Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
GUÐSPJALL DAGSINS:
LÚK. 7.:
Sonur ekkjunnar í Nain.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa.
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Sr.
Hjalti Guðmundsson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Safnaðarheimili
Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2
e.h. að Norðurbrún 1. Sr. Grímur
Grímsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla
kl. 14. Aðalsafnaðarfundur að
lokinni guðsþjónustu. (Ath.
breyttan messutíma). Sóknar-
nefndin.
BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 2
(ath. breyttan messutíma).
Organleikari Guðni Þ. Guð-
mundsson. Kaffisala Kven-
félagsins eftir messu. Sr. Ólafur
Skúlason.
LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10
messa. Organleikari Birgir Ás
Guðmundsson. Sr. Hjalti
Guðmundsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Guðsþjónusta í Safnað-
arheimilinu að Keilufelli 1 kl. 11
árd. Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA:
Fermingarmessa kl. 10:30 árd.
Altarisganga. Organleikari Jón
G. Þórarinsson. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa
kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Þriðjudagur: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10:30 árd. Beðið
LITUR DAGSINS:
Grænn. Litur vaxtar og
þroska.
fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barn-
anna á laugardögum kl. 14 í
„gömlu kirkjunni". Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11. Organleikari dr. Orthulf
Prunner. Sr. Arngrímur Jóns-
son.
KÓPAVOGSKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Árni
Pálsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL:
Barnasamkoma kl. 10 árd. Sr.
Árelíus Níelsson. Guðsþjónusta
kl. 2. Organelikari Jón Stefáns-
son. Prestur sr. Sig. Haukur
Guðjónsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESPRESTAKALL:
Laugardagur 29 sept.:
Guðsþjónusta að Hátúni lOb
níundu hæð kl. 11. Sunnudagur
30. sept.: Messa kl. 11. Þriðjudag-
ur 2. okt.: Bænaguðsþjónusta kl.
18. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11 árd. Orgel og kórstjórn Reyn-
ir Jónasson. Sr. Guðmundur
óskar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN i
Reykjavík:Messa kl. 2. Organ-
leikari Sigurður ísólfsson. Prest-
ur sr. Kristján Róbertsson.
KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins:
Messa kl. 11 árd. Séra Emil
Biörnsson.
FILADELFÍUKIRKJAN:
Barnaguðsþjónusta verður i dag,
laugardag, kl. 2 síðd. Almenn
guðsþjónusta sunnudag kl. 8
síðd. Organisti Árni Arin-
bjarnarson. Einar J. Gíslason.
ENSK MESSA verður í kapellu
háskólans kl. 12 á hádegi.
GRUND elli- og hjúkrunar-
heimili: Messa kl. 10 árd. Séra
Jón Kr. ísfeld Drédikar.
MORMÓNAR Kirkja Jesú Krist
hinna síðari daga heilögu, Skóla-
vörðustíg 16: Samkomur kl. 14 og
kl. 15.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa að Mosfelli kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma
í skólasalnum kl. 11 árd. Séra
Bragi Friðriksson.
VÍÐISTAÐ ASÓKN:
Barnaguðsþjónusta í Hrafnistu
kl. 11 árd. Helgistund í Hrafn-
istu kl. 14 í umsjá Hannesar
Blandon og Ágústs Einarssonar.
Séra Sigurður H. Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar-
prestur.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði:
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Safnað-
arstjórn.
NÝJA POSTULAKIRKJAN,
Strandgötu 29, Hafnarf.: Sam-
komur kl. 11 árd. og kl. 4 síðd.
KÁLFATJARNARSÓKN:
Helgistund kl. 2 síðd. við vígslu
nýs grunnskólahúss í Vogum.
Séra Bragi Friðriksson.
KEFLAVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Sókn-
arprestur.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL:
Fjölskyldumessa íY-Njarðvíkur-
kirkju kl. 11 árd. Séra Þorvaldur
Karl Helgason.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa
kl. 2 síðd. Sóknarprestur
STOKKSEYRARKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd.
Altarisganga. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Messa kl. 2 síðd. Séra Björn
Jónsson.
Ný framhaldssaga á Barna
og fjölskyldusíðu blaðsins
Unglingur úr Búðar-
dal, Friðrik G. Sturlu-
son, teiknar skop-
teikningar úr sögu
íslands
Barna- og fjöiskyldusíða
Morgunblaðsins hefur á undan-
förnum árum haft fjölbreyti-
legar sögur á boðstólum. Hafa
þær að jafnaði verið eftir börn
og unglinga, og nægir þar að
nefna tvær siðustu sögurnar:
Söguna af S-15 eftir Bjarna
Hinriksson, sem vakti tals-
verða eftirtekt, bæði fyrir heil-
steyptan söguþráð og vandaðar
myndir, — og Ferðina til Mars,
sem var samin og teiknuð af
nokkrum ungum piltum úr
Breiðholtinu, sem kölluðu sig
Mex og Hassan.
Nú hafa Barna- og fjölskyldu-
síðunni enn borist skemmtilegar
teikningar eftir ungan mann,
Friðrik G. Sturluson frá Búðar-
dal, og fjalla þær um sögu
Islands í léttum dúr, eins og sjá
má af sýnishornum þeim, sem
fylgja með greinarkorni þessu.
Barna- og fjölskyldusíðan hef-
ur reynt að leggja áherslu á gott
og náið samband við lesendur
blaðsins, og vilja umsjónarmenn
sérstaklega vekja athygli les-
enda á könnun þeirri, sem nú
stendur yfir og birtist hér til
hliðar. Mikilvægt er að lesendur
blaðsins láti álit sitt í ljós, bæði
ungir og gamlir, foreldrar ekki
síður en börn og unglingar. Það
ætti að vera hvatning foreldrum
og forráðamönnum barna á
sjálfu barnaárinu að taka þátt í
hugðarefnum og áhugamálum
barna sinna og njóta þess í
ríkum mæli.
Með því að lesendur verði enn
virkari þátttakendur í vali og á
frumsömdu efni Barna- og fjöl-
skyldusíðunnar, aukast mögu-
leikarnir á þvi, að meginefni
verði eftir innlenda aðila, og
þykir mörgum nóg um erlendar
teiknisögur t.d. bæði í blöðum,
bókum og tímaritum.
r
Ur sögu
Islands í
léttum dúr
Er ný teiknimyndasaga eftir
Friðrik G. Sturluson, 14 ára, og
mun fyrsti þátturinn um Harald
hárfagra birtast í næstu Barna-
og fjölskyldusíðu.
Friðrik er fæddur og alinn
upp í Búðardal og er nú í
áttunda bekk grunnskóla stað-
arins. Að eigin sögn hefur hann
alltaf haft gaman af teikningu,
en byrjaði ekki að teikna skop-
myndir fyrr en um ellefu eða
tólf ára aldur. Honum er margt
til lista lagt eins og þar stendur.
Hann hefur ekki einskorðað sig
við teikningar, heldur lagt
nokkra stund á tónlistarnám.
Hann leikur á trompet með
lúðrasveit tónlistarskóla staðar-
ins, er að læra á píanó og leikur
auk þess á bassagítar i hljóm-
sveit, sem nokkrir piltar staðar-
ins standa fyrir.
Friðrik hefur fallist á að
teikna fyrir Barna- og fjöl-
skyldusíðuna næstu vikur og er
það von umsjónarmanna, að
margir hafi gagn og gaman af
teikningum hans.
Hvemig á Barna- og
fjölskgldusíðan að vera?
Eiga börn og fullorðnir ekki að taka meiri þátt í vali á efni? Flest
börn hafa ótrúlega gaman af sögum fullorðinna frá því að þeir voru
börn! Hvað manstu frá því að þú varst barn? Mörg börn þurfa
uppörvun og hvatningu til að teikna, skrifa, semja ljóð, segja frá
o.s.frv. Foreldrarnir og fjölskyldan í heild getur verið veigamikil stoð
á þvi sviði.
Okkur langar til að gera örlitla könnun um efnisval á Barna- og
fjölskyldusíðuna og hvetjum bæði börn og fullorðna til að taka þátt í
henni og senda okkur svörin:
Barna- og f jölskyldusíða Morgunblaðsins
Morgunblaðið,
Aðalstræti 6,
Reykjavik.
Könnun
1. Hvað ertu gömul _______ ýra
gamall -------- ára
2. Finnst þér, að efni frá börnum, teikningar, sögur,
Ijóð o.fl. sé:
of lítið □ mátulegt □ of mikið □
3. Finnst þér, að sögur af ýmsu tagi séu:
mátulega
of fáar □ margar □ of margar □
4. Finnst þér, að fræðandi efni sé:
of lítið □ mátulegt □ of mikið □
5. Finnst þér, að fullorðnir ættu að senda efni:
stundum □ oft □ aldrei □
6. Finnst þér, að það ættu að vera viðtöl við börn og
unglinga.
stundum □ oft □ aldrei □
7. Finnst þér skemmtiefni, gátur, leikir, þrautir
o.fl. vera:
of lítið □ mátulegt □ of mikið □
8. Finnst þér, að það ættu að vera framhaldssögur á
opnunni:
já □ stundum □ nei □
9. Hvernig finnst þér að framhaldssögur ættu að
vera (ef þú svaraðir hinni spurningunni játandi):
skemmti- og
spennandi fræðandi
myndasögur □ sögur □ sögur □
10. Finnst þér stærð Barna- og fjölskyldusíðunnar
vera:
of lítil □ mátuleg □ of mikil □
11. Klippirðu opnuna út úr blaðinu:
alltaf □ stundum □ aldrei □