Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 19

Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 19 Þyrlur björgunarsveitarinnar taka eldsneyti á flugi frá Hercules-vél. Af ýmsum er þetta talið mjög áhættusamt verk. en flugmennirnir líta á það sem hluta af sínu starfi og vilja ekki gera mikið úr hættunni. í löngum björgunarleiðöngrum þurfa þyrlurnar oft að taka elds- neyti 2—3 sinnum á flugi. bessi einstæða mynd er tek- in á slysstaðnum í Gigjökli 6. nóvember 1976, en þyrla frá Varnariiðinu sótti þang- að fjóra pilta, sem slasast höfðu við björgunaræfingar á jöklinum. Hröpuðu pilt- arnir niður á sprungubotn og er þyriunni var þokað niður að slysstaðnum voru skrúfubiöðin aðeins um þrjá metra frá isveggnum. nóvember 1974. Aðalvélar skipsins voru þá orðnar óvirkar og skipið rak stjórnlaust fyrir veðri og vindum þar sem það var statt um 155 mílur SA af Stokksnesi. Skipstjóri skipsins óskaði lsekn- isaðstoðar og var þegar farið fram á aðstoð björgunarsveitar Varn- arliðsins. Vegna ört versnandi veðurs var talið óráð að senda þyrlu í svo langa flugferð, en þess í stað ákveðið að ferðbúa Hercul- es-vél með tvo þrautþjálfaða sjúkraliða um borð. Þeim var ætlað það áhættusama hlutverk að stökkva í fallhlífum í sjóinn og komast á þann hátt til að hjúkra hinum slösuðu mönnum um borð í Stolt Vista og gera þar að meiðsl- um þeirra. Allvel gekk að finna skipið og sjúkraliðarnir stukku í sjóinn við skipshlið, en skipsbátur flutti þá síðan um borð. Þá voru aðeins liðnir 3'/2 tími frá því að læknis- aðstoðar var óskað. Sjúkraliðarnir unnu mikið starf um borð í skipinu, en sá skipverji sem mest var slasaður, var fluttur yfir í aðstoðarskip síðar um daginn, þaðan til Færeyja og loks til Kaupmannahafnar. Annar var fluttur til Færeyja daginn eftir. Sú aðstoð sem sjúkraliðarnir veittu var gífurleg og unnin við erfið skilyrði, auk þess sem engir aðrir hefðu getað verið komnir um borð í skipið á svo skömmum tíma. Sá sem mest var slasaður um borð í Stolt Vista var mikið brenndur í andliti, á baki og á höndum. Annar hafði fengið stálflís í læri og lá hún niðri undir hnéskel. Fjölmargir af áhöfn skipsins voru særðir og skrámaðir eftir viðureignina við eldinn og gerðu sjúkraliðarnir að meiðslum þeirra. Ferð sjúkraliðanna endaði þannig, að þeir voru settir um borð í varðskipið Þór og voru þeir settir í land á Djúpavogi, þaðan lá leiðin til Stokksness og síðan til Keflavíkurflugvallar nokkrum dögum eftir að kallið kom. I viðtali við Morgunblaðið sögðu sjúkraliðarnir, David Milsten og Steve Tyre, að svipuð verkefni hefðu þeir oft fengið á æfingum, en aldrei í raunveruleikanum. Það hefði því verið ánægjulegt hversu vel gekk, en þegar allt hefði komið til alls hefði þetta ekki verið erfiðara en venjuleg æfing. Hóg- værð einkenndi svör þessara manna. Þó svo að Sveit 14 hafi ekki verið beinn aðili að þessari björg- un, þá er þessi frásögn tíunduð hér, að svo samtvinnuð eru störf sveitarinnar og áhafna Hercules- vélanna. Stolt Vista var frá Noregi, en sigldi undir fána Líberíu. Áhöfnin var frá Filippseyjum nema tveir yfirmenn, sem voru norskir. Þátt í björgunaraðgerðunum tóku, auk Bandaríkjamanna, íslendingar, Færeyingar, Hollendingar, Danir og e.t.v. menn frá fleiri þjóðum. Þetta atvik, þar sem svo margar þjóðir áttu fulltrúa, lýsir vel hve allir leggjast á eitt ef neyð ber að höndum á hafinu eða annars staðar. „FURÐULEGT AÐ SJÁ HVERNIG ÞETTA VAR HÆGT“ Það er af miklu að taka þegar rifjuð eru upp björgunarafrek Sveitar 14 á Keflavíkurflugvelli. Eitt það minnisstæðasta er þó björgun fjögurra skáta úr Hjálp- arsveitinni í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu verið að æfingu í Gígjökli við Þórsmörk ásamt sveitum úr Reykjavík og Kópa- vogi. Félagarnir fjórir frá Vest- mannaeyjum voru saman í jökla- vað að ganga glerhála, harða ísbrekku, þegar hinum neðsta skrikaði fótur og skipti það engum togum að hinir misstu jafnvægið. Runnu skátarnir niður íshelluna 20—60 metra og hentust fram af 8 metra háum sprunguveggnum í vegginn hinum megin og hröpuðu síðan niður á sprungubotninn. Sá þeirra, sem minnst slasaðist, gat látið félaga hinna hjálparsveit- anna vita. Boðum var komið til Sveitar 14 og hún beðin að senda þyrlu með lækni á staðinn. Þyrla og Her- cules-vél voru þegar sendar af stað og áður en farið var inn að slysstaðnum varð að létta þyrluna af ýmsum búnaði og eldsneyti í Þórsmörk. Þyrlunni varð að þoka beint niður að slysstaðnum og voru þá skrúfublöðin aðeins um þrjá metra frá ísveggnum. Sjúkra- liði var látinn siga niður til að ganga frá hinum slösuðu í sjúkra- körfur, er síðan voru hífðar um borð í þyrluna. Á leið til Reykjavíkur varð þyrlan að taka eldsneyti frá Her- cules-vélinni, en læknirinn og sjúkraliðar þurftu stanslaust á leiöinni að sinna þeim piltanna, sem mest slasaðist. Einn piltanna fjögurra lést á sjúkrahúsi rúmlega hálfu ári eftir slysið í jöklinum. Vestmannaeyingarnir fjórir voru allir mjög reyndir fjallgöngumenn og útbúnaður þeirra mjög góður. í viðtali við eitt dagblaðanna sagðist Sigurði Ásgrímssyni, sem var einn þeirra fjórmenninganna, svo frá um þátt björgunarsveitar- innar: „Þyrlan kom síðan þarna til okkar við mjög erfiðar aðstæður. Hún gat ekki lent þarna, en kom niður við jökulvegginn, þannig að aðeins voru nokkrir metrar í vegginn og þar héldu flugmenn- irnir þyrlunni á lofti meðan við vorum hífðir um borð. Það var furðulegt að sjá hvernig þetta var hægt.“ URÐU AÐ MORSA Á MILLI Á LATÍNU Lengsta sjúkraflugið sem þyrlur Varnarliðsins hafa innt af hendi, var farið 16. ágúst 1977. Sjúkur skipverji var þá sóttur um borð í flutningaskipið Eldvík, en skipað var þá statt um 420 sjómílur suður af landinu á leið frá Portúgal til Hafnar í Hornafirði. Eldsneytis- vél fylgdi þyrlunni, en er bilunar varð vart í henni var kallað á aðra „King Bird-vél“ frá Woodbridge í Englandi og þangað hélt bilaða vélin. Án eldsneytisvélar hefði þyrlan ekki getað lokið þessu verkefni, en fram og til baka voru 950 sjómílur. Lengstu björgunar- flugin áður höfðu verið farin eftir skipverja á brezkum togara 50 sjómílur norðaustur af Langanesi og skipverja á þýzku rannsókna- skipi 270 sjómílur vestur af Garðskaga. I sambandi við einstakar björg- unaraðgerðir koma upp marg- vísleg vandamál og þá t.d. varð- andi tjáskipti. Þannig var það t.d. í september á síðasta ári er þyrla sótti sjúkan skipverja um borð í sovézkt verksmiðjuskip 400 mílur norðaustur frá Keflavík. Enginn um borð í verksmiðjuskipinu tal- aði ensku og þaðan af síður íslenzku þannig að allt samband á milli björgunaraðila og skips varð að morsa á latínu. Endalaust væri hægt að halda áfram að telja þau verkefni, sem sveitin hefur unnið. I stuttu máli má nefna flutning á sjúkum og öldruðum fyrstu nótt eldgossins í Eyjum á sínum tíma og síðar flutning búpenings upp á fasta- landið. Nefna má björgun Banda- ríkjamannanna, sem urðu að lenda loftbelg sínum í hafinu vestur af landinu. Óteljandi ferðir eftir sjúkum og slösuðum um allt land og ósjálfrátt hugsar maður um þá erfiðleika, sem víða hefðu komið upp á afskekktustu stöðum á og við landið ef aðstoðar Sveitar 14 hefði ekki notið við. SAMSTARFSEM SPANNAR MIKLA VÍÐÁTTL I þessari grein hefur óspart verið gengið í árbækur SVFI og upplýsingar sóttar þangað um einstök verkefni Sveitar 14. Þessir tveir aðilar hafa mikið unnið saman og það samstarf verið með afbrigðum gott. Það er því vel við hæfi að Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri SVFÍ eigi niður- lagsorð þessarar greinar, en hann segir svo í árbókinni 1977: „Vettvangur þessa s'amstarfs spannar orðið mikla víðáttu og nær ekki aðeins yfir hin byggðu ból landsins eða torfærur og fjarlægðir óbyggðanna, heldur einnig með ströndum og oft á tíðum hundruð sjómíla á haf út. Og ekki eru það einvörðungu íslendingar, sem þessa samstarfs hafa notið. Erlendir sjómenn af mörgu þjóðerni hafa verið sóttir um langan veg og fluttir í umsjá færustu lækna. Einnig hafa er- lendir ferðalangar notið góðrar fyrirgreiðslu og hjálpsemi."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.