Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 21

Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 21 MagnúsL. Sveinsson: Borgarstjóri ber sig upp undan meirihlutanum Fyrsti fundur borgar- stjórnar eftir sumarfrí var að mörgu leyti mjög merkilegur. Borgar- stjóri, Egill Skúli Ingi- bergsson sá sig tilneydd- an til að kvarta undan, að hinn plitíski meiri- hluti liti hann og aðra starfsmenn borgarinnar allmiklu hornauga. Meiri hluti borgarstjórnar stóð gjörsamlega afhjúpaður, að hafa svikið svo til öll stóru kosningaloforðin um framkvæmdir og Guð- rún Helgadóttir sagði að „dauð hönd“ svifi yfir framkvæmdum borgar- innar. Hinn pólitíski meirihluti lítur borgarstjóra hornauga Sá einstæði atburður gerðist á borgarstjórnarfundi 20. þ.m., að borgarstjóri Egill Skúli Ingi- bergsson sá sig tilneyddan að kvarta undan því, að pólitíkus- arnir litu hann og aðra starfs- menn borgarinnar oft hornauga. Orðrétt sagð borgarstjóri: „Póli- tískir fulltrúar þeir líta okkur embættismenn gjarnan allmiklu hornauga." Ekki fór á milli mála, að hér átti borgarstjóri við pólitíkusa meirhlutans. Ofanrit- uð ummæli sagði hann í ræðu eftir að Guðrún Helgadóttir hafði verið með dylgjur og ásak- anir í garð starfsmanna borgar- innar um að þeir lægju á fram- kvæmdum borgarinnar og talaði hún í því sambandi um „dauða „Dauðhönd” svífur yfir framkvæmdum borgarinnar hönd“ embættismanna borgar- innar. Það er athyglisvert að borgar- stjóri skuli sjá sig knúinn til að gefa slíka yfirlýsingu á borgar- stjórnarfundi eftir að hafa unnið í rétt eitt ár undir stjórn póli- tísks meirihluta vinstri manna í Reykjavík. Meirihlutinn aumkunarverður. Á borgarstjórnarfundinum urðu allsnarpar umræður um framkvæmdir (framkvæmda- leysi) borgarinnar, og voru þær bornar saman við öll stóru kosningaloforðin. Það var sannast sagna aumkunarvert, að sjá fulltrúa vinstri meirihlutans verða að viðurkenna, að meginhluti allra stóru kosningaloforðanna um framkvæmdir hefur verið svik- inn, þrátt fyrir stórauknar álög- ur á borgarbúa. Svikin í dagvistunar- málunum brenna heitt á baki þeirra. Skuldinni skellt á starfsíólk borgarinnar. í umræðunum gat Guðrún Helgadóttir sérstaklega svik- anna í byggingu dagvistunar- stofnana. Það er eðlilegt að svik vistri meirihlutans í uppbygg- ingu þeirra brenni heitt á baki þeirra, því það er sá málaflokk- Magnús L. Sveinsson ur, sem þeir hafa hneykslast hvað mest yfir litlum fram- kvæmdum og hvergi voru þeir örlátari á loforð um stórtækar framkvæmdir, ef þeir kæmust til valda. Og það var einmitt hér, sem Guðrún Helgadóttir greip til þess lúalega bragðs, eins og svo oft áður að saka starfsmenn borgarinnar um, að þeir bæru ábyrgð á framkvæmdaleysinu í stað þess að viðurkenna hrein- skilnislega hið rétta, að hún og aðrir í hinum pólitíska meiri- hluta bæru ábyrgð á svikunum. Borgarstjóri tók á sig sökina. Það verður að segjast borgar- stjóra til hróss, að eftir ásakanir og dylgjur Guðrúnar Helgadótt- ur í garð starfsmanna borgar- innar tók hann á sig sökina um leið og hann sagðist hafa góða reynslu af starfsfólki borgarinn- ar. Guðrún Helgadóttir & Co. stýra „hinni dauðu hönd.“ Auðvitað vita allir, að fyrir- skipanir borgarstjóra um frest- un á framkvæmdum eru gerðar samkvæmt fyrirmælum hins plitíska meirihluta vinstri manna, þar með talið Guðrúnar Helgadóttur, sem ber því fulla ábyrgð á framkvæmdaleysi borgarinnar. Það vita því allir, að „hinni dauðu hönd,“ sem Guðrún Helgadóttir sér nú svífa yfir framkvæmdum Reykjavíkur- borgar og hún hræðist, er stýrt af henni sjálfri og öðrum pól- itískum fulltrúum vinstri meiri- hlutans í Reykjavík. Viðhorf kommúnista til starfsfólks borgarinnar einkennist af fyrirlitningu og virðingarleysi. Það er ekkert nýtt að kommúnistar grípi til þess ráðs að kenna öðrum um það sem miður fer undir þeirra eigin stjórn. En heldur er það auðvirðilegt og lítilmannlegt af borgarfulltrúa, að grípa í sífellu til þess ráðs, að saka starfsfólk borgarinnar um að bera ábyrgð á framkvæmdaleysi, sem hinn pólitíski meirihluti ber alla ábyrgð á. Það hefur ekki farið framhjá almenningi, hvað viðhorf kommúnista til starfsfólks borg- arinnar einkennist af mikilli fyrirlitningu og virðingarleysi. Þó telja þeir sig hafa sérstaka „löggildingu,„ sem „fulltrúar fólksins" og alveg sérstaklega launþeganna. Nú vita allir að starfsfólk borgarinnar er allt launþegar. Jafnframt er vitað að mikill meirihluti þess aðhyllist ekki pólitískar skoðanir kommúnista. Það skyldi þó aldr- ei vera, að einmitt það, réði viðhorfi kommúnista til starfs- fólksins og „umhyggja“ þeirra fyrir launþegum mótaðist af politískum skoðunum þeirra. Stjörnubíó 30 ára: Sýnir „Leynilögreglumann- mn í tilefni í DAG eru þrjátíu ár frá því að Stjörnubíó hóf starfsemi sína, eða 29. september 1949. Hefur bíóið af því tilefni tekið til sýninga banda- rísku sakamálamyndina Leyni- lögreglumaðurinn, „The Cheap De- tective“ , eftir Neil Simon. • Aðalleikarar myndarinnar eru: Peter Falk, Ann-Margaret, Eileen Brennan, Sid Caesar, Stockhard Channing, James Coco, Dom De- Luise, Louise Fletcher, John House- man, Madeline Kahn, Fernando afmælisins Lamas, Marsha Mason og Phil Si- lvers. Söguþráður: Þegar starfsfélagi einkaspæjarans Lou Peckinpaugh finnst skotinn til bana í óþekktu gistihúsi í Kínahverfinu í San Fran- cisco, kemst Lou í mikil vandræði. Fjölmargir menn og konur koma við sögu. Sumir halda sambandi við hann, aðrir týnast. Hann er svikinn, samtímis því, að hann er beðinn að finna dýran skartgrip, sem hefur verið stolið. Lögreglan grunar hann um morðið á félaga sínum, vegna þess að hann hélt við konu hans. Atrioi ur myndinni Leymiogreglumaðurinn, sem Stjörnubíó sýnir nú í tilefni 30 ára afmælis sins. MARKASKRÁ AUSTlíR BARÐASTRANDARSÝSUJ 1979 Ný markaskrá fyrir A-Barða- strandarsýslu NÝLEGA er komin hér út marka- skrá fyrir A-Barðastrandarsýslu og er kápumynd af Ólínu Magnús- dóttur fyrrv. kennara og bónda á Kinnarstöðum í Reykhólasveit. Hún ásamt systrum sínum, þeim Guðrúnu og Guðbjörgu, var rétt- arbóndi þar síðustu 40 árin, en nú er búið að byggja nýja skilarétt í Berufjarðarlandi. Mikið verk liggur á bak við þessa skrá þar sem útrýma á sammerkingum við aðrar sýslur á Vestfjarðakjálkanum svo og Dala- sýslu. Ritstjóri er Játvarður Jök- ull fræðimaður á Miðjanesi. — Sveinn F j alaköttur inn farinn af stað FJALAKÖTTURINN, kvik- myndaklúbbur framhaldsskóla- nema, hóf sitt fimmta starfsár 20. september s.l. Sýningar eru eins og áður í Tjarnarbíói á fimmtu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum. Það kennir margra grasa í sýningarskránni, en að þessu sinni eru meginstefin þrjú: Franskar gamanmyndir, japanskar myndir og þýzkur expressjónismi. Einnig verður mikið um tónlistarmyndir. Sýningar verða 34 auk tilfall- andi sýninga. Verð skírteina verð- ur 8000 krónur. Um helgina verður sýnd myndin Renaldo & Clara eftir Bob Dylan með tónlist eftir Dylan og fleiri. Skírteini verða seld í Mál & menningu og í Tjarnarbíói fyrir sýningar. Framkvæmdastjóri Fjalakattarins að þessu sinni er Óskar Þórisson. AÞENA — á mörkum hins ótrúlega. Því eru nær engin takmörk sett, hversu iengi er hægt að hrífast af Akropolis og gömlu musterunum þar. Alit er þetta sögu líkast. Það er líka jafn furðulegt, hvað þessi borg, með tvær milljónir íbúa, hefur upp á margt að bjóða og þá ekki bara á sviði iðandi skemmtanalífs. Tökum til dæmis þröngar götur gamla borgarhlutans, þar sem allt úir og grúir af veitingastöðum og útiniarkaðir eru á hverju strái, eða þá hafnarborgina Pireus, þar sem hægt er að sitja niðri á bryggju og njóta góðrar máltíðar. Og þaö er líka næsta ótrúlegt, að í námunda við svo stóra borg skuli vera jafn stórkostlega fínar baðstrendur. Það allra merkilegasta er þó, að hversdagsleikinn er ckki síöur hcillandi. Verið velkomin til hinnar stórkostlegu borgar, Aþenu. Grekiska Statens Turistbyrá (Ferðaskrifstofa gríska rikisins) Grev Turegatan 2 • Box 5298 • S-10246 STOCKHOLM Sími 08-21II13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.