Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
13
trúaöur maöur og hef reynt aö
fylgja boöum Kóransins, en ég get
ekki beöið. Þaö er eins og úr mér
sé allur þróttur. Hver dagur er
skelfing og viö búum viö stööugan
ótta.“
Idhi Amraie var á leiö til Kanada
aö heimsækja dóttur sína og
fjölskyldu hennar. Dóttirin haföi
sent foreldrum sínum farseöla og
beöið þau aö koma. Amraie sagði,
aö konan sín væri ekki búin aö
gera þaö uþþ viö sig, hvort hún
færi. Þau hjón eiga son sem býr
meö konu og börnum í Teheran
skammt frá heimili gömlu hjón-
anna og hún er treg aö fara.
— Viö vildum ekki flýja, segir
hann. — Viö vildum taka til
hendinni og hjálþa til. En þaö getur
enginn ímyndað sér þaö ástand
sem ríkir í landinu. Blaöamenn
geta ekki lengur fjallaö aö neinu
ráöi um þaö, því aö þeir eru
unnvörpum reknir úr landi, ef þeir
anda einhverju út úr sér. Þaö
útheimtir mikiö hugrekki aö vera
erlendur blaöamaöur í íran nú. Viö
höfum sjálf engin innlend biöö. Allt
einkennist af ringulreiö, öngþveiti,
hvert sem litið er. Atvinnuvegirnir
eru í rústum, og í Qom situr ær
maöur og gefur út moröskipanir til
hægri og vinstri. Hann hefur svipt
írani allri gleöi sinni. Þaö liggur viö
þaö sé glæpur aö brosa, hvaö þá
meira. Þaö gerir okkur fæstum
neitt, þótt viö megum ekki neyta
áfengis, því aö um áfengisneyzlu
hefur veriö mjög lítiö. Hann hefur
hins vegar lagt hömlur á miklu fleiri
þætti sem varöa rétt einstaklings-
ins og þess vegna er íran nú
ógnarþjóöfélag. Um göturnar æöa
menn, trylltir og vopnaöir — þeir
skjóta fólk bara aö gamni sínu —
allt í nafni Allah. Er þaö ekki
voöalegt aö saurga nafn guös síns
á þennan hátt? Hvenær geturöu
hugsaö þér aö Allah myndi leggja
blessun sína yfir þau hryöjuverk
sem framin eru í nafni hans um
þessar mundir?
— Ég ber viröingu fyrir Bazar-
gan forsætisráöherra, hélt Amraie
áfram. — En hann var strax
halaklipptur og hefur ekki ráö yfir
einu né neinu. Hann viröist halda
að hann geti verið einhver bremsa
á Khomeini, en ég fæ ekki komiö
auga á þaö.
— Aftur á móti hallast æ fleiri
aö því aö trúa aö Shapur Bakhtiar
sé sá sem kynni aö geta rétt landiö
viö. Þegar keisarinn skipaöl hann
forsætisráðherra og féllst síöan á
aö fara, var ég ánægöur. Bakhtiar
er skeleggur og vitur og enginn
getur boriö honum óheilindi á
brýn. En hann varö aö fara. Þessir
febrúardagar komu og viö fögnuö-
um. Sjaldan held ég aö þjóöin hafi
veriö jafn samstillt. Nú er ekki svo
aö skilja aö ég vilji einhliöa for-
dæma keisarann. Hann geröi
marga stórmerkilega hluti og reif
okkur út úr miööldunum. En hann
fór of geyst, varö tortrygginn og
grimmur. Samt eigum viö eftir aö
njóta ávaxta margs þess sem gert
var í hans tíö. En ég held enn, aö
þrátt fyrir allt hafi hann oröiö aö
fara, því að hans tími var liöinn.
Okkur fannst mörgum aö trúarlíf í
íran heföi verið stórkostlega van-
rækt og meöal annars vegna þess
hve íranir eru eölistrúaöir var
Khomeini fagnað. Nú er hann
búinn aö ráöskast meö okkur í
meira en hálft ár og afleiöingar eru
slíkar, aö ég fæ næstum því kökk í
hálsinn. Þaö veröur svo mikill
sársauki í hjartanu þegar fegursti
draumur manna er fótum troöinn,
sagöi Ihdi Amraie viö mig aö
skilnaöi.
Og sem Amraie er nú væntan-
lega í góöu yfirlæti hjá dóttur sinni
í Kanada heldur vitfirringin áfram í
íran. Khomeini heldur áfram aö
safna völdum í gamlar hendur
sínar og er nú meöal annars aö
bræöa meö sér hvort hann sé ekki
í raun og veru hinn tólfti imam —
sá sem týndist fyrir ellefu hundruö
árum — endurholdgaöur og sé nú
kominn til aö úthella réttlætinu yfir
lýöinn.
Nýjasta vinkona
Karls Bretaprins
Stúlkan á myndinni
heitir Sabrína Guinnes
og er nýjasta vinkona
Karls Bretaprins. Mynd-
in er tekin í s.l. viku á
flugvelli í Lundúnum er
Sabrína hélt í helgarfrí
til Karls þar sem hann
dvelst í Balmoral á
sveitasetri í eigu frænda
Filips prins.
Sabrína er 24 ára, dóttir
bankastjórans James
Guinnes og er hún erfingi
frægustu ölgerðar Bret-
landseyja, Guinnes öl-
gerðarinnar. Sabrína hef-
ur nýlega sést mikið með
Karli, meðal annars
horfðu þau saman á póló-
keeppni í s.l. mánuði.. Að
keppninni lokinni héldu
þau hvort sína leið. En er
bifreiðar þeirra voru
komnar nokkurn spöl frá
leikvanginum, og þau
skötuhjúin héldu að eng-
inn sæi til, voru þær
stöðvaðar og Sabrína hélt
yfir í ökutæki prinsins.
Sabrína Guinnes er
ekki eina vinkona prinsins
sem heimsækir hann á
sveitasetrið í Balmoral.
Sá heiður féll einnig í
skaut lafði Jane Wellsley,
fyrrverandi vinkonu
prinsins.
BLOM OG ROMAIYTIK
•BLOMgÁ\EXrm
50 ára afmœlissýmng að Hótel Loftleióum,
laugardagirm 29. september, sunmidagirm 30. september
Dagsskrá báða dagana
Opin blómavinnustofa
kl. 10 - 12 f.h.
Tilsögn í blómaskreytingum
fyrir almenrúng.
Sérstakur blómaveislumatseðill
kl. 12 - 14 og kl. 18:30
í Blómasal hótelsins.
„Blóm í hárið“
kl. 14 og 19 og 21
Hárgreiðslusýning með blómaívafi
Elsa Haraldsdóttir, Salon VEH
„Hausttískan 1979“
kl. 14:25 og 19:20
og 21:30
Marta Bjamadóttir, versl. EVA
Snyrtist.Maja, Ingibjörg Dalberg
Blómaskreytingar úr
þurrkuðum blómum
kl. 15:30 og 20:00
Skreytingar frá Erik Bering,
Kaupm.höfn og Hendrik Bemdsen,
Blóm & Avextir
Guðrún A. Símonar
kl. 20:3Q
Undirleik artnast Arrú Elfar
Blómahöldur frá 18. öld
úr safrú Eriks Bering
Pétur Friðrik, listmálari,
sýrúr blómamyndir
Blómamarkaður
Þurrkuð og lifandi blóm á
sérstöku blómatorgi
Kynning Interflora Hr. J. Stampe
OPIÐ FRÁ 10 f.h. til 23:00 báða dagana
Aðgangseyrir: 1500 krónur.