Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
27
Ilans Jörgensson formaður Samtaka aldraðra:
vinnumarkaðarins. Einnig er ætl-
unin að skrifstofan verði upplýs-
ingamiðstöð og geti starfað sem
milliliður á milli Tryggingar-
stofnunar og aldraðra. Of margir
veigra sér við að leita réttar sins
i frumskógi kerfisins.
Það er mjög mikilvægt fyrir
fólk, sem verður að hætta störfum
vegna 70 ára aldursmarksins, að
það geti haft eitthvað við að vera.
Ekki er alltaf um það að ræða að
fólk þurfi að halda fullri atvinnu,
né geti það, en hlutastarf er
nauðsyn mörgum að geta gengið
að.“
— Hvað vetður þú helst var við
að aldraðir óski sér í þessu sam-
bandi?
„Ég veit að sjálfræðið skiptir
það mestu og það vill hafa eitt-
hvað fyrir stafni. Það er því þung
raun að vera kippt úr sambandi
við þjóðfélagið, eins og mætti orða
það. Margir atvinnurekendur geta
og vilja nýta þennan vinnukraft,
og að hafa aldraða í vinnu er t.d.
talinn sjálfsagður hlutur víðs
vegar úti á landsbyggðinni. Mér
finnst einnig, að meiri möguleika
ætti að gefa með hlutastörfum.
Mörg störf eru þess eðlis, að
aldraðir gætu hæglega gengið að
þeim að hluta, þ.e. í hálfsdags- eða
tímastarfi. Lífeyrissjóðirnir
mættu taka þetta til athugunar og
gefa kost helmingagreiðslum úr
sjóðum sínum. En auðvitað geng-
ur þetta ekki með öll störf, mörg
eru þess eðlis, s.s. ýmis konar
stjórnunarstörf o.fl.“
— Finnst þeir þjóðfélagið hafa
brugðist öldruðum að þessu leyti?
„Eg er á því, að það verði að
hafa einhver aldursmörk — ein-
hverja viðmiðun, og 70 ára aldur-
Hans Jörgensson form.
Samtaka sldraðra.
inn er eflaust ekki verri viðmiðun
en einhver önnur fyrir neðan eða
ofan. En það þarf að vera meira
sveigjanleiki, enda hlýtur það að
vera þjóðhagslega hagkvæmt að
nýta hverja vinnufúsa hönd“.
— Hversu margir félagsmenn
eru í samtökunum og hvað er efst
á baugi hjá ykkur nú?
„í samtökunum eru rúmlega
þrjú hundruð félagsmenn. Við
erum að komast í samband við
sams konar samtök á Norðurlönd-
um og bindum nokkrar vonir við
að það efli samtökin. Efst á baugi
hjá okkur nú eru byggingarmálin.
í undirbúningi er að hefja bygg-
ingu íbúða á næsta ári. Við höfum
sótt um lóðir á ákveðnum eftir-
sóttum stöðum, en óvíst er um
árangur. Við höfum reyndar feng-
ið vilyrði fyrir lóð á góðum stað en
ekkert skriflegt leyfi ennþá og á
meðan svo er, er ekki hægt að
segja ákveðið um framkvæmda-
áætlun.
Ég vil taka það fram, að nú er
verið að ganga frá reglugerð um
sölu og endursölu íbúða, sem
byggðar verða á vegum samtak-
anna þannig að tryggt verði að
íbúðirnar haldist í eign aldraðra
þó að um endursölu sé að ræða og
ekki verði braskað með þær. Einn-
ig verði tryggt að íbúðareigandi
fái það fé, sem lagt hefur verið í
íbúð, endurgreitt við endursölu
með byggingarvísitöluhækkunum
frá kaupdegi til söludags. Fastar
reglur verða settar um sölufyrir-
komulag og ráðstöfunarrétt.
Þessi málefni eru mjög mikil-
væg. Ég er viss um, að það er
æskilegast fyrir alla aðila, að
aldraðir geti sem lengst hugsað
um sig sjálfir, elliheimilin eru
ekki bezta lausnin, nema þá sem
hjúkrunarheimili. En það hefur
orðið mikil hugarfarsbreyting
hérlendis í þessum málum síðustu
2-3 árin.“
Hans Jörgensson sagði í lokin,
að hann teldi að aldraðir ættu að
standa saman og vinna að þessum
málefnum sjálfir. „Við verðum að
hafa meiningar og koma okkar
áliti til réttra aðila. — Með því
móti náum við beztum árangri."
Þær stöllur sögðust koma saman i herbergi 400 svo til daglega með
handavinnuna sina. Guðriður er lengst til vinstri á myndinni, i miðið
er Ingibjörg og Oddný lengst til hægri. Ljósm. Mbl. RAX.
„Auðveldara að
vera gömul kona
en gamall karl”
„Hér er gott að vera, þetta er
eins og að vera heima hjá sér,“
sagði Guðríður Dagbjört Jóns-
dóttir, vistmaður á Hrafnistu i
Hafnarfirði, er við litum inn á
herbergi 400 þar sem hún og
Oddný Marteinsdóttir búa. Gest-
komandi hjá þeim stöllum var
Ingibjörg Jónsdóttir, sem einnig
er vistmaður á Hrafnistu, og sátu
þær við hannyrðir og röbbuðu
saman. Herbergið bar með sér, að
ekki hafa konurnar setið auðum
höndum um dagana. Púða, dúka
og ýmsa aðra listavei unna hluti
gat að sjá hvert sem litið var.
Ekki sögðust konurnar hafa gert
mikið af þvi að selja handavinnu
sína. Mest af henni færi til vina
og vandamanna, enda ynnu þær
hana sér til ánægju og lifsfylling-
ar.
„Handavinnan bjargar
mér“
Guðríður, sem er fædd alda-
mótaárið og því nær 80 ára gömul,
sagðist hafa unnið við sitthvað um
ævina, eftir því sem heilsan hefði
leyft. „Ég hef þó alltaf haft
eitthvað milli handanna og eyði
tímanum hér mest við hannyrðir."
Hún sagðist telja, að það væri
mjög nauðsynlegt fyrir aldraða að
hafa eitthvað fyrir stafni. „Það
hefur margoft sýnt sig, að fólk,
sem hættir snemma að vinna og
hefur ekkert við að vera því
leiðist, — það verður einmana og
þá er ekki að spyrja að því að
heilsunni hrakar."
Guðríður sagði að henni fyndist
hún vera komin á öruggan stað og
sér liði vel á Hrafnistu. „Ég býst
við því að verða hér fram að enda.
Ég er nú orðin 80 ára og leiðin
okkar allra liggur í sömu átt. Það
þýðir ekkert að kvarta, þótt heils-
an sé ekki eins og bezt væri á
kosið, en handavinnan bjargar
mér frá öllu athafnaleysi.
„Heilsan mikilvægustu
Oddný Marteinsdóttir er 73 ára
að aldri. Hún sagðist hafa hætt
vinnu vegna fötlunar fyrir nokkuð
löngu síðan. „Ég held að það sé
auðveldara að vera gömul kona en
gamall karl. Við getum gripið í
okkar handavinnu. Konur af
minni kynslóð eru einnig vanari
því að vera heima við. Karlarnir
geta jú sett upp lóðir, hnýtt o.fl.,
en handavinnan og ýmis bústörf
eru okkur tamari og ekkert sem
stoppar okkur frá því að halda
þeim störfum áfram."
Oddný sagði að hún teldi að
árafjöldinn skipti ekki mestu
máli, heldur væri heilsan mikil-
vægust. „Mér finnst ég ekkert
sérstaklega gömul, ég er allavega
staðráðin í því að lifa fram að
aldamótum", sagði hún hressilega
í lokin.
„Einstaklingsbundið
hvenær fólki finnst þörf
á að hætta störfum “
Ingibjörg Jónína Jónsdóttir frá
Gunnarsbæ í Hafnarfirði er 75 ára
gömul. Hún sagðist hafa unnið úti
fram til ársins 1974, en þá fundist
hún vera orðin það fullorðin og
þreytt að hún hafi hætt. „Það er
áreiðanlega mjög einstaklings-
bundið hvenær fólki finnst þörf á
að hætta vinnu. Ég á t.a.m. systur,
sem er 74 ára og vinnur enn við
símavörzlu. Hún fékk uppsagnar-
bréf, þegar hún var 70 ára, en
síðan hefur ekki verið stuggað við
henni og hún ætlar að halda
áfram starfi sínu meðan það
ástand helst.“
Ingibjörg sagðist vera mjög sátt
við lífið og tilveruna. „Heilsan er
góð, hér er ég frjáls allra ferða
minna og hef alla þá þjónustu sem
ég þarf á að halda og ágætan
félagsskap jafnaldra minna hér.
Karl Helgason
„Að finna sig megn-
ugan en vera hafnað
skapar vanmetakennd
og ýmsan krankleika ”
— segir Karl Helgoson þingvörður
Karl Helgason þingvörður, fyrrv. póst- og símstöðvarstjóri á
Akranesi og Blönduósi, er 75 ára að aldri. Hann hætti formlega
störfum hjá hinu opinbera 70 ára, skv. gildandi lögum þar um. Fyrir
atbeina góðra manna, eins og hann orðar það sjálfur, fékk hann starf
á Alþingi sem þingvörður og hefur starfað við það í fjóra vetur. Við
hittum Karl að máli niðri i Kringlu i alþingishúsinu og spurðum hann
álits á atvinnumálum aldraðra og hans reynslu i þeim efnum.
„Ég hætti störfum sem póst- og
símstöðvarstjóri á Akranesi árið
1973 og fékk mig fluttan í sím-
stöðvarhúsið í Reykjavík þar sem
ég taldi meiri möguleika á að fá
starf eftir 70 ára aldurinn í
Reykjavík. Með hjálp góðs manns
fékk ég þá starf hjá Jóni Loftssyni
og vann þar í þrjá mánuði en varð
þá að hætta vegna erfiðra að-
stæðna á atvinnumarkaðinum. Þá
var ég svo lánsamur að fá þing-
vörzlustarfið fyrir atbeina góðra
manna og hef verið hér á fimmta
ár.“
— Hvernig fannst þér að
standa frammi fyrir því sjötugur
að þurfa að hætta þinu lífsstarfi
og vera í óvissu með að fá annað
starf?
„Ég vissi alltaf hverjar reglurn-
ar voru og gerði mér ljóst að ég
þyrfti að hætta við þennan aldur.
En það kom nú þannig út, að
dagurinn var allt í einu runninn
upp, án þess að ég hefði gert mikið
í málinu.
Það er alltof algengt, að menn
koðni niður við það að þurfa að
hætta að vinna, en þetta er mjög
persónubundið. Sumir eru við
hestaheilsu, aðrir farnir að gefa
sig. En menn verða að hafa eitt-
hvað við að vera, tómstundastarf
getur t.d. alveg eins komið í stað
atvinnu."
— Telur þú að aldraðir geti þá
vel komist af fjárhagslega?
„Ég veit að margir eiga nú í
erfiðleikum á þessum vitlausu
verðbólgutímum, en flestir hafa
þó eftirlaunin og síðan er það
ellistyrkurinn svonefndi. Mér
finnst að það sé bráðnauðsynlegt
að finna nýtt orð yfir hann, t.d.
aldurslaun. Það á ekki að láta
aldraða fá það á tilfinninguna að
þeir séu styrkþegar og öðrum til
byrði. Þegar fólk hefur unnið alla
sína ævi og gengið upp í sinni
vinnu, er því nógu erfitt að þurfa
að hætta störfum svo slík hugsun
bætist ekki ofan á. Aldurslaun,
eða jafnvel aldursverðlaun nær
betur hugsuninni á bak við þessi
laun, að mínu áliti.
— Talandi um aldur — hvenær
verður maður gamall?
„Þar kemur nú heilsan fyrst til.
Ef heilsan er í góðu lagi þá getur
fólk verið ungt í anda þrátt fyrir
langan lífaldur. Ég held að menn
séu jafngamlir og þeir hugsa sér
að þeir séu — en við verðum að
miða tímann við eitthvað og þá
nefnum við ár.“
— Hvernig finnst þér búið að
öldruðum hérlendis?
„Það er ákaflega vel búið að
öldruðum, en það mætti gjarnan
skapa aðstöðu til að fólk þurfti
ekki að setjast með hendur í
skauti sér. Fólk verður þreyttara á
að gera ekki neitt en að hafa
eitthvað fyrir stafni. Að finna sig
megnugan þess að gera þjóðfélag-
inu gagn, en vera hafnað, skapar
vanmetakennd og ýmsan krank-
leika.“
— Hvernig er atvinnu þeirra,
sem komnir eru yfir 70 ára aldur-
inn háttað hér á Alþingi?
„Þetta eru nú eingöngu vörzlu-
störf sem við erum í hér. Við
störfum aðeins meðan þing stend-
ur yfir og hér er einnig aldurs-
mark, þ.e. 80 ár. Ég tel að þetta
hafi komið vel út, samstarfið
skiptir máli, en ekki aldurinn. Ef
skapsjafnvægið er í lagi þá gengur
allt vel.
Mér hefur stundum komið í hug,
að einhvers konar hæfnispróf væri
réttari leið en aldursmörk, en það
er auðvitað mun erfiðara við-
fangs."
— Hvað með með framtíðina,
kvíðir þú 80 ára markinu og því
sem þá tekur við?
„Eg loka huganum fyrir því. Ég
hef þó músíkinaa til að hverfa til.
Ég var organisti í 15 ár og hef
mjög gaman af sígildri músík.
Sonarsonur minn, Karl Sighvats-
son, hefur verið mikið í músík og
spilaði oft opinberlega þá tegund
hennar sem höfðar til unga fólks-
ins. Hann kom einu sinni fram í
sjónvarpi og ég hlustaði á útsend-
inguna og hafði gaman af. — Já,
ég held að músíkin verði mitt
athvarf, þegar mér verður alfarið
hafnað á vinnumarkaðinum."
Karl sagði í lokin, að hann vildi
sérstaklega ítreka, að eins mikið
og gert væri fyrir aldraða á sviði
heilbrigðismála o.fl. þá mætti
hafa sérstaklega í huga, að fólk
félli ekki algjörlega úr starfi, —
því væri gert mögulegt að vinna
að einhverju við sitt hæfi.