Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 26
Fjallað um atvinnumál aldraðra
„Heiðraði starfsmaður
Yður er hér með sagt upp störfum frá og með n.k.
aramótum. Ástæðan er sú, að þér eruð orðin(n) fullra 70
a/a og eigið því að hætta störfum skv. lögum þar um.
Forráðamenn fyrirtækisins þakka yður vel unnin störf
i þágu þess í áraraðir og árna þér og fjölskyldu yðar
velfarnaðar.
Virðingarfyllst,
starfsmannastjóri. “
Bréf svipuö þessu hafa borizt fjölmörgum einstakling-
um, er þeir hafa náö 70 ára aldrinum. Hver eru viöbrögöin?
Margir fagna komu þess aö sögn og telja sig þá geta sinnt
ýmsum áhugamálum og notiö þess að „setjast í helgan
stein“ eins og þaö er oröaö, enda margir hverjir orönir
þreyttir og vilja njóta ávaxta lífstarfs síns. Aðrir eru ekki
eins ánægöir, þeir hafa unniö fullan vinnudag alla ævi,
hafa ekki nein sérstök áhugamál utan vinnunnar tíl aö
snúa sér aö og eiga enn mikla starfsorku ónýtta. Sumir
þeirra fyllast vanmetakennd og finnst þjóöfélagiö hafna
sér. Þar sem jög erfitt viröist vera fyrir þetta fólk aó fá
vinnu vió sitt hæfi, setjast margir meö hendur í skaut sér,
láta sér leiöast og bíöa þess jafnvel aö hverfa alfariö af
sjónarsviöi þessa lífs. Samfara því fer heilsunni hnignandi
og allir hafa áreióanlega heyrt sagt frá því „aö honum eöa
henni hafi hrakaö stööugt frá því hann/hún varð aö hætta
vinnu."
Í gamla bændasamfélaginu var ekki vandamál aö finna
öldruóum verkefni viö sitt hæfi. Sú tíö er lióin og sú
þjóöfélgasbreyting sem átt hefur sér staö hefur skapaö
þetta vandamál, ásamt svo mörgum öðrum, þó auövitaö
hafi mikið áunnist til framfara.
Þegar fjallaö er um atvinnumál aldraóra spila ýmsir
hlutir inn í, s.s. heilsufarsmál, fjármál og ýmsar félagsleg-
ar aöstæóur sem of langt mál yrói aö tíunda hér. En
staóreynd viröist vera aö þessi mál vilja oft gleymast í
umræöum um hagsmuni aldraöra og er iðulega mest kapp
lagt á aö byggt sé nógu mikió af elliheimilum og ýmiss
konar stofnunum.
Mbl. ræddi vió nokkra aðila, sem fjallað hafa um þessi
málefni. Bar þeim saman um, aó nauósynlegt væri að
atvinnumál aldraöra væru oftar til umræöu og lausn
fundin á. Ýmis störf væru vel til þess fallin aö aldrað fólk
gæti tekiö þau aö sér í hlutastörfum og þaö hlyti aó vera
þjoöhagslega hagkvæmt að nýta þessar vinnufúsu hend-
ur.
Á löggjafarsamkundu þjóóarinnar hafa aldraöir ein-
staklingar, á aldrinum 70—80 ára, verið viö ýmis konar
vörslustörf og hefur að sögn veriö mikil eftirspurn eftir
þessum störfum. Aó sögn skrifstofustjóra Alþingis hafa
þessir starfskraftar reynst vel og e.t.v. veróur þaó til þess,
að stjórnendur landsins, sem þar ráöa ráðum sínum, sjái
til þess aó fleira aldraö fólk fái aögang aö störfum viö sitt
hæfi.
Hér á eftir fara viötöl viö'nokkra aöila, sem þekkja málin
af eigin raun. Önnur málefni, sem snerta aöbúnaö aldraöra
hérlendis, s.s. hjúkrunarmál, veröa tekin til umfjöllunar á
síöurn Mbl. síóar.
„Sjálf-
ræðið
skiptir
aldraða
mestu”
„Samtokin voru stofnuð fyrir
sex árum í þeim tilgangi fyrsta
lagi að byggja ibúðir fyrir aldrað
fólk, sem ekki kemst í þar til
byggðar íbúðir á vegum borgar-
innar, þ.e. fólk, sem á stórar og
óhentugar ibúðir og hús fyrir og
þarf og vill minnka við sig.
börfin er ekki síður brýn nú
vegna sihækkandi fasteigna-
gjalda“ sagði Hans Jörgensson
skólastjóri og formaður Samtaka
aldraðra i Reykjavik, er Mbl.
spurði hann um starfsemi sam-
takanna og álit hans á atvinnu-
málum aldraðra.
„Einnig og ekki siður er ætlun
samtakanna að koma upp skrif-
stofu, sem getur orðið tengill
milli aldraðra og stjórnenda
vinnumarkaðarins. Einnig er ætl-
unsamtakanna að koma upp
skrifstofu, sem getur orðið teng-
ill milli aldraðra og stjórnenda
„Aldraða
starfsfólkið
samvizkusamt
með afbrigðum”
-segir Friðjón Sigurðsson
skrifstofustjóri Alþingis
FRIÐJÓN Sigurðsson skrifstofu-
stjóri Alþingis hafði eftirfarandi
að segja um reynslu sína af því að
hafa starfsfólk undir sinni
stjórn, sem eldra er en 70 ára:
„Reynsla mín af þessu starfs-
fólki er mjög góð. Aldraða starfs-
fólkið er samvizkusamt með af-
brigðum. Við höfum reyndar einn-
ig aldursmörk, þ.e. 80 ár. Sumir
gætu eflaust unnið lengur, aðrir
kannski ekki svo lengi, en með því
að hafa ákveðið aldursmark tel ég,
að sársaukinn við að þurfa að
hætta sé ekki eins mikill."
Friðjón sagði, að þau störf sem
aldraða fólkið væri í á Alþingi
væru eingöngu ýmiss konar létt
vörzlustörf, s.s. lestrarsalar- fata-
og gangavarzla.
Friðjón Sigurðsson.