Morgunblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
HLAÐVARPINN
Isframleiðsla...
Stöllurnar á myndinni gæða sér á ísnum sem virðist fara vel í þær ef dæma má eftir svipnum, en þær eru
aðeins með brotabrot af þeim þúsund tonnum af ís sem íslf ndingar háma i sig á ári.
Borðum 1000 tonn af ís á ári
Láta mun nærri að íslendingar
borði um 1000 tonn af ís á hverju
ári og má varla minna vera eins
og oftast er hlýtt í veðri á gamla
Fróni. Mjólkursamsalan fram-
Ieiðir um 1,5 milljón lítra af ís á
ári, en eðlisþyngdin á isnum er
um o,5 þannig að um 700— 800
tonn er að ræða. ísgerðirnar eru
þrár, Mjólkursamsalan, Kjöris
og Rjómaísgerðin sem framleiðir
blönduna fyrir mjólkurisvélarn-
ar.
Mjólkursamsalan er langstærsti
framleiðandinn og hefur fram-
leiðslan aukizt um 15% á s.l.
tveimur árum. Höfuðuppistaðn í
ísnum er mjólk og rjómi.en að
auki eru ýmis efni, svo sem
bragðefni. Kjörís framleiðir hins
vegar jurtaís, með jurtaolíu í stað
rjóma og fitugjafa.
Vinsælasti ísinn á íslandi, eins
og í öðrum löndum, er vanilluísinn
og síðan kemur súkkulaðiísinn.
„Sturlungaöld í Skagafirði ” ••• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Ráðherra í fangbrögð-
um undir garðslöngubunu
ÞEGAR Ragnar Arnalds mennta-
málaráðherra veitti stöðu skóla-
meistara á Sauðárkróki fyrir
skömmu virti hann að vettugi álit
neirihluta skólanefndar sem
mælti með ólafi Víði Björnssyni
yfirkennara í Reykjavik, en hann
er Sauðkræklingur og mun hafa
undirbúið sig sérstaklega til þess
starfs sem hann sótti um. Ragnar
veitti hins vegar flokksbróður
sinum, Jóni Hjartarsyni, embætt-
ið, en hann hefur starfað á
Akureyri. Hefur ráðherrann ugg-
laust ekki skynjað það að enn er
heitt blóðið í Skagfirðingum, því
að ekki var málinu endanlega
lokið með pennastriki ráðherr-
ans. Ólafur Viðir mun hafa verið
mjög vonsvikinn með úrslitin, en
enn hefur það sannast að ber er
hver að baki nema sér bróður
eigi.
Bróðir Ólafs Víðis tók sig til eitt
síðkvöld og sótti ráðherrann heim
á heimili hans í Varmahlíð í
Skagafirði. Barði hann dyra er
langt var Iiðið á kvöld og kom
eiginkona ráðherrans til dyra.
Tilkynnti komumaður henni um-
búðalaust að hann væri kominn til
þess að koma ráðherranum fyrir
kattarnef, því að ekki væri seinna
vænna. Gerði eiginkonan engar
athugasemdir við það, en kvað
ráðherrann hins vegar ekki heima
og komumaður skyldi því koma
sér strax á dyr þar sem þetta væri
ekki hennar mál. Var dyrum síðan
skellt í lás. Ekki lét Skagfirðing-
urinn deigan síga þrátt fyrir þetta
og tók nú til við ýmiss konar
snyrtingu á garði hússins, það er
að segja í öfugu hlutfalli við það
sem það orð merkir og fauk nú
sitthvað fram og til baka í garðin-
um af trjám og öðru sem ekki var
algjörlega jarðfast. Þar kom að er
ráðherranum, sem hafði fylgst
með bak við gluggagardínur, þótti
ráðlegast að snaka sér í brækur og
reyna að verja land sitt fyrir
komumanni og varð nú skjótt
mikill hamagangur á hlaðinu,
fangbrögð snör, veltur og dynkir.
Ekki leið á löngu þar til ráðherr-
ann fór ískyggilega mikið halloka
fyrir komumanni. Þótti eiginkon-
unni þá ráðlegast að grípa til
sinna ráða. Hljóp hún til og sótti
forláta garðslöngu sem nýlega
hafði verið keypt, allkraftmikla og
kom hún bununni á fangfélagana,
sem urðu all rosalegir ásýndum.
Mun moldarleðja afa spýtzt í
augu komumanns og slapp ráð-
herrann þá úr fangbrögðunum að
slöngunni og náði taki á henni
með konu sinni. Gátu þau síðan
hrakið komumann á brott með
kraftmikilli bununni og færðist þá
friður yfir en þjakaður mun ráð-
herradómurinn hafa verið næstu
daga á eftir.
„Þvíég
þarfeinnig
aðlifa”
Alfreð Jónsson oddviti í Grímsey er landsþekktur fyrir snörp
tilsvör sín og frásögur. Nýlega þurfti Alfreð að fara til læknis og
sagðist honum svo frá þeirri ferð:
Eg fór til læknisins og að lokinni skoðun skrifaði hann lyfseðil og
síðan þurfti ég að borga honum offjár. Ekki þótti mér það neitt
undarlegt, því að læknirinn þarf jú að lifa. Síðan hélt ég til
lyfsalans og fékk lyfið, þegar ég hafði borgað enn meira en hjá
lækninum. Ekki þótti mér það skrítið, því að lyfsalinn þarf jú
einnig að lifa. Að þessu loknu fór ég heim og henti lyfjunum, því að
ég þarf einnig að lifa.
Lœknirinn og píparinn
Og svo var það sagan af læninum og píparanum. Læknir nokkur
hringdi í pípulagningamann kl. 6 á aðfangadag og bað hann að
koma hið snarasta þar sem eldhúsvaskurinn væri stíflaður hjá
honum og allt í volli þar sem ekki yrði hægt að vaska upp eftir
jólamatinn. Píparinn benti lækninum á það hvaða dagur væri, en
læknirinn svaraði því til að ekki væru læknarnir spurðir að því
hvaða dagur væri þegar þeir væru ræstir út á öllum tímum
sólarhringsins. Píparinn lét þetta gott heita og mætti á staðinn.
Þegar hann kom að vaskinum, bankaði hann í gripinn og setti síðan
töflu úr glasi ofan í vaskinn, skrúfaði frá, en ekkert skeði, þá setti
hann aðra töflu og skrúfaði frá, en ekkert skeði, þá setti hann aðra
töflu og skrúfaði enn frá en ekkert skeði. „Þú hringir í mig eftir
þrjá daga ef þetta verður ekki orðið gott þá,“ sagði píparinn um leið
og hann kvaddi.
Bregttu
Flugleiða-
merkinu
Verkalýðsblaðið, málgagn einingasamtaka kommúnista tók sig
til í vikunni og breytti hinu nýja merki Flugleiða eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd.
Meira erfiði en hjá Guði
Það var á Spáni fyrir skömmu, nánar tiltekið á Torremolinos, að
einn íslenzki ferðaskrifstofustjórinn efndi til hátíðar sem ferða-
langar á hans vegum gátu keypt miða á og var talsverður
mannfjöldi mættur á staðinn. í upphafi veizlunnar hélt forstjórinn
ræðu og hóf mál sitt á þessa leið: Samkvæmt Biblíunni kostaði það
Guð mikið erfiði að skapa himin og jörð, en þið vitið ekki hvað það
hefur kostað mig mikið erfiði að skapa ykkur þá aðstöðu sem þið
hafið hér.—
Dauaþögn mun hafa ríkt um stund að lokinni yfirlýsingunni.
Sólveig á
ferðinni í
Kaupin
Þessa dagana stendur yfir sýn-
ing á verkum Sólveigar Eggerz
Pétursdóttur í Gallerí Gammel
Strand í Kaupmannahöfn, en
Sólveig hefur sýnt þar á hverju
ári um árabil og verk hennar eru
stöðugt í sölu í Kaupmannahöfn.
Stíll hennar þykir mjög sérstæður
og hafa verk hennar áunnið sér
marga aðdáendur.