Morgunblaðið - 29.09.1979, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
35
Ég vil beina því til nýnema að
hagnýta sér vel fræðslu umsjón-
arkennara sinna um námsferil og
námskröfur. Og þá vil ég ekki
síður minna þá á mikilvægi skóla-
sóknar, sem er lykillinn að árangri
þeirra og brautargengi í skólan-
um.
III
Á skólaárinu sem nú er að
hefjast, skólaárinu 1979—1980
verða nemendur skólans sennilega
sem næst 1340. Samkvæmt töflu-
gerð og innritun eru nemendur
talsvert fleiri eða 1492. Af 1046
nemendum er nám stunduðu á
síðastliðnu skólaári halda 894
áfram námi. Innritaðir nýnemar
eru 598. Innritaðir nýnemar skipt-
ast sem hér segir á námssvið
skólans.
IV
Það er sagt, að frá aldamótum
hafi Vesturlandabúar lifað þrjú
tímaskeið. Hið fyrsta er kennt við
háleitar hugsjónir og vonir. Það
var bjartsýnisskeið aldamótanna
og fyrstu áratuganna á eftir. Næst
tók við tímaskeið bölsýnis og
kvíða. Það var tímabil þrjátíu ára
stríðsins síðara frá 1914 til 1945.
Dagurinn í dag hinn fyrsti sept-
ember, er minningardagur eins af
dapurlegustu atburðum þessa
annars skeiðs, en 1. september
1939 hófu Þjóðverjar innrás sína í
Pólland, sem tveim dögum síðar,
3. september, leiddi til heimsstyrj-
aldarinnar síðari, en það var
annar þáttur þrjátíu ára stríðsins.
Eftir síðari heimsstyrjöldina telja
menn að þrátt fyrir allt hafi hið
þriðja skeið byrjað og kenna það
við frelsi og frelsun þjáðra og
þjakaðra einstaklinga jafnt sem
þjóða. Sé þetta rétt ályktað verður
hlutur menntunar og menningar
meiri og stórbrotnari en nokkru
sinni fyrr. Hlutverk allrar mennt-
unar er að auka þekkinguna og
stuðla að raunverulegri sann-
leiksleit. Það er sannleikurinn
einn sem getur gert mennina
frjálsa. Skyldur skólanna verða að
sama skapi meiri, skuldin stærri.
Hér, þar námsins föKur fræin
falla í un^an hugarreit
geisla, dögg og gródrarhlæinn.
Guð. frá himni þínum veit.
Komið heil til starfa, verið heil í
starfi.
námsbraut verður tekin upp í
vetur, læknaritarabraut.
Eins og upptalning þessi ber
með sér hafa nú þegar mörg
hundruð nemenda, líklega milli
400—500 nemendur lokið prófum
frá Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti, þar af ellefu lokið sveins-
prófi og 50 stúdentsprófi.
Á almennu bóknámssviði,
menntaskólasviði 119 nemendur.
Á heilbrigðissviði 86 nemendur.
Á hússtjórnarsviði 54 nemendur.
Á listasviði 41 nemandi.
Á tæknisviði 101 nemandi.
Á uppeldissviði 63 nemendur.
Á viðskiptasviði 134 nemendur.
Vegna tengsla Ármúlaskólans í
Reykjavík og Kvennaskólans í
Reykjavík við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti var umsóknum vísað til
þeirra sem hér segir: Til Ármúla-
skóla 25 nemendum á heilbrigðis-
sviði og 25 nemendum á viðskipta-
sviði. Til Kvennaskólans í
Reykjavík 37 nemendum á uppeld-
issviði.
Eldri nemendur Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti skiptast á náms-
svið sem hér segir:
Á almennu bóknámssviði,
menntaskólasviði 189 nem.
Á heilbrigðissviði 142 nem.
Á hússtjórnarsviði 34 nem.
Á listasviði 66 nem.
Á tæknisviði 156 nem.
Á uppeldissviði 89 nem.
Á viðskiptasviði 218 nem.
Samkvæmt þessu yrðu nemend-
ur skólans veturinn 1979—1980
1346 talsins og hefði fjölgað um
Skólasetning i Bústaðakirkju.
300 frá siðasta skólaári, en þá
hefur verið reiknað með að 12%
skráðra nemenda mæti ekki. Ég
býð hinn fjölmenna nemendahóp
velkominn til skólastarfs.
Eins og að líkum lætur fjölgar
kennurum skólans. Settir voru 13
nýir kennarar við skólann frá 1.
ágúst, flestir í raungreinum.
Verða stöðugildi skipaðra og
settra kennara þá 68 alls, en
kennarar fleiri þar sem sumir eru
í hlutastarfi. Þá munu 45 stunda-
kennarar starfa við skólann næsta
vetur. Ég býð kennara alla vel-
komna til verka og óska þeim svo
og nemendum þeirra heilla og
blessunar.
Eins og flestir er eitthvað
þekkja til Fjölbrautaskólans í
Breiðholti vita eru stjórnunar-
störf rækt af tveim sveitum
manna. Annars vegar eru fjórir
aðilar, skólameistari, aðstoðar-
skólameistari, námsráðgjafi og
áfangastjóri. Hins vegar hafa ver-
ið 12 aðilar, deildarstjórar
kennsludeilda skólans. Þær breyt-
ingar hafa orðið meðal fjórmenn-
inganna frá síðasta skólaári að
skipt hefur verið um áfangastjóra.
Ingvar Ásmundsson sagði stöðu
sinni lausri frá haustannarlokum
um miðjan janúar á þessu ári. Við
áfangastjórastarfinu hefur tekið
Stefán Andrésson sem áður var
kennari við skólann. Um leið og ég
þakka Ingvari störf hans og marg-
vísleg umbrot í þágu Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti býð ég Stefán
Andrésson velkominn til vanda-
samra og mikilvægra verka. Þá
hefur dr. Bragi Jósepsson náms-
ráðgjafi skólans verið ráðinn til
háskólakennslu í Bandaríkjunum í
eitt ár, en auk þess hefur mennta-
málaráðuneytið sett dr. Braga
sem lektor við Kennaraháskóla
íslands. Virðast því allar horfur á
að dr. Bragi Jósepsson námsráð-
gjafi sé að hverfa frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og líklegast
að hann taki við kennslu við
Kennaraháskóla íslands þegar
umsömdum starfstíma lýkur í
Bandaríkjunum. Enn er samt ekki
að fullu frá þessum málum gengið
og því kveðjum við dr. Braga ekki
við þessa skólasetningu þótt við
óskum honum velfarnaðar við
önnur störf erlendis næsta ár og
biðjum honum heilla og farsældar
hvar sem spor hans liggja og
honum verður vandi á hendur
falinn.
Breytingar verða verulegar á
skipan deildarstjóra á næsta ári.
Tveir deildarstjórar láta af störf-
um, Gísli Magnússon í íslensku-
deild og Leifur ísaksson í tréiðna-
deild og skulu þeim þökkuð heilla-
rík störf við fyrstu mótun um-
ræddra kennsludeilda. Deildar-
stjórum mun fjölga verulega og
verða alls 18 talsins. Ég mun ekki
lesa nöfn þeirra hér, en geta þess
sérstaklega að tvær nýjar
kennsludeildir hafa verið stofnað-
ar, annars vegar íþrótta- og fé-
lagsstarfadeild, hins vegar tón-
menntadeild. Um deildir þessar og
framtíðarmöguleika þeirra mætti
margt segja og ætti að segja, þótt
ekki verði gert að sinni.
Byggingarmál Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti bæri að ræða á
stundu sem þessari. Vonir standa
til að byrjað verði á svokallaðri
E-álmu skólans á þessu ári. Þar á
öll stjórnunar- og þjónustuað-
staða skólans að fá framtíðar-
húsnæði svo og bókasafn, mötu-
neyti, fyrirlestrarsalir,
tónmenntakennsla að nokkuð sé
talið.
Fyrstu iðnsveinar er brautskráðust frá skóianum, húsasmiðir.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
er settur.