Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 10

Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 « Bandamannasaga hin nýrri „.../yrir föUdð og með fólkimu.” Á Vestfjörðum fæddist fyrr á öldum sveinbarn svo pasturslitið, að því var ekki hugað líf. Dagarnir liðu þó einn af öðrum, svo að alitaf hjarði snáði. Siðast var hann skirður Lifgjarn og fara engar sögur af honum úr því. Nú er sagt, að við völd sé ríkisstjórn í landinu. Þannig er haft fyrir satt, að þeir Karl Steinar úr Keflavik og Guðmundur jaki sem flutt hefur kóngsins mann yfir Skerjafjörð kaupráns og kjaraskerðingar, hafi verið í hlutverki yfirsetukonunnar, en Lúðvik Jósepsson guðfaðirinn. Lengst af hefur rikisstjórnin verið i móki siðan, en þó má þekkja asnaspörkin, þegar ferillinn er rakinn. Gunnar Thoroddsen orti svo i síðustu þingveizlu: „Að vera eða vera ekki?“ Vilhjálmur Shakespeare spurði forðum. „Að vera og að vera ekki“ er vinstri stjórn í fáum orðum. Nú hefur það spurzt út í lönd og álfur, hvers konar fyrirbæri „ríkisstjórnin“ islenzka sé, svo að sá kostur var tekinn að snúa kviðlingi þessum yfir á enska tungu til þess að hafa yfir diplómötum erlendum, sem hingað koma, þegar þeir spyrja um stjórnarfarið: „To be or not to be?“ was what Shakespeare meant. „To be and not to be“ that is the government. „Og menn geta spurt sjálfan sig... “ Hinn 19. október í fyrra er nú flestum gleymdur og verður trauðla rifjaður upp, þegar sagan verður síðar rakin, fyrir þá sök, að þá hafi orðið tímamót. En þessi dagur var sum sé valinn fyrir stefnuræðu forsætisráðherra og til þess að samráðherrar hans gætu látið ljós sitt skína. Við þetta tækifæri sagði forsætisráðherra m.a. og lagði þunga á hvert orð: „Hlutverk þessarar stjórnar verð- ur þó fyrst í stað, að mínum dómi,' fyrst og fremst það að vera við- náms- og aðhaldsstjórn. En ég held ég geti sagt, án þess að það séu innantóm orð, að við viljum stjórna fyrir fólkið og með fólk- inu. Gengi þessarar stjórnar er því ekki hvað sízt undir því komið, að henni takizt að fylgja þeirri leiðarstjörnu. Og menn geta spurt sjálfa sig: Ef þessari stjórn tekst það ekki — hvað þá?“ „Ríkið, — það er ég,“ sagði Lúðvík XIV. Frakklandskonungur á sínum tíma og laugaði sig í ljómanum af sjálfum sér. Eflaust hefur hann hugsað eins og Ólafur, að sú hin franska þjóð væri illa komin, ef hans nyti ekki við: Ef mér tekst það ekki hvað þá? En eftir á verður það jafn víst um báða tvo, að þjóðir þeirra voru betur settar, áður en þeir tóku við völdunum, en þegar þeir urðu að sleppa þeim. Ég hygg að nákvæm skoðun sögunnar leiði það í ljós, að Lúðvík XIV. hafi látið sér það í léttu rúmi liggja, hvað „lýðurinn" — þjóðin — hugsaði um hann, svo að það stóð honum ekki fyrir svefni. Á hinn bóginn hefur hugur Ólafs áreiðanlega oft hvarflað að þessu engu síður en hugur þeirra Svav- ars eða Gröndals. — „Þessi ríkis- stjórn ætlar sér ekki þá dul að gera alla ánægða," sagði Ólafur í hásætisræðunni og brosti með vinstra andlitinu. Nú hefur hann náð þeim einstæða „árangri" að gera alla óánægða, — þó svo að það hafi verið „von ríkisstjórnar- innar að geta stuðlað að því að Nú ku nýr stjórnarsáttmáli vera i burðarliðnum eins og lamb á haustdegi. Ekki þótti Kristjáni á Hólmavaði það á vetur setjandi. bæta samfélagið og lífsskilyrði þess á ýmsa lund, þannig að íslenzkt þjóðfélag megi verða öðr- um til fyrirmyndar á sem flestum sviðum“. En sú von fæddist feig. Mislagðar hendur — þó handarvana! Fólk las um það í Alþýðublaðinu vorið 1978 að kratar væru gengnir í endurnýjun sinna pólitísku líf- daga, — hefðu fengið hormóna- sprautu frá Vilmundi eins og Chaplin og Adenauer í Sviss eftir stríðið. Kjartan Jóhannsson var fulltrúi þessarar „hormónakyn- slóðar Alþýðuflokksins" í ríkis- stjórninni. Þess vegna var þess beðið með eftirvæntingu, hvað hann hefði að segja 19. október: Ég held að of margir hafi gert sér of litla grein fyrir þeim vanda og þeirri hættu sem verðbólgan skapar í þjóðfélaginu, hafi gert sér of litla grein fyrir því, hvernig verðbólgan fæðir sjálfa sig og leiðir þannig til enn frekari verð- bólgu. 40—50% verðbólga, eins og við höfum mátt búa við að undan- förnu, ruglar allt verðmætamat. Allar peningalegar ákvarðanir, hvort heldur þær eru teknar í fyrirtækjunum eða á heimilunum við þetta verðbólgustig, eru brenglaðar," sagði hann, enda hefði þjóðin búið við efnahagslega óstjórn árum saman". Það felst mikið fyrirheit í þess- um orðum. Það kæmi raunar engum á óvart um ungan mann, eftir að hafa hlustað á hann tala svona, þótt hann færi úr jakkan- um og segði um leið og hann bretti upp ermarnar á skyrtunni: Við skulum láta hendur standa fram úr ermum! Og þegar við rifjum upp þetta ár síðan í fyrra og skiptum því niður í tímabil eftir eindögum Alþýðuflokksins og hugsum okk- ur, að í hvert sinn sé Kjartan Alþýðuflokkurinn, þá sjáum við hann líka oft fara úr jakkanum og bretta upp ermarnar. — En samt standa hepdur ekki fram úr erm- um, þótt skrýtið sé! Allan þennan tíma hefur ríkisstjórnin verið handalaus, og þó hefur henni fallið verk úr hendi; — henni hafa verið mislagðar hendur, ekkert innan handar og þó handarvana. „Stjórnin verður langlíf, ef...u Menn gerðu sér ekki miklar hugmyndir um Svavar Gestsson, þegar hann varð ráðherra. Að vísu þóttust menn skilja það eftir val hans í embættið, að ríkisstjórnar- flokkunum þætti embætti við- skiptaráðherra lítilsháttar miðað við margt annað, enda í samræmi við þá rækt, sem Ólafur hafði lagt við það í næstu stjórn á undan, meðan hann var að byggja upp það dómsmálakerfi, sem Vilmund- Eggert litli varð fjögurra ára fyrir skömmu og er hér með vini sinum. Þeir gætu báðir heitið Lífgjarn fyrir þá sök, að þeir hafa lifað af hörmungarnar, og eru þær vonandi allar að baki. Aðalfundur Kaupmanna- félags Austurlands Fyrsti aðalfundur Kaupmanna- félags Austfjarða var haldinn á Seyðisfirði 15. september, en fé- lagið var stofnað hinn 26. ágúst 1978. Fimmtán kaupmenn víðsvegar að af Austfjörðum, sátu fundinn auk fjölda gesta. Gísli Blöndal, Seyðisfirði, var endurkjörinn formaður félags- ins, en auk hans eru í stjórn: Margier Þórormsson, Fáskrúðs- firði, Elís Guðnason, Eskifirði, Gunnar Hjaltason.Reyðarfirði, Háskólafyrirlest- ur um hetjukvæði á Islandi og Wales Joan Turville-Petre, frá Somer- ville College í Oxford, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mánudaginn 2. október 1979 kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Frú Truville-Petre er ekkja Gabriels Turville-Petre, sem var prófessor í forníslenskum fræðum í Oxford, og störfuðu þau hjónin náið saman að fræðum sínum. Aðalfræðigreinar hennar eru fornenska, forníslenska og velska, og meðal annars hefur hún skrifað um íslenskar hómilíur. Fyrirlesturinn nefnist „Hetju- kvæði á íslandi og í Wales" og verður fluttur á íslensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands). Gunnar Vignisson, Hlöðum. Varamenn eru Pálína Imsland, Neskaupstað, Björn Sveinsson, Hlöðum. Fulltrúi í Fulltrúaráð Kaupmannasamtaka íslands var kjörinn Gunnar Hjaltason, en auk hans á formaður félagsins sæti í ráðinu. Endurskoðendur voru kjörnir Brynjar Júlíusson, Neskaupstað, Gunnþórunn Gunn- laugsdóttir Seyðisfirði. I frétt frá felaginu segir að á fundinum hafi komið fram miklar áhyggjur vegna aukinns tilkostn- aðar í verzunarrekstri á lands- byggðinni og bent var á að álagn- ing er í engu samræmi við dreif- ingarkostnaðinn. Jafnframt var bent á að fullnægjandi birgðahald við núverandi aðstæður er óhugsandi. Fram komu margar hugmyndir um aðstoð opinberra aðila við verzlun utan Reykja- víkursvæðisins. Má þar nefna auk- na þjónustu Ríkisskip, jöfnun símakostnaðar, leiðréttingu í skattamalum, eflingu lánasjóða verzlunarinnar, o.m.fl. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: 1. Aðalfundur Kaupmannafélags Austfjarða haldinn á Seyðis- firði 15. sept. s.l. skorar á Skipaútgerð ríkisins, að hraða endurskipulagningu á leiða- kerfi Ríkisskip og haldið verði áfram að auka þjónustuna við landsbyggðina með tíðari ferð- um. Fundurinn telur að þeim fjármunum, sem varið er til eflingar Ríkisskip, sé hagkvæm fjárfesting, sem varðar alla landsmenn. 2. Fundurinn beinir því til sér- leyfishafa og þeirra aðila sem stunda vöruflutninga á Austur- landi, að þeir komi upp þjónustuneti um svæðið. Fund- urinn bendir á að auðvelt væri að leysa þetta vandamál með því að fella þetta inn í fltuningakerfi Flugleiða. 3. Að fyrivöld símamála vinni viðstöðulaust að jöfnun síma- gjalda, í landinu og því verði lokið á sem sekmmstum tíma. 4. Að malefni landsbyggðarverzl- unarinnar verði án tafar tekin til athugunar og niðurstaða fáist sem fyrst, svo verzlunin megi þjóna þbí hlutverki sem henni er ætlað. 1 Iðnaðarbankinn hefur nú hækkað hámark mánaðarlegra innborgana í IB-lánakerfinu úr 75 þúsund í 100 þúsund krónur. Þetta er gert með tilliti til verðlagsþróunar, - til að mæta þörfum fólks. Horfðu eitt ár fram í tímann: Þinn Sþarnaður og IB-lánið. Samtals allt að krónum 2.545.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.