Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 23

Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 23 Evrópuþingid for- dæmir mann- réttindabrot Tyrkland: Lögr eglust j ór i í Adana myrtur — blóðugasti dagur ársins í gær Strassbourg, 28. sept. AP. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í dag nokkrar mjög harðorðar yfirlýsingar þar sem fordæmd eru meint mannréttindabrot í Austur-Þýzkalandi, Argentínu, Afganistan og Kambodiu. Aust- ur-Þjóðverjar voru víttir fyrir að hafa i gildi lög sem heimila að mann megi dæma i allt að tólf ára fangelsi fyrir að gefa útlendingi upplýsingar. sem kunni að skaða ríkið. Þessi samþykkt var gerð m.a. á þeirri forsendu að lög þessi væru býsna teygjanleg og byðu upp á að þeim væri beitt gegn menntamönnum þeim til múlbindingar. Um Kambodiu var sagt að lítið sem ekkert hefði verið gert til þess að leyfa Evrópumönnum og þó umfram allt fulltrúum hjálpar- stofnana að koma til liðs við hrjáða íbúa landsins. Um Arg- entínu var sagt að það væri forkastanlegt hvernig stjórnin sætti sig við það og ýtti undir að líflátnir væru þúsundum saman andstæðingar stjórnarinnar og þúsundir manna hyrfu þar án þess nokkuð væri að gert. Nauðungar- og þrælkunarbúðir Argentínu væru hið ömurlegasta mál. ■ í ERLENT Kissinger: 1976 — Sýrlendingar hrekja palestínska skæruliða úr fjalla- stöðvum austan Beirút. 1972 — Formósa slítur sam- bandi við Japan. 1968 — Stjórnarskrá grísku herforingjastjórnarinnar sam- þykkt í þjóðaratkvæði. 1965 — Rússar viðurkenna her- gagnasendingar til Norður-Víet- nams. 1961 — Sýrland segir sig úr lögum við Arabíska sambands- lýðveldið. 1944 — Rússar ráðast inn í Júgóslavíu. 1941 — Beaverbrook og Harri- man fara til Moskvu að sjá um birgðasendingar til Rússa. 1938 — Miinchen-ráðstefnan Varðandi Afganistan var sagt að þar væri fólk ofsótt í nafni trúar, fjöldamorð væru framin og borgarastyrjöld væri í aðsigi. Hvatt var til að allar þjóðir slitu stjórnmálasambandi við Afganist- an. Veður víða um heim Akureyrí 4 heiðakírt Amsterdam 17 bjart Aþena 33 bjart Barcelona 23 lóttskýjaö Berlín 14 bjart BrUssel 15 skýjað Chicago 27 skýjað Denpasar, Bali 30 bjart Feneyjar 21 heiðskírt Frankfurt 20 skýjað Genf 15 bjart Helsinki 13 bjart Hong Kong 28 bjart Jerúsalem 35 bjart Jóhannesarborg 24 bjart Las Palmas 22 úrkoma grennd Kaupmannahöfn 17 bjart Lissabon 25 bjart London 18 bjari Madrid 25 bjart Majorka 24 léttskýjað Malaga 23 léttskýjað Miami 29 rigning Moskva 17 skýjað Nýja Delhi 35 bjart Naw York 24 skýjað Ósló 14 bjart París 20 skýjað Rio 35 bjart Raykjavlk 6 skýjað hefst: Þjóðverjar fá Súdeta- héruðin og verða allsráðandi í Evrópu. 1923 — Umboðsstjórn Breta í Palestínu hefst. 1918 — Búlgarar semja vopna- hlé við Bandamenn — Banda- menn brjótast gegnum Hinden- burglínuna. 1911 - ítalir segja Tyrkjum stríð á hendur og gera flotaárás á Tripoli. 1875 — Uppreisn á Kúbu. 1650 — Franska þingið knýr fram Bordeaux-friðinn sem nán- ast bindur endi á aðra Fronde-uppreisnina. 1567 — Annað trúarstríðið hefst í Frakkiandi milli Húgenotta og Karls IX. Ankara, 28. september. Reuter. LÖGREGLUSTJÓRINN í Adana, fjórðu stærstu borg Tyrklands, var í dag skotinn til bana og i ýmsum borgum og bæjum Tyrk- lands kom til átaka og eru þau sögð hin mestu i iandinu á þessu ári. Heimildir nákomnar stjórn Bulent Ecevits, forsætisráðherra, sögðu að óttast væri að þetta væri skipulögð tilraun til að hleypa upp væntanlegum og allmikil- vægum aukakosningum til neðri- deildar þingsins sem eiga að fara fram eftir tvær vikur. í þeim kosningum kynni svo að fara að stjórn Ecevits yrði að segja af sér að þeim loknum, en hún hefur nú minnihluta i neðri deildinni. Síðan Ecevit tók við árið 1978 hafa tvö þúsund manns látist í pólitískum óeirðum í landinu, þar af um 200 í Adana, en þar er munur ríkra og fátækra einna mestur í landinu. Adana er iðnað- arborg og þangað leita efnaiitlir Tyrkir og margir Kúrdar eftir atvinnu. Lögreglustjórinn Cevat Yurda- kul var á leið til vinnu sinnar þegar byssumenn réðust að bíl hans og skutu á hann með rifflum. Tengdafaðir hans og bílstjóri slös- uðust lífshættulega. Yurdakul var 37 ára og tveggja barna faðir. Adana var eitt af 13 héruðum 1521 — Suleiman I tekur Bel- grad og hefur sókn inn í Ung- verjaland. 1066 — Vilhjálmur bastarður gerir innrás í England. Afmæli — Tintoretto, ítalskur listmálari (1518-1594) - Robert Clive, enskigr hermaður & stjórr.málaleiðtogi (1725-1774) - Horatio Neison, enskur sjóliðsforingi (1758-1805). Andlát — Gústaf Vasa Svíakon- ungur 1560 — Emil Zola, rithöf- undur, 1902 — Jóhannes Páll páfi I 1978. Innlent — Ritsímasamband við útlönd opnað 1906 — Sættafund- ur í Deildartungumáli 1180 — d. Finnbiörn Helgason 1255 — sem herlög voru sett í í desember sl. eftir blóðug átök. í Urfa, ekki ýkja langt frá landamærunum við Sýrland, var skotið á bæjarstjór- ann og konu hans er þau voru í bifreið sinni í morgun. Ekki er Moskva. 28. sept. AP. HÁTTSETTUR sovézkur embætt- ismaður sagði i dag að 44 band- ariskar bækur sem voru bannað- ar á Bókasýningu Moskvu i þessum mánuði hafi prédikað ofbeldi, kynþáttamismunun og hefðu aukin heldur innihaldið and-sovézkar kenningar. Hann sagði að útgefendurnir sem hefðu sent þessar vondu bækur á sýn- inguna hefðu verið með því að reyna að eitra andrúmsloftið og koma á upplausn og ieiðindum. Bókasýningin stóð í eina viku. Talsmaður þessi sagði að bæk- urnar bönnuðu hefðu allar geng- ið í berhögg við einkunnarorð Hannes Stephensen 1856 — Fundur Sunnlendinga í Reykja- vík til stuðnings niðurskurði 1866 — Síðasta kind af gamia fjárstofninum á Suðurlandi fclld 1952 — Ráðgjafanefnd Efta fundar í Reykjavík 1975 — f. dr. Guðbrandur Jónsson 1888. Orð dagsins — Þrjózkur maður hefur ekki skoðanir, en þær halda honum föstum — Alex- ander Pope, enskt skáld (1688-1744). vitað hvort þau eru lífshættulega slösuð. I Bitlis sem er í grennd við landamæri írans var gerð sprengjuárás á heimili bæjar- stjóra, en þar er ekki vitað um manntjón. sýningarinnar sem hefðu verið „bækur í þágu friðar og fram- fara.“ Sjötíu og fimm þjóðir áttu bækur á sýningunni. Meðal bóka sem voru gerðar upptækar voru „Animal Farm“ eftir Orwell, „Fyrsti hringurinn" eftir Solzhenitsyn, „Political Po- wer“ eftir Brzezinski, „The Face of the Third Reich“ og „Hitler“ eftir Joachim Fest svo og tvær bækur eftir Svetlönu Stalínsdóttur. Einnig var bönnuð æfisaga dans- arans Baryshinkovs og sjálfsæfis- aga Begins forsætisráðherra ísraels og „My Country and the World“ eftir Sakharov. Húbner og Tal ef stir Moskvu. Rio do Janeiro. 28. sept. AP. Reuter. SOVÉTMAÐURINN Mikael Tal bar sigur úr býtum á millisvæða- mótinu í Riga. Tal vann biðskák sína við Bretann Miles í dag og hefur þar með tryggt sér sigur í mótinu, þótt ein umferð sé eftir. Tal hefur 13 vinninga, en næstir eru Polugaevsky frá Sovétríkjun- um og Ribli, Ungverjalandi, með 11 vinninga. Adorjan, Ungverja- landi, hefur 10 vinninga, Gheor- ghiu, Rúmeníu, 9,5 vinninga og eina biðskák. Aðrir keppendur hafa færri vinninga. V-Þjóðverjinn Hubner er efstur á millisvæðamótinu í Rio de Ja- neiro með 3 vinninga eftir 4 umferðir, en Torre frá Filippseyj- um og Petrosjan, Sovétríkjunum hafa 2,5 vinninga. Spáir framboði Kenn- edys gegn Carter Ilamborg, 28. sept. Reuter. HENRY Kissinger, fyrrverandi utanrikisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í viðtali við v-þýzka blaðið Bild Zeitung sem kom út i kvöld að hann efaðist ekki lengur um að Edward Kennedy myndi keppa við Carter Bandarikjafor- seta um að ná útnefningu. Kissinger sagði: „Kennedy hefur> gert lýðum ljóst að hann lítur svo á að Carter sé ekki réttur maður á réttum stað.“ Kissinger sagði að Kennedy væri feiknavinsæll og hefði máttuga bandamenn en Carter hefði nokkuð sterka stöðu sem ríkjandi forseti. Kissinger gagnrýndi Carter fyrir að hafa með framgöngu sinni fengið ýmsa bandamenn Bandaríkjanna til að ala með sér efasemdir um tryggð og stuðning. „Ég tel það til skammar hvernig við höfum kom- ið fram við íranskeisara síðan honum var ýtt úr sessi," sagði Kissineer. Þetta gerðist Bönnuðu bækumar boðuðu ofbeldi og and- so vézkar kenningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.