ýmsar mein- ingar gengju um embættið í Grindavík, en hann væri ekki í aðstöðu til að vega og meta þær. „Meginmálið er hins vegar spurningin um það hvort ráða eigi mann án réttinda þegar maður með réttindi sækir einnig um starfið og þá skiptir engu máli hvort um setningu eða skipun er að ræða. Það er því hrein hártogun að halda því fram að heimilt sé að setja mann í starf sem þetta og skipa hann síðan þegar hann hefur aflað sér nægilegra réttinda eins og ein- hvers staðar hefur komið fram. Þá þykja mér furðuleg um- mælin sem höfð eru eftir menntamálaráðherra um „embættisafglöp" þessa manns, enda skipta þau engu varðandi embættisveitinguna. Ég vona að ráðherrann sjái að sér og dragi veitingu þessa til baka,“ sagði Ásgeir Guðmunds- son að lokum. „Ofríki menntamálaráð- herra verður að stöðva í eitt skipti fgrir öll” Á FUNDI stjórnar grunnskólakennara í Reykjanesumdæmi í gær var harðlega mótmælt gerræðislegum vinnubrögðum menntamálaráðherra varðandi veitingu skólastjórastöðunnar í Grindavík. í ályktun fundarins segir ennfremur að ofríki menntamálaráðherra í máiefnum kennara verði að stöðva í eitt skipti fyrir öll. Stjórnarfundinn sátu Ellert Borgar, Albert Már Steingrímsson, Magnús Jón Árnason og Ragnar Gíslason, allir úr Hafnarfirði, og Guðni Ölversson úr Grindavík. Ályktun fundarins er svohljóðandi: Skipaður sýslumaður FORSETI íslands heíur að tillögu dómsmálaráðherra skipað Rúnar Guðjónsson sýslumann Mýra- og Borgarf jarðarsýslu frá 1. nóvember n.k. að telja. Umsækjendur um embættið voru 10 og samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær, var Rúnar sjötti í röðinni hvað starfsaldur snerti í dómskerfinu á eftir þeim Elíasi I. Elíassyni bæjarfógeta í Siglufirði, Hermanni G. Jónssyni fulltrúa á Akranesi, Ólafi St. Sig- urðssyni héraðsdómara í Kópavogi, Halldóri Þ. Jónssyni fulltrúa á Sauðárkróki og Guðmundi L. Jó- hannessyni fulltrúa í Hafnarfirði. Þá hefur Rúnar jafnlangan starfs- aldur og Barði Þórhallsson bæjar- fógeti á Ólafsfirði. Aðrir umsækj- endur voru Leó E. Löve, Gísli Kjartansson, Jón Sveinsson og Sig- urberg Guðjónsson. Rúnar Guðjónsson er 39 ára gam- all, fæddur 1. desember 1940 í Miðkoti í Fljótshlíð. Hann varð stúdent frá MR 1961 og cand. juris frá Háskóla íslands 1969. Hann varð fulltrúi sýslumanns Rangæinga sama ár og settur sýslumaður þar 1973. Hann var skipaður sýslumaður í Strandasýslu í ágúst 1975 og hefur gegnt því embætti síðan. Rúnar Guðjónsson. I gæziu grunuð um skjalaf als í GÆRMORGUN var 26 ára gömul stúlka úrskurð- uð í gæzluvarðhald til 5. október n.k. grunuð um að hafa falsað víxla, skulda- bréf, ávísanir og veðskuldabréf. Leikur grunur á því að stúlkan hafi við iðju sína notað nöfn skyldmenna sinna og tekizt á þann hátt að svíkja út umtalsverðar fjárhæðir. Rannsóknar- lögregla ríkisins hefur mál þetta til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.