Morgunblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
15
Róbert syngur lög
Gylfa Þ. á nýrri plötu
Nýlokið er upptöku á nýrri hljómplötu hjá Fálkanum þar sem Róbert
Arnfinnsson leikari syngur lög Gylfa Þ. Gíslasonar við ljóð ýmissa
skáida þjóðarinnar. Þetta er önnur hljómplatan sem Róbert syngur með
lögum Gylfa, en fyrri platan heitir:við Sundin blá.
Jón Sigurðsson bassaleikari sá um útsetningu plötunnar eins og
þeirrar fyrri, en von er á plötunni á markað innan skamms.
Gítarleikur... ii^^^^HHHHHHHHHHHHI
„Vona að landinn lœri að
meta klassíska gítarinn”
SÍMON H. ívarsson gítarleikari
heldur um þessar mundir klass-
iska gítartónleika viða um land,
en Símon er einn af fáum íslend-
ingum sem stundað hafa lang-
skólanám i gitarleik. Hann mun
að þessu sinni halda tónleika i
Vestmannaeyjum, á Akureyri,
Húsavik, í Reykjavík og víðast á
Austfjörðum. Við röbbuðum við
hann um feril hans og námið.
„Ég er að læra í Vín, hef verið
þar undanfarin fjögur ár og stefni
að því að ljúka námi næsta vor. Ég
hef einbeitt mér að klassískri
tónlist þessi fjögur ár, en hef nú
snúið mér að flammingotónlist,
sérstaklega vegna tækniþjálfunar
þar sem hún veitir mjög góða
þjálfun í tækni."
Að loknu námi í Vín ætlar
Símon að fara til frekara náms
hjá mjög þekktum gítarleikara í
Sviss, „en síðan hyggst ég koma
hingað heim,“ sagði hann í spjall-
inu við Hlaðvarpann.
„Það hefur hins vegar vakið
furðu mjna,“ hélt hann áfram, „að
svo virðist sem markaðurinn fyrir
sígilda tónlist á gítar sé fullmett-
ur og hefur það vakið furðu mína.
Ég hef orðið var við það að þegar
ég hef kannað möguleika á að
halda tónleika úti á landi þá svara
menn því til að það gangi ekki af
því að ég hafi komið í fyrra. Einir
tónleikar á ári er ekki mikið á
einum stað, en ef til vill þarf fólk
að venjast þessu fyrirkomulagi.
Ég get hins vegar ekki neitað því
að þetta hefur valdið mér von-
brigðum, en ég vona að landinn
muni læra að meta klassíska
gítarinn."
HELGARVIÐTALIÐ
90 ára í Spánarferð
„Og svo uoru allar
þessar ftugvélar
að skipta um fólk ”
Á nítugasta aldursári brá
hún Bér til Spánar og spók-
aöi sig í sólinni eins og hver
annar, lá meira aö segja á
ströndinni í makindum. Hún
gaf ekkert sinn hlut meö
stafinn sinn, jafnvel um
nóttina þegar seinkun varö
á fluginu heim til íslands fór
hún sínu fram í rólegheitun-
um. Hins vegar þótti sumum
það kynlegt aö hún gekk
meö þeim síöustu um borö í
flugvólina og varö aö leita
sér aö sæti, allir hinir yngri
voru víst svo þreyttir aö þeir
gátu ekki hliöraö til fyrir
gömlu konunni. Viö röbbuö-
um viö hana um feröina sem
hún fór meö dóttur sinni,
Þórdísi í Ferjukoti, en sjálf
heitir konan Guörún Berg-
þórsdóttir og býr í Borgar-
nesi.
„Jú, ég verö níutíu ára í maí
á næsta ári, en þaö eru
nokkrir áratugir síöan ég fór
til útlanda. Þá fór ég tíl
Noregs og Færeyja, viö fór-
um þá með Ingólfsstyttuna
þegar hún var gefin Norö-
mönnum.
Jú, jú, þaö gekk allt vel á
Spáni, mér líkaöi Ijómandi og
engin ástæöa til þess aö
setja út á. Þaö var allt ná-
kvæmt á hótelrnu, viö fengum
mat og svo gátum við sofið í
flugvélinni heim eftir seinkun-
Ina.
Neí, ég er ekkert eftir mig
og var frísk alla dagana. Ég lá
stundum úti á ströndinni á
beddunum þar. Ég var svona
tíma og tíma í einu í sólinni,
er nú ekki sólgin í hana.
Llt að skemmta mér? Jú,
við fórum í boð í hótelinu og
þeir örguöu og görguöu þar
spilararnir, þeir voru ósköp
villimannlegir greyin, en ég er
ekkert aö dæma þetta ef
þetta verður aö vera svona.
Guðrún Bergþórsdóttir á heimaslóð. Ljósmynd Einar
Ingimundarson.
Hóteliö? Viö vorum á gríð-
arstóru hóteli, en ekki vil ég
nú vera aö bera nafnið fram.
Þar heima gátum við eldaö á
gasi og höföum þaö alveg
ágætt.
Aftur? Nei, ég myndi ekki
fara aftur í neina siglingu
héöan af, ekki af því að ég sé
lasin, heldur vegna þess aö
mig langar mest að vera kjur
heima, það fer nú aö halla
undan fæti þótt ég hafi haft
lítið af veikíndum að segja.
Ég lá aðeins á spítala í sumar
og fékk kúluliö í mjöðmina,
hef ég heyrt maður getur ekki
séö þetta sjálfur.
Brún í sólinni? Jú, ég varö
dálítið útitekin og hraustleg.
Varö aldrei þreytt, því aö viö
fórum altt í strætisbílum eöa
hinseginbílum hvort sem viö
fórurr. í verzlanir eöa eitthvað
annað aö gamni.
Fannst þér ekki asi í út-
landinu?
Jú, mikil ósköp, fólkiö var á
ferö og flugi og straumurinn í
borginni gassalegur. Svo
voru allar þessar flugvélar
sem voru að koma og fara og
skipta um fólk. Manni bregö-
ur dálítiö viö úr fámenninu,
en þetta haföi engin vond
áhrif á mig og engin heyrði ég
styggöaryrðin.
- á.j.
Forneskja...
„Hefðbundinn ”
svartigaldur
á íslandi
Við rákumst á frétt í vikunni
frá íslandi á forsíðu í dagblaðinu
Hongkong Standard. Þar var
fyrirsögn um svartagaldur á
íslandi. í fréttinni segir að
andstæðingar flotaheimsóknar
NATO til Reykjavíkur fyrir
skömmu hafi framið svartagald-
ur að „hefðbundnum sið“ gegn
herskipunum í flotaheimsókn-
inni með því að reisa nýskorinn
hrosshaus á stöng þar sem
skipin lágu við bryggju. Segir
blaðið síðan að þessi táknræni
svartigaldur hafi eitt sinn verið
notaður til þess að reka burtu
óvini, en hafi að þessu sinni ekki
haft nein sýnileg áhrif á flotann.
Hins vegar hafi hestamaður í
borginni kvartð til lögreglunnar
yfir níðstönginni þar sem hestar
hans hafi fælzt. Það er nú
munur að fá slíkar landkynn-
ingar þar sem útlendingar halda
að slíkar athafnir séru siðvenja í
íslenzku þjóðfélagi í dag.
Vísan...
Haf
tilfininga
Tvær vísur birtar í Hlað-
varpanum í dag sem við
lærðum af gamalli konu
fyrir all löngu, en ekki
vitum við hver er höfund-
ur vísnanna.
Tilfinningaheftu haf
hugrenninga vanda.
Geðshræringum æstum af
óhamingjur standa.
Lánaðu mér lítinn skammt
af lífsreynzlunni þinni.
Verði þér í geði gramt
ó, gættu að skynseminni.