Morgunblaðið - 29.09.1979, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
F jórðungsmót á Kald-
ármelum næsta sumar
Austfirdingar
vilja einnig
halda
fjórdungsmót
VESTLENDINGAR hafa nú
ákveðið að fjórðungsmót
þeirra næsta sumar verði hald-
ið á Kaldármelum á Snæfells-
nesi. Er þetta í fyrsta skipti
sem fjórðungsmót er haldið á
Kaldármelum en til skamms
tíma var talið að þetta mót yrði
haldið í Faxaborg við Hvítá.
Stjórn Hestamannafélagsins
Faxa vildi hins vegar ekki
taka að sér að annast fram-
kvæmd fjórðungsmótsins að
þessu sinni og bentu forsvars-
menn Faxa á, að það hefði
komið í þcirra hlut að standa
fyrir fjórðungsmótum í iands-
hlutanum fram að þessu og
væri því ástæða til að önnur
félög tækju nú við. Einnig
töldu Faxamenn mótssvæðið í
Faxaborg vart undir það búið
að taka við fjórðungsmóti að
sinni.
Austfirðingar hafa einnig
leitað fast eftir því að fá að
halda fjórðungsmót næsta sum-
ar en enn hefur ekki fengjst
tilskilið leyfi Búnaðarfélags ís-
lands til þess. Búnaðarfélagið
greiðir verðlaunafé kynbóta-
hrossanna á fjórðungsmótum.
Að sögn Þorkels Bjarnasonar,
hrossaræktarráðunauts, áttu
Vestlendingar rétt á fjórðungs-
mótinu nú en að réttu ætti ekki
að halda fjórðungsmót á Aust-
urlandi fyrr en eftir næsta
iandsmót eða á árinu 1983.
Fjórðungsmót 1981 á að vera á
Suðurlandi. Þorkell sagði að
Búnaðarfélagið hefði aldrei
fallist á þá samþykkt ársþings
Landssambands hestamannafé-
laga á Höfn í Hornafirði 1977,
að fjórðungsmót skyldu haldast
á Austur- og Vesturlandi sama
ár.
Þorkell sagði, að sýningar-
nefnd Búnaðarfélagsins, sem
skipuð er fulltrúum félagsins og
L.H., hefði fjallað um þetta mál
í vor og ekki séð ástæðu til að
breyta þeim reglum, sem gilt
hefðu fram að þessu, og því
mælt með, að fjórðungsmót
næsta sumar yrði á Vestur-
landi. „Þó að ákveðin samþykkt
um þetta hafi verið gerð á þingi
L.H. fyrir nokkrum árum
Hestar
Umsjón* Tryggvi
Gunnarsson
fannst okkur í nefndinni ekki
liggja nógu skýrt fyrir hver
væri vilji hrossaræktenda í
þessu máli og vildum því kanna
málið betur áður en við mæltum
með því fyrirkomulagi að hafa
tvö fjórðungsmót sama árið.
Við bentum Austfirðingum hins
vegar á, að þeir ættu þess kost
að halda héraðssýningar sam-
kvæmt búfjárræktarlögum.
Héraðssýningarnar voru upp-
haflega settar inn í lögin til að
hægt væri að skjóta þeim inn í
þegar langt væri á milli stór-
móta svo sem lands- og fjórð-
ungsmóta. Héraðssýningarnar
gera nákvæmlega sama gagn
fyrir kynbótastarfið og fjórð-
ungsmóta eins og verður ef við
fáum ekki mót næsta sumar.
Fjórðungsmótin eru eini mögu-
leikinn til að fá samanburð á
hrossum innan fjórðungsins.
Héraðssýningar koma ekki
nema að litlu gagni, þar sem
félögin hér eru lítil og svæðin
innan fjórðungsins sundurskil-
in og hestamenn á Austurlandi
eiga ekki auðvelt með að koma
saman nema við sérstakar að-
stæður. Fjórðungsmótin eru
líka alltaf hvati fyrir hesta-
mennskuna og hrossaræktina á
svæðinu. Því er haldið fram, að
til þess aö unnt sé að halda tvö
fjórðungsmót næsta sumar
þurfi lagabreytingu en mér er
spurn, á hvaða forsendu hefur
slíkt þá verið heimilað áður.“
Fram kom hjá Ingimari, að
Búnaðarsamböndin í Aust-
ur-Skaftafellssýlu og á Austur-
landi hafa skrifað stjórn Bún-
aðarfélagsins og óskað eftir því
að heimilað verði að halda
fjórðungsmót á Austurlandi
næsta sumar. Þá hefur stjórn
Landssambands Hestamanna-
félaga einnig fjallað um þetta
mál. Ef af verður er gert ráð
fyrir að mótið verði haldið á
Iðavöllum, mótssvæði Freyfaxa.
Kaldármelar eru mótssvæði
Hestamannafélagsins Snæfell-
ings og hefur Leifur Kr.
Jóhannesson, ráðunautur í
Stykkishólmi, verið ráðinn
framkvæmdastjóri fjórðungs-
mótsins á Kaldármelum næsta
sumar.
5 fyrstu árgangar Hests-
ins okkar endurprentaðir
í SUMAR var lokið við að
endurprenta fimm fyrstu
árganga Hestsins okkar, tíma-
rits Landssambands hcsta-
mannafélaga. Ritnefnd Hests-
ins okkar ákvað að hefjast
handa við að endurprenta þau
tölublöð, sem ekki eru lengur
fáanleg i tilefni af 20 ára
afmæli blaðsins. Eldriárgangar
Hestsins okkar hafa síðustu ár
margir hverjir verið ófáanlegir
utan fáein einstök, sem slæðst
hafa inn i fornbókaverzlanir.
Vildi ritnefndin með þessari
endurprentun gefa þeim stóra
• —
hópi fólks, sem bætst hefur í
raðir hestamanna á síðustu
árum tækifæri á því að eignast
eldri árganga blaðsins en í því
er að finna margvíslegan fróð-
leik um hesta og hestamennsku.
Sem fyrr sagði var í fyrstu
tekið til við að endurprenta
fyrstu fimm árgangana, sem út
komu á árunum frá 1960 til og
með 1964 en á þessum árum
komu árlega út 3 tölublöð. Er
ætlunin að framhald verði á
þessari endurprentun og næst
verði teknir fyrir 6. til 10. ár-
gangur en forsenda þess að
framhald verði á þessu starfi er
að þau blöð, sem nú hafa verið
endurprentuð seljist.
Þau tölublöð, sem nú hafa
verið endurprentuð eru eins og
önnur blöð af Hestinum okkar
til sölu á afgreiðslu blaðsins á
skrifstofu Landssambands
hestamannafclaga í Fáksheimil-
inu við Elliðaár en skrifstofan er
opin virka daga milli kl. 13 og 18.
Þá er hægt að fá blöðin send í 1
póstkröfu.
Hvert endurprentað
tölublað er selt á 2.000 kr. og
kostar árgangurinn því 6.000 kr.
og allir fimm árgangarnir í heild
30.000 kr. Þau blöð, sem enn eru
til af fyrstu prentun af Hestin-
um okkar fram til þessa eru nú
seld á 1.000 kr. blaðið. Áskriftar-
verð Hestsins okkar 1979 er
3.500 kr. og að auki póstkröfu-
gjald sé áskriftarverðið ekki
innheimt af hestamannafélögun-
um.
Hér gefur að líta fyrsta árgang Hestsins okkar en alls eru það 15 blöð, sem hafa verið endurprentuð.
Arni
Ketilbiarnar
frá
Stukkishólmi
80 ára:
„Ég vinn enn fullan vinnudag
og má vinna allt til hundrað ára
aldurs, ef ég get,“ sagði Árni
Ketilbjarnar, en hann heldur upp
á 80 ára afmæli sitt í dag. „Ég er
við hestaheilsu og hef aldrei lagst
á sjúkrahús á þessum 80 ára ferli
mínum, og ekki kennt mér meins,
að undanskildu kvefi, sem ég hef
fengið nokkrum sinnum um æv-
ina,“ sagði hann, er blaðam. Mbl.
heimsótti hann á heimili hans við
Strandasel í Reykjavík.
Árni er fæddur 29. sept. 1899 að
Klukkufelli í Reykhólasveit. „Faðir
minn var bóndi þar, Ketilbjörn,
sonur Magnúsar hreppstjóra og
fræðimanns í Tjaldanesi við Gils-
fjörð, Jónssonar hreppstjóra Orms-
sonar, Sigurðssonar að Króksfjarð-
arnesi og síðar að Kleifum í Gils-
firði og konu Jóns hreppstjóra,
Kristínar Eggertsdóttur Olafsson-
ar í Hergilsey á Breiðafirði. Faðir
minn var tvígiftur. Fyrri kona
hans var Margrét Snorradóttir frá
Álftatungu á Mýrum vestur og áttu
þau þrjá syni, sem komust til
fullorðinsára. Seinni kona hans var
systir fyrri konunnar, Halldóra
Snorradóttir. Ég var einn af fjór-
um börnum þeirra, er komust til
fullorðinsára."
Árni er maður ættfróður og
rekur ættir sínar langt aftur í aldir
og getur þar um nöfn margra
merkra manna, sem kunnir eru úr
íslendingasögunum. — „Ég leik
mér nokkuð að ættfræði og hef
„Du,somkom”
— Ný ljóðabók eftir
Þorstein Stefánsson
komin út í Danmörku
Komin er út i Danmörku hjá
Birgitte Hövrings Biblioteksforlag
Ijóðabókin „Du, som kom“ eftir
Þorstein Stefánsson.
Þetta mun vera frumraun höfund-
ar á sviði ljóðlistar en Þorsteinn er
þekkt sagnaskáld hér heima og
erlendis. Fyrsta bók hans „Frá
öðrum hnetti" kom út 1935. Ungur
að árum flyst Þorsteinn til Dan-
merkur, fetar í fótspor frægra sam-
landa sinna og tekur að skrifa á
dönsku. Bækur hans fengu góðar
viðtökur og hlutu lof gagnrýnenda.
Til dæmis má geta þess að Þorsteinn
hlaut hin mikilsvirtu H.C. Andersen
bókmenntaverðlaun fyrir bók sína
„Dalurinn". Alls munu á annan tug
bóka hafa komið út eftir Þorstein og
margar þeirra verið þýddar á
íslensku. Einnig hafa bækur eftir
hann verið þýddar á fleiri tungumál,
t.d. ensku og gefnar út þar í landi.
Á kápusíðu hinnar nýju ljóðabók-
ar Þorsteins „Du, som kom“ er þess
getið, að haustið 1975 hafi yfir-
barnabókavörður Rigmor Birgitte
Hövring (1930—1978) stofnað eigið
útgáfufyrirtæki BHB með það mark-
mið fyrir augum að kynna íslenskar
bókmenntir.
Kynning á kápusíðu er ekki lengri
en eins og mörgum er kunnugt var
Þorsteinn meðeigandi forlagsins frá
stofnun og ^iuk þess aðalþýðandi.
Þorsteinn er mikill tungumálamaður
og jafnvígur á þrjú mál, íslensku,
dönsku ng ensku.
Það er í mikið ráðist að stofna
bókaforlag með svo til tvær hendur
tómar. En hvað um það, með sam-
stilltum vilja og sameiginlegu átaki
er hægt að lyfta Grettistökum.
Birgitte og Þorsteinn áttu í ríkum
mæli kjark, gáfur og dugnað, já, og
síðast og ekki síst þann hugsjónaeld
sem öllum hindrunum ryður úr vegi.
Á þessum stutta tíma síðan for-
lagið var stofnað hefur það starfað a
miklum þrótti og gefið út nálægt
hálfan annan tug íslenskra bóka,
flestar í þýðingum Þorsteins, en
hann hefur fyrir löngu hlotið viður-