Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 22
22
MORGUNBLAÓIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Birgir ísl. Gunnarsson:
Átak tíl eflingar trjá-
rækt í Reykjavík
Áhugamenn um skógrækt á
Islandi hafa bundist samtökum
um að gera næsta ár að sérstöku
skógræktarári í tilefni af 50 ára
afmæli Skógræktarfélags ís-
lands. „Ár trésins 1980“ er það
nafn, sem þessu framtaki hefur
verið valið. Sérstök samstarfs-
nefnd hefur verið skipuð og eiga
í henni sæti fulltrúar fjölmargra
félagasamtaka og stofnana, sem
málið varðar.
Trjárækt í
þéttbýli
í kynningu á „ári trésins 1980“
kemur m.a. fram, að áherzla
verði lögð á að kynna trjárækt,
skógvernd og skógrækt á Islandi.
Ekki verður sízt lögð áherzla á
að hvetja til trjáræktar í þétt-
býli. Einstaklingar verði sér-
staklega hvattir til að fegra með
trjáplöntum í kringum hýbýli
sín og félög verða hvött til að
vinna að fegrun umhverfis innan
sinna starfssvæða. Opinberir
aðilar, þ.m.t. sveitarfélög, verða
hvattir til að fegra á hliðstæðan
hátt svæði í kringum byggingar,
svo sem skóla og hverskonar
þjónustubyggingar svo og á öðr-
um almenningssvæðum, sem
liggja innan marka þeirra eða
eru í þeirra umsjá.
Umhverfi
og útivist
Af þessu tilefni er vert að
minna á, að Sjálfstæðismenn í
borgarstjórn Reykjavíkur hafa
lengi haft það sem eitt af sínum
höfuðmarkmiðum að fegra um-
hverfið í borginni. Að skilja eftir
ríflegt magn af opnum svæðum,
rækta þau upp og gera þau
aðlaðandi, þannig að borgarbúar
geti sótt þangað og notið frí-
stunda í slíkum vinjum innan
borgarmarkanna. I þessu sam-
bandi er skemmst að minnast
áætlunar um „umhverfi og úti-
vist“ frá 1974.
Framtak áhugamanna um „Ár
trésins 1980“ fellur því vel að
þessari stefnu okkar og þess-
vegna höfðum við frumkvæði að
því að Reykjavíkurborg gerði
sérstakt átak í þessum efnum á
næsta ári. Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í umhverfismálaráði
fluttu fyrir nokkru svohljóðandi
tillögu:
Tillaga Sjálf-
stæðismanna
„Vegna erindis, sem umhverf-
ismálaráði hefur borizt til um-
sagnar varðandi „Ár trésins"
gerir ráðið eftirfarandi tillögu:
Reykjavíkurborg samþykkir
að gera sérstakt átak árið 1980
við að gróðursetja tré og runna
og að vekja áhuga almennings á
trjárækt. Verði þetta starf unnið
í samvinnu við samstarfsnefnd
um „Ár trésins 1980“. Til að
vinna að framgangi þessa máls
verði skipuð sérstök nefnd á
vegum umhverfismálaráðs, sem
starfi í samvinnu við borgar-
verkfræðing og garðyrkjustjóra.
Starfinu verði í stórum dráttum
hagað sem hér segir:
Nefndin leiti til félaga og
hvers konar samtaka í borginni,
þ.á m. húsfélaga og fái þá aðila
til samstarfs. Kannaður verði
áhugi meðal félagsmanna á
þessu sameiginlega átaki og
frumkvæði og áhugi borgarbúa
nýttur til hins ítrasta. Einstakl-
ingum utan félaga verði einnig
gefinn kostur á að leggja fram
sinn skerf með þátttöku í gróð-
ursetningu. Á þennan hátt verði
reynt að fá sem almennasta
þátttöku í gróðursetningu.
Nefndin athugi og geri tillögur
um, hvar í Reykjavík eigi helzt
að gróðursetja tré eða runna (á
útivistarsvæði, við opinberar.
byggingar, á leikvöllum, með-
fram akbrautum út úr borginni,
við fjölbýlishús svo að eitthvað
sé nefnt). Undirbúningur jarð-
vegs hefjist við fyrsta tækifæri
og athuganir gerðar á vali trjá-
tegunda.
Þeim, sem áhuga hafa á að
fegra og bæta umhverfi Reyk-
víkinga með trjágróðri, en hafa
ekki tök á að taka sjálfir þátt í
gróðursetningu, verði gefinn
kostur á að greiða ákveðna
upphæð í sérstakan sjóð og fái
barmmerki „Ár trésins" til vitn-
is um þátttökuna, en borgaryfir-
völd sjái síðan um gróðursetn-
ingu, e.t.v. í samvinnu við Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur.
Gert verði ráð fyrir sérstakri
fjárveitingu á næsta ári til þessa
framtaks til kynningar, hvatn-
ingar og undirbúnings."
Tillagan
samþykkt
Tillaga þessi var að meginefni
samþykkt í umhverfismálaráði
og þess er því að vænta að hér í
Reykjavík verði þessu mikilvæga
umhverfismáli sinnt rækilega á
næsta ári. Fátt er líklegra til að
stuðla að hlýlegu og manneskju-
legu umhverfi en að auka gróður
í borginni og ljóst er, að verulegt
átak verður ekki gert nema
borgin hafi markvissa forystu,
en laði jafnframt borgarbúa til
sem almennastrar þátttöku.
„í tilefni af „Ári trésins 1980“ hafa Sjálfstæðismenn í umhverfismálaráði flutt tillögu um að borgin
geri sérstakt átak i trjárækt innan borgarmarkanna á næsta ári. Tillaga þessi var í meginatriðum
samþykkt og því er von til að þessu mikilvæga umhverfismáli verði rækilega sinnt á næsta ári“.
Sunnudaginn 16. september s.l. var afhjúpaður minnis-
varði um Hermann heitinn Jónasson fyrrum ráðherra og
þingmann Strandamanna í Skeljavík við Hólmavík og
skýrði Mbl. frá því á sínum tíma. Nú hefur Mbl. borizt
mynd frá afhjúpun minnisvarðans. í ræðustóli er Rúnar
Guðjónsson sýslumaður en einnig má sjá á myndinni
Pálínu Hermannsdóttur og mann hennar Sveinbjörn
Dagfinnsson, Steingrím Hermannsson og konu hans
Guðlaugu Eddu Guðmundsdóttur og ennfremur Eystein
Jónsson fyrrverandi ráðherra.
„Stjómmálaslagorð
sértrúarflokks,,
HREGGVIÐUR Jónsson hefur
ritað útvarpsráði bréf, þar sem
hann kvartar undan því að i
útvarpinu sé leikin plata, sem sé
mað stjórnmálaslagorðum „sér-
trúarflokks“ eins og hann kallar
það i bréfinu. Morgunblaðið sér
ástæðu til þess að birta bréf
Hreggviðs, sem fer hér á eftir:
Útvarpsráð
Skúlagötu 4,
Reykjavík.
í tilefni þess, að ég opnaði fyrir
útvarp í bifreið minni kl. 13.25 í
gær og heyrði þá óma stjórnmála-
slagorð sértrúarflokks, sem vill
ísland úr NATO, krefst ég þess af
útvarpsráði að það sjái þegar til
þess, að slík hrosshausa ljóðagerð
verði tafarlaust tekin af dagskrá
hljóðvarps og sjónvarps.
Það er krafa hins almenna
borgara, að útvarpsmenn sjái
sóma sinn í því, að múgæsinga-
söngvar stjórnmálalegra sértrúar-
söfnuða séu ekki sífellt á dagskrá,
erida brot á hlutleysisreglu ríkis-
fjölmiðla.
í þessu sambandi óska ég eftir
að gerð verði könnun á því, hve oft
áður nefnd skífa hafi verið spiluð í
útvarpinu eftir útkomu hennar.
Er þessi ósk gerð, vegna þess að
mér hefur verið tjáð af fjölda
fólks, að hún muni hafa verið
leikin óeðlilega oft í hljóðvarpinu.
Ég vil að loka vara útvarpsráð
við að sofna ekki á vöku sinni í
þessum efnum og bendi á að
útgáfa hljómverka með stjórn-
málaslagorðum, sem er ætlað að
sefa fólk til fylgis við ákveðið
sértrúartema, gæti auðveldlega
leitt til svipaðra múgæsinga og
voru samfara t.d. valdatöku Hitl-
ers og Komeinis. Einnig má minna
á nýlega sýnda þætti í sjónvarp-
inu, þar sem glögglega sézt hvern-
ig múgæsing kommúnista verður
að einu allsherjar hneggi á fund-
um þeirra.
ílenzkt stjórnarfar er byggt á
lýðræði, frjálsri hugsun og and-
legri reisn, en ekki andlegu ofbeldi
og lágkúrulegu gubbi stjórnmála-
söngva, sem hellt er viðstöðulaust
yfir fólk án vilja þess.
Ég vil að síðustu minna á það,
að þorri þjóðarinnar vill fá að
vera í friði fyrir slíkum heila-
þvotti í ríkisfjölmiðlum, hross-
hausarnir geta látið sér nægja að
lesa „bænablað" sitt og haft viðtöl
við hrosshausa sína þar, mín og
annarra vegna.
Virðingarfyllst,
Hreggviður Jónsson.
Tveirnýir borgardómarar
FORSETI Islands hefur að til-
lögu dómsmálaráðherra skipað
þá Friðgeir Björnsson og Garðar
Gislason borgardómara i Reykja-
vík frá 1. desember n.k. að telja.
Friðgeir Björnsson er 38 ára að
aldri, fæddur í Presthvammi í
Aðaldal 18. október 1940. Hann
varð stúdent frá MA 1963 og cand.
juris. frá Háskóla íslands 1970.
Sama ár varð hann fulltrúi hjá
yfirborgardómaranum í Reykjavík
og hefur verið það síðan, nema
hvað hann var eitt ár fram-
kvæmdastjóri þingflokks Fram-
sókarflokksins. Hann hefur verið
settur borgardómari um nokkurt
skeið.
Garðar Gíslason er 36 ára að
aldri, fæddur í Reykjavík 29.
Friðgeir Garðar
Björnsson Gislason
október 1942. Hann varð stúdent
frá MR 1962 og cand. juris. frá
Háskóla íslands 1967. Hann varð
fulltrúi yfirborgardómarans í
Reykjavík 1970 og settur borgar-
dómari 1974.
Umsækjendur um borgardóm-
araembættin voru átta.