Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Björgunars tarf ofar
dœgurþrasi og erjum
Svo aðrir
megi lifa
DETACMME.K1T 14
Iheimsókn hjá
hjörgunarsveit
Varnarliösins
Fyrri grein
Texti:
Ágúst I. Jónsson
Myndir:
Kristján Einarsson o.fi.
I maimánuði 1977 nauðlenti finnsk ferjuflugkona eins hreyfils sjóflugvél sinni 110 sjómilur suðvestur af Reykjanesi.
Konunni var bjargað um borð í rannsóknaskipið Árna Friðriksson og síðan um borð í þyrlu björgunarsveitarinnar, sem
fljótlega kom á vettvang. (Ljósm.: Oskar Sæmundsson).
„bAÐ FER ekki á milli mála, að
sú hjálp við sjúka og sára og
björgun manna úr bráðum
lífsháska, sem björgunarsveit
varnarliðsins hefur veitt á und-
anförnum árum, hefur að vonum
vakið verðskuldaða athygli
þeirra, sem láta sig þessi mál
varða og setja þau ofar öllu
dægurþrasi og erjum.“ Svo ritar
Hannes Hafstein framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélags íslands i
árbók SVFÍ 1975 og fer hann þar
nokkrum orðum um giftudrjúgt
starf þessarar sveitar, sem hóf
störf með varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli siðla árs 1971.
Aðstoð varnarliðsins við leitar-
og björgunarstörf var engan veg-
inn óþekkt hérlendis áður en
þessi sérþjálfaða björgunarsveit
hóf störf. Þau verkefni höfðu
áður verið innt af hendi frá
stöðvunum i Woodbridge á Eng-
landi og Lajez á Azoreyjum.
Höfðu sveitirnar hverju sinni um
tveggja vikna viðdvöl hér hver
hópur með Hercules-björgunar-
flugvélar, en þá voru hér þyrlur
af gerðinni H-19 frá flughernum
bandariska og H-34 frá sjóhern-
um.
Þáttaskil urðu er björgunar-
sveitin, sem er Sveit 14 innan 39.
sveitar ARRS eða Aerospace
Rescue and Recovery Squadron,
hóf störf hér á landi. Á Kefia-
vikurflugvelli eru þrjár Jolly
Green Giant-þyrlur. Sömuleiðis
er þar ávallt ein Hercules-
björgunarflugvél, en um þann
þátt i starfi sveitarinnar er höfð
samvinna við herstöðina í Wood-
bridge i Englandi.
Frá 1971 hefur 14. sveitin bjarg-
að 155 manns, en á þessu ári eru
bjarganirnar orðnar 10 talsins.
Ferðirnar, sem sveitin hefur farið
til hjálpar sjúkum og særðum, eru
þó orðnar mörgum sinnum fleiri. í
þessum tölum eru aðeins taldar
ferðir þegar mannslífum hefur
verið bjargað, annað er ekki skráð
sérstaklega í bókum ARRS t.d.
almennir sjúkraflutningar.
Það er ekki tilviljun að Sveit 14,
eins og björgunarsveitin á Kefla-
víkurflugvelli verður kölluð hér
eftir í þessari grein, hefur tvívegis
verið valin bezta flugbjörgunar-
sveitin innan bandaríska flug-
hersins. Síðara skiptið var 1977—
78. Að verða slíks heiðurs aðnjót-
andi segir e.t.v. meira en mörg
hástemmd lýsingarorð um hæfni
og hetjudáðir þeirra manna, sem
innan sveitarinnar starfa og þeir
hafa unnið við hinar erfiðustu og
ólíkustu aðstæður.
Að staðaldri er Sveit 14 skipuð
44—46 mönnúm, sem allir hafa
hlotið mikla þjálfun og margir
þeirra eru með langan starfsaldur
að baki við björgunarstörf. Til
þess að vera betur undirbúnir og
til að geta náð sem beztum
árangri við erfið björgunarstörf,
eru æfingar mjög tíðar. Þær eru
látnar líkjast sem mest raunveru-
leikanum og því sem kann að bera
að höndum næst þegar kallið
kemur.
9 þyrluflugmenn eru í sveitinni,
5 vélamenn eða flugvélstjórar og 8
fallhlífastökkvarar. Allir hafa
þessir menn hlotið mjög mikla
þjálfun og þá einkum hver á sínu
afmarkaða sviði, en t.d. eru
stökkvararnir ekki síður sérstak-
lega þjálfaðir sem sjúkraliðar.
Mikil og ströng skilyrði eru gerð
til þessa starfs, og auk stökksins
sjálfs við margbreytilegar aðstæð-
ur, er aðstoð við sjúka og sára
þeirra sérfag. Skiptir þá ekki máli
hvort staðurinn er á fjöllum uppi,
í frumskógum eða á hafi úti.
Flugvirkjarnir gegna miklu hlut-
verki og það er í þeirra verkahring
að sjá svo um að þyrlurnar séu
ávallt tiltækar og geti skilað því
hlutverki, sem þeim er ætlað.
Talið er að hver flugtími þyrlu
útheimti 16 tíma eftirlits- og
viðhaldsvinnu.
Áhafnir og það lið, sem starfar
á og við Hercules-vélarnar, telst
ekki til Sveitar 14, en samvinnan
er svo náin að vart verður á milli
skilið. Eitt af því, sem krefst
sérstakrar þjálfunar og æft er
regiulega, er að taka eldsneyti á
þyrlurnar á flugi frá Hercules-vél.
Þyrlurnar hafa 4 tíma flugþol
þegar flogið er með 110 hnúta
flughraða, en hámarksflugþol
Hercules-vélar miðað við 350
hnúta á klukkustund er um 16
tímar. Með tilliti til takmarkaðs
flugþols þyrlanna er eldsneytis-
takan frá Hercules-vélinni mjög
mikilvæg í erfiðum langferðum. I
sumum tilvikum verður að losa
þyrlurnar við eldsneyti til að létta
þær áður en farið er að slysstað til
björgunar.
Nefna má í þessu sambandi, að
er slasaður sjómaður var sóttur
um borð í brezka togarann North-
ern Jewel í marz 1974, þurfti
þyrlan þrívegis að taka eldsneyti
frá Hercules-vél. Vegna mjög
óhagstæðra flugskilyrða báðar
leiðir og þá sérstaklega sívaxandi
mótvinds á heimleið tók flugið 8
klukkustundir, en togarinn var
staddur 50 sjómílur út af Langa-
nesi.
Eldsneytistakan er æfð sér-
staklega og þykir af mörgum mjög
hættuleg og vandasöm. Flugmenn-
irnir á vélunum vilja þó ekki gera
mikið úr því, slíkt er liður í
starfinu, segja þeir.
FYRSTA BJÖRGUNIN
VAR UNNIN
Á METTÍMA
Fyrsta æfing sveitarinnar hér á
landi var haldin 16. nóvember
1971 og fyrsta ferðin var farin að
beiðni Slysavarnafélagsins 26.
desember sama ár. Þá sótti þyrla
fárveikan dreng að Hellissandi og
flutti til Reykjavíkur. Allir vegir á
Snæfellsnesi, svo og flugvöllurinn
á Sandi, voru ófærir vegna snjóa
og ísalaga. I annálum sveitarinnar
er þessi ferð ekki skráð sem
björgun en ferðin er talandi dæmi
um þær mörgu ferðir, sem þyrlur
sveitarinnar hafa farið til aðstoð-
ar þegar öðrum hjálpartækjum
varð ekki komið við.
Fyrsta „opinbera björgun"
Sveitar 14 hérlendis, eins og segir
í skrám sveitarinnar, var farin 5.
janúar 1972. Frá því að Jolly
Green Giant hóf sig á loft á
Keflavíkurflugvelli og þar til þyrl-
an lenti þar að nýju að lokinni vel
heppnaðri björgun liðu aðeins 40
mínútur.
Þessi björgun var unnin á
mettíma og í samanlögðum frá-
sögnum af slíkum aðgerðum er
varla að finna dæmi um snaggara-
legri viðbrögð. Klukkan 13.16 hinn
5. janúar tók Jolly Green Giant
þyrla sveitarinnar sig á loft frá
Keflavíkurflugvelli til björgunar
flugmanni Cessnu 172, sem nauð-
lent hafði á sjónum skammt
norður af Engey. Með það í huga
hversu skamma stund menn geta
lifað í köldum sjónum í kringum
landið á þessum tíma árs gerði
áhöfn þyrlunnar sér fulla grein
fyrir því, að örfáar mínútur gátu
skipt sköpum. Það gerði allar
aðstæður erfiðari hversu vont
veður var þennan dag og er þá
sama hvort menn hafa í huga
leitina að flugmanninum eða
björgun hans úr sjónum.
Þrátt fyrir erfiðleikana var
áhöfn þyrlunnar búin að finna
flugmanninn klukkan 13.37 og
sveimaði yfir honum aðeins 21
mínútu eftir að lagt var upp frá
Keflavík. Þremur mínútum síðar
var flugmaðurinn kominn um borð
í þyrluna og hafði snarlega verið
vafinn inn í hlý ullarteppi. Níu
mínútum síðar lenti þyrlan heilu
og höldnu á Reykjavíkurflugvelli
og síðan á Keflavíkurflugvelli
klukkan 14.02, aðeins 40 mínútum
eftir að lagt var af stað.
Fyrsta björgunaraðgerð sveitar-
innar hafði tekizt eins og framast
var hægt að hugsa sér — og það á
mettíma. Margar slíkar aðgerðir,
sem einkennst hafa af snarræði,
hugdirfsku, mikilli þjálfun og
reynslu, góðum útbúnaði og góðu
skipulagi hafa síðan fylgt á eftir.
Björgunarsveitirnar innan banda-
ríska flughersins, sams konar og
sú á Keflavíkurflugvelli, eru 30
talsins og eru flestar þeirra í
Bandaríkjunum. Utan þeirra eru
slíkar sveitir í Englandi, V-Þýzka-
landi, Spáni, Okinawa, Filippseyj-
um og Kóeru auk Islands, en þess
má geta að slík sveit starfaði í
Víetnam á sínum tíma.
„ÞEIR STUKKU
í HAFIÐ
TIL HJÁLPAR“
Millifyrirsögnin hér að ofan er
sótt í árbók Slysavarnafélagsins
frá 1975, en þar greinir frá
björgun skipverja á norska skip-
inu Stolt Vista. Sprenging varð í
vélarrúmi skipsins og neyðar-
skeyti var sent út að morgni 4.