Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 5

Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi: Ekki get eg látið hjá líða að svara með fáum orðum athuga- semdum Asmundar Asmunds- sonar í Mbl. í dag við grein mína í blaðinu í fyrradag um launa- greiðslur bæjarsjóðs Kópavogs til hans, einkum því, að eg hafi sumt látið kyrrt liggja og ekki kynnt mér staðreyndir málsins, en það er einmitt þver öfugt við það sem eg gerði. neitt, þetta er allt bæjarritaran- um að kenna. Bæjarstjórnarlaunin Ásmundur segir, að hann hafi hvað eftir annað reynt að fá þessar launagreiðslur til sín stöðvaðar. Þarna hefur þá þriðji maðurinn, sem reyndi þetta sama, bæzt í hópinn, áður höfðu bæði bæjarstjóri og formaður Stutt athugasemd með þakklæti Ekki er það beint stórmann- legt hjá Ásmundi að skjóta sér á bakvið embættismennina og kenna fyrrverandi og núverandi bæjarriturum Kópavogs um eig- in gerðir og siðleysi sitt í launa- málum. Rauði þráðurinn í grein Ásmundar er: Eg gerði ekki bæjarráðs, Björn Ölafsson, flokksbróðir Ásmundar, lýst yfir þessu sama. Eftir stendur aðeins það, sem eg sagði áður í grein minni, að allir þessir mektar menn, bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og nú síðast, að eigin sögn, Ásmundur bæjarfulltrúi, reyndu í 6 mánuði að stöðva þessar launagreiðslur, en það tókst ekki, segja þeir. Trúi því hver sem vill, að þetta hafi ekki verið hægt ef hugur hefði fylgt máli á öllum þessum tíma. Næst verður sjálfsagt bókhaldstölvu bæjarins kennt um málið. Þess verður að sjálfsögðu að krefjast, að menn eins og bæjar- stjóri og formaður bæjarráðs viti hvaða reglur gilda um launagreiðslur til bæjarfulltrúa. Launin þessa 5 mánuði, sem Ásmundur átti ekki að fá greidd, námu um 234 þús. kr., ekki 187 þús. kr. eins og Ásmundur segist hafa endurgreitt, en það er ánægjulegt, að afskipti mín af þessu máli hafa nú leitt til leiðréttingar. Launin fyrir starfsmatið Ásmundur segir, að bæjarráð hafi falið bæjarntara að gera samning við sig vegna vinnu við starfsmat. Þetta er alrangt. Bæjarráð fól aldrei bæjarritara að gera neinn samning við hann. Það hefur aldrei verið i verka- hring bæjarritara að semja við bæjarfulltrúa um laun þeirra, enda í hæsta máta óeðlilegt og óviðunandi aðstaða fyrir emb- ættismann að skipa honum að semja við yfirboðara sína um laun þeirra. Þetta hljóta allir að sjá, og því hefur það aldrei verið gert. Þetta veit eg að fyrrverandi bæjarritari mun staðfesta hvar sem er. Á þeim bæjarráðsfundi, sem Ásmundur var tilnefndur sem fulltrúi bæjarstjórnar við starfs- matið er aðeins bókuð tilnefning hans af hálfu meirihlutans, ekk- ert er bókað um neina launa- samninga eða annað. Hinsvegar bókaði eg við þessa afgreiðslu, að eg teldi þetta mál meirihlutans og eg léti það því afskiptalaust. Að sjálfsögðu er tilnefning eins manns mál meirihluta bæjar- ráðs og hann hlaut að ráða. Eg taldi sjálfsagt, að laun bæjar- fulltrúa fyrir þessi störf yrðu miðuð við þann launaflokk, sem bæjarfulltrúar fá greitt eftir, og því óþarfi að skipta sér af þeim þætti. Eg er hinsvegar reynsl- unni ríkari nú, það er ótrúlegt hvað kommar leyfa sér í skjóli meirihlutavalds. Ásmundur talar um kostnað atvinnurekenda í þessu sam- bandi og reynir að láta líta svo út, að mestu máli hafi skipt, hvort sá kostnaður félli á hann eða bæjarsjóð, en upphæð laun- anna hafi raunar engu skiþt. Hér er farið aftan að hlutunum. Af launum bæjarfulltrúa, nefndalaunum, og hér eru það nefndalaun, Ásmundur var í nefnd vegna starfsmats sem fulltrúi bæjarstjórnar, greiðir bæjarsjóður aðeins launaskatt, 3,5%, hinsvegar ekkert í lífeyris- sjóð eða eitt eða neitt annað. Kjarninn er aðeins sá, að bæjarfulltrúar eiga allir og hljóta allir að fá sömu laun vegna starfa í þágu bæjarstjórn- ar, en Ásmundur eins og aðrir kommar vildi skammta sér meira. Læt eg svo þessum skrifum um laun Ásmundar lokið af þessu tilefni. Kópavogi 28. sept. 1979 Richard Björgvinsson. Jónas Gústavsson. Skipaður borgarfógeti FORSETI íslands hefur að til- lögu dómsmálaráðherra skipað Jónas Gústavsson borgarfógeta við Borgarfógetaembættið í Reykjavík frá 1. desember n.k. að telja. Jónas Gústavsson er 38 ára gamall, fæddur í Reykjavík 12. marz 1941. Hann varð stúdent frá MR 1961 og cand. juris. frá Háskóla íslands 1968. Hann varð fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík 1970 og hefur gegnt því starfi síðan. Umsækjendur um embættið voru fjórir. Fulltrúar flokkanna á Allsher j- arþingið ÞRÍR stjórnmálaflokkanna hafa nú tilnefnt fulltrúa sína í sendi- nefnd íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Alþýðuflokkurinn hefur tilnefnt Braga Níelsson lækni og alþing- ismann. Framsóknarflokkurinn tilnefndi Héðin Finnbogason lög- fræðing og fulltrúa í Innheimtu- deild Tryggingastofnunar ríkisins. Fyrir hönd Sjálfstæðisflpkksins fara á þingið þeir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi og Lárus Jónsson alþingismaður. Al- þýðubandalagið hefur ekki enn tilnefnt sinn fulltrúa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.