Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Vœnn brúskur af sauðahnappi.
Gullintoppa -
Geldingahnappur
Armeria
GULLINTOPPAN öðru nafni GELDINGAHNAPP-
URINN vex villtur í móum og melum um land allt, er
því alþekktur og má teljast eitt af fallegustu
blómunum sem spretta út um hagann á íslandi. Hann
er það fallegur að gaman er að ætla honum pláss í
garðinum — og auðvelt er að ná sér í plöntu af
honum.
I görðum unir hann sér vel og getur myndað
allstóra, þétta og hvelfda þúfukolla. Geldingahnapp-
urinn okkar — Armeria maritima — er ljós
lillableikur að lit og lyftir hnöttóttum þéttum
blómkollum sínum um það bil 18—20 sm upp úr
jarðlægum þúfunum sem blöð hans mynda. Blöðin eru
mjó, strik- eða þráðlaga og heilrend og líkjast nokkuð
grasstráum. Það þarf því nokkra natni til að láta ekki
grasstrá komast inn í þúfurnar og rétt að athuga það
rækilega hvort að grasstráin geri sig ekki of
heimakomin. Til eru ýmis afbrigði af Armeria.
SAUÐAHNAPPURINN (Armeria caepitosa) er lág-
vaxinn með stutt mjó blöð og rauðbleik blóm, ættaður
frá Spáni. Armeria Bechwood hefur stóra dökkbleika
blómkolla, Armeria Bevan er hárautt lágvaxið
afbrigði. Armeria maritima „Vindictive" er nokkru
hærri en íslenska armerían, þéttur og blómsæll,
rauður að lit. A. maritima alba er gott hvítt afbrigði.
ÖIl A. maritima-afbrigðin eru auðveld í ræktun. A.
Ruby Glow og A. Bloodstone eru hávaxnari en A.
maritima. Bloodstone hefur dýpsta rauða litinn. A.
Bees Ruby hefur breiðari og gljáameiri blöð og verður
um það bil 50 sm á hæð. Ber allstór bleik blómhöfuð.
Það er fallegt afbrigði. Hávaxnari afbrigðin eru
nokkru erfiðari í ræktun, þurfa skilyrðislaust vel
framræsta jörð og sólríkan stað.
Ef blómhöfuðin eru fjarlægð eftir blómgun svo
jurtin leggi ekki erfiði í að bera fræ, heldur plantan
áfram að koma með ný og ný blóm fram eftir öllu
sumri.
Armeríur kjósa fremur súran jarðveg, gott að
blanda saman fínni möl og mómold. Þær eru langlífar
sé þess gætt að velja þeim ekki votlendan vaxtarstað.
Fara vel fremst í beði, sem raðplanta, eða í
steinhæð. Auðvelt að fjölga hvort sem vill af fræi eða
með skiptingu.
S.Á.
á EF ÞAÐ ER FRÉTT- »91 NÆMTÞÁERÞAÐÍ -f MORGUNBLAÐINU
Vestfirðingar ekki á
éitt sáttir um leyfis-
veitingu Arnarflugs
Heilmikið fjaðrafok hefur orðið
um nýveitt flugleyfi Arnarflugs á
þeim áætlunarleiðum flestum sem
Flugfélagið Vængir hafði áður.
Hafa ýmsir verið til kallaðir að
standa fyrir máli sínu, samgöngu-
ráðherra, flugráðsmenn, flugfé-
lagaforstjórar og svo frv. Þá hafa
meðmæli sveitarstjórnarmanna
með Arnarflugi verið talin af
hæpnum toga, og bellibrögðum
verið beitt í þeim efnum. Inn í
þetta spinnst svo landshlutapólit-
ík sem eðlilegt er, einkum þar sem
flugfélög í þremur landsfjórðung-
um sóttu um flugleyfi í sínum
fjórðungum, en fengu ekki nema
að litlu leyti. Er ekki óeðlilegt að
þessu sé gaumur gefinn með því að
ráðherra kveðst hafa stuðzt mjög
við vilja heimamanna í leyfisveit-
ingum.
Á Vestfjörðum er Flugfélagið
Ernir starfrækt, með aðsetri á
ísafirði. Hefur það annast sjúkra-
flug í fjórðungnum svo og tilfall-
andi leifuflug. Flugfélagið á tvær
nýlegar vélar, og hefur allgóða
aðstöðu á Isafjarðarflugvelli.
Hörður Guðmundsson, flugmaður
og forstjóri flugfélagsins, hefur
lýst yfir furðu sinni opinberlega á
stuðningsyfirlýsingu sveitar-
stjórna við umsókn Arnarflugs og
telur þar skjóta mjög skökku við
orð og ályktanir sveitarstjórnar-
manna á Vestfjörðum, m.a. Fjórð-
ungsþings Vestfirðinga í septem-
ber ’78 þar sem lýst var yfir
ánægju og félaginu færðar þakkir
fyrir vel unnin störf.
Undirritaður gerði nokkra út-
tekt á sjónarmiðum beggja aðila
og sem hér birtist.
Afstaða sveitar-
félaga furðuleg
Við fundum Hörð Guðmunssson
að máli á afgreiðslu Flugfélagsins
Arna á ísafjarðarflugvelli þar sem
hann var í önn dagsins að afgreiða
vél sem var að leggja upp til
Hólmavíkur.
„Mér finnst afstaða sveitarfé-
laganna furðuleg. Menn hafa látið
blekkjast af áróðri Arnarflugs-
manna, sem þrýstu á um að skeyti
yrðu send til ráðuneytisins."
Veiztu til að sveitarstjórnarfundir
hafi verið haldnir um málið?
„Mér er ekki alfarið kunnugt um
það, en ég veit að til dæmis á
Suðureyri var ekki haldinn form-
legur fundur, heldur munu menn
hafa talað sig saman. Sveitar-
stjórinn var að koma úr fríi og
vissi lítið um málið fyrr en það var
afgreitt frá hendi heimamanna,
slíkur var flýtirinn."
Höfðuð þið hjá Örnum nægilegt
ráðrúm til að kynna ykkar sjónar-
mið?
„Ja, við sóttum um eins og aðrir
og lögðum fyrir hvernig við hygð-
umst þjóna þessu flugi. Meiningin
var að fljúga 2 beinar ferðir til
Reykjavíkur í viku og auk þess
3—4 ferjuflug fyrir Flugleiðavélar
á ísafirði, Þingeyri og Patreks-
firði. Eftir að hugur Stranda-
manna kom í ljós kváðumst við
einnig geta tekið upp beinar ferðir
á rútunni Hólmavík — Gjögur —
Reykjavík."
Nú kynnu sumir að álykta, að
þessi meðferð máls hjá ráðuneyti
væri vísbending um vanhæfni
landshlutaflugfélaga til að sinna
því flugi sem Flugleiðir þjóna
ekki. Hvernig horfir málið við
þér?
„Ég veit ekki hvað skal segja, en
hér er verið að mæla með og veita
óþekktu flugfélagi flugleyfi og auk
þess félagi sem engan flugflota á
til innanlandsflugs.
Þá vil ég minnast frekar á
afgreiðslu málsins sem var mjög
óvenjuleg. Málið kom ekki fyrir
flugráð, sem venja er, en hins
vegar voru til kallaðir einstakir
flugráðsmenn, t.d. Leifur Magnús-
son, sem er varaform. flugráðs og
jafnframt stjórnarmaður í Arnar-
flugi. Auk þess má geta þess, að
Vængjaflugmenn þeir sem þarna
ganga til liðs við Arnarflug eru 4
og aðeins tveir sem flogið hafa í
mörg ár hjá Vængjum.
Varðandi spurninguna um flýt-
inn á þessu vil ég lýsa yfir, að
okkur gafst raunverulega ekki
rúmráð til að kanna okkar sjónar-
mið við sveitarstjórnir, enda var
ef til vill ekki til þess ætlast.
Hvað með nýtingu á flugvéla-
kosti ykkar nú?
„Það er nú kannski ekki rétt að
tala um nýtingu í sjúkraflugi, en
ef verkefni hefðu aukist, hefði
opnast leið til betri nýtingar og til
að kaupa meiri vélakost til að
þjóna vestfirzkum byggðum. Það
sem hér var um að ræða voru
verkefni sem við gátum fyllilega
staðið við, en þegar til kastanna
kemur virðist þurfa að sækja allt
til Reykjavíkur."
Eðvarð Sturluson,
oddviti í Súganda-
firði: Sættum okkur
ekki við afturför
„Hörður er alls góðs maklegur,
hann er búinn að sýna það og
sanna. Það sem vakti fyrir okkur
var að bæta þjónustuna t.d. með
tveimur Islandervélum, hér er það
skammur tími í skammdeginu
sem hægt er að fljúga og því þarf
góðan vélakost. Nú, það var ekki
um það að ræða að Hörður kynnti
sínar áætlanir fyrir okkur, aftur á
móti höfðu þeir samband frá
Arnarflugi. Viðar Hjálmtýsson,
sem flogið hefur lengi fyrir
Vængi, kynnti það sem fyrir lá.
Væntanleg kaup á flugflota,
tækniaðstöðu og svo frv. Okkur
fannst að það yrði að leysa þessi
mál á einu bretti, þetta sem fyrir
Herði vakti var aðallega ferjuflug.
Nú, þetta kom skart yfir menn og
lítill tími til að gaumgæfa málið."
Hélduð þið hreppsnefndarfund
um málið?
„Nei, menn töluðu sig saman og
þetta var einlægur vilji manna.
Það var vont að fá upplýsingar,
það er rétt, blöðin í verkfalli og
svo frv. Annars var ég að koma úr
fríi og málið þá útkljáð."
Veitt viðurkenning fyrir snyrtilega
umgengni á lóð og húsi í Bústaðarsókn
Bræðrafélag tíústaða-
kirkju hefur á nokkrum
undanförnum árum veitt
viðurkenningar fyrir
„Snyrtilega umgengni á lóð
og húsi“ í sókninni.
Að þessu sinni fékk við-
urkenningu félagsins hús-
eignin að Steinagerði 19,
eign hjónanna Steinunnar
Jónsdóttur og Arinbjörns
S. Steindórssonar.
Fleiri garðar eru í
fremstu röð sem oft áður,
má þar til dæmis benda á
húseignirnar Breiðagerði
25, Steinagerði 6 og 17 og
Teigagerði 6,11, 14 og 17.
Ennfremur vill nefndin
sem að þessari athugun
stóð vekja athygli á báðum
almenningsgörðunum á
þessu svæði, sem eru
skemmtilegir og frábær-
lega vel hirtir, að því er
segir í frétt frá Bræðrafél-
aginu.
Flugleiðaskák-
in um helgina
SKÁKKLÚBBUR Flugleiða efnir
um næstu helgi til skákmóts á
Hótel Esju í Reykjavík og stend-
ur það laugardag og sunnudag. í
mótinu taka þátt 24 lið fyrir-
tækja og skákklúbba.
Móttið verður með nýju sniði,
tefldar 15 mínútna skákir og allar
sveitir tefla saman. Þrenn sveita-
verðlaun verða veitt fyrir þrjár
beztu skákirnar og verðlaun fyrir
beztan árangur einstaklinga.
Keppendur verða 72 auk um 40
varamanna. Skákstjóri er Friðrik
ólafsson stórmeistari og vara-
skákdómari Jóhann Þórir Jónsson.
Flugleiðaskákin hefst kl. 9.30.
Ottó A. Michelsen og Sigurður Magnússon úr stjórn Bræðrafélags
Bústaðasóknar afhenda Steinunni Jónsdóttur og Arinbirni S.
Steindórssyni viðurkenninguna.